Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 1
Kfltf WD nsnj Föstudaginn 6. des. 1962 — 49. tbl. 2. árg. — Verð kr 5.oo. Verðlausir pappírar vaða uppi — offjár tekið fyrir að annast ,#sölu/# víxla Blaðið hefur fengið grein- argóðar upplýsingar um starfsemi okurlánara hér í borginni, atferli þeirra og „viðskipta"-hætti. Er þetta með slfkum ólíkindum, að helzt minnir á reyfara eða svæsnustu gangsterasögur Okrarar hafa á seinustu árum nokkuð komið við sögu í gjaldþrotamálum fyrir- tækja, en jafnan erfitt að hafa heridur í hári þeirra, þar sem sönnunargögn liggja sjaldnast á lausu öðru vísi en sem meinleysislegar skuldarviðurkenningar. Þá sjaldan alvarlegri sönnunar- gögn berast í hendur aðilja, sem hug hafa á því að fletta rækilega ofan af svívirðunni, er allra bragða neytt til að komast hjá málarekstri og dómstólum; hverskyns of- beldi og harðræði hótað. Klækir okraranna, sem hafa á snærum sínum ótrú- legan fjölda manna í ólík- legustu stöðum, eru með þeim ólíkindum, að fjár- þurfi einstaklingar og fyrir- tæki hafa ekki varað sig bet- ur en svo að flækjast í okur- netinu, og að lokum misst allt sitt í hendur okraranna. Við hðfum fullan hug á að koma upp um illþýði þetta. Við höfum fylgzt með nokkr um málum af þessu tagi, < ' I ¦ i i . I ¦; ¦ II ¦ I I! i II i i ¦: i i ii i ¦ i i ¦ t ¦ il ii i ¦ iiMiiliiliiliiliiliiliilliliiliililllilliliiliiliilllllllliliililliiliitiiliilnllililllllllllllllllllllll KomiS veríi á raun- hæfu skipaeftirlit Alvarlegar ásakanir á hendur Skipaskoðun ríkisins Eitt af því sem helzt ekki má minnast á í blöðunum, af því að opinber embættismað- ur á í hlut, er skipaeftirlit- ið og ýmislegt sem talið er athugavert við það. Mönnum finnst t. d. ekki viðkunnanlegt, að skipaskoð- unarstjóri sjálfur skuli teikna mörg skip, sem smíð- uð eru nú orðið fyrir ís- lenzka útgerðarmenn og dæmi svo einnig sjálfur um, hvort skipið sé sjóhæft. 1 viðtali, sem Jónas Guð- mundsson stýrimaður átti illllillllllilllllllillnlll I * I :li:|. I .1 H: Iill Bönnuð beggja megin! Utvarpið fordæmir gamanplötu Hinir alvísu forráðamenn tónlistardeildar Ríkisútvarps- ins hafa enn einu sinni setzt í páfastól „vizku" sinnar og lýst banni á hljómplötu, — sem þó var tekin upp í kon- ungdæminu sjálfu. Er hér um að ræða nýjar grínvísur, sungnar af Ómari Bagnars- syni. Á plötu þessari eru tveir BÖngvar, og f jallar annar um Viggu, og mun vera sá, sem umturnaði siðgæðisábyrgð mektarmannanna. Hinn er einskonar Karlagrobb, hvoru tveggja bráðskemmtilegt, eins og búast mátti við af Ómari — en það er eins og húmorinn vanti hjá þeim út- varpsmönnum og varla von að áhugi aukist fyrir því með slíkum vinnubrögðum. j við blaðamenn í tilefni af bók, sem nýlega var að koma út eftir hann, barst talið að hinum tíðu sjóslysum hér við land. Hann sagði: — Eg held að það alvar- legasta í þessu máli sé eft- irlitið, eða réttara sagt eft- irlitsleysið Það er eins og allir koppar fái haffærnis- skírteini ef þeir geta bara flotið. Skip eru t. d. aldrei hallaprófuð eftir að breyting ar hafa verið.gerðar á þeim Þeir segja, þessir ágætu menn hér í skoðuninni, að það sé ekki hægt. Eg segi aftur á móti. Það er enginn vandi. Eg gæti gert það sjálfur, hvenær sem er. Ennfremur benti Jónas á, í þessu sambandi, að skilrúm ið milli lestar og lúkars hefði sprungið í Arnkeli frá Rifi við bryggju í Neskaup- stað. Báturinn var með fulla (Framh. á bls. 4) fengið að sjá mikiivæg gögn, en orðið að sjá af þeim aft- ur í hendur okraranna. Á- stæðan var sú, að okrarana greip slíkur skelkur, er þeim varð Ijós alvara hlutaðeig- andi, sem ekki þoldu stór- felld skakkaföll í fjármálum, og urðu því að láta sér lynda að hlutur þeirra væri réttur. Við vildum gjaman birta öll nöfn í þessu sambandi, en getum ekki að svo komnu máli. Við verðum að láta okkur nægja, að þessu sinni, að nefna dæmi. Fjárþurfi framkvæmda- stjóri nýs fyrirtækis fékk fyrir nokkru heimsókn af ná búa sínum, fasteignasala, og kvaðst sá skyldu útvega hon- um hagstætt lán hjá kaup- manni nokkrum, sem hjálpað hefði mörgum í vandræðum. Skyldi hann samþykkja tvo víxla, að fjárhæð 55 og 65 þúsund krónur. Víxlarnir yrðu síðan seldir í banka á venjulegum vöxtum. En það var ekki fyrr en mánuði síð- ar, sem framkvæmdastjórinn fékk andvirðið í hendur: 40 þúsund í peningum, og 60 þúsund í víxlum, sem fast- eignasalinn kvað srulltrygga. en voru hvorki samþykktir af .kaupmanninum. lánveit- andanum, eða fasteignas^lan um! Víxlar þessir- reyndust síðar óseljanlegir. og sam- þykkjandi þeirra ógreiðslu- Er þetta hægt? Samkvæmt efnahags- reikningum Rcykjavik- urkaupstaðar hefur stofnkostnaður við Sorp eyðingarstöðina numið samt. kr. 10.977.383.18. Þessi f járhæð sundur- liðast þannig á árin 1955—1961: 1955 — kr. ... 9.614.70 1956 — kr. . 837.739.00 1957 — kr. 4.165.338.36 1958 — kr. 4.052.116.68 1959 — kr. 1.251.665.48 1960 — kr. . 530.148.38 1961 — kr. . 130.870.58 Samt. kr. 10.977.383.18 Þetta er mikið verð fyrir ekki meira mann- virki en hér er um að ræða. En þegar Sveinn í Héðni hefur fengið meira en helmingi meira fyrir vélarnar, heldur en tiíboð hans hljóðaði upp á, eins og bent var á í siðasta tbl. — eða yfir 3 millj. kr. framyf- irgreiðslu — þá skal mann ekki undra þótt annar kostnaður við stöðina kunni að vera í samræmi við það. fær. Þegar fyrri víxillinn féll í gjalddaga, ætlaði frkvstj. að greiða af honum 20 þús- und, en fá framlengingu á af ganginum. Fór hann í því skyni til fasteignasalans, er kvað framlenginguna sjálf- sagða. Hún kostaði bara 10 þúsund krónur! Upp á aðrar spýtur fengist hún ekki. Nokkru áður hafði sami fasteignasali komið að máli við framkvæmdastjórann, er sá nú orðið enga leið út úr ógöngunum, og boðið honum enn hagstæðara lán hjá öðr- um kaupmanni. Þyrfti hann ekkert annað en samþykkja víxil tíl þriggja mánaða að fjárhæð 45 þúsund krónur. (Framh á bls. 5) NÝTTLAXNESS-MÁL? Fyrir nokkrum árum seldu eigendur Laxnessbús- ins töluvert á annað hundrað lóðir úr landi sínu undir væntanlegar íbúðahúsbyggingar. Skyldu seljendur skila akfæmm vegum og útmældum lóðum, en á hvorutveggja mun vera einhver misbrestur, því ó- ánægja mun vera gífurleg hjá kaupendum sökum van- efndanna og standa jafnvel fyrir dyrum málaferli við seljendur. Hér er um milljónir króna að ræða og verður fróð- legt að fylgjast með málarekstrinum.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.