Skátablaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 29
Úr sögu ská
hreyfingarinn
4. þáttur-ylfingar
á átta ára afmæli skátahreyfingarinnar var afmælisgjöfin
ekki afverri endanum. Árið 1916 lauk Baden-Powell við
að semja bók um skátastörf fyrir drengi á aldrinum 8-10
ára og reyndi ný fyrir alvöru á hugkvæmni og sköpunar-
gáfu hans. Skátar á þessum aldri þurfa á annars konar
ævintýri að halda en því sem birtist í skátastarfinu hjá
hinum eldri. Pað þurfti að færa í sérstakan búning, nýjan
af nálinni, sem bæði lagði til umgjörð um starfið. Um-
gjörð sem sveipaði það nokkurri dulúð og lagði til efni í
skemmtileg ævintýri og dæmisögur, sem henta einkar
vel þessum aldri.
Baden-Powell fékk leyfi breska rit-
höfundarins Rudyard Kiplings til að nota
eina af þekktustu bókum hans Jungle
Book, Dýrheima sem umgjörð um hand-
bók að hinu nýja skátastarfi. Handbók
ylfinga (Wolf Cub’s Handbook) var full-
búin í júlílok árið 1916 og Kipling var svo
ánægður með ritið að hann gerði enga
athugasemd við handritið sem hann las
gaumgæfilega. Ljóst er að verkefni Baden-
Powells var afar erfitt, honum var í raun
ætlað að endurtaka snilldarverkið Skáta-
hreyfinguna (Scouting for Boys) og finna
um leið upp nýtt kerfi, sem ætti hljóm-
grunn meðal 8- iO áradrengja, veitti þeim
þjálfun og undirbúning fyrir skátastörfin
síðar meir. Margir höfðu óskað eftir því
að þessi aldurshópur gæti stundað skáta-
störf og fengju þá eitthvað við sitt hæfi.
Hér var hópur sem þurfti meira eftirlit og
umsjón, hópur sem réði ekki við að
leggjast út í tjöld á eigin spýtur. Þá varð
auðvitað að vara sig á að endurtaka skáta-
störfin, sem hentuðu þeim eldri. En verk-
efnið var vel af hendi leyst, kerfið næsta
fullkomið og heilsteyptara að mörgu leyti
en frumraunin frá J907.
Umgjörðin varð frumskógurinn og
dýrin, sem voru fulltrúar mannlegra eigin-
leika. Ylfíngur hlýðir gamla úlfinum —
ylfingur gefst aldrei upp. Kjörorðið var
við hæfi, gerum okkar besta, og viðfangs-
efnin voru ætluð til þess að ylfingasveitin
leysti þau undir stjórn foringjans, eða
fóringjanna. Hver ylfingur fékk sit frum-
skógarnafn, valdi sér fyrirmynd í hópi
skógardýranna. Ylfingar voru alltaf
svangir og námið í fræðum ylfinganna
var fagt fyrir þá í gómsætum bitum.
ímyndunarafl drengjanna var notað af
stakri hugkvæmni, ylfingakveðjan tveir
fingur upp að húfunni, táknuðu eyrir
úlfsins. Verkefnin miðuðu að því að ylf-
ingurinn, sem fæðist blindur, fengi sjón á
báðum aug- um- fyrst
kviknaði ein ÆSpi stjarna og
síðan önnur 1 J- -»».. og þá var
feta sig upp
tímabærtað
í heim skátanna. Gangur lífsins er hvergi
ljósari en í frumskóginum og líf ylfingsins
er stutt og fylgir hringrás tímans í skóg-
inum. Þannig fékk Baden-Powell tæki-
færi til að blanda saman verkum og dul-
magni sögunnar, búa til reynsiuheim sem
væri í senn spennandi og eftirminnilegur
og það tókst betur en nokkur gat leyft sér
að vona. Allir ylfingarnir urðu himin-
lifandi, þeir voru félagar í hópi sem átti
sér fjölmörg sameiginleg vandamál.
Handbókin kom út í desember 1916 og
sj álf starfsemin hófstsíðaníj anúar 1917.
Með y lfingastarfinu komu konur að skáta-
starfinu á nýj an hátt en margar konur tóku
einmitt við störfum ylfingaforingja, ekki
síst vegnaheimsstyrjaldarinnar. Aheims-
styrjaldarárunum fyrri tóku konur við
störfum karla á mörgum s viðum, en mörg
störf losnuðu þegar karlar voru sendir á
vígvöllinn í milljónatali. Fékk Baden-
Powell Veru Barclay til að hafa umsjón
með ylfingastarfinu og reyndist hún svo
sannarlega vandanum vaxin. Heims-
styrjöldin kom í veg fyrir að ylfinga-
starfið bærist jafnhratt um lönd og skáta-
hreyfingin á sínum tíma. En þegar að
henni lokinni héldu þessari nýjung í skáta-
starfinu engin bönd.
Til íslands bárust fyrstu vísamir til
Akureyrarárið 1921 erGunnarGuðlaugs-
son hóf ungskátastarf þar í bæ. Ylfinga-
starf að fyrirmynd Baden Powells hófst
síðan innan skátafélagsins Væringja í
Reykjavík árið 1925. Var notast við
danska útgáfu Ylfingabókarinnar uns hún
var þýdd á íslensku og gefin út árin 1934-
1935.
Ylfingastarfi með hinu upprunalega
sniði var haldið úti fram yfir 1970, en þá
var verkefnum 1 skátastarfi y firleitt breitt.
Hugtakið skátapróf lagt niður og áhersla
lögð á verkefni- eða viðfangsefni skátans.
Ahersla á jafnrétti drengja og stúlkna í
skátastarfi hafði þau áhrif að horfið var
um skeið frá þ ví að nota hugtakið y lfingur
(og þá ljósálfur fyrir stúlkur), en í stað
þess notað samheitið léskáti. Það festist
þó ekki í sessi og nú hafa hin gömlu heiti
verið hafin til vegs og virðingar á ný. Þó
með þeim breytingum að nú eru bæði
drengir og stúlkur ylfingar, á aldrinum 9-
10 ára. (Drengir og stúlkur 7-8 ára eru nú
ljósálfar) Skátafélögum er auðvitað 1
sjálfsvald sett hvort þau vilji hafa drengi
og stúlkur 1 sömu ylfingasveit, eða hvort
þau kjósa að hafa sérstakar sveitir fyrir
drengi og aðrar fyrir stúlkur. Vilji skáta-
foringj ar nota sér æ vintýraheim Dýrheima
1 ylfingastarfi, erhannjafn kyngimagnaður
og áður, umgjörð sem notar, að sið hinna
fornu ævintýra, dýrin sem fulltrúa góðs
og ills í mannheimi. g
w
Skátciblaðið
29