Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Side 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
7
Krossgáta
L á r é 11 :
1. Hjölt — 5. Aragrúi —
10. Drykkjumann — 11. Kúr-
ir — 13. Hljóðst. — 14.
Bælni — 16. Farga — 17.
Samteng. — 19. Leiði — 21.
Óværa — 22. Grunar — 23.
Reiðtýgi — 26- Flennu — 27.
Efni — 28. Gang — 30. Óða
got — 31. Fugl — 32. Þræta
— 33. Fangam. — 34. Sam-
lilj. — 36. Aum — 38. Kapp-
semi — 41. Leyfi — 43. Far-
angurinn — 45. Þrír eins —
47. Heiður — 48. Duglegir
— 49. Fugl — 50- Angra —
53. Elskar — 54. Tónn —
55. Rif — 57. Men — 60.
Fangam. — 61. Stafir — 63.
Glaðar — 65. Minka — 66.
Auglýsa.
Ló ðré 11 :
1. Samhlj. — 2. Æra — 3.
Mánuður — 4- Kveikur — 6.
í horni — 7. Þvinga — 8.
Skjóta — 9. Fangam. — 10.
Hungur — 12. Ær — 13.
Klausturbúi — 15. Aát — 16.
Biblíunafn — 18. Mánuðinn
— 20. Gort — 21. Snyrta —
23. Skortur — 24. Fangam.
■— 25. Hefnir sín — 28- Róm-
ur — 29. Raðtala — 35.
Skjal — 36. Deyfð — 37.
Hom — 38. Spilið — 39.
Skessa — 40. Hvalur — 42.
Lofar — 44. Samhlj. — 46.
Slæpingjar — 51. Aukast —
52. Á litinn — 55. Vendi —
56. Unglegur — 58- Hlass —
59. Brýnt — 62. Fangam. —
64. Tv eir eins.
KVIKMYNDIR
(Framh. af bls. 3)
en nú þegar byrjað er að
sýna myndina, vil ég eindreg
ið benda fólki á að láta ekki
þetta snilidarverk fram 'hjá
sér fara. Auk þess ihefur nú
íslenzkum texta verið bætt
inn í filmuna, isvo hver sem
er gettur fylgzt með henni,
— og það á þessi stórbrotna
mynd sannarlega skilið.
Það er ástæðulaust að
taka það fram, að aðaUeikar-
amir þrír skila öll verkefnum
sínum með sérstökum sóma,
bæði Rock Hudson og Eliza-
beth Taylor sóma sér með
prýði, en minnisstæðust hlýt
ur myndin samt fyrst og
fremst að vera vegna ein-
staks afburðaleiks James De-
an, sem ihlýtur að hrífa á-
horfandann með sniili sinni.
Slíkur leikur er fáséður á
tjaldinu, og þótt ef til vill
megi að einhverju leyti telja
þetta tilfinningatriði, þar sem
myndin er sú seinasta, sem
hann lék í, verður ekki um
það efazt, að þar hafi fallið
frábær listamaður.
Efni myndarinnar er stór-
brotið, minnir að ýmsu leyti
á ýms stórskáldverk, sem
borizt hafa að vestan. Mynd
in gerist í Suðurríkjunum,
þar sem jafnan hafa verið
taldir stórbrotnari persónu-
Leikar en annars staðar í
vesturheimi. Margt er yfir-
borðskennt, og margt er
raunsætt, og þó fremur hið
síðarnefnda. Efnið er yfir-
gripsmikið, svo að ekki verð-
ur frá því sagt með nokkrum
orðum, en það er gott til
þess að vita, að Austurbæj-
arbíó skuli hafa ráðizt í að
sýna þetta listaverk. Og ekki
sízt fyrir þá sök að gefa for-
dæmi um að setja íslenzkan
texta í myndir. Það er í raun
inni engin ástæða til að
krefjast þess að allir íslend-
ingar kunni ensku það reip-
rennandi, að þeir geti fylgzt
með löngum samtölum, ekki
sízt ef þau eru blandin tor-
skildum mállýzkum. Þetta
ættu fleiri bíó að hafa hug-
fast og ekki hika við að fella
texta inn í aUar stórmyndir
sínar. Það myndi áreiðanlega
borga sig fyrir þau.
AMOR
EVA
SKUGGAR
Ö1 og gosdrykkir
Tóbak og sælgæti
S ö 1 u t u r n i h n
við HLEMMTORG
UNDARLEG ÓVARKÁRNI.
Á mánudaginn var, þegar Reykvíkingar risu úr
rekkju, var alhvít jörð og hélzt snjórinn á götunum
talsvert frameftir degi. Gerðust götur hálar og ástæða
til að ætla, að bifreiðastjórar gættu meiri varkárni en
ella, þar eð fæstir voru á keðjum, ef nokkur.
En það var nú eitthvað öðru máli að gegna. Eg minn
ist þess ekki í ihaust, að annan dag hafi meira verið
gert að því að ,,sviina“ á manni og glannast framúr.
Það var nokkurn veginn sama, hvort maður var í mið-
bænum eða í úfhverfunum. Alls staðar sama sagan.
Skyldi þetta vera einhver stráksskapur, einhver á-
nægja, sem menn 'hafa af þvi, að finna bilinn renna
á hálkunni, líkt og strákar renna sér fótskriðu á svelli,
sem veldur þessu? Eg get ekki ímyndað mér annað. En
þessum hinurn sömu væri sannarlega nær að bregða sér
niður á tjörn og skilja bílinn eftir, vilji þeir veita sér
slíka sikemmtun. 1 vunferðinni er hún ekki aðeins hættu
leg, iheldur miklu fremur fíflaleg, og verður enginn
maður að meiri, þótt hann geti sagt við sjálfan sig:
— Sko til, ég 'hafði það, en mikið djöfull stóð það tæpt,
maður!
BORGARLEIKHÚS — EÐA HVAÐ?
Það eru allir að tala um Borgarleikhús eins og hvern
annan sjálfsagðan hlut þessa dagana, og þá helzt í sam
bandi við Leikfélag Reykjavíkur. Skilst manni helzt, að
almenningur sé að fá nokkurn áhuga fyrir því, að
Leikfélagið fái inni, og hafa ýmsir gáfumenn komið
fram með þó nokkrar uppástungur í því siambandi, sem
ekki skulu frekar ræddar hér.
Mér finnst ekki rétt að rugla saman því, sem gert
yrði á vegum bæjarins og þess, sem gert yrði á vegum
Leikfélagsins. Leikfélagið er í byggingarhugleiðing-
um, og er þegar fenginn vísir að leikhússjóði, sem
vafalaust á eftir að blómgast og dafna fyrir tilstilli
hagsýnna og ötulla forráðamanna. Og Leikfélagið er
vafalaust fært um að koma upp sínu leikhúsi með
tímanum, þar sem það heldur uppi meginstarfHemi
sinni með líku sniði og verið hefur.
Talið um Borgarleikhús er hins vegar af allt öðrum
toga spunnið. Þar yrði að sjálfsögðu um að ræða
leikhús á vegum bæjarins, með fastráðnu starfsliði, eins
og á sér stað við Þjóðleikhúsið, enda allt við það miðað,
að isú stofnun gæti staðið sig sem ibezt í samkeppninni.
Eg vil taka það skýrt fram, að ég er sízt að mæla
með því, að leikarar Leikfélagsins hafi tekjur minni
en atvinnuleikararamir við Þjóðleiikhúsið. I mörgum
tilfellum ber þeim jafnvel betri laun. En það, seni ég
óttast í sambandi við samruna Bongarleikhúss og Leik-
félagsins, er það sama og henti við tilkomu Þjóðleik-
hússins: þar koímust aðeins nokkrir útvaldir að, hinir
urðu eftir niðri í gamla Iðnó og hófu þar merki leik-
listarinnar djarflega á loft, ekki síður en verið hafði
áður, enda þótt öllum væri Ijóst, að starfssldlyrðm þar
væru óviðunandi.
Skyldi þá ekki fara svo, að Borgarleikhús risi upp,
fleytti rjómann af leikaraliði Leikfélagsins, — en hinir
yrðu eftir niðri í gömlu Iðnó, (svo lengi, sem hún fær
að standa) og héldu starfinu þar áfram, í samikeppni
við tvö fullkomin lei'khús?
Eg þykist ekki skammsýnni maður en gengur og
gerist, en þarna álit ég framundan sker, sem, hættu-
legt geti orðið þvi menningarstarfi, sem Leikfélagið hef
ur leyst af hendi. Almenningur virðir og dáir starfs-
menn Leikfélagsins fyrir áhuga þeirra og du-gnað. Það
er áreiðanlega einlæg ósk allra, að Leikfélagið fái
bættan ihúsakost, að minnsta kosti þak yfir höfuðið-
En Borgarleiikhús á vegum bæjarins er naumast rétta
iausnin, þótt ekkert sé sjálfsagðara annað en bærinn
styrki Leikfélagið ríflega í þessu skyni.
G r í m k e 11 .
I