Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.08.1962, Side 2

Ný vikutíðindi - 31.08.1962, Side 2
2 NY VIKUTIÐINDI I NY VIKUTIÐINDI j koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, Auglýsimgastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Frentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, HÍTni 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. HÆKKUÐ FARMG3ÖLD EIMSKEPS Eimskipafélag íslands hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Reksturinn hefur gengið skrykkjótt, samkeppni mikil og farmgjöldum hefur verið lialdið niðri. Nú hefur hinn nýi forstjóri þess ráðið til félagsins blaðafulltrúa, sem er auðvitað sjálfsagt fyrir svo viða- mikið fyrirtæki. Og til þess að hafa blöðin fremur með sér en móti, hefur félagið boðið ýmsiun blaðamönnum í fría siglingu nú í sumar. Svo kemur bomban. Farmgjöld eru hækkuð iim 35— 40 prósent! Þetta er spor í rétta átt! segir forstjór- inn. Það ætlast auðvitað enginn til þess að farmgjöld með íslenzkum skipum séu lægri en gerist með öðrum skipum. Við vitum, að það liafa verið alltof lág farm- gjöld á stykkjavöru og sekkjavöru. En livaða afleið- ingar hefur þetta? Því er lýst yfir, að vísitalan hækki um 0,6% við þessa farmgjaldahækkun. En það eru fleiri en vísi- töluvörurnar, sem hækka af þessum sökum. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar urn, hvað t. d- timbur og steypujám hækkar, og hvaða álirif þetta hefur á bygg- ingakostnaðinn. Eimskipafélagið er eitt af elztu og virðulegustu fyr- írtækjum okkar lands, sem öll þjóðin hefur verið stolt af frá byrjun. Við vonum að stjórn þess bregðist ekki vonum landsmanna nú fremur en áður. En eitt er víst. Forráðamenn hennar mega vita það, að þeim er vandi á höndum, og að ekki nægir það eitt að fá blaðafidltrúa, til þess að þeir verði óháðir lieilbrigðri gagnrýni. — g. „ VEI YÐURf HRÆSNARAR " Verður ekki mörgum kommúnistanum það á að spyrja: „Hvers vegna eru menn að flýja úr „alþýðu- Iýðveldunum“ austan járntjalds yfir í „auðvaldsríkin“ ? Og ef til vill furðar sá hinn sami sig á því, að reistur skuli vera mannheldur múr milli Austur-Berlínar og Vestur-Berlínar, og það af austanmönnum! Flóttinn frá austri til vesturs er staðreynd, sem ekki þýðir að véfengja. Múrinn um Berlín þvera hefði annars ekki verið reistur. Og það sannar, hvemig líðan manna þar eystra er, að þeir yfirgefa fasta atvinnu, eignir og heimili til þess að flýja allslausir yfir í annað land, þar sem þeir hafa enga ömgga vissu um atvinnu eða dvalarstað. Svo eru til menn í Vesturlöndum, sem eiga ekki nógu sterk lýsingarorð yfir dásemd kommúnismans og stjómarfarinu í einræðisríkjum hans! Er þetta hægt? Myndi nokkur sannur íslendingur óska þess í raun og vem, að við yrðum nýlenda Rússa og kæmumst í spor Austur-Þjóðverja? Og vita menn það ekki, að með því að kjósa kommúnista (Alþýðubandalagið eða hvað þeir kalla sig í það og það skiptið) eru þeir að koma fulltrúum Rússa í valdastóla íslands? En það vantar ekki, að þeir þykist vera að vinna að hagsmunum alþýðunnar og efla sjálfstæði Islands, þess ir grímuklæddu landráðamenn. — g. Með vaxandi kynnum okk- ar Islendinga af menningu og háttum annara þjóða hef- ur skilningur okkar og mat á margvíslegum listgreimun aukizt og þroskazt, og hjá okkur skapazt víðsýni til að meta og njóta ánægju þeirr- ar, er listfengur flutningur veitir áhorfandanum, enda þótt eðli listarinnar sé sprott ið úr jarðvegi frábmgðnum þeim, er við þekkjum bezt. Hingaðkoma og skemmt- un spánska listafólksins, sem undanfarið hefur laðað Reyk víkinga til sín í þúsunda- tali, er einn hinn merkasti viðburður af slíku tagi, sem hér hefur lengi gerzt. Svo frábmgðinn sem spánski skaphitinn er eðli hins norræna kynstofns get- ur ekki lijá því farið, að liríf andi túlkun þessara suðrænu farfugla heilli jnann á svip- aðan hátt og glaðvært fugla kvak í lofti, er maður ligg- ur í einveru undir heiðum himni á sumarmorgni og hef ur engar áhyggjur í só'.skin- inu. Þannig var okkur innan- brjósts, er við sátum í Þjóð- leikhúsinu og horfðum á José Greco og dansfiokk hans. Það var óblandin unun og ánægja, — ógleymanleg kvöldstund.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.