Skátablaðið - 01.11.1994, Side 32
eftir okkur þá settumst við í kringum
varðeld og þar sátum við blaðrandi langt
fram eftir nótt eins og á sunnudagskvöldið.
Þriðjudagurinn 13.júlí
Svo rann þriðjudagurinn upp sem var
dagur þar sem allir gátu ráðið sér sjálfir.
Sumir hjóluðu inn í þorp og sendu póst-
kort og fengu sér ís á meðan aðrir
flatmöguðu í sólinni og hlustuðu á tónlist
með köldum dýfum ofan í ána öðru hverj u.
Þegar líða tók á eftirmiðdaginn fórum við
að gera kvöldmatinn sem átti að vera um
kvöldið þegar við mundum kveðj a skátana
í Dunavarsany þar sem við ætluðum að
færa okkur á annað tjaldstæði nær
Búdapest daginn eftir. Um klukkan 4
komu ungversku skátamir og byrjuðu að
búa til matinn sem þeir ætluðu að bjóða
upp á um kvöldið, ungverska kjötsúpu.
Þegar allt var tilbúið héldum við smá
kveðjuathöfn. Brace hélt smá ræðu þar
sem við gáfum þeim helminginn af
tjöldunum sem við höfðum safnað fyrir.
Tvö göngutjöld og eitt sex manna tjald.
Við skiptum svo um klúta og fengum við
öll ungverskan klút í staðinn fyrir breska
klútinn okkar. I endinn gáfu þeir svo
okkur öllum eina flösku af ungversku
víni í þakkarskyni. Eftir þetta fengum við
okkur öll að borða bæði ungverska kjöt-
súpu og hamborgara. Við settumst svo í
kringum eldinn og skemmtum okkur með
söngvum og allskyns leikjum þar til að
ungversku skátamirþurftu að dnfa sig heim,
en fóru þá mörg heimilisföng á milli. En á
eftir sátum við eins og endra nær við eldinn
og töluðum fram á rauða nótt.
Miðvikudagurinn 14.júlí
Við vöknuðum snemma og byrjuðum
að taka saman, bárum allt dótið í bflana og
lögðum svo af stað. Roque kokkurinn
okkar og Michael höfðu farið á þriðju-
deginum og fundið staðinn svo að við
myndum ekki þurfa að sitja í bflnum
þegar við værum að færa okkur yfir á nýja
tjaldstæðið. Auðvitað tókst okkur samt
að villast og tók það okkur tvo tíma að
komast á leiðarenda í staðinn fyrir 40
mínútur. Þegar við fundum svo loksins
staðinn komumst við að því að hann var
miklu betri en sá fyrri þar sem þarna var
eldhús, klósett og heitar sturtur. Við
drifum upp tjöldin og á meðan kom
bóndinn á bænum og gerði skil á öllum
reglunum sem voru heldur fleiri en á fyrra
tjaldstæðinu. Við fengum okkur kvöld-
mat og fórum svo yfir til franskra skáta
sem voru ekki langt frá okkur og héldum
við saman upp á þjóðhátíðardag Frakka,
með varðeld og söng. Um klukkan tíu
fórum við heim og hreiðruðum um okkur
í eldhúsinu frameftir kvöldi en fórum svo
að sofa.
Fimmtudagurinn 15. júlí
Við vöknuðum frekar seint þennan
fyrsta dag á nýja tjaldstæðinu þar sem við
höfðum ekki ákveðið neitt sérstakt um
morguninn. Nokkrir fóru reyndar með
Roque á markaðinn og var það eitthvað
nýtt fyrir alla þar sem þau löbbuðu nokkra
hringi í kringum básana og stoppuðu á
hverjum til að reyna að finna bestu
ávextina á besta verðinu. Þegar allir voru
vaknaðir og komnir heim tókum við til
við að færa spýtur fyrir bóndann á bænum.
Við vorum fljótt búin að því og vorum við
að dúlla okkur þar til að Chris kom með
krikketkylfu sem hann hafði búið til úr
spýtum og dró upp bolta og spiluðum við
krikket þar til það fór að rigna. A meðan
það rigndi skrifuðum við póstkort og
hlustuðum á tónlist en fljótlega stytti upp,
við fengum okkur kvöldmat og létum svo
kvöldið líða eins og þau fyrri fyrir framan
varðeldinn.
Föstudagurinn ló.júlí
Við vöknuðum snemma þar sem við
ætluðum að fara í bæinn og skoða okkur
um. Eftir morgunmat lögðum við af stað.
Við byrjuðum á að fara í gamlan kastala
þar sem við gátum séð yfir stóran hluta af
B údapest og við gátum sett póstkort í póst
þó það væri frekar seint þar sem við
ætluðum heim á laugardeginum. Eftir að
hafa farið í kastalann ákváðum við að fara
í sund sem var frekar fróðlegt. Við
byrjuðum að fara í sitt hvora áttina, inn í
klefunum var okkur rétt hálfgerð svunta
og sagt hvert við ættum að fara. Þar sem
við vissum ekki hvað við ættum að gera
við svunturnar og gátum ekki talað við
neinn ákváðum við að fara í sundbolina
og svunturnar yfir en þegar við ætluðum
niður voru við stoppaðar. Af handapatinu
skildum við að við mættum ekki vera í
sundbolunum og fórum við úr þeim eftir
mikið þras. Okkur til mikils léttis var
sundlaugin kynskipt svo að við vorum
bara með kvenmönnum. Þegar við komum
upp úr komumst við að því að strákamir
höfðu fengið sömu reynslu og við. Eftir
sundið fórum við niður í miðbæ, lögðum
bflunum og fórum svo og fundum okkur
eitthvað í svanginn. Þegar við vorum búin
að borða skiptum við okkur í tvo hópa og
fórum að skoða verslunargöturnar. Við
hittumst aftur um klukkan sex hj á bflunum
en náðum að lenda í rigningu rétt áður en
við komumst þangað. Keyrðum við svo
heim í hellidembu og sátum svo í eld-
húsinu þangað til að það stytti upp. Um
kvöldið sátum við fyrir framan varðeldinn
og töluðum um hvað við höfðum verið að
gera alla vikuna.
Laugardagurinn 17.júlí
Við vöknuðum þegar líða tók á
morguninn, þeir sem vöknuðu snemma
byrjuðu að búa til morgunmatinn en þeir
sem vöknuðu seint fengu það verkefni að
þrífa sturtumar og klósettin. Eftir matinn
tókum við dótið saman, tókum tjöldin
niður og svo settum við dótið í bflana.
Aður en við lögðum af stað kvöddum við
fólkið á bænum og skátunum á svæðinu
gáfum við hinn helminginn af tjöldunum
sem eftir voru, einnig tvö göngutjöld og
eitt sex manna tjald. Síðan lögðum við af
stað og töluðum um liðna viku. Þegar við
komum að austurrísku landamærunum
fórum við beint í gegn til Austurríkis en
keyrðum framhjá svipað langri röð og
hafði verið þegar við vorum þar fyrir viku
að reyna að komast til Ungverjalands.
Leiðin heim gekk klakklaust fyrir sig og
vorum við komin heim klukkan átta á
sunnudagsmorguninn öll sofandi þvers
og kruss yfir bílana. Fljótlega fóru
foreldrar að birtast og drifum við okkur
heim í góða sturtu.
Arndís F. Olafsdóttir, Belgíu.
Látum Ijós okkar skína
32