Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTIÐINDI BréS Srá lesendum: Ófriðlegt í Vestmannaeyjum I Vestmannaeyjum ríkir nú pólitísk kyrrð á yf- Irborðinu eftir að Guðlaugi Gíslasyni tókst að tyfta hið órólega lið sitt til hlýðni og undirgefni. Haldinn hefur ver ið einn bæjarstjómarfimdur, og er ekld búist við meira fundalialdi, sumarlangt fyrir það fyrsta. En þótt kyrrð só á yfir- borðinu, þá eru eldarnir ekki slokknaðir. Sjálfstæðismenn leika skjöldum tveim og taia timg- um tveim, þeir sem ekki hafa fengið sínar fríðindis- dúsur. Ársæll Sveinsson situr enn í friði, og ósýnt hver fastar situr á timburverðsvikamáli hans, Torfi bæjarfógeti eða Sigurgeir verðgæzlumaður og lögregluþjónn, sá er setti 'hina órólegu í pokana 1 Hveragerði forðum og nú er aðal-vonbiðill að yfirlögreglu þjónsstöðunni í Eyjum. Fjárhag skipasmíðastöðv- ar Ársæls ætti að vera borg- ið sumarlangt, þótt engir fiskibátar séu þar til við- gerðar, þar sem búið er að fylla skipabraut hans af sand prömmum og dýpkunartækj- um Vestmaimaeyjahafnar, og svo stendur hafnsögubát- urinn Lóðsinn á skipavagnin- um, sem fór út af brautar- sporinu og hjólin eru undan, og ætti að geta orðið ærið löng og arðbær atvinna að koma bátnum aftur á flot. Eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar hefur bankinn að mestu haldið að sér höndum með lánveitingar til almenn- ings, en Sparisjóður Fram- sóknarmanna er aftur á móti að springa utan af peningum og lánar á báða bóga, ný- fluttur í ný og glæsileg húsakynni við aðalgötu bæj- arins, og er ekki orðin óal- geng sjón að sjá þar hina smærri Oddfellowbræðiur með al lántakenda og viðskipta- manna. Gísli Gíslason, hinn ný- kjörni forseti bæjarstjórnar, fór strax að Ikosningu sinni afstaðinni til Þýzkalands á fund hinna þýzku Gyðinga og undirbýr þar arðvænlega kaupsýslu við Vestmanna- eyjabæ. Guðlaugur Gíslason hefur þannig aftur alla þræðina í höndum sér og hefur nú helzt við hlið sér Sokka-Jóa, þann sem all-frægur varð fyrir nokkrum árum af sokkaverzlun í Eyjum, án þess að vitað væri um inn- flutning þeirra eða kaup af reykvízkum heildsölum, og varð af nokkur rekistefna. Helzti opinber stuðningur við útgerðina í Eyjum hin síðari árin er sá, að Fiski- málasjóður lánaði kaup- manni einum í Eyjum fé, til þess að stækka verzlunar- búð sína undir því yfirskyni að hýsa fiskmatsmenn þá, er við ferskfiskeftirlitið vinna, á háaloftinu og setja þar upp samastað fyrir full- 'trúa fógeta. Ein af aðal-stoðunum, sem rennur undir almenna tekju- öflim verkafólks í Eyjum, er nokkurs konar þrælkunar- vinna barna og unglinga. Böm niður að sex til átta ára aldri eru látin vinna í fiskvinnslustöðvunum lang- an vinnudag, og eldri ungl- ingar eru látnir vinna þar lengur en myrkranna á milli eða frá því snemma á morgn ana og fram eftir nóttu. Og konur með heimili vinna frá hádegi fram á nótt í fiskvinnslustöðvunum. Nálg ast þetta að vera nokkurs konar þrælahald, og hefur verið um það talað, að á- stæða væri til að leita til bamavemdar Sameinuðu þjóðanna, til þess að afstýra bamaþrælkun 1 Vestmanna- eyjum. Bankinn hefur afhent þýð ingarmestu eignaryfirráðin í Eyjum í hendur nokkurra le gáta, og þar er komið á- hrifamesta valdið til þess að kúga menn til hlýðni, en til þess er œtlazt, að f járhags- legri fyrirgreiðslu fylgi at- kvæði viðkomandi fól'ks til framdráttar hinum nýríku. Þrátt fyrir stærstu og full komnustu fiskvinnslustöðvar landsins, þá er það algengt að þeir útgerðarmenn, sem ekki em í náðinni, geti ©kki selt afla sinn í Eyjum og verða að fara með aflann til Þorlákshafnar, Grindavíkur og annarra fjarlægra staða. 3 vikur. — Dvalið í Feneyjum, Florens, Bóm, Sorrento, Nizza. Siglt með skemmtiferðaskipinu Leonardo Da Vinci frá Napolí til Frakklands. Brottför 14. sept- ember. — Fá sæti laus. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Röðull Opið í kvöld. Hljómsveit ÁRNA ELVAR ásamt söngvaramun Berta Möller Borðpantanir í síma 15327. iiBiiBiiiiifliiiiiiiiaiiiiiiiiaiia.iiiiiMB.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininininiiiiniiiinmiimi^niBHiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiif Röðull Hausttízkan /962 KÁPUR, DRAGTIR, HATTAR, HANZKAR OG SLÆÐUR 1 GLÆSILEGU ÚRVALI. BERNHARD LAXDAL KJÖRGARÐI Sjd hér hve... Úrslit síðustu bæjarstjórn arkosninga eru nú að koma fyrir alvöru niður á Þjóð- varnarflokknum. Blað hans, Frjáls þjóð, hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða og skuldir hafa hlað- izt upp í bönkunum og hjá prentsmiðju blaðsins. Rit- stjórinn, Magnús Bjamfreðs son, hefur sagt upp og ber helzt við óreglulegum launa- greiðslum. Talið er að blað- ið leggi upp laupana bráð- Iega, en þó hefur komið tilj mála að stofna um það hluta félag og reyna þannig að halda því gangandi fram yf- ir næstu kosningar. Það færi líka vel á því, að tiu ára afmæli flokksins og blaðsins, værihaldið hátíðlegt næsta vor með allsherjar jarðarför. Það tangur, sem eftir er af upprunalegu fylgi þessa viðrinisflokks, getur þá farið heim til föðurhús- anna og dindlað með rakka- hópi Rússavinanna. „Sjá hér hve illan endi, ótryggð og svikin fá •..“ Hið lögboðna fiskverð fæst svo ekki greitt eins og til- skilið er, heldur er það lseíkk að með ýmsum hætti, útgerð armenn látnir borga akstuT á fiskinum, þótt fiskverðið sé miðað við afhendingu á farartæki við skipshlið, seldur hærra verði heldur en annars staðar þekkist, °S svona mætti lengi telja. Absalon. /------------------------- Hópferðabílar Sérleyfis- og hópferðir Kirkjuteigi 23. Reykjavík. Símar: 32716 - 34307. Bíla- og búvélasalan Hefur ávallt til sölu allar tegundir bfla- og búvéla. BÍLA- OG BÚVÉLASALAN Sírni 23136 Kjörbíllinn í ,\ jm. 3900 ó horni Vifastig* og Btirgþórogoí Mikið úrval af 4, 5 og 6 manna bfluffl| Hringið í síma 23900 og leitið upplýsinga f ' BÍIA BÁTA- OG VERÐBRÉFA- SALAN BERGÞÓRUGÖTU 23 Kjörbíllinn simi 23900

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.