Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyiir hverja hdgi og kosta 4 Ijjr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Óhád blað Ný Vikutíðindi eru óháð blað, sem ekki fylgja nein- um sérstökum stjómmálaflokki. Samt hikar blaðið ekki við að taka afstöðu með eða móti flokkum og málum, eins og sýndi sig í nýafstöðnum kosningum. Við hvöttum Reykvíkinga til að kjósa eina flokkinn, sem hafði möguleika á að ná hreinum meirihluta. Hlut- Iaust á það litið hlýtur stjóm eins flokks, sem getur stjórnað með hreinum meirihluta, að vera styrkari en sambræðsla fleiri flolíka. Liggja að því mörg augljós rök, sem óþarfi er að fjölyrða um. Við erum hins vegar ekki hrifnir af mörgum smá- flokkum, og við fyrirlítum flokka, sem Iúta stjóm erlends ríkis. Með þeim getur engin heilbrigt hugs- andi flokksfomsta gengið til samstarfs. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi hlotið fylgi okkar í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum af fyrrgreind- um ástæðum, má enginn skilja það sem svo, að NV séu á nokkurn hátt bundin þeim flokld. Við munum ávallt fylgja þeirri stefnu í hverju einstöku máli, sem við teljum heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Og það má borgarstjórnarmeirihlutinn vita, að við munum fylgjast vel með því, að efnd verði þau lof- orð, sem kjósendum vom gefin fyrir kosningar. — g Far vel, Franz... B3ÖRN R. HÆTTIR Á BORGINNI UM iþessi mánaðamót verða þær breytingar á Hótel Borg, að Hljómsveit Bjöms R. Einanssonar, sem leikið hef- ur þar undanfarin ár við miklajr vinsældir, hvenfur það an. Fyrst um sinn mun hljómsveitin leika á Kefla- víkurflugvelli þrjú kvöid vik unnar, en væntanlega líður ekki á löngu áður en hún hef ur fengið verðugan skemmti stað hérna í borginni. Björn R. hefur jafnan haft á að skipa úrvalsmönnum í hijómsveit sinni, og breyting ar ekki tíðar, ef miðað er við þann tíma, sem hann hefur isitarfað sem ihljómlist- armaður. Áður en hann byrj- aði á Borginni gerði hann rót tækar breytingar á liði sínu, en hljóðfæraskipunin hefur haldizt að mestu 'hin sama. Núna er hljómsveitin skipuð þessum: Björn R., trombón, Vilhjálmur Guðjónsson, sax., Jónas Dagbjartsson, tromp- et, Guðjón Bálsson, píanó, Erwin Köppd, bassi og Guð- mundiur. R. Einarss., tromm- ur. Með hljómsveitinni suður á velli verður ung og efni- leg söngkona, Anna Krist- jánsdóttir, dóttir Kristjáns Kristjánssonar, hins góð- kunna söngvara. GUNNAR TEKUR VBD. Hin nýja hljómsveit, sem tekur við á Borginni, er und ir stjórn saxófónleikarans Gunnars Ormslev, og er að Bjöm R. Emarsson. öðru ieyti skipuð þessum mönnum, að blaðið hefur fregnað: Reynir Sigurðsson, víbrafónn, Guðmundur Ing- ólfsson, píanó, Edwin Kaab- er, bassi og Pétur Östlund, trommur. ó skemmt-iströöunLjm | Kvikmyndir i LJÓTT AÐ SJÁ Kópavogsbíó hefur að und- anförnu verið að sýna átak- anlega kvikmynd af ævi Hitlers. Ljótastar eru mynd- ir sem brugðið er upp úr gyðingahverfinu í Varsjá, er nazistarnir afgirtu það og út rýmdu svo að segja igersam- lega íbúum þess — hundruð- um þúsunda. Þama sjást skinhoruð börn og mæður betlandi á- rangunslaust á götuniun, þar til dauðinn miskunnar sig yfir þau. Þegar ungir dreng- ir reyna að smygla gulrótum og ikartöflum inn í ihverfið, til dauðvona vesalinga, rista varðmennimir á flí'kur þeirra, sem gúlpa grunsam- lega, svo matvælin detta í götuna. Þetta er fróðleg mynd uan ljótt efni, gerð á listrænan hátt, tekin af nazistum sjálf- um, en sett saman -af Erwin Leiser og Tore Sjöberg. Mikil böm em þeir menn, sem standa að Þjóðvam- arflokkmun. Rétt fyrir kosningamar, eftir að ýmsir kommar höfðu lílofið sig úr röðum þeirra, segja þeir væntanlegum kjósendiun, að „vinstra samstarf liafi strandað á kommúnistum“, en ekki Þjóðvamarmönn- um! Halda þeir að kjörfylgi þeirra vaxi með því að bendla flokkbm ennþá einu sinni við ósómann úr austri, þjóna múgmorðingjanna og væntanlega fána- bera mongólsku liðsveitanna, þegar þær streyma yfir vestrænu löndin með báli og brandi, myrðandi og nauðgandi? Halda þeir að íslenzkir bændasynir, hvort sem þeir em nú í borg eða bý, kjósi slíka landniðinga — slíka v ættlera — sem styðja þennan slímuga anga gula skrímslisins í austri, sem nú seilir einni kló sinni í hjarta Fjallkonunnar og spýtir fúlu eitri í blóð henn- ar? Nei, þessar mannalegu vanmetaskepnur, sem þótt- ust ætla að stofna öflugan vinstri flokk með aðstoð kommúnista, hafa fengið þá útreið, sem þeir áttu sldl- ið. En þeim verður ekki fyrirgefið, því þeir vissu livað þeir vom að gera. Utför þeirra fer fram í kyrrþey. Þeir fengu ekki aðstöðu til að rétta upp hendina með kommúnistum í borgarstjóm (sem hefði orðið þeirra eina erindi þang- að). En þeir fá heldur engin Iofsverð eftirmæli. Far vel, Franz ... — g Gyðingahverfið í Varsjá fékk engin matvæli, og fólkið hrundi niður úr hungri og vesöld.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.