Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 36

Skátablaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 36
Ævintýraferð eldri skáta til Hollands Nú er allt að skýrast varðandi ferð eldri skáta og fjöl- skyldna til Hollands næsta sumar í tengslum við Al- heimsmót skáta í Hollandi. Það er allavega vitað að þeir sem fara hafa það að leiðarljósi að ferðin eigi að vera skemmtileg og allir ákveðnir í að skemmta sér vel í góðum hópi. Tímasetning ferðarinnar er 3.-17. ágúst nk. og verður Alheimsmótið heimsótt auk fjölda annarra spennandi staða. Vel yfír 100 manns hafa sýnt ferðinni áhuga og eru það skátar á öllum aldri, dreifðir um land allt, fjölskyldufólk og aðrir. Nú er orðið tímabært að gera upp hug sinn, því búið er að taka frá sumarhús fyrir um 150 manns og fljótlega þarf að staðfesta pantanir. Staðurínn Dvalið verður í Eimhof, sem er einstak- lega fallegt sumarhúsahverfi í ævintýra- og vatnalandi þar sem fullorðnir og börn finna sér nóg að gera í leik og afslöppun. Eimhof stendur á „nýju“ landi sem heitir Almere og er staðurinn í aðeins 45 mínútna akstursleið frá Amsterdam. Á staðnum er þjónustumiðstöð, verslanir og veitinga- hús, allt fyrsta flokks og íþrótta- og leik- aðstaðan er fjölbreyttari og glæsilegri en orð fá lýst. Það sem gerir staðinn enn betri er að aðgangur að íþróttaaðstöðu, sund- laugum og ótal mörgu öðru er innifalinn í heildarverði. Sundlaugin er paradís út af fyrir sig. Þar ríkir sannkölluð hitabeltisstemmning, suð- rænn gróður hvar sem litið er og aðgrunn sundlaug sem öðru hvoru breytist í „bað- strönd“ með tilheyrandi brimi. Bama- sundlaug og buslpollar era til staðar og á laugarbökkunum eru sólbekkir, heitir pottar, nuddpottar, hitaveggir, sundlaugar- bar, borð og stólar. Að sjálfsögðu er vatns- 36 rennibraut í miðri sundlauginni svo það er alltaf líf í tuskunum fyrir bæði börn og fullorðna. Við ströndina er hægt að leigja sjó- bretti, árabáta og seglbáta, sjóskíði era til reiðu, tilsögn og kennsla í sjóíþróttum ávallt fáanleg og sundsprettur í sjónum tilvalinn. Þama eru tennisvellir, bowlinghöll, bamaleikvellir, leikskóli, minigolf, leik- tækjasalur og íþróttasalur. Einnig gefst íbúum tækifæri til að fara á hjólabát um síkin eða renna fyrir fisk í vatninu. Sumarhúsin Sumarhúsin sem era sérstaklega vist- leg og þægileg era í þremur stærðum, 4 manna, 6 manna og 8 manna. Fólk er hvatt til að sækja um þó það geti ekki fyllt heilt hús, möguleiki er á að blanda í hús þó það verði að skoðast í hverju tilfelli. Aðstaðan í húsunum er mjög góð, arinn er í setustofunni, sjónvarp í stofunni, sturta og baðker í baðherberginu, góð aðstaða í eldhúskróknum og húsgögn á veröndinni. Dagskmin Að sjálfsögðu verður þetta mjög létt skipulögð ferð. Að sjálfsögðu verða einhverjar skátakvöldvökur og skemmti- legheit en að auki verður boðið upp á ferðir t.d. í Burger Bush dýragarðinn, Eftelin skemmtigarðinn og Amster- damferð auk heimsóknar á Alheimsmótið. Fjöldi annarra spennandi möguleika eru fyrir hendi og má þar nefna putalandið Maturodam sem spennandi valkost. Verð og um- sóknarfrestur Reynt er að halda kostnaði við ferðina í lágmarki. V erð ferðarinnar ræðst nokkuð af því húsnæði sem fólk velur að dvelja í. Verðið er þannig til komið að leiga fyrir húsin í heild sinni er deilt upp í fjöldann sem húsið tekur og við það bætt öðram ferðakostnaði pr. mann. 4 manna kr. 70.800,- á mann 6 manna kr. 56.400,- á mann 8 manna kr. 56.800,- á mann Verðin eru miðuð við gengi Holl. gyll. 1/10/94. Kostnaður við flugið lækkar um ca. kr. 8.500,- fyrir börn yngri en 12 ára. Innifalið í verðinu er flug, flugvallar- skattur, akstur að og frá sumarhúsunum, leiga á sængurfötum, ferðaeinkenni, (merktur bolur, taumerki og málmmerki og merkt húfa), umsýsla og fararstjórn. Áríðandi er að sækja um og greiða 5.000 kr. staðfestingargjald á mann (óafturkræft) á skrifstofu BÍS fyrir 10 des. (ekki 10 nóv. eins og kom fram í bréfi). Ldtum Ijós okkar skína

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.