Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 5
NY VIKXJTÍÐINDI 5 iHann gleymdi að fá sér „PÓLAR“-RAFGEYMI í sumarleyfið. PÓLAR H.f. Einholti 6 — Sími 18401 TILKYNNING FÉLAGS ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA um vegaþ jónustu um verzhinarmannalielgina. ■A- vegum sunnanlands og vestan verður vegaþjón- hsta á eftirtöldum leiðum: Reykjaví'k — Þingvellir — Selfoss — Reykjavík Selfoss — Hvoisvöhur Reykjavík — Keflavík Reykjavík — Hvalfjörður — Borgarfjörður. þessum leiðum verða staðsettir ca. 15 bílar, þar ®—7 bílar með talstöðvar (3 kranabílar frá Þunga- ^nnuvélum h.f.) Qufunesstöðin tekur á móti hjálparbeiðnum til tal- stöðvabílanna í síma 33032. Eftirtalin bifreiðaverkstæði og einstaklingar ^öunu veita ökiunönmun fyrirgreiðslu og við- gerðaþ jónustu: Akureyri: Jóhann Kristinsson, Ránarg. 9, sími 1583. alvík; Jónas Hallgrímsson, bílaverkst., sími 97. lönduós: Vélsmiðjan Vísir, sími 29. \r- 'mnistangi: Hjörtur Eiríksson, bílaverkst. iðfjörður: Laugabakki, bifreiðaverkstæði. ornihvammur: Gunnar Gunnarsson. reðavatnsskáli: Leopold Jóhannesson. orgarnes: Bifreiða- og trésm. Borgarness h.f., sími 18. kranes: Ingvar Sigmundsson, Suðurg. 115, sími 192. Yeragerði; Viggó Þorsteinsson. 1 e foss: Bifreiðaverkst. Kaupfél. Árnesinga, sími 25 eða 130. v°lsvöllur: Bifreiðaverkst. Kaupfél. Rangæinga. Stjórn Félags ísl. bifreiðaeigenda. RIFREIÐAEIGENDUR, iiafið auglýsingu ÞESSA MEÐ í FERÐALAGIÐ , óEaf&cJiÓu/L fcuuscmaÓuÁ: PISTILL DAGSINS AUKINN DRYKKJUSKAPUR OG BÍLAKAUP Undanfarna daga hefur getið að líta í dagblöðum höfðuborgarinnar fyrirsagnir, sem segja okkur frá vaxandi áfengis- neyzslu í landinu, bílakaupum lands- manna, sem eiga ekki sinn líka og stór- fjölgandi umferðarbrotum. Allt er þetta tengt hvað öðru, eins og liggur í augum uppi. En afstaða hvers einstaks atriðis til þjóðmálaástandsins og þróunar í landinu er ólík. Áfengiskaupin og bílainnflutningurinn í landið virðast í fljótu bragði eingönga vera tengd batnandi efnahag landsmanna. Þetta má vissulega til sanns vegar færa, en er ekki einhlítt. Við vitum nefnilega mætavel, að kaupmátturinn hefur ekki aukist að sama skapi og máttur — eða eigum við að segja öllu heldur — vilji manna til að eignast eigin bifreið. Það er einnig vitað, að fjöldi manna kaupir bifreiðir fyrir lánsfé, eða þá að öll f jölskyldan leggur sitt að mörkum til kaupanna, eiginmaður, eiginkona og börn. En hvers vegna er vaxin upp þessi á- sókn eftir því að eignast bifreið? BIFREIÐIN ER ORÐIN TÁKN I voru snauða og veðrasama landi er hinn rándýri, gljáandi krómbryddaði fák- ur orðinn tákn velmegunar og þjóðfélags- aðstöðu. Það bykir sjálfsaa:t að sá, sem eitthvað á undir sér, eigi bifreið og það er ekki laust við að annarlegar hugsanir vakni hjá fjöldanum, sem sér einhvern mektarmanninn aka á litlum bíl, því að það þykir sjálfsagt að hann aki í svip- uðum Mercedes-Benz-vagni og keisarinn í Persíu. Þeir. sem bezt vilja tolla í tízkunni, láta s;s: he'du^ ekki muna um það. Hiuir efnnminni streitast við að eignast bifreið. en^a bótt þeir hafl í raun og veru ekki efni á að kaupa hana, hvað þá reka með þe?m ærna tilkostnaði, sem því fvlgir. bfinir hégómlenri vilja ekki annað en g'æsiiegnstu bílana. Sá liégómlegi þykist viss um að hann hækki í áliti í augum samborgara sinna eftir því sem bíliinn er dvrari og fmni, Og hann hefur mikið til sinnar hugsunar í þeim efnum. 11ISPENIN GARNIIÍ FÓRU 1 BlLAKAUP Hér að ofan var getið nokkurra skýr- inga á hinum stórfelldu bflakaupum, sem átt hafa sér stað undanfarið. Ein hefur ekki verið nefnd og liún er sú, sem senni- lega gerir muninn. Fjöldi manna, sem hafði lengi hugsað til þess að kaupa og eignast eigin íbúð, hefur séð fram á að það muni verða sér ofvaxið fyrst um sinn. Af ástæðum sem ekki verður reynt að skýra liér — en eru sennilega sálfræðilegar — hefur þetta fó'k ekki þolinmæði til að bíoa lengur. Þess vegna hefur margur húspeningurinn farið til bílakaupanna. ÖRÐUGLEIKAR OG DRYKKJUSAPUR Drykkjuskapur, eins og hann tíðkast liérlendis á okkar dögum, hefur stundum verið kallaður menningarsjúkdómur. Við höfum fengið þær fréttir, að sá sjúkdóm- nr gerist alvarlegri á íslandi en nokl.ru sinni fyrr. Tölur um áfengissölu segja ekki allt imi það. Margir eru hættir að brugga, og minna er um kaup á smygluðu brennivíni að ræða. Það hefur eflaust smááhrif að leyni- vínsala er orðin erfið, svo að margir nota nú meiri fyrirhyggju en áður þegar þeir hyggjast ganga á fund Bakkusar, og verða sér úti um nóg til þeirra samvista. En einhverju ræður hér rnn örðuglelk- ar. Fyrir viðreisn var fólk búið að taka á sig stórar byrðar, sem þyngdust eftir að verðbólgan stöðvaðist. Mörgmn hefur reynzt fullþungt að rísa undir þessum byrðum. Margar vonir hafa brugðizt, og margir hafa tapað. Hversu mikil áhrif þetta hefur haft, skal látið ósagt, en þau eru eflaust meiri en marga grunar. VAXANDI EFTIRLIT Þegar talað er um fjölgun umferðar- brota, gleymist gjarnan sú stóra stað- reynd, að legreglueftirlitið hefur verið eflt gífurlega. Þess vegna verða lögreglumenn varir við fleiri brot en áður. Þeim hefur eflaust fjölgað hlutfallslega við bflax'ikn- inguna, en tæplega jafnmikið og einn varðstjórinn vildi ætla, í viðtali í Vísi á dögunum, nema þá á pappímum. En það skiptir nokkru máli, að sá hóp- ur, sem ekki ætti að eiga bifreið, en hef- ur tekizt að eignast hana, fer stækkandi. Hér er átt við það fólk, sem vegna al- menns skorts á tilfinningunni fyrir gildi hlutanna — „þekkir verðmæti allra hluta, en ekki gildi neins.“ Þetta fólk er einnig verstu ökufantamir og hugsar sig sjaldn- ast tvisvar um, áður en það fær sér nokkra litla undir stýri, ÖFVÖXTUR Á PÖRTIJM Bíiakaupin, sem hér hafa verið gerð að umræðuefni, em aðeins dæmi um þann ofvöxt, á einstökum sviðum, sem alltaf á sér stað í þjóðfélögum eins og því, sem við lifum í. Það er svo annar handleggur, að þessi sérstaklega umræddi cfvöxtur er meira einkennandi fyrir vanþróað og lítið upplýst þjóðfélag, og af cðrum rótum runnin en ofvöxtur á framleiðslusviðinu. Við getum átt von á að fylgjast með þessum sömu emkennum í nokkmm auð- ugum Afríkuríkjum eftir noklíur ár, ef vel gengur hiá þeim, en þá verðum við sennl- lega líka orðin eilítið broskaðri sjálfir. Þ4 brosum við eflaust í kampinn.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.