Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.08.1962, Síða 3

Ný vikutíðindi - 31.08.1962, Síða 3
Ní VIKUTlÐINÐI s Moskvastœrð stœkkuð? d£cÆxJiðu/i fcuuscmaóu/t PISTILL DAGSINS Undanfarin sumur hefur farið fram merkileg rann- sókn á fiskistofnum hér við land að tilhlutan 7 þjóða: Engleiulinga, Kanadamanna, Norðmanna, Rússa, Skota, hjóðverja og íslendinga. Liður í þessari rannsókn er athugun á því, hvaða möskvastærð er heppilegust fyrir íbotnvörpu og dragnót, þannig að nýting á þorski, ýsu og karfa verði sem hag- kvæmust, þegar til lengdar lætur. Hefur sú rannsókn einkum farið fram nú í sum- ar fyrir norðan land. Það eru þeir fisikifræðing- arnir Jón Jónsson, Aðal- steinn Sigurðsson og Gunnar Jónsson, sem haft hafa veg og vanda af þessum rann- sóknum af Islands hálfu, og hefur ríkisstjórnin látið þeim varðbátinn Maríu Júlíu í té í þessu skyni- Núverandi möskvastærð mun vera 120 mm á Norður- Atlanzhafi. Þótt engar nið- urstöður séu ennþá fengnar af rannsóknum þessum mun það talið líklegt, að möskva- stærðin verði stækkuð eitt- hvað, en um það mun AI- þjóðaráðið fjalla á sínum tíma. VANHUGSAÐ ÆVINTÝRI Eitt af ævintýrum viðreisnarinnar eru kaupin á 1000 tonna togurunum, en meðal þeirra er togarinn Sigurður frægastur, enda er hann sá eini, sem liefur legið mestan hluta skammrar ævi sinnar ónot- aður við bryggju. Eftir togaraverkfallið hefur hann aftur á móti verið notaður til síldarflutninga- Það getur aldrei orðið lengi, og hagnað- urinn af því tæplega til að grynnka mikið á gífurlegum skuldum, sem hvíla á tog- aranum. Þær eru nú sagðar nema um 50—60 milljónum króna. Þegar togarinn var keyptur fékk eig- andi hans, Einar Sigurðsson, ríkisábyrgð fyrir langmestum hluta kaupverðsins. Togarinn átti að moka upp á karfamið- unum við Nýfundnaland, veita at\7innu og góðan hagnað. Einkum áttu Flateyringar að njóta góðs af. En allar áætlanir hafa BÁTAR EÐA TOGARAR Það hefur orðið þróunin í útgerð tog- ara okkar Islendinga, að beztu sjómenn- irnir vilja helzt ekki á þá koma. Þeir vilja vera á bátunum- Ef togarinn Sigurður hefði verið látinn leggja upp á Flateyri, hefði það ólijákvæmilega haft þær afleið- ingar, að bátar þeir, sem þar leggja nú upp, hefðu orðið að flytja sig eitthvað annað. Mannskapurinn og frystihúsið á Flateyri hefði ekki getað annað þeim tog- urum. En togarinn einn liefði heldur ekki alltaf nægt. Afleiðingin hefði orðið minnk- andi atvinna og fallandi á Flateyri. Þar með voru tvær meginforsendur kaupanna og útgerðarinnar á togaranum Sigurði, þessu fjörutíu milljóna króna skipi, orðnar að engu. En þrátt fyrir reynsluna var skipið keypt, og nú safnast á það skuldir, sem eigandmn ræður ekki við. Kvenskór Seljum í dag og næstu daga, meðan birgðir endast, sléttbotnaða kvenskó með gúmmísóla fyrir aðeins 198.00 SKÓBUÐ AUSTURBÆJAR Uaugavegi 100 Vinningar í happdrætti Krabbameinsf élagsins: ÞRJU skattfrjáls FARARTÆKI, TVÖ HJÓLHÝSI OG LAND-ROVER -¥■ D R E G I Ð 3 1. Á G U S T STYRKIÐ GOTT MÁLEFNI KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG ¥■ krabbameinsfélag REYKJAVÍKUR brugðizt. Það, sem gerir svo þessar áætl- anir þeim mun furðulegri, er að reynslan gaf tilefni til að ætla að þær myndu aldrei standast. ÞURRAUSIN MH) Karfamiðin, sem fundizt hafa á undan- fömum árum, hafa gefið mikla veiði, — en aðeins í skamman tíma. Þegar Sigurð- ur var keyptur, vom karfamiðin við Ný- fundnaland nærri þurrausin. Það vissu all- ir, sem fylgdust eitthvað með. Ur öðmm miðum var ekki að hafa svo mikið, að út- gerðin gæti borgað sig. Það var þó aðal- atriði málsins. Annað atriði sem átti að skipta miklu máli útgerð togarans var atvinnuöflun fyrir Flateyringa. TOGARAIJTGERÐ Á FLATEYRI Þar brást útgerðin einnig, enda ekkert upp að hafa. En gömul reynsla hefði líka átt að sýna Einari Sigurðssyni, að togara útgerð og löndun á Flateyri borgaði sig ekki til lengdar. Hann hafði sjálfur tekið þátt í togaraútgerð þar fyrir vestan og átti að vita hvaða afleiðingar það hafði. Tveir togarar voru á sínum tíma gerðir út frá Flateyri, gamlir kolatogarar, Guð- mundur Júní og Gyllir. Eftir þvi sem á útgerð þeirra leið kom í Ijós, að erfitt var að fá menn til að vinna á þeim- Eng- inn vildi vinna á þesskonar döllum. Þess vegna yfirgáfu beztu sjómennimir plássið og gerðust bátasjómenn við Faxaflóa eða annars staðar. Þegar svo loksins var gefizt upp á tog- araútgerðinni, var ekkert um útgerð stórra báta frá Flateyri, með þeim afleið- ingum, að frystihúsið hafði alltof litið að gera fyrst eftir að togaraútgerðinni var hætt. Síðan hafa komið þangað litlir bátar, sem afla fyrir frystihúsiðw En það vant- ar sjómenn í plássið. Þeir eru annaðhvort of ungir eða of gamlir, sem eftir eru. Þeir beztu flúðu togaraútgerðina. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ „SIGURГ? Enginn veit ennþá hvað gert verður við þetta fræga skip. Kaupandi finnst enginn. Ríkissjóður á sína ábyrgð tryggða í skip- inu- Hún kemur fyrir ekkert, ef ómögu- legt er að selja skipið, hvað þá leigja það til útgerðar. Að nafninu til á Einar Sig- urðsson skipið, en ríkissjóður á það orðið sennilega, ásamt Reykjavíkurhöfn, — vegna skulda á hafnargjöldum. Kannske geta væntanlegir togarastyrkir, sem senni- lega verða teknir upp á nýjan leik, eitt- hvað hjálpað til, ef þá reynist mögulegt að halda skipinu úti með þeirrra tilkomu. Það er þó hæpið. Það eðlilegasta virðist, að skipið sé gert upp þegar f stað, eftir að síldarflutningum er lokið, en það er erfitt eins og frágreind ar ástæður sýna. UTLÁNATREGÐA Eins og öllum er nú kunnugt, kom fyrsti opinberi boðskapurinn um útlána- takmarkanir bankanna, vegna aukinnar kaupgetu almennings, fram í ritstjómar- grein Fjármálatíðinda eftir Jóhannes Nor- dal, bankastjóra. Þar var þó ekki tekið fram, að takmörkunin væri komin til fram kvæmda, heldur að hún væri ein af tveim aðalleiðum sem til greina kæmu, til að draga úr neyzlu almennings. Það er svo tilefni til umhugsunar, hvers vegna svona er tekið til orða af bankastjóranum, sem vissi að takmark- anir bankanna vom gengnar í gildi, þegar hann ritaði þetta. 1 sjálfu sér em þessar ráðstafanir ef- laust óhjákvæmilegar, en það hefði átt að vera óþarfi fyrir bankastjórann að fara í kringum sannleikann með orðalagi sínu. Þetta og annað bendir til þess, að taka verði með varúð orð hans og annarra ráðamanna í stofnunmn viðreisnarinnar. Því engum dettur annað í hug en Jóhann- es Nordal hafi borið grein sína og yfir- lýsingu undir ríkisstjórnina áður en hún var sett til prentunar.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.