Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 26
Gilwellþjálfun á Islandi og áhrif hennar á íslenskt skátastarf Það er í tísku, líklega vegna þess að brátt tekur árið 2000 við afl999, að skyggnast í söguna og veltafyrir sér ýmsu merkilegu eða forvitnilegu. Er ég tók að mér að skrifa um Gilwellþjálfyn á íslandi, sem nú er orðin 40 ára, mætti halda að tilefnið hefði verið að gera sögunni skil. Mér er hins vegar framtíðin ofar í hug. Enframtíðin á sér rætur. Sá sem vill sjá inn íframtíðina verður að skilja nútíð sína. Skilningur á nútíð krefst þekkingar á því sem á undan er gengið. Lítum þess vegna um öxl og skoðum aðeins tilurð Gilwellþjálfunar á Islandi haustið 1959, aðstæður sem voru þá í skátastarfi og þjóðfélaginu, fyrstu nám- skeiðin og hvaða áhrif þau höfðu. Lítum einnig á hvemig Gilwellþjálfun- in hefur þróast og á hvem hátt hún gæti, að mínu mati, mun betur mætt kröfum nútíma og framtíðar. Minningar frá haustinu 1959 Það var fallegan haustdag, 19. september 1959, sem 24 skátar héldu austur að Úlfljótsvatni til þess að sækja námskeiðið sem festi Gilwellþjálfun í sessi á Islandi, þeir yngstu tæplega 17 ára og þeir elstu vel yfir fertugt. Við vorum frá Skátafélagi Hveragerðis, Hratmbúum, Kvenskátafélagi Reykja- víkur (KSFR), Skátafélagi Reykjavíkur (SFR), Skáta- félagi Akraness, Skátafé- laginu Sigurfara og Skáta- félagi Akureyrar (SKFA). Hópur leiðbeinenda tók á móti okkur með Odd Hopp, framkvæmdastjóra Norsk Speiderguttför- bund, í broddi fylkingar Þátttakendur en Odd kom hingað einn- ig vegna námskeiðanna 1960 og 1961. íslenskir Gilwellskátar mættu næstum fullmannaðir, Björgvin Magnússon, Frank Michelsen og Eiríkur Jóhannes- son, aðeins vantaði Sigurð Agústsson. Þeir höfðu sótt sína þjálfun áður til Englands, Danmerkur og Noregs og hófu nú samstarf við uppbyggingu æðri foringjaþjálfunar á íslandi. A þessum tíma var formlegt samstarf kvenskáta og drengjaskáta varla til í heiminum og reyndar fullyrt í ýmsum þeirra landa, sem nú reka sameiginlegt starf, að drengir og stúlkur ættu ekki samleið í skátastarfi. Vegna þessa höfðu hvor alheimssamtök um sig byggt upp æðri foringjaþjálfun á þriðja áratugn- um, drengjaskátar Gilwell sem átti upp- tök sín í Gilwell Park og var á þessum tíma enn stýrt þaðan og kvenskátar Smára (Treklöver, Trefoil) þar sem undir sama heitinu rúmuðust mismunandi útfærslur í samræmi við aðstæður innan einstakra landa. Þegar önnur Norðurlönd en ísland fóru síðar að sameina starfið gilti það einnig um námskeiðin sem þeir nefndu þá Tre- klöver-Gilwell. Á þessum tíma bjuggu Islendingar að 15 ára reynslu af sam- starfi innan eins bandalags og því var það eðlilegt að við sæktum öll sama námskeiðið. Dúfumar '59 munu hafa verið fyrstu kvenskátar í heiminum sem sóttu Gilwellnámskeið fyrir skáta- foringja þótt það væri algengt að konur sæktu námskeið fyrir Akelur (ylfinga- foringja). og leiðbeinendur á Gilwell 1959 Gilwellnámskeiðið 1959 og þau sem fylgdu á eftir hvert af öðm byggðu á meðvitaðri og þaulreyndri forskrift sem ég sé ekki betur en falli enn þann dag í dag vel í kramið. Nokkur útivist, verk- leg viðfangsefni sem einnig reyndu dá- lítið á hugann, samstaða innan flokka var efld og flokksmetnaður, nóg var af upplifun og samkennd innan sveitar- innar, andrúmsloft var glaðlegt og hressilegt og okkutr var ætlað að halda skynsamlega dagbók til síðari tíma notkunar. Minningar frá Gilwell em góðar, ekki bara vegna þess að það var gaman og lærdómsríkt fyrir mig sem 17 ára stelpu, heldur sé ég sem fullorðin kona og í Ijósi mrm meiri þekkingar og reynslu hve margt var vel gert og að það stenst býsna vel tímans tönn. Ég býst við að margir endurþekki þessa lýsingu mína á Gilwell þótt þeir muni kartnski vilja orða eitthvað á ann- an hátt eða draga fram fleira. Odd Hopp bjó að mikilli þekkingu á skáta- starfi og var vel þekktur í alþjóðastarfi skáta. Hann sagði um þetta námskeið í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins: Námskeiðið og íslenska skátastarfsemin yfirleitt erfyllilega sambærileg því sem er i Noregi, nema skátamir íslenzku syngja ef til vill öllu meira. Ágrip af skátastarfi og þjóðlífi 1959 Til þess að skilja samhengi er gott að fá meiri innsýn bæði í skátastarfið þá og þjóðfélagið. Það var langt í að fyrsta ís- lenska sjónvarpið liti dagsins ljós og að- eins ein hljóðrás. Ferðalög um hálendið vom ertn fátíð og margir fóm sínar fyrstu ferðir í Landmannalaugar, Eld- gjá, Sprengisand, Kverkfjöll, Hveravelli og Homstrandir aðeins sem hálffull' orðið eða fullorðið fólk í hópi skátafé- laga. Til eru skemmtileg skrif Guð- mundar Ófeigssonar í Skátablaðinu nokkm fyrr um ferðir Jukkaraflokksins um miðhálendið og göngu þeirra a Vatnajökul svo og umhyggju þeirra fyrir náttúmnni sem var lítt þekkt til- finning borgarbúa á þeim árum. Fyrstu tölvumar tvær, sem voru svo stórar að þær fylltu hvor um sig heilt herbergi, komu ekki til SKÝRR og Há- skóla íslands fyrr en um hálfum áratug síðar og vasareikna, farsíma og fjar- stýringar sáu fáir fyrir. Bítlamir voru ekki komnir fram á sjónarsviðið og ferðalög til artnarra landa vom einkum 26 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.