Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Síða 2

Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Síða 2
2 Ní VIKUTlÐINDI ' ------1------------------------------------ NÝ VIKUTÍOINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Ritstjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson. Auglýsingastjóri Emilía V. Húnfjörð Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2 simar 19150 og 14856. Prentsmiðjan Ásrún h.f. Hvað vilja menn hafa það betra? Veður hefur verið hlýtt undanfarna daga. Grasið hefur þotið upp. Menn hafa fengið að vinna fyrir verkföllum. Síldin veður í sjónum. Allir hafa meira en nóg að bíta og brenna. Það er sumarhugur í fólki. Nú eru sumarleyfin einnig byrjuð. Það er flogið og siglt til annarra landa eða ekið á fagra staði inn- anlands. — flestir á eigin bflum. Sumarhótelin fyllast og tjöld eru reist á friðsælum stöðum. Það hefur ver- ið unnið mikið í vetur. og menn eiga skilið að hvíla sig og brevta eitthvað til. Heyskapurinn er leikur eiim hjá bví sem hann var, því vélarnar hafa leyst orf og hrífn af hólmi. Veiði- skipin hafa einnig svo fullkominn tæk? nú orðið. að síldveiðarnar ættu að ganga vel, ef einhver sfld er í sjónum. Við ernm að græða upp sandauðnir landsins og stækka þar með byggileg svæði. Þar er mikið verk- efni fyrir höndum, sem þarf að haldast í hendur við skógræktina. Landið á óbeinlínis eftir að stækka stór- lega með hinni fljótvirku sandgræðslu. sem áburðar- og frædreifing með fiugvélum gerir kleift. Húsakynni manna hafa tekið stórfelldum stakka- sldptum á örfáum áratugum. Rafmagn. hitaveita og ódýr upphitun með olíu hefur gerbreytt lifnaðarhátt- um manna. Túnin eru orðin slétt og eru sífellt að stækka. Heilbrigði og gott árferði ríkir. Hvað vilja menn hafa það betra? Við skulum sem oftast gera okkur ljóst, að við höfum yfir engu að kvarta, þótt stór hluti mann- kynsins líðl skort. Hér ern örar framfarir á öllum sviðum, peningamálum þjóðarinnar hefur verið komið í viðunandi horf. Og ef við höfum yfir einhverju að kvarta, getum við í flestum tilfellum engum um kennt nema sjálfum okknr. Þetta er full ástæða til að hafa hugfast. Allar ytri aðstæður hjálpast að til þess að gera okkur kleift að lifa áhyggjulausu lífi. En það sem er þó ekki hvað þýðingarminnst, er það öryggi, sem hver þjóðfélagsþegn býr hér við. Við þurfum ekki að óttast skort. því samhjálp þegnanna réttir okkur hjálparhönd, ef á bjátar. Og við þurfum ekki að óttast vfirganir og löglevsur. því við búum í lýðræðislegu réttarríki, sem heldur verndarhendi yfir sérhverjum sínum þegn. Slík öryggiskennd er ómetanleg — það vita þeir, sem búið hafa við þann ótta, að lögregla ríkisins ryðjist inn á heimili manns og flytji hann í fangabúð- ir án nokkurrar réttarrannsóknar. En við Iifum á Islandi í dag — landi frelsis. fram- fara og allsuægta. Því skulum víð ekki srle\Tna beld- ur þakka forsióniuni fvrir þá hamingju sem okkur hefur fallið í skaut. — g. LJÓT HRYLLINGS- MYND Hafnarbíó sýnir nú hryllings- mynd ljóta, byggða á sögu eft- ir Edgar Allan Poe, og fer hinn gamli og góði leikari Ray Mill- and með aðalhlutverkið. Hún nefnist „Kviksettur“. Sagan liefst að kvöldlagi árið 1860. Verið er að grafa upp lík og eru áhorfendur þeir Gideon Gault læknir og læknanemarnir Guy Caroll og Miles Archer, en Gault ætlaði að nota líkið til rannsókna. Pegar kistan er opn- uð kemur í ljós, að maðurinn hafði verið kviksettur og hann lifnað við í gröfinni, eftir að mokað hafði verið yfir kistuna. Þessi hroðalega sjón hafði svo ; ill áhrif á Guy að hann lokaði j sig alveg inni, enda hafði hann sterkan grun um að faðir hans og jafnvel fleiri forfeður hefðu einnig verið kviksettir. Eina manneskjan sem hann vill um- gangast er Kate systir hans. Samt kvænist hann unnustu sinni, Emily dóttur Gaults lækn is. En hann þjáist mjög af hug- arangri og óttast fyrst og fremst að hann muni sjálfur verða kvik settur. Emily biður Miles vin hans um að reyna að ráða bót á þunglyndi Guys, og verður það helzt til ráða að Guy opni graf- hýsi föður síns, til þess að full- vissa sig um að hann hafi ekki verið kviksettur. Og þegar hann hefur fallizt á það og opnar grafarherbergið dettur beina- grind yfir hann. Guy hnígur niður — dauður að áliti lækn- anna. En svo fór, eins og Guy hafði alltaf óttast, að hann var kvik- settur. Það varð honum samt til lífs, að Gault læknir lét grafa hann upp um nóttina .. Og nú hefst lokakaflinn, þar sem a. m. k. fimm persónur eru drepnar, sumar á hryllilegan hátt. 1 myndinni er mjög dvalið við svið í kirkjugarði, grafhýs- um og neðanjarðargöngum. Ýmsar brellur eru notaðar til að láta bíógestum bregða við og finna til óhugnaðar. Þetta tekst furðanlega, enda má segja að myndin standi ekki á sporði hroðalegustu ,,comic“-mynda- ritunum, sem hér voru útbreidd á stríðsárunum en hafa hætt að berast hingað nema sem smygl- vara. En bíóin virðast blómsfra á slíkri framleiðslu. — g. RÓMVERJAR í UPP- GERÐARHAZAR Tónabíó sýnir litmynd frá dögum Róraverja, sem þrétt fyr ir mikinn fjölda leikara og tals verðan íburð, er næsta áhrifa lítil. Hún heitir „Uppreisn þrœl anna,“ hvernig sem á þeirr nafhgift stendur. Myndin er byggð á skáldsög unni „Fabiola“ eftir Cardina Wiseman og er látin gerast ár ið 300 e. Kr., þegar sukk yfir stéttanna i Róm er að færast algleyming og farið er að of sækja kristna menn. Þetta á víst að vera saga urr ástir kristna þrælsins Vibios o( hinnar iauslátu og heiðnu höfð ingjadóttúr, Fabiolu, krydduí með ofsóknum á hendur kristn um mönnum, en ekki virðis' ást þeirra vera tiltakanlega til finningaheit. Það er fróðlegt að sjá kata- komburnar, sem hinir kristnt flýðu í með guðsþjónustur sin ar (og voru fornar grafhvelfing- ar), en trúarhitinn er ekki heid ur sannfærandi. Bardagarnir 0( slagsmálin milli hinna krlstnu og lögreglusveita keisarans eri' allhressileg en óeðlileg — o( svo er raunar um myndina alla T. d. þegar lögreglan er að elta hóp kristinna mannaf þeir geta raunar alls ekki kallazt þrælar) með sporhundum, dettur varls nokkrum, sem á horfir, i hug að það sé alvörueltingaleikur. Það bezta i myndinni hygg ég vera búningarnir og sum svið- in. Það er talsvert tilkomumik- ið að sjá hringleikahúsið með allan mannfjöldann þar i róm- verskum búningum, þegar kristnu pislarvottarnir eru leidd ir til slátrunar. — g. GLAIM Opið í hádegis- og kvöldverði. Dansað á báðum hæðum. Hljómsveit ÁRNA ELFAR Söngvari HELMAR MAGNÚSSON Borðapantanir í síma 11777. GL AUMB4ER Útgerðarmenn Nótin tryggír veiðina Við tryggjum nótina

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.