Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 2
NY VIKUTIÐINDI 2 N Ý VI K U T í Ð IN D I koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gimnarsson, simi 19150. Ritstjóri Baidur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12, j Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. ( þrjú hús að venda Það er erfitt að gera sér ljósa grein fyrir því fyrir- fram, hvort okkur verður til hags eða tjóns að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu, jafnvel þótt við myndum njóta þar ýmissa fríðinda. Þetta er mál, sem þarfnast íhugunar. Þó ber okkur tvímælalaust að skipa okkur í hóp vestrænna þjóða. Það er eðlilegast landfræðilega, auk þess sem austrænar þjóðir hafa allt önnur menning- arleg og siðferðileg sjónarmið en háþróuðustu þjóðir okkar Vesturlandanna, burt séð frá því, hversu ó- mannúðlega stjóm Sovétríkjanna fer með þær Evrópu- þjóðir, sem lentu í því óláni að verða efnahagslega og stjórnmálalega háðar þeim að loknu síðasta stríði. Hætt er líka við því, að ýmsir múrar tolla og hafta yrðu illa yfirstíganlegir íslenzkum kaupsýslumönnum, þegar þeir hyggðust selja vörur okkar til hinna gömlu og grónu viðskiptavina okkar í Vestur-Evrópu, ef lönd þeirra liafa sameinazt í viðskiptaleg bandaríki, en við væmm þar alveg utan gátta. Því ber ekki að leyna, að margvíslegir ókostir fylgja því, að gerast meðlimur Efnahagsbandalagsins. Hugs- anlegt er auðvitað, að við gætum gert viðskiptasamning við bandalagsþjóðimar, án þess að ganga sjálfir í það. Þetta er mál sem þarf að kryfja til mergjar. Við þurf- um að fá fulla vitneskju um allar hliðar málsins, áður en lengra er farið. Þegar málið hefur verið vegið og metið á opinber- um vettvangi, væri réttast að Iáta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um það. Þetta er stærra mál en svo, að stjómmálaflokkarnir megi ganga að því eins og hverju öðru skítverki að afgreiða það sem lög frá alþingi. Það er sem sé f jærri því, að við séum nauðbeygðir til að ganga í bandalagið. Sovétríkin og Bandaríkin keppast um að afla sér vina hér á landi. Bandaríkja- mönnum er mikið í mim að Rússar gleypi okkur ekki viðskiptalega og stjómmálalega — sem þeir hafa á- stæðu til að óttast vegna hins f jölmenna kommúnista- flokks hér — og ekki kæra Rússar sig heldur um að við verðum of háðir Bandaríkjamönnum. Þetta er aðstaða, sem við ættum að kunna að færa okkur í nyt. Nú hefur Kennedy fengið frjálsar hendur um að gera tollaívilnanir og utanríkisviðskipti við önnur lönd, án afskipta þingsins. Þetta em mikil tíðindi og góð, því hver veit nema þar með séu einmitt opnaðar dyr fyrir okkur til að semja um sölu á öllum fiski okkar til USA, og þá getum við látið Efnahagsbandalagið lönd og leið, ef okkur sýnist svo. Að Efnahagsbandalaginu slepptu er því opin leið að semja við Bandaríkin — og Rússland kemur að sjálf- sögðu til greina líka. Það er sama hvaðan gott kemur, og í verzlunarviðskiptum er auðvitað leitað hagkvæm- ustu kjara. Við höfum því í tvö önnur hús að venda, ef við teldum aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu óaðgengi- lega að sinni. — g. Hótel Saga opnar Það er óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi opnun skemmtistað ar verið beðið með eins almenn- um áhuga og ríkt hefur í sam- bandi við Hótel Sögu, sem er til húsa í Bændahöllinni á Mel- unum. Og riú er sú stóra stund runnin upp. Að vísu var um seinustu lielgi aðeins tekið í notkun liúsnæði fyrir nætur- gesti, og almenningur verður enn um sinn að bíða þess að geta skemmt sér í salarkynnúm staðarins. En hin brýna þörf fyrir hótelið koin hvað bezt í ljós uin lielgina, er tugir út- lendra ferðamanna hefðu orðið að flýta för sinni utan vegna húsnæðisskorts, hefði ekki verið unnt að gríþa tij gistihúsnæð- isins. Mjög er til alls vandað í húsa kynnum hótelsins, svo að til al- gjörrar fyrirmvndar er, teppi á öllum gólfum, efniviður allur hinn bezti og húsgögn eftir nýj- ustu tízku. 1 herbergjum eru öll hugsanleg þægindi, flísalagðir baðklefar, sérlega rúmgóðir skápar, innbyggt útvarp og vekj arar, bjöllur fyrir þjónustu — og svo er víst gert ráð fyrir sjónvarpi. Veitingasalirnir eru hvergi nærri fullgerðir ennþá, og enda þótt næturgestir muni geta feng ið veitingar á hótelinu, er nauin ast hægt að búast við því að salarkynni gleðinnar og glaums ins verði opnuð fyrr en að löng um tíma liðnum. Svo mjög sem vandað hefur verið til alls í sambandi við gistiherbergin er ástæða til að ætla, að dýrð mik- il verði í veitingasölunum. HLJÓMSVErnR A FLAKKI Um þessar mundir eru fjórar reykvískar hljómsveitir á flakki, sú fyrsta raunar á heimleið, Neo-tríóið, sem íyrst lagði af stað ásamt söngkonu sinni, Mar- git Calva, og byrja þau aftur í Klúbbnum um lielgina. Hinar liljómsveitirnar eru Svavar Gests og Eúdó-sextett, sem lögðu af stað um svipað leyti, hvort á sitt landshorn — og má búast við miklu fjöri hjá innfæddum þar sein þeir mætast — og um síðustu lielgi hélt ein yngsta hljómsveitin, ÓM -kvintett með söngkonuna Agn- esi Ingvarsdóttur, í hljómleika- ferð um landið, og verður byrj- að á Vestfjörðum. Slík ferðalög njóta að vonum liinna mestu vinsælda. Það er ekki nema liálf ánægja að heyra til þessa listafólks í útvarpinu, sjón er sögu ríkari, og ánægj- an getur varað nokkra mánuði fram í skainmdegið yfir því að geta sagt við kunningjana eitt- hvað á þá leiö að hafa heilsað upp á og talað við Svavar Gests eða Steliba Jóns! SUMARLEYFA- HLJÓMSVEITIRNAR eru yfirleitt skipaðar þeim hljóðfæraleikurum, sem hafa annað aðalstarf en skipa sér saman í hljómsveit til þessara afleysinga. Grettir Björnsson er með tríó í Italska salnum í Klúbbnum, Grettir er skemmtilegur liar- mónikuleikari, sem ekki á í vandræðum með að koipa dans- fólkinu af stað, þótt plássið sé ekki alltaf mikið. Aðrir í tríóinu eru ungir hljóðfæraleikarar og lítt þekktir. Björn B. er með sína ágætu hljómsveit í Lido þrjú kvöld í viku. Hin kvöldin er Hljóm- sveit Karls Jónatanssonar. Karl hefur leikið um fjöldamörg ár og jafnan liaft eigin hljómsveit, misjafnlega góða eins og verk- ast vill. Núna ber helzt á þeim Þórarni Óskarssyni, troinbón- leikara, og fþegar þeir Kalli — með trompettinn — stilla sam- an í dixieland, er reglutega gaman á að hlýða. Ung söng- kona er með hljómsveitinni og á mikið ólært. -uth ASNINN hefur um nokkurra ára skeið verið ein helzta vínblandan á skemmtistöðunum, og hefur mörg kátleg athugasemdin út af UTANBÆJARFÓLK Á SKEMMTISTÖÐUNUM Þennan árstíma öðrum fremur setja utanbæjar- menn svip sinn á skemmti staðina, og skal enginn dómur upp kveðinn, hvort skemmtilegra sé, a. m. k. Iiefur svo virzt sem djamm ið sé taumlausara og stafar vafalaust af óvananum við fljótandi vín í glæsilegi^ umliverfi í stað vasapela- fytlerísins heima. Hnyttinn' maður komst svo að orði nýlega, er hann hafði fylgzt með einum aðkomu- gestanna um stund: — Ojæja, hann er bara að reyna að haga sér eins og Beykvíkingar á böllun- um heima lijá honum! þessu spunnizt — algerlega óaf- vitandi. Hjón nokkur fóru út að snæða kvöldverð á fínu veit- ingaliúsi, þar sem margt var ungþjóna, sem ekki mega bera gestum áfenga drykki, en aðr- ar veitingar. Að máltíðinni lok- inni dæsir bóndi ánægjulega, veifar ungþjóninum og segir höfðinglega: — Og þá er komið að asn- anum, góði. — Já, augnablik, ég skal ná í þjóriinn! Svo var það fólkið, sem sat nokkuð margt saman við borð, og pantaði ýmsar blöndur, ein daman vildi fá asna. Þegar af- greiðslustúlkan kemur að borð- inu með glösin á bakka, verður henni fyrst að orði: —■ Hvar er svo asninn? Og loks var það fólkið, sem komið var fram á gang án þess að hafa gert upp reikninginn- og sem ein f.rúin stendur fyrir framan spegilinn og er að hag- ræða kápunni sinni, kemur þjónn æðandi til hennar of! spyr með mesta írafári: -—- Voruð það ekki þér, sem voruð með asnana? Los Valdemosa Luigia Canova SKEMMTA I LIDO ALLA MÁNUDAGA OG ÞRIDJUDAGA I LIDO OG LEIKHÚSSKJALLARANUM ALLA FIMMTUDAGA, FÖSTU- DAGA, LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.