Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.10.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 05.10.1962, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTIÐINDI Vídtœk verkefni bída... SEGIK ÞÖRÐUR BENEDIKTSSON, FRKVSTJ. SÍBS, I VIÐTALI VIÐ BLAÐIÐ. I tilefni þess, að Berkla- varnadagurinn er á sunnu- daginn kemur, átti blaðið samtal við Þórð Benedikts- son, framkvæmdastjóra Sam bánds fsí. Berklasjúklinga. — Berklavarnardagurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, sagði Þórður. Þetta er sá 24. í röðinni, og verður að venju efnt til sölu merkja og blaðsins „Reykja- lundar“. Þessi 24 ár höfum við gefið út blað á Berkla- vamardaginn; , ,Berklavörn“ kom út á árunum 1934—46, en þá hóf „Reykjalundur" göngu sína og hefur komið út á hverju ári síðan. Þrátt fyrir hækkandi verðlag verð ur engin breyting á verði merkja og iblaða, og eins og áður eru merkin númeruð og eru vinningar fimmtán tals- ins, ferðaviðtæki að verð- mæti kr. 2—5000 oo. Ennfremur sagði Þórður, að SlBS myndi annast f jöl- breytta útvarpsdagskrá á föstudagskvöldið. — Eg geri ráð fyrir því, að sölufólk okkar sé tíðum spurt að því, hvort nauðsyn- legt sé, að sambandið haldi áfram slíkum fjársöfnunum í áratugi; hvort verkefnið sé ekki brátt af hendi leyst? Og því er óhætt að svara, að sú hafi verið tíðin, að við þóttumst sjá út yfir það verksvið, sem við í uppChafi settum okkur að annast, en það var missýning ein. Svið- ið er í rauninni miklu víð- ara, og nú sjáum við alls ekki út fyrir takmörk þess. Kröfurnar, sem til okkar eru gerðar, vaxa með ári hverju- — Og næstu verkefnin? — Það er aðallega stór- kostleg aukning í starfi ör- yrkjavinnustofanna í Múlar lundi. Þátttaka okkar í stofn mi og rekstri vinnustofu ut- an Reykjavíkur. Stofnun og rekstur hæfni- og starfspróf unarstöðvar í Reykjalundi og byggingar þar að lútandi. Byggingar mikillar vöru- skemrnu að Reykjalundi og brottnám gömlu herskál- anna. Aukin þjónusta við þá félaga okkar og meðborgara, sem höllum fæti standa í erf iðri lífsbaráttu. Þetta verð- ur að framkvæmast þegar í stað og fleira bíður á næsta leiti. Allt þetta kostar mikið fé, svo mikið, að þess verð- ur vart aflað á annan hátt en með einbeittum samihug og samstarfi allrar þjóðarinn ar, með SlBS-fólkið í landinu í faraibroddi. — Eg vil biðja blað ykk- ar, sagði Þórður að lokum, fyrir innilegustu þakkir tii allra okkar samstarfsmanna og stuðningsmanna fyrir vel unnin og fómfús störf í þág11 berldavamanna. Við höfum vissulega unnið stórvirki með ánægjulegu stamstarfi °S samhug, og haldist það eins og verið hefur og aukizt enn, verður þess ekki langt að bíða, að okkar stóra tak- mark náist. Og að því skulum við Öll stuðia með drengilegum °S ríkulegmn stuðningi við SlBS á sunnudaginn kemur- Klúbburinn býöur ySur gófian mat og þjónustu. Vinsæla dansmúsík í þægilegum og smekklegum vistar- verum. Klúbburinn skapar yóur þá stemn- ingu sem þér óskiö. Klúbburinn mælir meó sér sjálfur. Klúbburinn Lækjarteig 2, Vítur - (Framh. af bls. 1) bjöm Guðmundsson til að finna þessum orðum stað. Forystumenn skákmála verða ekki sakaðir um, þótt þessar kempur skipi ekki ali- ir topp íslenzkra úrvalsskák- manna- En Skáksambandið hefur í fleiri hom að líta. Eftir því sem úr færri góð- um mönnum er að velja, ber að sýna meiri alúð og vand- virkni við valið og allan und- irbúning. En er stjórn Skák- samlbandsins starfi sínu vax- in að þessu leyti? Þetta er spurning sem ýmsir hafa velt fyrir sér undanfarið, en ekki viljað gera hávaða út af, nema sterk rök lægju fyr ir. En nú hefur soðið upp úr og ádeilurnar ekki borizt frá neinum óánægðum utangarðs mönnum, eins og oft á sér stað undir svipuðum kring- umstæðum, heldur frá kepp- endum — sjálfum Olympíu- fömnurn, sem nú eru komn- ir út í baráttuna! Sá einstæði atburður hef- ur sem sé gerzt, að málgagn skákmanna, tímaritið SKÁK, (ritstjóri: Arinbjöm Guð- mundsson, ritnefnd: Friðrik Ólafsson og Guðm. G. Þórar- insson) hefur birt alvarlega ádeilu á forystumenn ísi. skákmála. I síðasta tölublaði gefur að líta eftirfarandi yf- irlýsingu: Vítur á stióm Skák- sambands Islands. Við undirritaðir lýsum stjórn Skáksambands Islands seka um fádæma kæruteysi varðandi þá Olympíuför, sem nú stendur fyrir dyrum. Flestir rnunu á einu máli um það, að eigi ár- angur að nást í svo harðri keppni sem Olympíumót er, þurfi keppendur haldgóða þjálf un og góðan undirbúning. Það er siður í hverri iþróttagrein annarri en skák að fá olympíu- förum sérstakan þjálfara og halda síðan uppi skipulögðum æfingum. — Við teljum það vítavert að velja lið til farar- innar með aðeins mánaðar fyr- irvara og skipuleggja engar æf- ingar til undirbúnings keppn- inni. Það getur ekki talizt ávinn- ingur fyrir skákhreyfinguna í landinu að senda lið, sem hefur ekki nægan undirhúning til að geta staðið sig vel. Einsætt er, hverjar afleiðingar slíkt hlýtur að hafa. Það eru eindregin til- mæli okkar til stjórnar Skák- I sambands lslands að slíkt at- hæfi sem þetta endurtaki sig Reykjavik, 11. sept. 1962. Arinbjörn Guðmundsson, Jón Pálsson, Björn Þorsteinsson, Jónas Þorvaldsson, Jón Krist- insson. Af augljósum ástæðum er að- staða mín í þessu máli önnur en hinna keppendanna og bitna því framanskráðar vanrækslu- syndir Skáksambandsins þvi siður á mér en þeim. Eigi að síður er mér Ijóst, að þau sjón- armið, sem hafa verið ríkjandi í sainhandi við val og undir- búning Olympíuskáksveita eru algerlega óviðunandi, og í trausti þess, að stjórn Skáksam- handsins sjái sóma sinn í að koma málum þessum í betra horf, skrifa ég nafn mitt hér undir. Friðrik Ólafsson. Það er mjög sjaldgæft, að svona röggsamleg gagnrýni og skorinorð gagnrýni komi fram á forystumenn íþrótta- félaga, ekki sízt frá keppend unum sjálfum, sem stjórnin hefur ilýst velþóknun sinni á! En keppendurnir sjálfir hljóta manna bezt að finna, hvar skórinn kreppir, og sízt verða þeir sakaðir um heift þeirra, sem settir eru hjá- Hvemig hafa nú íslenzku keppendurnir staðið sig eftir þennan slæma undirbúning, sem þeir kvarta sjálfir yfir? Furðuvel má segja, þegar á heildina er litið. Sérstaklega hafa þeir Friðrik og Arin- björn aukið hróður sinn, og einkanlega verður mönnum á að spyrja: Hversu langt gæti Arinbjörn ekki komizt, ef hann legði meiri rækt við skákíþróttina ? (Arinbjörn er einmitt einn af þeim, sem hafa fráfælzt hérlend skák- mót vegna hins hvimleiða s i m i 3 5 3 5 5. - -* OG ÞÁ DRÖGUM VIÐ UM VOLKSWAOEN-FÓllCSBiFREIÐ ÁRGERÐ 1963 AÐEINS ÚTGEFIN 5000 NÚMER. Látiðekki HÁB úrhendi sleppa. Monrad-kerfis, sem Skáksaiö bandið hefur notað í óhófi til að stytta skákmótin og spara sér ómak!) Hafi einhver brugðizt von- um manna, eftir þvi sem efnl standa til, ber helzt að nefna Jón Pálsson, hinn unga °S efnilega skákmann, en sef' ingaleysi hlýtur að hrjá hann mjög. Næstliðin ár hef ur hann ekki unnið sér til utanferðar og því naunaast verið í æfingu né keppniS' skapi til að takast á hendur svo erfiða baráttu sem þátt' taka 1 Olympíuskákmóti Enda mun hann hafa veri sleginn nokkrum doða frá ar inu 1956, er hann vann ser óyggjandi réttindi til OlyiuP' íufarar, án þess að hljóta náð fyrir augum Skáksaö1' bandsstjórnarinnar. Nú iuuO hafa átt að bæta honum Þa^ upp, en áhöld eru um, hvort síðari villan sé ekki verri en sú fyrri. Skáksamband Islands, °S þá sérstaklega forseti þesSf Ásgeir Þór Ásgeirsson, hgg' ur hér undir þungri sök. AS' geir verður naumast sakað- ur um hlédrægni, þar seiu hann vill beita sér, eða greindarskort, en vit hans a skák og skákmálum msett1 gjaman vera örlítið merra' Hann hefur reyndar gert sit hvað gott sem forseti Skák' sambandsins, en forystU' menn þurfa helzt að gnseta örlítið yfir meðalmennskuna' Sterkustu rökin fyrir getu' leysi þeirra eru framaU' greindar vítur 01ympíufa1’' anna. Okkur Islendinguh1 gengur oft illa að velja rétta menn í réttar stöður. Hve' nær á fúskið og hæfheika leysið að víkja fyrir atorkU og hæfni? Skákmaður.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.