Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 2
NT VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Pramkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baidur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, Auglýsiingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. OVARIÐ LAMD Það hefur aldrei þótt stórmannlegt, að vera ekki við öllu búinn, ef á mann kynni að vera ráðizt. Hins veg- ar getum við ekki annað en dáðst að þeim, sem læra judo og önnur varnarbrögð, svo að þeir geti varið sig gegn óvæntum árásarmönnum. Varla mun heldur það land í víðri veröld, sem ekki hefur á að skipa einhverju herliði, reiðubúnu til vam- ar innlendum eða erlendum ribböldum. Það er hjákát- legt að hugsa sér, að ekki þarf nema nokkra tugi vel vopnaðra manna til þess að taka völd I því ríki, sem ekki hefur neitt herlið til varnar stjóm sinni, jafn- vel þótt hún hafi öflugu lögregluliði á að skipa og meiri hluta óvopnaðra kjósenda að baki sér. En þannig er þessu varið hérlendis, öllum öðrum þjóðum til undrunar. I>að er heldur ekkert til að státa sig af. Við yrðum til athlægis um víða veröld, ef annar Jörundur hundadagakonungur kæmi til skjalanna, enda roðnum við sjálf af skömm, þegar við minnumst hans. Og svo auma þræla á fósturjörðin líka nú, að þeir munu ekki hika við að svíkja hana í hendur aust- rænu herveldi, ef þeir fengju bendingu um það frá einræðisherra þess lands. Enginn veit um vopnabirgðir þeirra, en þær eru áreiðanlega meiri en ríkisstjómar- innar. Þótt þjónum þessa austræna lögregluríkis hafi ekki ennþá þótt heppilegt að sýna hug sinn með vopnavaldi, þá gera þeir það með öllum öðrum ráðum, sem tiltæki- leg eru, m. a. með því að stuðla að verðbólgu, verk- föllum og öðra, er eyðilagt getur efnahagslíf okkar. Þeir bíða betra færis, og verða áreiðanlega óhræddir við að beita vopnum einnig, þegar þeirra tími kemur. Það yrði aðeins eitt, sem þá kæmi að haldi, og það eru vopn til varnar. Sama væri að segja, af einhverjir ófyrirleitnir ævin- týramenn gengju hér á land, vopnrnn búnir, og fremdu annað Tyrkjarán. Landsmenn stæðu lítið betur að vígi en Vestmannaeyingar forðum. Og svo erum við að stæra okkur af víkingunum, for- feðrum okkar, sem allar þjóðir óttuðust! Væri ekki stórmannlegra að hafa einhvern viðbúnað og sýna það svart á hvítu, að okkur er sjálfstæði lands ins einhvers virði, heldur en að hrópa upp um varn- arleysi, vopnleysi, hlutleysi o. s. frv.? Hver tæki til- lit til þess, þegar út í alvöruna væri komið? Við gætum aldrei varist árás herveldis. En við gæt- um varnað því, að annar Jörundur eða annað Tyrkja- rán yrði hér. Og við gætum haldið í skefjum erlend- um skæraliðum, sem tala okkar tungu og fæddir eru af íslenzkri móður, en hafa kosið sér annað föðurland sem þeir vinna fyrir leynt og Ijóst, þótt þeir búi hér. Jón Sigurðsson forseti segir í grein, þar sem hann talar um galla þess, að engar varnir séu á landinu: „Það er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna, að vita, að sá liðskostur væri í Iandinu, að }:að væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum.“ Þetta sagði frelsishetja okkar fyrir 119 árum og þessi orð eiga eigi síður við í dag. — g. ó skemmbisbööunQim liljémsveitir skipta itm staði Um miðjan þennan mánuð verða heldur en ekki breyting- ar á hljómsveitaskipan í tveim helztu samkomuhúsum miðbæj arins. Hljómsveit gítarleikarans Jóns Páls, ásamt söngkonunni Elly Vilhjálms, sem verið hef- ur í Næturklúbbnum, flytzt yfir á Hótel Borg, en hljómsveitin, sem verið hefur á Hótel Borg, Gunnar Ormslev og félagar hans og söngkonan Anna Vilhjálms- dóttir, fer yfir í Næturklúbb- inn. Að því er blaðið hefur fregn- að munu ekki verða neinar breytingar á hljómsveit Jóns Páls, en í henni eru auk hans víbrafónleikarinn Árni Schev- ing, píanóleikarinn Þórarinn Ól- Uncfur teiknari Ungur listamaður, Þröstur Magnússon, hefur undanfarið verið á ýmsum skemmtistöðum hérna í bænum og teiknað skop myndir af þeim, sem það vilja, gegn smávegis þóknun. Við gengum fyrir spéspegil hans, og fengum af okkur nauðalíkar skopmyndir — og viðstaddir kunningjar hlógu að þeim allt kvöldið. Við viljum benda þeim, sem hafa þann þroska til að bera að kunna að taka gríni, á þenn- an unga listamann. Hann er snjall og óvæginn við að draga fram það kímilega í fari manns. Ánægjuleg tónlist Við viljum benda sérstaklega á smekklega tónlist í matar- og kaffitímum á Hótel Borg. Þar eru tveir snjallir hljóðfæraleik- arar að verki, þeir Jónas Dag- bjartsson og Guðjón Pálsson, og ágætur maturinn verður enn lljúffengari undir svo þýðum tónum, sem frá þeim berast. Riba á Akureyri . Þær fregnir hafa borizt frá Akureyri, að þar sé talsvert fjör á skemmtistöðunum, og fylgir það fregninni, að .Tosé M. Riba, hinn kunni hljómsveit- arstjóri, sé nú með hljómsveit- ina á Hótel KEA, en þar er Haukur Heiðar píanóleikari, og allir aðrir í hljómsveitinni Ak- ureyringar. Sömuleiðis þykir okkur lík- legt, að hlustandi sé á liljóm- sveitina, sem leikur í Alþýðu- húsinu, en hún er kennd við söngvarann Óðin Valdimars- son enda þótt Jngimar Eydal, pianóleikarinn snjalli, rriuni vera driffjöðrin. Aðrir í hljóm sveitinni eru Kristinn Sigurpáll (klarinet, altó, harmónika og bassi), Grétar (gítar) og Hjalti (trommur). Hefur ávallt til sölu allar tegundir bíla- og búvéla. BÍLA- OG BÚVÉLASALAN Sími 23136 nema einhverjar breytingar verði á hljómsveit Gunnars Ormslev við flutningana. I hljómsveitinni eru núna þessir menn auk Gunnars: Guðmund- ur Ingólfsson, píanó, Reynir Sigurðsson, víbrafónn og Edwin Kaaber, bassi. afsson og trommuleikarinn Guð- jón Ingi, og svo syngur Elly með. Hins vegar mun vera óvíst Utanbæjar um mannahelgína Að venju verður mikið um að vera um land allt um Verzlun- armannahelgina, og ýmsar hljómsveitir úr Reykjavík hafa verið ráðnar á helztu staðina til að skemmta fyrir dansi. Á þjóðhátíðina i Vestmanna- eyjum hafa verið ráðnar tvær hljómsveitir úr Reykjavík. Hinn vinsæli Lúdó-sextett og söngvar Verzlunar- inn Stebbi Jóns munu leika nýju dansana, og harmónikuleik arinn Grettir Björnsson stjórna hljómsveitinni, sem leikur fynr gömlu dönsunum. Norður í Húnavatnssýslu verð ur um þessa helgi afhjúpað minnismerki, og búizt við miklu fjölmenni. Þangað hefur verið ráðin hljómsveit Björns R, verður hlutverk hennar tvíþsett. Á útiskemmtun kemur hún 1 stað Lúðrasveitar, og svo leik- ur hún auðvitað fyrir dansi á kvöldin. Lúðrasveitin er þannig sam' an sett: Bjössi R — trombónn, Mummi R — tromhónn, Villi G- — altó, Jónas —- trompet, Guð- jón, cymbalar og Friðrik Theó- dórsson (sem leikur á bassann í stað Köppen) — trommur. Þarna verður ábyggilega ekki hvað minnst fjörið. Yfir sumarmánuðina mun vera dansað í báðum húsunuin flest kvöld vikunnar, en strax og haustar að, og ferðamanna- straumurinn liggur ekki leng- ur um þennan unaðslega bæ, kyrrist allt og dansleikir algjör viðburður. HÚTEL BORG Munið okkar vinsæla kalda borð á hverjum degi kl. 12—2. Konsertmúsík. Komið á Borg, borðið á Borg, búið á Borg. Höm BORG skemmbisbööu nu m

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.