Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 3
NY VIKUTlÐINDI 3 BAK VIÐ RIMLANA Á ■ LnU-HJHHI Átcekanlegar sögur IX. AFBROTAMAÐURINN. >»Eg hafði veitt honum athygli I hann verið með í „partíum“, "''egna þess að mér fannst hann þar sem lionum hafði verið boðn Vera einkennandi fyrir þann ! ar Marijuana-sígarettur, og áhrif hóp ungra manna, sein hafa þeirra fannst honum mikið betri 'ent á glapstigum, ungur, kæru- laus og orðhvatur. Honum féll JUa að hlýða fyrirskipunum, af l)v> að hann vildi ekki beygja si8 fyrir neinum. 1 raun og veru þá fannst mér hann nákvæm- eftirmynd þeirra x,ng]inga, sem sjá má alls stað- ar í heiminum, í New York, Bondon, Stokkliólmi og Reykja- vík. ^>One Of The Gang“ Hann var seytján ára og hár vexti, en renglulegur, með fal- iegt, dökkt og liðað hár, sem hann var alltaf að greiða og ]aga til. Bros hans var fallegt og vinn- nndi, og tennur hans áberandi vel hirlar og fallegar. Uppá- Baldstónlist hans var Rock ’n Boll, og málfar hans, drafandi °g silalegt, ásamt sérkennilegu göngulagi^ kom mér til að minn- ast Cowboys, í hvert sinn sem sá hann eða heyrði. 1 New York hefði hann verið •>>one of the gang“, og í Lond- ^n hefði hann fallið inn i kram sem „Teddyboy“. 1 Reykja- v*k hékk hann inni á kaffistof- nm og drakk kaffi með brenni- v,ni útí, ekki vegna þess að hon nm þætti það gott, heldur vegna Peirrar barnalegu ástæðu, að hað væri gaman að „plata“ af- gneiðslufólkið. Hann hélt sig í félagsskap nieð unghngum á líkum aldri, °S taldi sjálfum sér trú um, að >>shvisurnar“ væru hrifnar af °num vegna þess að hann var aldari en hinir „gæjarnir“, og mfði þar ag gyjjj sejjð j fang- elsi. Honum fannst óþarfi að vinna ”lmð var ekkert upp úr því að hafa.“ Stundum, þegar hann var a?rfBtill, fór hann með kyn- png og fékk stundum kr. ? fyrir klukkutíma „vinnu' essa peninga notaði hann til 'ess að bjóða stúlkunni, sem •ann var skotinn í á þeim tíma ^ n,ansleik eða í kvikmyndahús. visvar eða þrisvar liafði en áhrif áfengis. Þjófur 11 ára Hann var alinn upp í einu fátækrahverfinu í Reykjavík, í slæmum húsakynnum og léleg- um félagsskap. Foreldrar hans höfðu skilið, þegar hann var 7 ára, og hann hafði alltaf verið hjá föður sínum, sem var drykkfelldur. Hann byrjaði ungur á því að fara i þjófnaðarleiðangra með leikfélögum sínum, en fyrsta innbrotið framdi hann, þegar hann var um það bil ellefu ára. Honum fannst afbrot vera spennandi og oft gróðavænleg, en breytti um skoðun um það efni eftir fyrstu veru sína á Litla-Hrauni. Skarpskyggn og handlaginn Eg tók eftir því, að hann var mjög athugull hlustandi og að hann drakk í sig allt, sem rætt var um, hvort sem um var að ræða glæpamáj eða trúmál. Seinna, þegar þessi mál voru aftur á dagskrá, mátti heyra að hann hafði vegið og mælt það, sem áður hafði verið sagt, og gat nú sett fram skoðanir, sem greinilega báru vott um skarpskyggni og raunsæi. Á margan hátt sýndi hann, að hann var góðum gáfum gædd ur, ásamt hugvitssemi og hand- lægni. Hann trúði mér fyrir því, að liann hefði áhuga á flugvirkj- un og radio-tækni, og sýndi þann áhuga í verki með því að gera við öll biluð útvörp og liátalara í fangelsinu, oft með ekki önnur verkfæri að vopni en vasahníf og lóðbolta, er hann liafði búið til sjálfur. Tveim mánuðum áður en hann losnaði, var hann tíður gestur- í klefa mínum, og gat ég greinilega greint, að mikil breyting hafði átt sér stað á hugarfari hans til liins betra. Hann ræddi oft um -að gaman væri, ef hann gæti komizt í vinnu hjá einhverjum rafvirkja, sem vildi horga svo mikið kaup að hann gæti lifað af því, en á sama tíma lært fagið. Síðustu vikurnar ræddum við þetta mál fram og aftur, og lögðum á ráð- in, hvernig bezt væri að hrinda slíku fyrirtæki í framkvæmd. Hvattj ég hann lil að reyna eft- ir beztu getu og að gefast ekki upp, þótt á móti blési. Þegar hann kvaddi mig, var hann fullur af bjartsýni og á- formum og tilbúinn að mæta líf inu á nýjum grundvelli. Vonleysi Mánuði síðar fékk ég bréf frá honum, sem var bein mótsetn- ing frá því, sem ég hafði gert inér vonir um, og skal hér birt ur hluti úr því: „Eg hef hlaupið á milli manna til að komast að sem nemi, en í hvert skipti, sem ég verð að sýna hegningarvottorð, og þeir sjá að ég hef verið í kasti við lögguna, þá vilja þeir ekkert með mig hafa að gera. Svo þú sérð að þetta er ári von- litið. Eg hef búið hjá ... en ég hef ekkert getað borgað, vegna þess að ég fékk aðeins kr. 35.00 fyr- ir fargjaldinu. Þú veizt kann- ske að ég var í skuld, þegar ég fór úr fangelsinu. Eitthvað um eitt þúsund krónur eða svo. Hef þess vegna verið alveg auralaus siðan ég losnaði. Það þýðir ekk ert að fara heim til að biðja um hjálp þar, því karlinn er eins og fjandinn úr sauðarlegg, þegar ég læt sjá mig. Annars er mér alveg sama hvað hann heldur, hann hefur aldrei gert mér neitt gott. Ekki get ég farið á togara, því ég er alveg fatalaus og þekki engan sem vildi lána mér fyrir fötum. Þessi fangahjálp er ekki neins virði. Eg dauðsé eftir þvi að ég losnaði, þótt skömm sé frá segja, en ég hafði þó alltaf eitt- hvað að éta! Það er vonlatísf að vera heið- arlegur.“ Blindir brodd- borgarar Þanmg endaði þetta bréf. Seytján ára unglingur, sem kem ur úr fangelsi. Peningalaus og vinalaus. Einn og yfirgefinn í þorpi sem telur sig til borgar! 1 þorpi, þar sem broddborgar- arnir keppast við að láta aðra vita, að þeir séu meðlimir í þessari eða hinni góðgerðar- starfseminni, og að þeir skilji atómljóð og séu aðdáendur ab- strakt-listar! Það var kaldliæðni örlaganna, að þessi unglingur skyldi ráfa á milli manna, vinalaus og hálf liungraður, með það efst í huga að vera lieiðarlegur, einmitt á sama tíma og öll þjóðin skrap- aði saman hundruðum þúsunda til að hjálpa einhverju fólki úti í heimi. Auðvitað er það rangt, að segja, gð þjóðfélagið hafi ekki hjálpað þessum unga manni. Það er einmitt það sem það gerði! Það hjálpaði honum til að komast að niðurstöðu. Það mót- aði fyrir hann hugsun. Það skap aði fyrir hann lífsviðhorf! Niðurstaðan, mótun og lífs- • iðhorf sem svo greinilega kem ur fram í einni stuttri setn- ingu: „Það er vonlaust að vera heið arlegur." Vemdarlausir og veg- Iausir menn Þjóðfélagið hefur það á sam- vizku sinni, að sleppa ungum mönnum út úr fangelsinu, án 'kkurs til að lifa á, meðan þeir væru að rétta sig við og leita að atvinnu, nema því sem þeir gætu stolið eða betlað af öðrum, og á þann hátt ver- ið hinn virki aðili í því að hrinda ungum og ósjálfstæð- mönnurn út í sömu reyðileysis- tilveruna og þeir vpru í, áður en þeir fóru í fangelsið. Það er enginn hægðarleikur fyrir mann, að koma út úr fang elsi og eiga að standa augliti til auglitis við kalt og miskunn arlaust almenningsálitið, án mat ar, án húsnæðis og oft klæð- lítill. Eftir að höfundur fékk þelta bréf frá þessum fyrrverandi fanga, þá kom honum það ekk ert á óvart, þegar fréttist að hann hefði verið gripinn við innbrot og dæmdur í eitt og liálft ár í fangelsið að Litla- Hrauni — Glæpaháskóla is- lenzka ríkisins. Hver ber sökina? Heilbrigðara hefði verið að þessi ungi maður, sem áður er nefndur, hefði haft ástæðu til að vera bjartsýnn og vongóður um framtiðina, þegar hann yf- irgaf fangelsið, sem einn þeirra fáu ungu manna sem fara það- an með góðum ásetning. Það er óhætt að fullyrða, að hann hefði aldrei brotið af sér aftur, ef hann hefði átt þess kost að læra það sem hann langaði til, á meðan hann var að taka út sinn dóm, og ef hann hefði mætt skilningi og hjálpandi höndum, eftir að út var komið. Það er minnsta krafa, sem hægt er að gera á hendur þjóð- félagsins, að föngum gæfist tæki færi að undirbúa sig raunhæft og áþreifanlega, fyrir þann tíma er þeir verði lausir að nýju. Slíkt myndi skapa öryggi og sjálfstraust, sem er svo mikil- vægt hverjum þeim, sem mæta verður hörðum gagnrýnendum lífsins, án þess að verða hrædd- ur og lilaupa í felur með göml- um félögum, sem eins eru á vegi staddir. Hefnd eða betrun? Ekki verður hjá því komizt að spyrja þjóðfélagið einnar samvizkuspurningar: Hvort vill þjóðfélagið heldur, liefnd eða betrun? Enginn virðist vita, hvort þessari spurningu hefur verið svarað jákvætt, en hafi svo ver- ið, þá er ekkert sem sýnir að viðleitni í þá átt hafi verið liöfð í frammi. Þvert á móti hið gangstæða, og það í ríkum mæli, því að í framkvæmd út- tektardóma liefur þjóðfélagið krafizt hefndar og fengið hana, ekki aðeins á meðan sakborn- ingur var í fangelsi, heldur einn ig eftir að hann var laus. Þegar fangi losnar, þá er það aðeins í orði kveðnu, því að liann er ennþá fangi, fangi al- menningsálitsins, sem lítur fyrr verandi refsifanga tortryggnum augum, og sem ímynd mannlegs úrhraks ■— atriði, sem gerir það að verkum að hann er aldrei frjáls og getur ekki litið á sjálf an sig sem slíkan. Enginn er eins viðkvæmur fyrir tortryggni og gagnrýni eins og afbrotamaðurinn, sem er, í raun og veru, eins og við- kvæmt barn, hvað það snertir. Ef hann finnur tortryggnina anda á móti sér, livar sem hann er, þá eykst hættan á því að hann liverfi aftur á sömu braut og áður — annað hvort til að liefna sín, eða honum eru aðr- ar leiðir lokaðar (samanber unga manninn, sem langaði til að læra raffræði). Drama einstaklingsins í lífinu Þegar ungur maður kemur út úr fangelsinu eftir fyrstu veru sína þar, fullur af nýjum von- um og áfornmm, glaður og heill- aður yfir hinu endurheimta frelsi, þá er hann með öllu ó- viðbúinn þeim erfiðleikum, sem mæta honum sem fyrrverandi fanga, og hann riðar við það þunga kjaftshögg, sem þjóðfé- lagið réttir honum til viðreisn- ar. Sem bein orsök þessa ó- verðskuldaða og ótímabæra höggs, fellur hann, jafnvel þó sterkur sá. Það er ekki hægt að neita því, að afbrotamaðurinn ér liluti þjóðarlíkamans, en sá hluti sem þjóðfélagið hefur van rækt. Afleiðing þessarar van- rækslu er afbrotamaðurinn, eins og liann er í dag og eins og liann verður á morgun. Hann er meinsemd í þjóðfélag inu, sem nauðsyn krefur að skorin verði burt, og heppileg- asti staðurinn, til að ná tökum á meininu, er fangelsið, því það er sá staður, þar sem þjóðfé- lagið ræður y£ir gerðum ar- brotamannsins og getur, sé vil;- inn fyrir hendi, mótað hugs- (Pramh. á bls- 7) Eftir Sigurð Ellert

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.