Ný vikutíðindi - 26.10.1962, Side 2
2
NT VIKUTIÐINDI
/ ' .. " : N
NY VIKUTIÐINDI
koma út á föstudögum og kosta 5 kr.
Otgefandi: Geir Gunnarsson.
Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson.
Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð.
Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2,
simar 19150 og 14856.
Stórholtsprent h. f.
Eitrað tízku-
fyrirbrigði
Undanfarið hefur um fátt verið meira rætt og rit-
að undafarið en ofneyzlu nautnalyfja, sem farið hafa
vaxandi meðal fólks á öllum aldri. Þarf ekki að fara
í grafgötur með, hver hætta er hér á ferðum, og ber
að fagna því, að hið opinbera hefur loks látið til skar-
ar skríða að kveða ófögnuð þennan niður, og ber að
vænta þess, að það heppnist á þessu stigi málsins, eða
áður en í ógöngur er komið.
Lyf þau, sem aðallega hefur verið neytt, eru oft
byrjunarstigið af eiturlyfjaneyzlu, og leiða smám
saman til fíkni í sterkari, lyf, ef menn venjast á
þetta á annað borð. Eins og bent hefur verið á hér
í blaðinu hefur um alllangt skeið verið harla auðvelt
að komast yfir talsvert magn af lyfjum þessum !með
lítilli fyrirhöfn, og eiga læknar landsins, sumir hverj-
ir, ekki hvað minnsta sök á, er þeir gefa út lyfseðla
fyrir lyfjum þessum algjörlega út í bláinn, án tillits
til, hvort viðkomandi manneskja hefur af völdum
sjúkdóma nokkra þörf fyrir lyfin.
Starf hins opinbera í þá átt að kveða niður far-
aldur þennan, sem virðist vera einskonar tízkusjúk-
dómur hjá þjóðinni, hættulegur ef ekki verður lækn-
aður í tíma, hefur aðallega beinzt að því að hafa eft-
irlit með þeim, sem grunaðir voru um neyzlu þeirra
og jafnvel dreifingu, taka af þeim, sem fundust með
þetta, og þar við látið sitja.
. Hefði þó sannarlega verið nær að byrja á byrjun-
inni og herða á eftirliti með því að taka með öllu fyrir
lyfseðlaskriftir lækna á lyfjum þessum, nema brýn-
ustu nauðsyn bæri til.
Nauðsyn deyflyfja skal þó ekki dregin í efa, þeg-
ar svo á við, en notkun örvandi lyf ja virðist harla
hæpin, ekki sízt ef þeim er útlilutað í hugsunarleysi
til fólks. Þetta er sök læknanna fyrst og fremst, og
ætti tafarlaust að koma í veg fyrir áframhald slíks.
Sá stóri hópur, sem sannanlega neytir örvandi lyf ja
til þess eins að flýja veruleikanj^og leita óminnisins
í stað þess að sigrast á erfiðleikunum með sálarþreki
og kjarki, er slík meinsemd og liætta í þjóðfélaginu,
að erfitt er að gera sér fyllilega grein fyrir. Engin
ráð eru of kostnaðarsöm, ef takast mætti að kveða
ófögnuðinn niður. Og í málum eins og þessum duga
engm vettlingatök. — b.
hljómplöturabb
*
VEGIR LIGGJA
TIL ALLRA ÁTTA
Það er nánast ótrúlegt, hvað
lagið hans Sigfúsar fór gjörsam
lega fyrir ofan garð og neðan
hjá manni í kvikmyndinni 79
af stöðinni. Það er leikið í upp-
hafi myndarinnar, hverfur nán-
ast í kynningu, skvaldri og at-
burðum, og eftirá man maður
naumast eftir að hafa heyrt það.
Þó er hér um að ræða afburða
skemmtiiegt lag, sem unnið er
af auðheyrilegri nostursemi, en
nýtur sín sem sagt ekki fýrr
en maður lieyrir það í róleg-
heitum af plötu.
Nú fyrir skemmstu kom plat-
an á markaðinn i útgáfu Hljóð-
færaverzlunar Sigríðar Helga-
dóttur. Eg geri ráð fyrir, að
þetta sé s'ama upptakan og not-
uð var í myndinni. Henni fylgja
engar upplýsingar aðrar en
þær, að Elly Vilhjálms syngur,
textinn er eftir Indriða G. Þor-
steinsson, og við fáum ekki bet-
ur heyrt en það sé Ólafur Gauk
ur, sem meginþáttinn á í vel-
lukkaðri músík með gítarleik
sínum. Útsetningin er snjöil,
enda unnin af Jóni Sigurðssyni.
Um söng Elly er það að segja,
að hún hefur oft verið mýkri
en þarna, stundum finnst manni
hún sleppa laglínunni eins og
höstuglega, og það er ekki fall-
egt. Hún er miklu blíðari, þeg-
ar hún syngur um litla fluglinn
hinum megin á plötunni, en það
lag hrífur mann engan veginn
eins og Vegirnir, sem liggja til
allra átta.
*
RAGNAR A
TOPPPLÖTU
Það var víst einhvern tíma í
útvarpsiþáttunum vinsælu, sem
Svavar Gests fór að rifja upp
gömul, næstum gleymd dægur-
lög, og blés svo rækilega í gaml-
ar glæður, að síðan hefur hvert
gamla lagið á fætur öðru komið
með þeim félögum og verið fagn
að innilega eins og hæfir göml-
um kunningsskáp. Skemmst er
að mínnast sjómannvalsins
SHIP OHOJ, sem Ragnar söng
með hljómsveft Svavars inn á
plötu fyrir skemmstu og hlaut
feiknvinsældir. Nú er kominn á
markaðinn ný plata með Ragn-
ari, á vegum Isl. Tóna. öðrum
megin er gamli sjómannavals-
inn hans Ása í Bæ, er byrjar
svo: Við brimsorfna kletta bár-
urnar skvetta hvítfextum öldum,
húmdökkum kvöldum sjómann-
inn laða og seiða.
Þetta er eainhver mergjaðasti
sjómannasöngur, sem við eigum,
og fyrst og fremst að þakka
snilld Ása í Bæ, sem öllum bet-
ur kann að lýsa æfintýrum sjó-
mennskunnar í ljóði og tónum.
Og það er ekki aðeins liressileg-
ur söngur Ragnars, sem gerir
plötuna skemmtilega, heldur má
alls ekki gleyma Reyni Jónas-
syni með harmónikuna sína. Án
harmónikunnar er sjómanna-
söngur líkt og áralaus bátur,
en það er heldur ekki sama,
hvernig á hana er leikið. Reyn-
ir kann tökin á hlutunum.
Hinum megin á plötunni er
svo gamli slagarinn Heyr mitt
ljúfasta lag, unninn af stórkost-
legri prýði, og má þar kenna
handbragð útsetjarans Magnús-
ar Ingimarssonar. Ragnar syng-
ur með hljómsveit Svavars, og
kvennakór, sem fellur skínandi
vel inn í og gerir sitt til að ná
ánægjulegum áhrifum.
Þessari plötu spáum við mikl-
um vinsældum. Bæði lögin eru
topplög, hvort á sinn hátt, og
þeim er skilað af hreinni snilld.
svo að naumast verður á betra
kosið.
VINSÆLUSTU LÖGIN
I BANDARÍKJUNUM
Tíu vinsælustu lögin í Banda-
ríkjunum þessa dagana eru:
1. Monster Mash
(Bobby Pickett)
2. Sherry (Four Seasons)
3. Ramblin’ Rose
(Nat King Cole)
4. Do You Love Me
(Contours)
5. Green Onions (Booker T.)
6. He’s Rebel (Chrystals)
7. Patshes (Dickey Lee)
8. Alley Cat (Bent Fabric)
9. Only Love Can Break
a Heart (Gene Pitney)
10. Let’s Dance (Chris Montez)
Fæst af þessum lögum hafa
heyrzt nokkuð að ráði hér enn-
þá, eitthvað að vísu í Vallarút-
varpinu, að undanskilinni Rós'
inni hans Nat King Cole, seni
um óratíma hefur verið eitt af
topplögunum og er jafnvel korn-
ið á Ríkisútvarpið. Topplaff*^
hefur verið að mjaka sér na?r
toppinum seinustu viikurnar, og
Sherry hefur verið í efsta sæú
um nökkurt skeið.
Chubby Checker á ekki netna
tvö lög af 100 vinsælustu, °£
er Popeye í 14. sæti, en Limb°
Rock í 26., og á uppleið.
Elvis á þrjú lög á listanunn
King of the Whole Wide Worl
er í 40. sæti, Return to Sender
í 60. (á mjög hraðri uppleið)
She’s Not You aftarlega, enda
búin að gera það gott.
Bobby Darin er að „slá *
gegn“ með Babyface, sem kunn-
ara er hér sem „Sveitaball“, en
platan er á harðri leið upp a
við, núna i 38. sæti. Bobby á
annað lagið á listanum, If 3
Man Answers, í 28. sæti.
á skennnnbisböÖunLjnn
ÓLAFUR GAUKUR
í KLUBBNUM
Haukur Morthens endurskipu-
lagfti hljómsveit sína fyrir
nokkru, á þaiui hátt aS fá til
sín liinn kunna gítarleikara Ól-
af Gauk, og hefur lionum bælzt
þar snjall liSsmaóur, svo að
naumast var völ á bctri. Ótafur
Gaukur er ekki aSeins snjall
gitarleikari, heldur og er haiui
í röö fremstu lítsetjara okkar,
auk þess sem hann hefur sam-
ÍS snjalla texta viS vinsæl dæg-
urlög a8 ekki sé minnzt á dæg-
urlagasmíSi.
Við skruppum í Klúbbinn uin
helgina, til að sjá og heyra.
Það er í raun og veru ótrúlegt,
hversu margir komast fyrir á
þessum stað á föstudags- og
laugardagskvöldum, en engum
er láamdi, þótt fast sé sótt að
komast inn, því þarria er sann-
arlega glatt á hjalla. Það er líka
ekki ónýtt að geta boöið gest-
um upp á aðra eins músík og
Klúbburinn gerir. NEO-tríóið og
Margit Calva niðri í Italska
salnum og svo Haukur Morthens
með sína skemmtilegu hljóm-
sveit uppi, en að öllum öðrum
ólöstuðum er óhætt að fullyrða>
að þarna séu tvær af skemnih
legustu danshljómsveitunum 1
bænum.
Haukur sagöi okkur í hléi,
um .þessar mundir .væn -a
koma ng plata me8 honum a
markaöinn, meS lögunum Viim'
IcveSja og Blátt lítiS blóm eUl
er; þegar þessar línur eru 1 ^
aftar, erum viS ekki búnir uð
heyra plötuna, svo aS gagnrýn
in verSur aS bíSa næsta blaSs.-