Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 6
Ní VIKUTlÐINDI H — Ef við förum annan hring, Þá komumst við ekki neitt ann- að. Barry, ég get það ekki — mér er það ómögulegt — lang- ar ])ig lij að reyna? — Eg er að hugsa, sagði hann. - Hvað? — Svarið. Hað er nei. — Barry, þú ert betri flug- maður en ég. Vilt þú reyna? — Gott og vel, flyttu þig. Við skiptum um, og hann sagði: — Reyrðu öryggisbeltið uin þig. Ef við rekumst á, þá steypumst við fram yfir okkur og veltum. Svo að ég ætla að drepa á vélinni strax og við snerlum jörðina. Pað myndi draga úr eldhætt- unni í árekstrinum. Við vorum sannfærðir um, að við ættum árekstur í vændum, en það var annað hvort að duga eða drepast. Barry nálgaðist flugvöllinn. Hann kom inn í nokkurri hæð, steypti sér beint niður á helvízkt tréð eins og örn á hænuunga og skellti sér niður á jörðina handan við strax og það var frekast unnt. Hann rétti liana af, og hún hentist eftir hryllilega dældótt- um jarðveginum. Kókostréð fyrir endanum kom nær og nær. Handan við það var steinveggur. Það var ann- «5 hvort að rekast á annað eða Vélin snerist á einu hjóli. 'hitt. Flugvélin rambaði eins og^ línudansari yfir völlinn, og það var ekki fyrr en rétt hjá stein-1 veggnum, sem við námum stað- ar — ekki nema eins og tvo þumlunga frá. Eg leit á Barry. Litarháttur- hans er venjulegasl grár, en í þetta skiptið var hann í fram-; an eins og Bela Lugosi áður en ■ hann fær blóðsopann sinn., Hjartað hamaðist í brjósti mér, \ og ég gat mig hvergi hreyft. Þau komu hlaupandi: faðir minn og móðir min og Sean sonur minn, sem var í heim- sókn hjá afa og ömmu, nágrann arnir, vinnumennirnir á búgarð inum. Eg kyssti á hönd móður minn ar. Eg faðmaði og kyssti Sean. Eg vafði föður minn örmum. Eg sagði halló til hinna ... síðan lét ég mig hafa það, frammi fyrir öllum, að kasta upp ... Þegar ég fór að jafna mig, grasseraði reiðin í mér. Eg hvæsti í eyrað á föður mínum: — Pabbi, hvað í lieitbrenndu kom þér eiginlega til að búa svona flugvölj til? ... Þú hlýt- ur að vera geðveikur. Það mun- aði minnstu, að við dræpum okkur. Hann róaði mig á sinn venju- lega hátt: Ólgandi iáí SJÁLFSÆVISAGA errol flynn — Svona, svona, gamli seig- ur, vertu ekki með þessi kjána- læti, við skulum l'á okkur glas, og þá jafnar þú þig. — Nei, andskotinn, pabbi. Þetta er hroðalegt. Eg var næst- um búinn að hálsbrjóta mig. Hvar í heitasta helvíti getur maður búizt við að finna hlykkj óttan flugvöll með þrjátíu metra háu tré í miðjunni? — Svona, sonur minn, ekki þetta orðbragð í viðurvist móð- ur þinnar. Við gengum upp að húsinu, gamaldags, heimilislegu, þægi- legu. Síðan þá brann það til kaldra kola. Þegar heiin kom bauð móðir mín mér te. Te, ekki nema það þó! Hversu óskilningsrík getur manneskjan ekki verið á slíkri stundu, þegar við Barry þörfn- uðumst hressingar af sterkustu tegund. Eg talaði við föður minn á þann hátt, sem ég gerði naum- ast nokkurn tíma; venjulegast vorum það við mamma, sem tókum fyrir helztu deilumálin innan fjölskyldunnar. — Pabbi, hvernig í fjandan- um f/aztu gert þetta? Eg sendi þér uppdrátt. Þú veizt, hvernig flugvöllur á að vera í laginu —- eða ættir að minnsta kosti að vita það. — Drengur minn, sagði hann, við skulum ekki vera að ræða — Jj, svo sannarlegar, ég lieimta að fá að vita það. Er ég tilneyddur að trúa því, að maður sem álitinn er vera gædd ur vísindagáfum á borð við þig, hafi ekki hugmynd um, hvernig flugvöllur á að vera í laginu? — Ef þú endilega vilt, son- ur, þá verð ég að segja þér, að móðir þín hefur alltaf haft 'dálæti á þessu tré. Hún hefur gaman af að sjá litlu kálfana safnazt að því á kvöldin. Hún bannaði mér að höggva það. Eg beið fram að kvöldverði uæsta dags áður en ég negldi hana á kross. Hún skyldi fá orð í eyra yfir bruðlinu á pen- ingum mínum i klukkuturna. Það var ánægjulegt og fjör- ugt yfir kvöldverðarborðinu. Þrátt fyrir allt, þá er mamma stórkostlegur kokkur. Við sett- umst út á svalaganginn með te bollana. Loksins sagði ég við son minn: —- Heyrðu, gamli, er þér sama þótt ég fái að segja eitt orð við mörnmu? Hún sat hnarrreist, hertoga- ynjan í Boston. Sean rölti á brott, rétt úr augsýn, þar sem hann gat fylgzt með öllu. Eg dró upp reikninginn fyrir klukkuturn- inn. — Mamma, ])að cru nokkur atriði . .. Hún greip fram í: — Errol, hvaða atriði? Þetta var alls engin spurning, þetta var hrein og hein árás! — Smávegis hérna, sem ég vildi fá skýringar þínar á. Til dæmis er mér það óskiljanlegt, að snekkjan okkar, báturinn . .. Lengra koinst ég ekki. Hún sagði: — Hvað fleira? Hérna kemur að því, sem ég vildi fá útskýrt. Taugarnar voru komnar í rusl. það leyndi sér ekki. — Mig langar til að fá skýr- ingu á, hvernig þú gazt komið upp klukkuturni undir gamla klukku og látið það kosta mig fimm þúsund kolgræna! Held- urðu ekki, að það hefði verið hægt nokkurn veginn að end- urbyggja kirkjuna fyrir þá upp- hæð? Og auk þess ... Lengra komst ég ekki. Hún sneri sér frá mér og otaði ein- um fingri að föður mínum: Theodore! Eg sagði þér! Eg sagði þér, að Errol myndi bregðast svona við! Faðir minn reis á fætur. Hann sagði: —- Eg þekki ekki nógu vel til málanna, elskan mín. Og var ósköp hjárænulegur á svipinn, eins og hans er venja í eldhríð. — Auðvitað. Þú þekkir aldrei neitt til neins, en Errol er allt- af svona, Theodore. Hann hef- ur alls engan skilning á neinu! Faðir minn nam staðar í dyra gættinni og bjó sig undir að hverfa inn í húsið. — Hvernig, ávarpaði hún hann og skírskotaði til rökfræð- innar — rökfræði móðurinnar, — heldur liann —- og nú benti hún á mig — að maður geti reist klukkuturn með engri kirkju undir? Heldur hann kann ske, að klukkuturninn geti hang ið í lausu lofti, með klukkunni innan í, en engin kirkja undir til að halda honum uppi? Það var þá, sem faðir minn forðaði sér, meðan ég var að reyna að gera mér í hugarlund klukkuturn, sem byði þyngdar- lögmálinu byrginn, liéngi í lausu lofti, með klukkunni, en engri kirkju undir. Það yrði •:v:ýXví»%>: handleggur, jafnvel fyrir sviðs- snillingana hjá Warner, að koma því í kring. Handan við liúshornið heyrð- ist stöðugt fliss. Það var Sean, skellihlæjandi að vanda, þegar okkur mömmu lenti svona sam- an. Það var þó gott, að ein- hverjum skyldi vera skemmt! Hún sneri sér að mér. Henni var það óskiljanlegt, hvernig ég gat verið svona ósanngjarn. Gerði ég mér þetta ekki Ijóst? Skildi ég þetta ekki? Nú, í þetta fóru peningarnir! Nei, ég gerði mér þetta ekki ljóst! — Nú, ég gerði svo sem held- ur ekki ráð fyrir því, hreytti hún út úr sér nokkuð rólegri. Hún reis upp af stólnum á svalaganginum. Hún benti út yfir Errol Flynn landareignina, fimm þúsund ekrur, sem ég hafði lagt lífsstarf mitt í, pen- inga, tíma, hagsmuni, árin. Mína eigin eign. Mitt nýja lieimili, þar sem ég var að leita að friði. — Fáðu þér göngutúr, Errol, og komdu ekki fyrr en þú ert búinn að átta þig! skipaði hún, og kastaði mér út úr mínu eig- in húsi. Sean syni mínum fannst þetta sprenghlægilegt, og mig lang- aði mest til að klípa í eyrað á honum, þegar við röltum af stað — í langan göngutúr. ÁTJÁN ÁRA starf mitt hjá Warner-bræðrum var á enda Hasarinn, sem við Jack lentum í þá var einn sá liarkalegasti, enda þótt við hlæjum að hon- um í dag. Flestir, sem vinna svo lengi hjá sama fyrirtæki, öðlast ein- hvers konar viðurkenningu. Mín viðurkenning kom árið 1952, þegar ég var að enda starf mitt hjá Warner. Það var bréf, þar sem ég var ásakaður um samn- ingsrof, vinnusvik og slæina liegðun almennt. Þegar ég hitti Jack í skrif- stofu hans, var hann brosandi glaðlegur og elskulegur, en eins og á varðbergi undir niðii. Samræðurnar voru eitthvað a þessa leið: —- Eg held, barón, sagði liann, að við afgreiðum málið á sama hátt og við gerðum við Bogart. - Hvernig þá? —- Hann greiddi okkur 100.000 dali fyrir að losna undan samn- ingnum. Eg brosti við honum: — Heldurðu ekki, að það sé miklu betri hugmynd að snúa dæminu alveg við - þið borgið mér 100.000 dali? Hann spratt á fætur til að slita samtalinu: — Hvað þá? Ertu kolvitlaus? — Nei, mig langar bara til að slíta samningnum. Eg var í raun og veru ákaf- ur í að losna við samninginn- Eg sagði: —• Eg er hæstánægður eftir að hafa verið liérna svona lengi- Mér líkar þetta svo prýðilega. — Hvort viltu heldur? —• Það, sem ég var að enda við að segja. „Þú borgar mér.‘ Nú hló hann beinlínis vin- samlega: —• Svona, svona, við skulum ræða málið af viti. Heyrðu> sjáðu nú til, þú borgar okkur 50.000 dollara og við sleppum þér. Eg hermdi eftir lilátri hans- Eg hafði dálitla reynslu sem leikari. Það varð ekkert samkomulag- Við skildum. Viku seinna var ég aftur kvaddur til skrifstofu Jack. Enn einu sinni spurði hann: — Hvað viltu borga okkur? —- Borga ykkur? Ekkert! Þú veizt, livaða afleiðing- ar þetta getur haft? Eg er ekk- ert að ógna iþér. Við getuin kast að í þig livaða hlutverki, sem okkur sýnist —• samkvsemt samningnum. Við þurfum ekk- ert endilega að hafa þig t aú' alhlutverki. Þú þekkir samning' inn. Eg sagðist gera það. — Heyrðu nú, Jack. Ef Þú ert að gefa í skyn, að þú eett*1 að fara að láta mig leika bíl' stjórann, sem kemur inn segir: Bíllinn yðar er reiðubú- inn, herra, og fer síðan út þá geri ég það. Sjáðu til, Þ1^ kallið á mig í vinnuna, og skal koma. Og ég skal meira að segja ganga lengra. Eg skal f>'ir sópa karlaklósettin en að boiga ykkur svo mikið sem túskild ing! Þetta liefur verið það, sem Jack var að bíða eftir: — Fyrst svo er, eigum v ll5 þá ekki að binda endi á Þetta bara á stundinni? —- Samþykkt frá minni hendi- Þannig yfirgaf ég Wai'i’er bræður. (Framh. í næsta blaði)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.