Skátablaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 38
Hvað þurfa unglingar?
framliald af bls. 35
Breytingin úr barni í fullvaxna mann-
eskju gerist hreint ekki á einni nóttu.
Þegar breytingar á unglingsárum eru
ræddar hér á eftir er rétt að hafa einmitt
þetta í huga. Það er því rétt að muna að
unglingsárin eru mörg, og þó að margt
þurfi að gerast á unglingsárunum þá er
eigi að síður allnokkur tími til þess að
leyfa því að gerast.
Þroskaverkefni unglingsins
Haldi maður sig nú nokkum veginn við
jörðina og forðist loftkennda umræðu um
sjálfsvitund og annað dularfullt þá eru
þroskaverkefni unglinga að minnsta kosti
eftirfarandi:
1) Unglingurþarfað scetta sig við eigin
líkama og líkamsbyggingu. Um það bil
tveggja ára hraðvaxtarskeið sem stendur
að jafnaði hœst hjá stúlkum um þrettán
ára aldur og hjá piltum umfimmtán ára
aldur snarbreytir útliti og afstöðu
unglings. Þetta geristsamhliða kynþroska
sem hefur íför með sér bœði breytingar á
innkirtlastarfi og ytra útliti með til-
heyrandi breytingu á áhugamálum. Til
þess að bœta gráu á svart gerist þessi
vöxtur hvorki jafnt né þétt. Hann gerist í
rykkjum og er engan veginn þannig
hugsaður af hálfu skaparans að sem
fegurst hlutföll haldist í iíkamsbyggingu
allan tímann. Þannig vaxafœtur og hendur
að öllu jöfnu á undan búk, og nefvenju-
lega á undan öðrum andlitshlutum. Um-
svifogfasunglingsinsminnirþvístundum
frekar á hrossaflugu en mannveru.
2) A sama tíma og þessi ósköp ganga
yfir þarf unglingur að átta sig á sjálfum
eða sjálfri sérsem samfélagsveru og sem
kynveru. Hann eða hún þatfað tileinka
sér hegðun sem þykir viðeigandi fyrir
eigið kyn og verðurað þróa samskipti við
jafnaldra afbáðum kynjum. Samgangur
kynjanna öðlast auðvitað nýja brenni-
depla og fyrstu unglingsárin þurfa
unglingar aðfálma sig áfram ísamskiptum
og átta sig á því hvernig landið liggur í
þeim efnum. Mikilvœgasta leið unglinga
til þroska er cefing. Unglingur þarfvel-
viijaðan hóp, sœmilegt nœði og vettvang
til þess að hitta hópinn, nú eða sína heitt
elskuðu og sinnheitt elskaða. Sumirþurfa
að byrja á því að manna sig upp í að yrða
á annað fólk án þess að bráðna, aðrir
þurfa að átta sig á því að snilld þeirra er
ekki alls staðar og alltaf jafnvelkomin og
þeir sjálfir hyggja. Unglingum erþannig
víðast hvar eiginlegt að tnyrida dálitla
hópa. Þar geta þeir borið sig saman,
reynt eitthvað nýtt, treyst hugmyndirsínar
ísessi. Þessi staðreynd erauðvitað einkar
athyglisverð fyrir skátaforingja að átta
sig á.
3) Unglingar þurfa líka að öðlast tii-
finningalegt sjálfstœði, og efailt gengur
vel, að öðlast vissu um að persónulegt og
efnahagslegt sjáifstœði bíði þeirra handan
við unglingsárin. Hérerafturum að rœða
ferli sem ekki gerist íeinni svipan, heldur
hœgfara þróun, og hér er ef til vill við-
eigandi að geta þess að kerfisbundnar
athuganir á þvíhvernig sé unnt að stuðla
að sjálfstœði og sjálfsöryggi benda latig-
flestar tiiþess að súframvinda, þau inn-
grip, sem kenna unglingnum eitthvað
raunverulegt, til dœmis að lesa, að skrifa,
að búa sig til útivistar og ganga á fjall,
þau gefast betur en tilraunir sem bara
miðast einvörðungu við sjálfstraustið.
Unglingurinn verður með öðrum orðum
áncegður með sjáifan sig þegar hann
finnur að hann kann eitthvað, getur
eitthvað. Tilraunirtiiþessaðpeppamenn
upp í að vera hressir með eitthvað sem
ekkert er gefast síður vel.
4) Þetta tengistfjórða verkefni unglings-
áranna, og því sem oft vekur kvíða með
unglingum. Það er upphafað starfsundir-
búningi. Við cetlum unglingum okkar að
huga að því hvað þeir viiji verða eitis og
það er stundum kallað. Vœntingar, svo
maður noti dáldið hátíðlegt orðalag,
breytast og rneiri kröfur um ábyrgð eru
gerðar eftir því sem ungmenni eidast.
Unglingsárin eru kynnt unglingunum sem
eins konar undirbúningstímabilfyrir ein-
mittþetta. Athugið hérað mikill munurer
milli unglinga íþessu efni, eins og reyndar
íölluþvísem ég heffjallað um. Sumir vita
alltafhvað þeir œtla að gera, og gera það
síðan. Aðrir eru sífeilt óráðnir. I báðum
tilvikum œttifjölbreytt skátastarf ’að vera
hagstœður vettvangur í þessu tilliti.
5) Og í síðasta iagi þarf unglingur að
búa sig undir hjónaband og tileinka sér
lífsgildi sem eiga að endast honum
eitthvað fram á fullorðinsárin. Hérhafa
frœðimenn reyntað koma auga á nokkrar
megingerðir ef svo má segja, og í einni
stórri rannsókn er unglingum skipt ífernt
eftir því hvar þeir eru staddir í því tilliti
að tiieinka sér siðferðisgildi. Hér má til
gamans minna á þrjáflokka: þá sem taka
upp gildiforeldranna gagnrýnislaust, þá
sem siglafljótandi um og berast þangað
sem vindurinn feykir þeim og þá sem
reyna að endurmeta það sem þeir vita og
clraga eigin ályktanir.
Eg tala hér dálítið klisjukennt eins og
allt þetta steingerist á unglingsárum, en
minni aftur á að unglingsárin eru mörg,
og svo eru líka æviárin eftir unglingsárin
allmörg, og alltaf er möguleiki á að bæta
sig. En ætli flestir séu ekki sammála því
að manneskja sem um 25 ára aldur er
allsendis vanþroskuð í öllu því sem að
framan greinir sé nokkuð illa sett.
Unglingurinn og skátahreyfingin
Og svo er spumingin: Er eitthvað hægt
að nota svona lagað í mótun skátastarfs.
Eg bendi aftur á það hve fræðikenningar
geta verið tvíbentar. Ég hef rey ndar haldið
mig hér við almenna lýsingu á unglings-
ámm og forðast hátimbraðar skýringar.
Og þó að auðvitað verði skátastarf seint
og vonandi aldrei skipulagt með hliðsjón
af tiltekinni sálfræðikenningu, þá megi
hafa nokkurt gagn af svona upplýsingum.
Skátahreyfingin er uppeldishreyfing
sem by ggist á hugmy ndum B aden-Po well
um gildi útivistar og samvista við
náttúmna fyrir uppeldi og á hugmyndum
sama manns um þá tegund manngildis
sem dugir best fólki úti í náttúrunni, hópi
sem fæst við óvenjulegar aðstæður. Þar er
um að ræða trygglyndi, sparsemi, orð-
heldni og aðrar sígildar dyggðir. Hvorugt
þessara atriða er gmnnur skátastarfs ef
það er úr tengslum við hitt atriðið. Utivist
án manngildis verður fljótt villimennska,
og mannrækt án sam vista við náttúmna er
einfaldlega ekki skátastarf, enda er skáta-
flokkurinn forsenda þessarar mannræktar.
Látum Ijós okkar skína
ms
38