Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 6
6 Ní VIKDTÍÐINDI r .....n eftir Jónas Guðmunds- son stýrimann. Þetta er sjómannabókin ársins. Vilhjálmur Stefánsson segir af Iandkönnuðum allra alda í bókinni Hetjuleiðir og landa- fundir. Er eftir Ib H. Cavling mest lesna rithöfund Norðurlanda. 200 síður af æsispenn- andi Iestrarefni. »■ * Framhnldssae'o oftir CHAKJLES WILLIAMS: * Mér varð aftur hugsað til Suzy og gerði mér í hug- arlund, að hún lægi dauð heima í íbúð sinni. Það hefði verið auðvelt fyrir górilluna að vinna á henni. Það þurfti ekki annað en ganga upp að dyrunum Jajá henni og berja. Hún myndi opna í þeirri trú, að það væri ég á ferðinni. En kannske hefði ekkert komið fyrir hana. Það gátu legið ótal ástæður til þess, að hún skyldi ekki svara í símann. Eg reyndi að grafa upp einhverja, en ég varð að gefast upp. Hitt var svo annað mál, að það stoðaðj ekkert að vera að kvelja sig á svona heilabrotum. Það var leng- ur vegur enn eftir að fimmtu hafnarbryggju, og það yrði enginn hægðarleikur að komast alla leið, ef lög- reglan gengi í leitina með oddi og egg. Eg lá kyrr og hvíldi mig þangað til klukkan var fimm mínútur yfir hálffjögur, en þá reisti ég mig upp og hélt áfram leiðar minnar. Eg var að niðurlotum kominn af þreytu. Tvisvar sinnum á leiðinni til járbrautarstöðvarinnar hafði ég næstum náðst, og ég náði rétt með naumindum að forða mér. í annað skipti beygði bíll með leitarljós inn í götuna að baki mér, og með naumindum komst ég á bak við stafla áður en geislinn náði mér. Þegar klukkan var tíu mínútur yfir fjögur, stóð ég á milli tveggja raða af flutningavögnum. og skammt undan heyrðist bægsalangurinn i skiptívagni. Þegar ég beygði mig og gægðist á millivagnhjólanna, var fimmta hafnarbryggjan hinum megin vagnanna. Eg sá ljósglampann fyrir framan hliðið, og í litlu skýli sat vaktmaðurinn og las í blaði. Það var ógjörningur að komast út á bryggjuna án þess að hafa tal af honum. Eg var að laumast út á götuna. þegar ég sá lögreglubíl nálgast. Hann nam staðar hjá skýlinu og lögregiuþiónarnir töluðu við varð manninn. Mér var ljóst. að þeir voru að segja frá mér á öllum hafnarbryggjunum, en númer sex hlupu þeir yfir, bar sem sú bryggja var ekki í notkun. Það var mvegis möguleiki fyrir því, að það væri ekki nm miv að ræða. en ég rnátti ekki eiga neitt á hæt.tu Ef gæfi mig á tal við va.ktmanninn. og hann hefði fengið lýsingu á mér, þá myndi ég aldrei komast hálfa leið út að Marilyn, áður en hlekkimir væru komnir á mig. Hvað átti ég að gera núna? Eg tók á mig stóran krók til þess að eiga ekki á hættu, að vaktmaðurinn sæi mig, og loks var ég kom- inn að sjöttu hafnarbryggju. Sú fimmta var á að gizka tvö hundruð fet á lengd með tvær viðbætur á bryggjusporðinum. svo að hún var einna líkust gríðar- stóru T-i í laginu. Við hana voru bundnir tíu-tólf bátar. Við sjöttu hafnarbryggjuna lá kranaprammi, og í daufri birtunni sá ég pramma við hliðina á honum. Eg fór þangað og hoppaði niður á þilfar kranapramm- ans. Til frekara öryggis fór ég eins hljóðlega og mér var framast unnt, en það var ekki nokkur maður um borð. Eg dró léttbátinn að, og komst að raun um, að það var ár í honum. Eg stökk út í hann, leysti frá og damlaði yfir að fimmtu bryggju. Það gekk fljótt, því að ég hafði strauminn með. Þegar ég nálgaðist hafnarbryggjuna, hvessti ég aug- un út í rökkrið til að reyna að finna bátinn, og heppn- in var mér hliðholl. Rétt innan við útskotið á bryggju- sporðinum kom ég auga á nafnið Marilyn á bátsskut. Marilyn frá Sanport stóð þar skýrum stöfum. Þetta var hreinasta ferlíki, líklega gömul skúta, sem sett hafði verið vél í. Möstrin höfðu verið stytt, og á hana sett rórhús, sem minnti einna helzt á hænsnakofa. Líklega var hún á skjaldbökuveiðum. Það var skelfilegur óþef- ur af henni, og ég gat gert mér í hugarlund, hvemig hún myndi líta út í dagsbirtu — drullug og illa til reika. Eg lá kyrr og lagði við hlustirnar, en þegar ég heyrði ekki neitt, festi ég bátinn og klifraði upp á þil- far. Eg var í skjóli við rórhúsið, þegar sírenuvæl barst til mín úr landi. Það fór hrollur um mig, og ég hopp- aði aftur á bak, og steig ofan á einhvem í skugganum. Eg heyrði blótstuldur og glamur í tómum bjórdósum. Eg þrýsti mér upp að húsinu, meðan glamrið var að hljóðna, en það hrópaði enginn á mig. Þessi vesal- ingur var kannske eini maðurinn um borð, nema hinir væru dauðadrukknir líka. Að líkindum var þetta vakt- maðurinn, hugsaði ég, skrefaði yfir manninn og hélt aftur á. Það voru mestar líkur á, að mannskapurinn hefði hreiðrað um sig. Eg kom að þröngum stiga og fálmaði mig niður hann. Þegar ég var komin í neðstu rimina, nam ég staðar og hlustaði eftir anda.rdrætti, en þama niðri var dauðakyrrð. Það var kolniðamyrkur niðri og óþef- ur af óhreinum fatadruslum og timbri. Eg kveikti á vindlakveikjaranum, og litaðist um. Þama var ekki nokkur maður. Þetta var lítil og óhrein káeta með kojum beggja vegna, og klæðaskáp úr jáni úti í einu horninu. Þarna hékk parafínlukt í hanka, og ég gekk að henni og kveikti á henni. Káetan lýstist upp að daufu, gulleitu ljósi. Þarna voru átta kojur, en dýnur í aðeins fimm Þarna voru sígarettustubbar út um allt og undan einni neðrikojunni sköguðu tvenn-þrenn klofstígvél. Yfir flestum kojunum héngu myndir af nöktu kvenfólki, og í tveim efrikojunum, sem voru auðar, hafði verið kom- ið fyrir fatapokum oe gömlum töskum. í einni neðri- kojunni var ný plasttaska. Eg tók einn fatapokann og helltj draslinu í kojuna og tók að gramsa í því. Þetta var bara fatnaður, Eg tróð honum aftur nið’" og tók til við þann næsta. Þar var ekki mikið að ’ nema bankabók, sem stíluð var á einhvern Raoul Sanchez Eg vissi þá alltaf nafnið á einhverjum af áhöfninni Eg tók töskuna niður og svipaðist um eftir ein- hverju til sprengja hana upp með. því að ég komst fljótlega að raun um, að hún var læst; það tók mig f’-kki langan tíma. Eg skalf af taugaspenning, því að þetta leit strax betur út. Efst lá þýzk hermannaskammbvssa innvafin í silkiklút. Hjá henni voru staflar af klámmvndum, og brjú bréf. sem stíluð vom til Ernie Bovle Undir þeím var ljósmynd af manni og stúlku, sem sátu saman á útiveitingahúsi. Það var eitthvað kunnuglegt við mann- - inn. (Framnald)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.