Skátablaðið - 01.11.1994, Síða 31
iAGA
Ævintýri í
Ungven' alandl
Islenskur skáti með breskum dróttskátum í belgísku skátafélagi!
Við félagar í Ibis skátafélagin í Belgíu sem eru breskir
dróttskátar ákváðum að fara til Ungverjalands og hjálpa
skátunum þar svolítið fjárhagslega með því að gefa þeim
tjöld og hafa þetta sem sumarfrí í leiðinni. Við söfnuðum
pening fyrir ferðina með því að hjálpa fólki á ýmsan
hátt, eins og með garðvinnu og að flytja.
Inngangur
Við lögðum af stað klukkan 19 á föstu-
dagskvöldinu 9. júlí. Áætluðum við að
ferðin mundi taka 15 klukkustundir. Við
keyrðum í gegnum Þýskaland um nóttina
°g varð frekar lítið um svefn. Snemma
morguns komum við til Austurrrkis og
fengum okkur morgunmat, en þar sem
við vorum orðin svolítið á eftir áætlun
drifum við okkur af stað og þar sem það
stoppuðum til að kaupa drykki. Fljótlega
eftir að við stoppuðum, komum við til
þorpsins þar sem tjaldstæðið var,
Dunavarsany. Þar keyrðum við fram og
til baka til að leita að tjaldstæðinu en
gáfumst fljótlega upp og spurðum til vegar
og var okkur þá fylgt þangað. Þótt að við
værum mörgum klukkustundum of sein
biðu ungversku skátarnirokkarenn, þegar
við komum á staðinn. Okkur leist nú
Ungverskir skátar við varðeldinn
hafði verið lítið um svefn um nóttina
duttu margir útaf fljótlega og vöknuðu
ekki fyrr en við ungversku landamærin.
Þar sátum við föst í biðröð í nokkra klukku-
tíma þar til við komumst loks í gegn.
Þegar við komumst til Ungverjalands
vorum við orðin allt of sein svo að við
drifum okkur aftur af stað. Þegar líða tók
á daginn fór að hitna verulega og við
ekkert of vel á tjaldstæðið í byrjun en
vorum samt fljót að sætta okkur við það.
Eina baðaðstæðan var áin sem rann
framhjá og tjaldstæðið sjálft var mold og
sandur. Við drifum upp tjöldin og
prófuðum ána á eftir, en um kvöldið
fengum við okkur að borða og fórum
snemma í rúmið þar sem allri voru þreyttir
eftir erfiða ferð.
Sunnudagurinn ll.júlí.
Fyrsta morguninn okkar í Ungverja-
landi vöknuðum við um klukkan 8 þar
sem við ætluðum í messu. Við gátum
valið um að fara í Kaþólska kirkju eða
Biskupakirkju, þar sem þorpsbúar fylgdu
báðum. Eftir messu fórum við tvö og þrjú
saman í hádegismat hjá skátunum og
fengum að smakka ungverska máltíð. Við
dvöldum í nokkra klukkutíma hjá fjöl-
skyldunum en hittumst svo öll aftur og
fórum í hjólreiðaferð um nágrennið. Á
leiðinni stoppuðum við svo til að fá okkur
ís og eitthvað að drekka. Eftir hjólreiða-
ferðina drifum við okkur heim og fengum
okkur sundsprett. Um kvöldið fór að kólna
lítillega en við létum það ekki aftra okkur
og sátum við inni í eldhúsi frameftir og
kjöftuðum.
Mánudagurinn 12. júlí
Mánudagurinn rann upp með sól og
blíðu og voru nokkrir af ungversku
skátunum mættir kl. 10 til að hj álpa okkur
með báta sem við ætluðum að nota um
daginn. Á milli klukkan 12 og 13 vorum
við búin að læra að róa og skipta um sæti
úti í miðri á. Við skiptum okkur í tvo
hópa. Annar hópurinn fór á tveimur bátum
niður ána og hinn áhjólum meðfram ánni.
Á eftir hjólreiðamönnunum kom svo einn
bíllinn með nestið og myndavélar. Hjól-
reiðafólkið komst fljótt á leiðarenda eftir
að hafa villst nokkru sinnum og lært smá
ungversku. Bátarnir áttu í svolitlum erfið-
leikum þar sem bæði ár og sæti brotnuð,
en komust nú samt á leiðarenda. Við
hittumst klukkan 14.30 neðar við ána,
borðuðum nestið okkar og skiptum síðan
um hlutverk. Hjólreiðafólkið dreif sig
heim og var það komið heim um klukkan
fjögur en þar sem farið var að hvessa og
það þurfti að róa upp ána, á móti straumn-
um komu bátarnir ekki í ljós fyrr en um
klukkan 6, þegar hinir voru búnir að synda
og hálfnaðir með að laga kvöldmatinn.
Þegar við vorum búin að borða og þrífa
framhald á nœstu síðu
Skdtablaðið
31