Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Síða 2

Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Síða 2
t NY VIKUTIÐINDI /" 11 ......... 11 .......... NÝ VIKUTÍÐINDI koraa út á föstudögum og kosta 5 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilia V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, simar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. Fjölskyldutengsl og ,show' Æskulýðsráð borgarinnar hefur boðað, að það ætli að fara að beita sér fyrir heimiliskvöldvökum einu sinni I viku. Er meiningin sú að hvetja foreldra til að sinna bömum sínum eitt kvöld í viku, þá komi f jölskyldan. saman um eitthvert áhugamál og eyði kvöldinu við upplestur, leiki, söng og fleira. Ætli einn skaðvænlegasti bresturinn í þjóðlífi okk- ar geti komið greinilegar fram en einmitt í þessari opinbem viðurkenningu á því, að bömunum sé hvergi nærri sinnt nauðsynlega á heimilunum, og nú verði að fara að efna til sérstaks „show“ fyrir þau til að skapa hið nauðsynlega samband foreldra og bama? Ætli það sé ekki miklu hollara að reyna að kom- ast fyrir rætumar á meinsemdinni, sem er að grafa um sig hjá okkur, eitra þjóðlíf okkar og hugarfar barnanna? Því að hvað getur verið dýrmætara en vel- ferð bamanna okkar? Sú kynslóð, sem nú annast uppeldi, ólst sjálf upp í umhyggju foreldra og langforeldra- Væru pabbi og mamma of upptekin af einhverjum störfum, var alltaf hægt að leita til afa og ömmu með vandkvæði sín. Þar fann maður skilning, — og alltaf fannst manni þau hafa tíma til að sinna manni, a. m. k. gáfu þau sér það. Það er því furðulegra, að við — uppalandi kyn- slóðin — skulum gera okkar bezta til að kasta fyrir borð þeim uppeldisáhrifum, sem sterkust vom í okk- ar lífi. Bömunum köstum við á vöggustofur og dag- heimili til að geta unnið sem mest úti, konur jafnt sem karlar. íbúðir okkar gemm við sem nýtízkuleg- astar, án nokkurs tillits til, hvort fyrir nokkm öðm sé hugsað en íburðarmikilli, sólríkri og víðáttumikilli setustofu, einhverju svefnherbergi handa okkur sjálf- um og skonsu handa krökkunum. Þau era hvort eð er ekkert heima á daginn, koma rétt inn til að borða, og svo í háttinn á kvöldin. Hvað gamla fólkinu viðvíkur, þá á það ósköp illa heima í þessum nýtízkuíburði, enda nóg um elliheim- ili til að taka við þeim, þegar þar að kemur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að neita því, að svona hugsum við, og hvort sem við skömmumst okkar fyr- ir eða ekki, þá sýnum við þetta þó alltaf í verki! Fjölskyldutengsl, sem varanleg áhrif hafa til góðs, verða ekki sköpuð með „show“-i í fínu stofunni eitt kvöld í viku- Þau verða aðeins sköpuð með samhug og ósvikinni umönnunarlöngun. Á það mætti benda fólki. Og afleiðingarnar myndu fljótlega sýna sig í minnk andi afbrotum og hverskyns óreiðu unglinga. Að ekki só minnst á bætandi áhrifin, sem ábyrgðarskynjunin hefði á okkur sjálfa. Eða — er í rauninni fram á of mikið farið? — b. BOOMERANG Kópavogsbíó. Það er ánægjulegt, hverjum stakkaskiptum þýzk kvikmynda gerð hefur tekið á undanförn- um árum. Sannleikurinn er sá, að maður var hreint að gefast upp á að fara í bíó, væri mynd- in þýzk. Kauðahátturinn, af- dönkuðu fyrirstríðssjarmörarn- ir, settlegheitin, allt tilheyrði þetta væmnustu vinnukonureyf- urum löngu liðinna líma. Og líklega má fullyrða, að Þjóð- verjarnir hafi á flestum öðrum sviðum en í kvikmyndagerð rétt fljótlega við eftir stríðið. Nú hafa þeir hinsvegar, að því er virðist, snúið sér að henni af sinni einstæðu alúð, enda kemur hver ■ myndTtí1 'ani'tarri betur gerð þaðan. Það er hið fornfræga kvik- myndafélag UFA, sem á heiður- inn af myndinni, sem Kópavogs bíó sýnir um þessar mundir og nefnir eftir þýzka heitinu BOOMERANG. Nafngiftin ligg- ur ekki í augum uppi og hverj- um og einum frjálst að draga sínar ályktanir af. Við erum með svo margar hugmyndir, að það tekur því ekki að telja þær allar upp hér, svo að við skul- um sleppa þeim. Myndin er afburða vel gerð. Myndataka, atburðarásin, af- burðaleikur — og svo loks tón- listin, sem er kafli út af fyrir sig. Það voru bandarískir útvarps menn, scm byrjuðu á jazzmúsik sem undirspili sakamálasögu. Peter Gunn riefndist sakamála- saga þessi og hafa kaflar úr músíkinni komið á plötum, sem þykja með því bezta, sem fram hefur komið í jazzheiminum. 1 Boomerang er raunar ekki um nein jazzverk að ræða sem heild — en rythminn, æsandi og ögrandi, leynir ekki upp- runa sínum. Það eru afburða snjallir jazzmúsíkantar, sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Gam- an hefði verið að fá að heyra meira. Um túlkunina er það að segja að þarna er teflt fram marg- víslegustu týpum. Þarna eru ekki hinir sálarlausu byssubóf- ar bandarisku kvikmyndanna, heldur er hver hinna ungu af- brotamanna gæddur sinni til- veru, sínum sálarbrest eða sál- arstyrk, jafnvel sinni fortíð, er glögglega kemur fram í skýrum skyndimyndum. Efnisþráðurinn er skýr og út- úrdúralaus. Engu eytt í mælgi eða teymingar — aðalsmark góðrar spenningsmyndar. Hardy Kruger fer með aðal- hlutverkið, traustur skapgerðar- leikari, sem virðist vaxa með hverju verkefni. Afbragðstúlk- un hans hefði þó verið enn gleggri við hliðina á miðlungs- leikurum — en þeim er ekki til að dreifa i þessari mynd. Þarna er hver leikarinn öðrum betri, snilldartýpur, sem unun er að sjá í þessum hlutverkum. Spennandi og afburða vel gerð og leikin mynd. Af henni ætti enginn, sem gaman hefur af hörkuspennandi sakamála- myndum, að missa. — b. HLJÓMPLÖTUR Þegar við litum sem snöggvast inn í hljómplötu- verzlun liér í borginni upp úr síðustu helgi, komumst við að raun um, að tíu vin- sælustu plöturnar í Banda- ríkjunum um þessar mundir mimu vera þessar: 1. Go Away Little Girl Steve Lawrence 2. Walk Right In Rooftop Singers 3. Hey Paula Paul and Paula 4. The Night Has A Thousand Eyes Bobby Vee 5. It’s Up To You Ricky Nelson 6. Tell Him The Exciters 7- Telstar The Tornados 8. Loop De Loop Johnny Thunder 9. My Coloring Book Sandy Stcwart 10. Walk Like A Man The Seasons AF ERLENDUM MARKAÐI: Brenda Lee er nýkomin á plötu, sem heitir YOU USED TO BE, og er hún á hraðri leið upp vinsældalistann, eins og aðrar plötur þessarar vinsælu og ágætu söngkonu . . • Little Eva er einnig með nÝ.1a plötu, þriðju metsölu- plötuna í röð, hún heitir Let’s Turkey Trot . . . Nýj- asta plata Neil Sedaka heit- ir Lísa í Undralandi .. . Bobby Darin hefur sjálfsagt tileinkað fallegu eiginkon- unni sinni nýjustu pjötuna sína, en hún heitir You’re The Reason I’m Living . . • Paul Anka er með nýja plötu, sem nefnist Love Mak- es The World Go Round, en það er sama lag og Perry Como gerði frægt fyrir nokkrum árum .. . Limbo Rock með Chubby Checker er loks á niðurleið á vin- sældalistanum eftir margra mánaða dvöl uppi á toppin- um ... Return To Sender seldist alveg gífurlega eins og raunar flestar plötur Pres ley’s, og nýjasta platan hans, sem heitir Girls, Girls, Girls er þegar komin í 6. sæti á vinsældalista þeirra hæg- gengu. •.. Vinsælasta plat- an' í Englandi um þessar mundir er ný plata með Jet Harris, sem eitt sinn stjóm- aði The Shadows; heitir hún Diamonds og komst á topp- inn á þrem vikum ... AF INNLENDUM MARKAÐI: Mest seldu plöturnar á Is- landi í dag eru LIMBO DANCE, BOBBY’S GIRL, LET’S DANCE og RETURN TO SENDER allt löngu kunn ar plötur með bandarískum listamönnum .. . Af íslenzku plötunum syrpuplata með Sigrúnu og Alfreð langvin- sælust, og hefur selzt upp tvívegis og bíða hundruð pantana næstu sendingar .. BLÁTT LÍTIÐ BLÓM EITT ER með Hauk Morthens ætlar að verða einhver mest selda plata þessa snjalla söngvara . •. VERTU SÆL. MEY, sem Ragnar Bjarna- (Framh. á bls. 3)

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.