Skátablaðið - 01.11.1994, Qupperneq 34
Hvað þurfa
unglingar
Sigurður Júlíus Grétarsson:
Erindi flutt á skátaþingi í september sl.
Stundum horfir fólk með miklum söknuði til eigin unglingsára og finnst eins og þá hafi
allt haft annan róm og betri, himinninn var blárri, mannlífið rismeira og jafnvel for-
tíðarþráin dýpri og mikilfenglegri. Þá var til Spur, Póló og Sínalkó (Vallas, Mix og
Cream-soda fyrir norðan) og þá kunnu unglingar að bjarga sér betur en nú er. Önnur
hlið á unglingsáradýrkun er að horfa angurvær á ungt fólk og segja: „Unglingsárin eru
bestu ár lífs þíns, þú átt aldrei eftir að hafa það betra en einmitt nú." Pið getið rétt
ímyndað ykkur að slíkar yfirlýsingar hljóta að hafa verið ógnvekjandi fyrir einhverja.
Oft stend ég sjálfan mig að svona daðri,
en stöðva þá oft við minningu sem kveður
mig í kútinn. Eg stóð svona 17 ára í
undarlegu slabbi í Lækjargötu. Ekki veit
ég af hverju það var ekki frosið fast,
kannski salt, kannski galdrar, en vara-
þurrksnorðanátt með einhverju torkenni-
legu fjúki frá Esjunni nísti menn og bfla
inn í merg. Ég horfði af einhverjum
ástæðum fullkomlega dapur á Mennta-
skólann í Reykjavík. Þarna strengdi ég
þess heit að ég mundi aldrei halda því
fram að unglinsárin hefðu verið yndisleg
án þess að minnast fyrst þessa dags. Ég er
búinn að gleyma tilefninu, en man daginn
og heitið og þess vegna byrja ég á að
skýra frá þessu hér.
En auðvitað er hvort tveggja jafnrangt
að hugsa um unglingsár sem einbera sælu-
tíð og að ímynda sér þau sem ógurlegar
hremmingar, það segir sig sjálft. En hér
ætla ég að segja frá því sem nú telst
ofarlega á baugi eða almælt sannindi í
þeim greinum félagsvísinda sem hafa
reynt að bregða ljósi á unglinga, þetta
merka fyrirbæri, og reyna svo að draga
einhverjar ályktanir af þeim fræðum sem
hafa mætti gagn af þegar skátastarf er
skipulagt.
Hvað er unglingur?
Hefðbundin byrjun á umfjöllun um
unglinga er að benda á hversu óljóst það
er um hverja er verið að tala. Við hvað á
að miða þegar byrjað er að fjalla um
unglinga. Líkamlegar breytingar á
unglingsárum, vöxtur með tilheyrandi
hraðvaxtarskeiði, kynþroski. Hvort
tveggja skiptir auðvitað miklu máli og
hefur áhrif á fólk á svonefndum unglings-
árum en dugir ekki til skilgreiningar. í
fyrst lagi væri þá um það bil tveggja ára
munur á því hvenær stúlkur og drengir
verða að unglingum. í öðru lagi er mikill
munur á því frá einum til annars hvenær
kynþroski eða hraður vöxtur hefst. Og í
þriðja lagi er það ólíkt frá kynslóð til
kynslóðar hvenær unglingsár hefjast, en
líkamsþroski bama er nú til dags hraðari
en fyrir 100 árum. Svo varla gengur að
nota bara líkamsþroska, eða hvað?
I menningarlegum skilningi er það líka
breytilegt frá einni tíð til annarrar hverjir
teljast unglingar. Hugmyndin um ungl-
ingsár, eins konar biðsal milli æsku og
fullgildrar aðildar að samfélaginu, kann
jafnvel að vera tiltölulega nýleg. Og ég
vona að það sé ekki þreytandi tugga fyrir
ykkur að minna á að fyrir þrjú hundruð
árum, árið 1694, voru unglinsár tæpast til
í nútímaskilningi. í svonefndu bænda-
samfélagi fóru börn miklu fyrr að eiga
aðild að veröld hinna fullorðnu en nú er;
veröldin var þá einfaldari í sniðum eins
og oft er sagt. Nútímaheimurinn er flóknari
og verkaskipting harla margbrotin. Nú
þarf því lengri tíma til að búa sig undir
þennan heim. Sumir hafa reynt að skil-
greina unglingsár með tilvísan í þann
tíma sem ungmenni eru að búa sig undir
lífíð, til dæmis í námi. Ef sú skilgreining
er notuð eru unglingsárin alltaf að lengjast
og unglingum að fjölga. Og sérfræðingar
og doktorar í innkirtlasjúkdómum kemst
þá til dæmis ekki af unglingsskeiði fyrr en
hálffertugt. Slík skilgreining hrekkur því
ekki alla leið. Og sé litið til landanna allt
í kring, og með nokkrum hrolli til þess
sem kann að vera að gerast í íslensku
samfélagi, þá er talsverður hópur unglinga
sem ekki er að búa sig undir eitt eða neitt
nema það að vera atvinnulaus.
Þróunarkenningin
Sé litið til minnar fræðigreinar, sál-
fræðinnar, þá mótast hennar sjónarhorn
mjög af ofangreindum lýsingum. Ungl-
ingsár er aðeins að hluta unnt að skýra eða
skilgreina með vísan til líkamlegs þroska
og að hluta með félagsfræðilegum kenni-
merkjum. Reyndar varíupphafi aldarinnar
og í lok hinnar síðustu, þegar þróunar-
kenning Darwins var að vinna sér sess,
algeng sú hugmynd að einstaklingsþróun
endurspeglaði tegundaþróun. Með öðrum
orðum var sú kenning tekin alvarlega að
hver og einn einstaklingur þroskaðist á
ferli sínum í gegnum hliðstæð þroska-
skeið og tegund hans hafði gert í ár-
milljónir. Rökin komu upphaflega úr
samanburði á fóstrum sem voru í upphafi
Látum Ijós okkar skína
34