Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.08.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 10.08.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VI KI)Tí Ð IN D I koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvaemdastjóri: Geir Gurmarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, flími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, síimi 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. EBE eða USA Fyrir nokkrum mánuðum kom hingað vestur-íslenzk- ur kaupsýslumaður, sem vill okkur áreiðanlega vel. Hann var spurður að jþví í blaðaviðtali, hvemig hon- um Iitist á, að stofnað yrði til stóriðnaðar, sem byggð- ist fyrst og fremst á aluminíum-framleiðslu. Hann var, í stuttu máli, svartsýnn á að skynsamlegt væri að reisa aluminíumverksmiðju, sem kostaði hxmdr- uð millj. króna. — Hann hafði einmitt þekk- ingu á þessum málum, og benti m. a. á, sjónarmiði sínu til stuðnings, að verð á aluminíum væri nú lágt á heimsmarkaðinum. Því er á þetta minnst hér, að svo virðist sem hag- fræðingar okkar leggi mikla áherzlu á þessa verk- smiðju. Þeir minnast varla á stóriðju, virkjun fall- vatna eða inngöngu í EBE öðru vísi en að þeir telji sjálfsagt að gera ráð fyrir að aluminíum-verksmiðja verði reist hér. Það getur, hvað sem öðru líður, ekki verið neitt lóð á vogaskál EBE, að við sleppum við tolla á aluminíum, sem við myndrnn e. t. v. einhvem tíma flytja til Vest- ur-Evrópu, ef það er rétt hjá liinum reynda og kunna iðjuhöld, að óráð væri að ráðast í slíka framleiðslu. En meðal annarra orða: Hvers vegna er Kennedy forseti ekki spurður um, hvaða tollakjör við getum fengið hjá Bandaríkjunxun, ef við gerðum víðtækan samning við þau? Þetta er mál sem þarf að athuga, áður en við semj- um við EBE og yrðum e. t. v. einskonar nýlenda Vestur-Þýzkalands. — g. Peningamál og kurteisi Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur nýlega auglýst, að þær lánsumSóknir, sem ekki hafa verið endumýjað- ar fyrir 20. ágúst n. k. teljist ekld lengur til láns- hæfra umsókna. Hvað sem um þessa ákvörðun annars má segja, þá má þó Eggert Þorsteinsson formaður stofnunarinnar eiga það, að hann hefur auglýst þetta vel í blöðum og bent á það í fréttaauka í útvarpinu. Það getur verið mikið í húfi fyrir ýmsa, að láns- umsókn þeirra verði tekin gild, svo að nauðsynlegt er að benda vel á svona róttækar aðgerðir. Aðrir opinberir þjónustumenn, eins og til dæmis fjármálaráðherra, mættu taka Eggert til fyrirmyndar í Jæssum efninn. Það er til dæmis ekki forsvaranlegt, eins og við höfum áður bent á, að ætla að siga lög- taksmönnum með örstuttum fyrirvara á atvinnurek- endur, til þess að þvinga inn skattgreiðslur ársins löngu fyrr en venjulega, án þess að auglýsa það vel og gera grein fyrir nauðsyn þess. Það er heldur engin kurteisi. En Eggert Þorsteinsson hefur vaxið af þessu máli. — g. Hvar spíla þeir í vetur? Miklar breytingar munu vera í vændum meb hljómsveitaskip- an helztu skemmtistaSanna i borginni, og er þeirra beSió meS þó nokkurri eftirvæntingu, því að vinsældir staSanna eru að miklu leyti undir því komn- ar, hvernig hljómsveitin stend- ur sig. I síðasta blaði skýrðum við frá því, að Mjómsveit Jóns Páls og Gunnars Ormslev myndu hafa staðaskipti, Jón Páll fara á Borgina, en Gunnar yfir í Næturklúbbinn. Sömuleiðis er talið alveg full víst — þó við höfum ekki feng- ið það staðfest ennþá — að Sjálfstæðishúsið endurheimti Svavar Gests frá Lido, en þar niðurfrá eru í vændum miklar breytingar á salarkynnum, og fullur hugur forráðamanna húss ins að vinna aftur upp fyrri vinsældir, sem vægast sagt voru farnar að dvína! Pá vaknar sú stóra spurning: hvaða hljómsveit verður í Lido í vetur? Að 'því er afar erfitt að leiða nokkrar getur. Finnur og Hel- ena munu ekki hafa í hyggju að vera í hljómsveit Svavars í vetur. Skyldi Finnur vera að hugsa um að koma upp eigin hljómsveit, og er þá ekki lík- legt, að hún verði í hinum glæstu salarkynnum I.ido? Þar hefur undanfarið verið hin snjalla hljómsveit Björns R. Þjónaverkfalliö leiddi mönnum á skýran hátt fyrir sjónir, hversu nauðsynleg ur þáttur skemmtistaðirnir eru í þjóðlífinu. Við heyrðum að vísu ekki nokkurn mann æðrast yfir því, meðan verkfallið stóð yfir, að staðirnir skyldu vera lokaðir, og vorum jafnvel farn- ir að draga þá ályktun, að það yrði ekki auðvelt fyrir þá að komast í gang aftur. Mannskap- urinn hefði misst áhugann að einhverju leyti. En sú gáfulega ályktun hlaut skjótan dauðdaga samstundis og staðirnir opnuðu aftur, og jafnVel þennan drunga iegasta tíma ársins á þessum stöðum fór svo að menn voru syngjandi sælir og dauðfegnir að vera búnir að fá sinn króss aftur. En sem sagt, enn sem komið er getum við aðeins sagt það. sem við höfum lauslega hej'rt Utan að okkur. Tíminn einn leið ir í ljós, hvernig málin skip- azt svo, þegar til alvörunnar (meðan Svavar var í sumarfríi og hljómleikaför þrjá daga vik- unnar.) Jafn prýðilegri hljóm- sveit og Björn hefur á að skipa getur hann naumast lmgsað sér að spila til langframa á Kefla- víkurflugvelli. Og þá kemur að Hótel Sögu. Hinir glæstu veitingasaiir þess mikla staðar munu að líkindum taka til starfa áður en injög langt um líður, og enda þótt Björn R. sé oftast nefndur í Þv* sambandi, liefur nafn KK borið æ oftar á góma í sainbandi vi® þann stað upp á síðkastið. KK leysti upp sextett sinn um síðustu áramót, og hefur líti® sem ekkert komið fram opinber lega síðan, nema á hljómleikum. Engu að síður myndi honum naumast reynast erfitt að koma sextettinum saman að nýju, hve nær, sem hann hyggði á þa®1 Og um vinsældir KK er ekki að efast. l'INNUR EYDAf. mun vera að hælta í hljómsveit Svavars Gests. Stofnar hann þá eigin hljómsveit, og livar verður hann? Og SVi var það ein skemmtilegásta plata, sem við höfum lengi heyrt, GREEN LEAVES OF SUMMER, sem leikinn er af Kenny Ball og jazzmönnum hans. Hún hefur ekki ennþá heyrzt í útvarpinu okkar, að við vitum bezt. Ekki heldur THUNDER ROAD með Roliert Mitchum. Hvað veldur? Fást þær ekki ennbá í hljóðfæra- verzlununiir'., eða skyldu þær ekki vera í fórum einlivers áhugasams lilustanda, sem vildi lofa öðrum að njóta ánægjunnar ineð sér. Kynningarþáttur ÚH" ars Sveinbjörnssonar er ág®t- ur, — en við vildum gjarnan fá að heyra a. m. k. sumar plöt" urnar svolítið oftar. - Og búvélasalan Hefur ávallt til sölu allar tegundir bíla- og búvéla. BÉLA- OG BXJVÉLASALAN Sími 23136 skemmbisbööu nu m

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.