Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 41

Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 41
6. Þrettándinn Mörg skátafélög kveðja jó- lin með brennum og skemmtidagskrá. 9. Landnemar 50 ára Landnemasveitin var stofnuð fyrir 50 árum og hefur dafnað vel og er orðin öflugt skátafélag. Landnemar fagna vel og lengi. 10. Endurfundir eidri skáta Eldri skátar hittast í Skátahúsinu og rifja upp gamlar stundir milli kl. 11.30 og 13.30. 12. Stjórnarfundur BÍS 17. Orninn 40 ára Skátafélagið Örn, Grafarnesi við Grund- arfjörð var stofnað 1960. 19. Stjórnarfundur BÍS Vinnufundur v/ stefnumótunar 22. Foreldrasamstarf Nýtt „Örstefna" um foreldrasamstarf skátasveita og skátafélaga kl. 13-171 Hraunbyrgi, skátaheimili Hraunbúa. - Ómissandi fyrir alla sveitarforingja og félagsstjórnir. Skráning á skrifstofu BÍS. 26. Stjórnarfundur BÍS 28. - 30. Dróttskátanámskeið Dróttskátanámskeiðið er fyrsta námskeiðið á leið dróttskátans að Forsetamerkinu. Námskeiðinu er m.a. ætlað að útskýra ævintýri dróttskátastarfsins og kynna alþjóðastarf skáta. Útilífsnámskeið Útilífsnámskeiðið er annað námskeiðið á leið drótt- skátans að Forsetamerkinu. Námskeiðinu er ætlað að undirbúa dróttskátann undir útilíf á íslandi allan ársins hring. Skyndihjálparnámskeið Skyndihjálparnámskeiðið er þriðja námskeiðið á leið dróttskátans að Forsetamerkinu. Námskeiðið er hefðbundið skyndihjálparnámskeið með sér- stakri áherslu á skyndihjálp í fjallaferðum. BEBRliAR 4. - 6* Sveitarráðið Nýtt Staður: Úlfljótsvatn — Námskeiðið er ætlað sveitarráðum skátasveita. Markmið námskeiðsins er að kynna starf (sveitarráði á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Þannig mun hvert sveitarráð vinna saman sem einn flokkur allt námskeiðið. Grunnbók námskeiðsins er Skátasveitin, handbók foringjans. Leiðbeinendanámskeið II Staður: Úlfljótsvatn — Farið er í undirstöðuatriði þess að stjórna skátanámskeiði. Ætlað skátum 20 ára og eldri sem lokið hafa leiðbeinendanámskeiði I og hafa reynslu af leiðbeinendastörfum. 9. Stjórnarfundur BÍS 11. Skátablaðið 1. tbl. Skilafrestur efnis. Áætlaður útgáfudagur er 3. mars. Nú kemur Skátablaðið út 4 sinnum á ári, 24 bls. i senn. Sendið inn frásagnir og myndir úr starfinu. 14. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar velkomnir í Skátahúsið í súpu og með- læti milli kl. 11.30 og 13.30. 15. Skiladagur Lokafrestur til að skila félagatali og árgjaldi til BÍS. 18. - 20. TDOTA (Thinking Day On The Air) „Dagur íhugunar í loftinu". Opið hús hjá Radíó- skátum á Snorrabrautinni ef einhvern langartil að kíkja við og spjalla við skáta út um allan heim með aðstoð talstöðva. 19. SSN dagur á Akureyri Skátar á Norðurlandi hittast í gleði og starfi. 20. Radíóskátar 5 ára Skátafélagið Radíóskátar var stofnað 1995. 22. febrúar Skátadagur Skátar halda upp á fæðingardag upp- hafsmanns skátahreyfingarinnar, Baden Powells sem fæddist 1857. Skátar tileinka daginn umhyggju fyrir náunganum og senda kort til vina og kunningja. 22. Hraunbúar 75 ára Hafnfirðingar fagna 75 ára skátastarfi með hátíðar- höldum allt árið. Birkibeinar 80 ára Elsta starfandi skátafélag landsins, Birkibeinar á Eyrarbakka var stofnað einhvern tíma 1920. Styrktarpinni skáta Vandaður safngripur sem er sendurtil þúsunda gamalla skáta á hverju ári. 23. Stjórnarfundur BÍS MARS Skátaþing — frestur Lokafrestur til að skila inn lagabreytingartillögum. 3. - 5. Skyndihjálparnámskeið Staður: Dalvík — SSN gerir norðlenska skáta betur viðbúna. 3. - 5. Töframanna-, varóeldastjora- og gítarnámskeið Markmið námskeiðsins er að auka hæfnj þátttak- enda í varðelda- og kvöldvökustjórnun. Á nám- skeiðinu er meðal annars fjallað um bálgerðir, ytri umgjörð kvöldvöku og varðelda, setningu og slit, lagaval, skátahróp, skátaskemmtiatriði, 5 mínútur foringjans, gítarleik og annan tónlistarflutning. 8. Umsókn um Forsetamerki Umsóknir dróttskáta um Forsetamerki verða að hafa borist fyrir þennan dag. 8. Stjórnarfundur BÍS 10. Skátaþing — frestur Lokafrestur til að skila inn beiðni um upptöku máls. 13. Víkingur 60 ára Skátastarf hófst á Húsavík 1940 með stofnun Skátafélags Húsavíkur' og Kvenskátafélags Húsavíkur. 13. Endurfundir eldri skáta Taktu gamla skátafélaga með í Skátahúsið milli kl. 11.30 og 13.30. 17. - 19. DS-gangan Hreysti, dáð og lúnir fætur. Spennandi ævintýra- helgi fyrir dróttskáta á Hellisheiði í samstarfi við HSSR. Dróttskátarnir glíma við fjölbreytt verkefni og sýna hæfni sina í rötun og vetrarskátun. 22. Stjórnarfundur BÍS 24. - 26. Ut vil ek Útivistarhelgi allra skátaflokka. Skátaskálarnir Skýjaborgir, Hverahlíð, Vífilsbúð, Hvellur, Þristur, Arnarsetur, Hleiðra, Lækjarbotnar og Dalakot verða opnir skátaflokkum og skátum 13-15 ára. Skráning á skrifstofu BÍS. 27. Skátaþing — frestur Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningum. 31. mars - 2. apríl Skátaþing Staður: Úlfljótsvatn — Hér hittist stjórn BÍS og allir skátar 18 ára og eldri og taka þátt í að móta stefnu BÍS. Árshátíð Samhliða Skátaþingi verður Árshátíð skáta haldin. 8. Forsetamerki Lokaáfangi dróttskátastarfsins. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhendir dróttskátum Forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju. 12. Stjórnarfundur BÍS 14. Skátablaðið 2. tbl. Skilafrestur efnis. Áætlaður útgáfudagur er 12. maí. 20. Isienska fánann í öndvegi Átaksverkefni skátanna til að auka vegsemd og virðingu Islenska fánans. Börnum í 2. bekk grunn- skóla er gefinn handfáni og leiðbeiningar um notkun íslenska fánans. Sumarhappdrætti BÍS til styrktar átakinu fer af stað. 20. Sumardagurinn fyrsti Skátar um land allt halda upp á þennan dag með skrúðgöngum og skátamessum. Skátar hafa helgað þennan dag íslenska fánanum. 26. Stjórnarfundur BÍS 30. St. Georgsdagurinn St. Georgsgildin, samtök eldri skáta halda upp á daginn og fluttur er St. Georgsboðskapur ársins. Mal 3. - 4. Prófskrekkur 2000 Ferð f skátaskálana á Hellisheiði fyrir 10. bekkinga sem eru að Ijúka samræmdum prófum. Dagskráin W 'j'J JJ^~> u hefur (gegnum árin verið frjálsleg en þó þess gætt að hafa krefjandi og eftirminnileg viðfangsefni. 8. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar hittast f Skátahúsinu kl. 11.30. 1 o. Stjórnarfundur BÍS Tjaldaleiga skáta Tjaldaleiga skáta leigir út tjöld af öllum stærðum, borð og stóla. Upplýsingar í síma 562 1390. 13. „Skátar hittast á ferð“ Alþjóðlegur viðburður, „Jamboree on the trail“. Skátar ganga saman og gera fleira skemmtilegt. 20. - 2JI Vinir Ulfljots hittast Vinir Úlfljóts hittast og taka til hendinni á Úlfljóts- vatni. Grill og gleði á laugardagskvöldinu. 24. Stjórnarfundur BÍS 26. - 28. Námskeið fyrir starfsfólk í útilífsskólum skáta Staður: Höfuðborgarsvæðið — Námskeiðinu er ætlað að auka gæði sumarstarfs á vegum skáta. Á námskeiðinu er m.a. farið í slysavamir, skyndihjálp, foreldrasamstarf, dagskrárgerð og kynningu á nýjum hugmyndum. Námskeiðið er fyrir alla sem starfa að sumarstarfi á vegum skáta. JVLI Skátamót 1.-4. Norræna skátaþingið Fulltrúar íslands skjótast til Danmerkur til að efla annars gott norrænt samstarf. Skátamót 3. - 4. júní Ylfingamót Staður: Víðistaðatún f Hafnarfirði — Fyrir 35 árum var ylfingamót á Víðistaðasvæðinu og þess verður minnst með glæsilegu ylfingamóti með ylfingum alls staðar að af landinu. g |2 Skátamót Afmælismót Hraunbúa Staður: Krýsuvík — Hraunbúar fagna 60. Vormótinu með miklu fjöri og bjóða skátafélögum af öllu landinu til afmælismóts um- hvítasunnuna og bjóða upp á glampandi sól. 14. Stjórnarfundur BÍS 17. Þjóðhátíð Skátar víða um land aðstoða við hátíðarhöldin og hafa íslenska fánann í öndvegi. Dregið í sumar- happdrætti BÍS. 22. - 26. Skátamót 50 ára afmælismót Landnema Staður: Viðey — Þetta verður _ hefðbundið Landnemamót en H * þó (lengra lagi. M 0UD 44 ^ nTTTl ~ Flokkamót í Blair Atholl Fyrir skáta 13-17 ára. Góð reynsla fslenskra skáta á þetta mót í Skotlandi. átam' \ 4. Skátablaðið 3. tbl. Skilafrestur efnis. Áætl. útgáfudagur er 23. ágúst. Starfsáætlun Nú er rétti tfminn fyrir foringjalið félagsins að hitt- ast og setja niður dagskrá í samræmi við áður gerða starfsáætlun. 8.-13. Nordjamb 2000 p Samnorræna skátamótið á fslanui, þar sem skátar 18 ára og eldri ferðast vfðs vegar um landið og enda f sameiginlegri dagskrá á Úlfljótsvatni. Búist er við fjöida erlendra skáta. www.scout.is/nordjamb , 14. Stjórnarfundur * ^ 14. • 22. Gilwell Ætlaö skátum, 19 ára og eldri, sem hafa haldgóða reynslu af foringja- störfum. Námskeiðið er hluti af Gilwell þjálfuninni. Árshátíð Vina Úlfljóts Mæting kl 10.00 og gengið frá eftir sumarið. Grill og kvöldvaka. 25. - 29. Flokksforingjanámskeið Staður: Úlfljótsvatn — Námskeiðið er fyrir verð- andi flokksforingja og þá sem eru nýteknir við flokki. Námskeiðinu er ætlað, á lifandi og 1. - 2. Kristnitökuhátíð Skátartaka þátt í undirbúningi og framkvæmd há- tíðarinnar á Þingvöllum. I g Skátamól Förum til Noregs 2000 Skátamót f Ingelsrud fyrir 13-18 ára skáta. 7.-9. Skátamót SSN mót að Hömrum Norðlenskir skátar ætla að vlgja aðstöðuna að Hömrum við Akureyri. Skátamót Washington adveniure BÍS býður upp á sérstaka ævintýraferð til Washing- ton, höfuðborgar Bandaríkjanna. Tekið er þátt f úti- lífsbúðum, borgin skoðuð og gist á heimilum skáta. 20. - 23. SSR mót Staður: Úlfljótsvatn — 21. aldar mót Skátasam- bands Reykjavíkur. 22. - 7. ágúst skátamót Ævintýraferð til Alberta Ætlað skátum 13-17 ára. Hugsanlegt er að dvölin f Kanada verði eitthvað lengri. ævintýralegan hátt, að búa skátann undir starf flokksforingja. Handbækur námskeiðsins eru Handbók flokksforingjans og Flokksverkefni.! áhersla verður á útilíf og frumbyggjastörf. Að hluta til verður gist I tjöldum. dM 2. Kynningardagur Innritun Vetrarstarfið að hefjast. Opið hús í skátaheimilunum frá ki. 14 -16 og innritun fyrir skátana og nýja félaga. 9. Gilwell reunion Endurfundir Gilwell skáta á Úlfljótsvatni kl. 18. 11. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar hittast í Skátahúsinu og rifja upp gamlar stundir milli kl. 11.30 og 13.30. 13. Stjórnarfundur BÍS Spennandi 13. - 19. Big-Ben 2000 Lundúnaferð skáta, 18-25 ára. Einstakt tækifæri að komast á Gilwell Park. Spennandi ferð. 15.-17. Leiðbeinendanámskeið 1 Staður: Úlfljótsvatn — Farið er í undirstöðuatriði þess að leiðbeina á skátanámskeiði. Ætlað skátum 19 ára og eldri. 27. Stjórnarfundur BÍS Samráðsfundur með fastaráðum BÍS. 30. Utilífsdagur skáta Staður: Reykjavfk — Haldinn af Gilwell ungum. 29. - 1. okt. Kanónámskeið Spennandi Staður: Úlfljótsvatn — Ætlað skátum 18 ára og eldri. Á námskeiðinu verður kennd meðferð kanóa á stöðuvatni og straumvatni og fjallað um skáta- ferðir á kanóum. 20. - 22. JOTA Spennandi Staður: Ulfljótsvatn — Radfóskátar ætla að fjöl- menna á Úlfljótsvatn og vera f sambandi við skáta og radíóamatöra út um allan heim. Allir eru vel- komnir í heimsókn eða til að vera með alla helgina. Smiðjudagar — JOTI Staður auglýstur sfðar — Heimsmót skáta á netinu. Skátar spjalla við skáta á netinu um allan heim. 25. Vináttudagur St. Georgs St. Georgsgildin, samtök eldri skáta hvetja til vináttu um allan heim. 25. Stjórnarfundur BÍS 6. - 8. Sveitarforingjanámskeið Staður: Úlfljótsvatn — Námskeið fyrir aðstoðarsveitar- foringja og verðandi sveitarforingja f ylfinga-, skáta-, og dróttskátasveitum. Á námskeiðinu er farið í undir- stöðuatriði svertarstjómunar. Aldurslágmark 15 ár. Handbók námskeiðsins er Skátahandbókin. Ylfingasveitarforingjanámskeið Staður: Úlfljótsvatn — Fyrir verðandi og starfandi sveitarforingja ylfingasveita. Námskeiðið byggir á Dýrheimum, þema ylfingastarfsins. Handbók nám- skeiðsins er Hugmyndahefti foringjans, skátinn á ferð austur. Aldurslágmark 18 ár. Skátasveitarforingjanámskeið Staður: Úlfljótsvatn — Námskeiðið er fyrir verð- andi og starfandi sveitarforingja skátasveita. Handbók námskeiðsins er Skátasveitin, handbók fyrir foringja. Aldurslágmark 18 ár. Dróttskátasveitarforingja- námskeið Staður: Úlfljótsvatn — Námskeiðið er fyrir verðandi og starfandi sveitarforingja dróttskátasveita. Hand- bækur námskeiðsins eru Stofnum dróttskátasveit og Handbók dróttskátans. Aldurslágmark 18 ár. 9. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar hitta gömlu félagana í Skátahúsinu milli kl. 11.30 og 13.30. 11. Stjórnarfundur BÍS Látum Ijós okkar skína Skátahreyfingin sendir öllum börnum í 1. bekk grunnskóla endurskinsborða og eintak af fræðslu- riti, uppfullu af umferðarfræðslu. 14.- 15. Litlu smiðjudagarnir Staður: Reykjavík — Smðjuhópurinn skipuleggur skemmtilega dagskrá fyrir ylfinga í leik og starfi. MÖVEMBER 2. Afmæli skatastarfs á Islandi Skátastarf hófst 1912. M.a. er SSR með kvöldvöku f Ráðhúsinu. 3. Skátablaðið 4. tbl. Skilafrestur efnis. Áætlaður útgáfudagur er 24. nóvember. Dagatal BÍS fylgir með! Dagatal BÍS — skilafrestur Síðasti skiladagur á upplýsingum til að birta á veggspjaldi BÍS 2001 og í Skátadagbókinni. 3. - 5. Dróttskátanámskeið Dróttskátanámskeiðið er fyrsta námskeiðið á leið dróttskátans að Forsetamerkinu. Námskeiðinu er m.a. ætlað að útskýra ævintýri dróttskátastarfsins og kynna alþjóðastarf skáta. Útilífsnámskeið Útilífsnámskeiðið er annað námskeiðið á leið drótt- skátans að Forsetamerkinu. Námskeiðinu er ætlað að undirbúa dróttskátann undir útilíf á íslandi allan ársins hring. Skyndihjálparnámskeið Skyndihjálparnámskeiðið er þriðja námskeiðið á leið dróttskátans að Forsetamerkinu. Námskeiöið er hefðbundið skyndihjálparnámskeið með sér- stakri áherslu á skyndihjálp í fjallaferðum. 8. Keilumót Garðbúa Árlegt flokkamót fyrir alla aldurshópa og hefst kl. 11 f Keiluhöllinni. 13. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar hittast í Skátahúsinu milli kl. 11.30 og 13.30. 8. Stjórnarfundur BÍS 10. -12. Vítamín fyrir flokksforingja Staður: Úlfljótsvatn — Námskeið fyrir starfandi flokksforingja sem þyrstir að taka þátt f spennandi ævintýri í góðum félagsskap og fá nýjar og ferskar hugmyndir fyrir flokkinn sinn. 10. - 12. Vítamín fyrir sveitarforingja Staður: Úlfljótsvatn — Námskeið fyrir starfandi sveitarforingja sem þyrstir að taka þátt í spennandi ævintýri í góðum félagsskap og fá nýjar og ferskar hugmyndir fyrir sveitina sína. 22. Stjórnarfundur BÍS IBSEMIESR ;a i. Fullveldisdagur Islands fslenski fáninn er að sjálf- sögðu hafður í öndvegi þennan dag. Sígræna jólatréð Ein af fjáröflunarleiðum BÍS er að selja geysifalleg margnota jólatré sem vekja verðskuldaða athygli. 5. Mosverjar 40 ára Skátafélagið Mosverjar var stofnað 1960. 13. Jólafundur Jólafundur stjórnar BÍS með fastaráðum BÍS og gestum. 11. Endurfundir eldri skáta Eldri skátar hittast milli kl. 11.30 og 13.30. Jólagrautur, möndlugjöf og hátíðlegt. Jólafundir Á jólunum leitast allir við að sjá það jákvæða f fari hvers annars. Skátar hittast á jólafundum og eru f hátfðarskapi f fallega skreyttum skátaheimilum og varðveita jólaskapið fram að næstu jólum! 23. Þorláksmessuvaka Garðbúar eru með sína árlegu Þorláksmessuvöku í Garði fyrir dróttskáta og eldri og hefst hún kl. 23. 31. Dregið í happdrætti BIS Happdrættið ertil styrktar átakinu „Látum Ijós okkar skína“. Upplýsingar | síma 562 1380

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.