Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.06.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 15.06.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyrir liverja helgi og kosta 4 kr. í lausaa. EVamkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baidur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12, Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjaid er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Heildin og gengið Eitt aðaláróðursmál Tímans fyrir kosningar var það, að með því að kjósa Framsóknarflokkinn væri verið að spyrna gegn gengislækkun. Nú er það svo, að Framsókn liefur liingað til ekki verið sérlega feimin við að lækka gengið, þegar liún hefur mátt ráða. Hins vegar er barnalegt að halda því fram, að pólitískur stjórnmálaflokkur ákveði gengi gjaldeyris með því aðeins að segja hvort það eigi að vera hátt eða lágt. Þar kemur til greina hagfræðilegt lögmál um gildi gjaldmiðilsins, hvað sem pólitískir atkvæðasmalar gaspra. Ef þjóðinni í heild er fyrir beztu að gengið sé fellt, á auðvitað að gera það. Ef einhverjar stéttir þjóðfé- Iagsins tapa á því, ætti að bæta þeim það upp með einhverjum ráðstöfumun á sanngjarnan hátt. Blindur áróður fyrir pólitísku fylgi má aldrei henda neinn flokk. Við verðum allir sem einn að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti og líta á það sem er lieild- inni fyrir beztu, ef farsæld og velmegun á að ríkja lijá einstaklingum allra stétta. — g * Frjáls „pressa“ Með liaustinu er von á nýju dagblaði, sem veldur þáttaskiptum í blaðaútgáfu á íslandi. Þetta verður að sögn óháð blað, sem tekur ekki afstöðu með eimun eða neinum í stjórmálastríðinu en mun reyna að flytja lesendum glögga mynd af því, sem stjómmála- spekúlantamir deila um, og geta lesendumir þá sjálfir dregið réttar ályktanir. Það er sorglegt að vita til þess, hve íslenzk dag- blöð hafa unnið sleitulaust að því að brjála dómgreind almennings, sérstaklega á stjómmálasviðinu. Þetta væntanlega dagblað á vonandi eftir að veita þeim það aðhald, sem skortur hefur verið á í áratugi. Senni- lega fækkar þá lesendum stjórmálablaðanna og ef til vill fara eitt eða tvö þeirra á liausinn og er það vel. Spá okkar er sú, að þetta nýja blað nái strax stór- um lesendahópi, enda skemmtileg tilbreyting að fá loksins blað, sem verður fyrst og fremst rekið sem lilutlaust fréttablað. Slík blöð em gefin út víðast hvar í hinum frjálsa heimi. — H. ■4. . - Jj «k. ■' ■* Það skapast ekki biðröíi 1 Hafn- arbúðum, þótt þrjú bundruð manns þurfi að fá sinn skammt i matartimanum. Handtökin eru snór, op gesturinn þarf ekki að staldra lengi við afgreiðslu- borðið. Heimsókn í Hafnarbúðir — Þið ættuð að koma til mín einlivern- tímaini, þegar eru saltkjöt og baunir, sagði Haraldur Hjálmarsson við okkur um daginn, þegar við liöfðum lokið snæðingi í Hafnarbúðum, og vertinn sjálfur liafði setzt hjá okkur yfir rjúkandi kaffinu. Þá er aldcilis eitthvað imi að vera. Og þó vantaði ekki matargestina þenn- an daginn. Fengum við að sannfærast um, að það væri jafnvel liægt að afgreiða enn fleiri á þessum fjölsótta og myndarlega stað. — En liafirðu ekki vitað það áður, þá eru ^jeir, sem við höfnina vinna, og raunar allur almenningur, búnir að fá samastað, sem lilotið hefur lieitið Hafuar- búðir, og það er hinn góðkunni forstöðu- maður verkamannaskýlisins gamla, Har- aldur Hjálmarsson, sem rekur staðinn. Uppi voru ehihverjar raddir um það, að staðurinn væri alltof flottur fyrir eyr- arkarlana, þegar reksturinn hófst fyrir nokkrum vikum, en þær raddir eru löngu þagnaðar. Menn liafa líka sýnt það með umgengni sinni á staðnum, að þeir kunna vel að meta það, sem fyrir þá er gert, og í hópi matargesta má jafnt sjá prúð- búna skrifstofumenn og hreinlega verka- menn, og það er engimi sóðabragur á staðnum. Marbjörn við pottinn. — Ætli það verði ekki allt 1 lagi með súpuna. Haraldur gefur sér tima til að ræða við gestina. — Hérna fá allir að borða, meðan maturinn er til. Við höfum farið um alla bygginguna og sannfærzt mn, að þarna er vel að öllu unnið. Hafnarbúðir eru nefnilega ekki aðeins samastaður verkamanna, þar sem þeir bíða eftir að komast í vinnu í vist- legri setustofu — bjartur og skenunti- legur matsalur, lireinlætistæki, svo sem bezt er á kosið, heldur er þama líka gisti- hús með allmörgum lierbergjum og reglu- lega skenuntileg setustofa fyrir dvalar- gesti, með þessu ómetanlega útsýni yfir liöfnina. — Það er mesti miskilningur, sem sum- ir hafa verið haldnir, sagði Haraldur við okkur, Jiegar við löbbuðum niður stigann á útleið, — að þetta sé eingöngu greiða- sala fyrir verkameim og sjómenn. Hérna reynir maður að kappkosta að hafa sem allra beztan beina fyrir hvem, sem er» og þótt ýmislegt vanti ennþá, eins og sjáið, þá stendur þetta allt til bóta. Þörf' in fyrir almennilegan samastað vinnandi fólks á þessu atliafnasvæði, hefur verið brýn, en ég tel, að úr henni hafi verið bætt með ríkum skilningi bæjaryfirvald' anna, er þessi staður komst upp. Og um það er ekki að efast. Það sýna þessir þrjú hundmð matargestir, sem 1 liverju liádegi leggja leið sína í Hafnar- búðir.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.