Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 31
skoða störf í ljósi nútímans en þó var BP
otrúlega fundvís á skynsamleg verk.
Hann var glöggur ©
Margir þeirra, sem gefast upp í for-
mgjastarfi, búa ekki að nægri reynslu af
að fást við bæði einföld og smám saman
flóknari verk, vaxa af þeim og njóta þess.
Þeir gefast eirinig upp ef enginn tekur
eftir því hvort þeir leggja sig fram eða
vill hlusta á þá. Mannleg verkefni eins
°g félagsstarf eru aldrei einföld þótt þau
geti gefið mikið. Ungir foringjar kunna
stundum ekki ráð til að takast á við erfið
verkefni og að eiga samstarf við aðra um
það. Sumir kunna það heldur ekki sem
fullorðnir. Við slíkar aðstæður hefur
eitthvað í skátastarfinu ekki skilað sér
uógu vel. Of margir hafa e.t.v. runnið
gegnum skátastarf án þess að kynnast
því í raun hvað felst í því. Þeir hafa að-
eins verið áhorfendur eða aðgerðalitlir
viðtakendur skemmtunar og mötunar.
Ýmislegt bendir til þess að ræða þurfi
þessi mál í einlægni og alvöru og gefa
þeirri umræðu tíma og forgang. Skáta-
starf er mannrækt og efling hvers og
eins. En ég sé þess merki í umræðum og
framkvæmdum að það vill gleymast og
skátastarfinu er ruglað saman við fyrir-
tekisrekstur þar sem hagkvæmni í
uýtingu vinnuafls er höfð að leiðarljósi.
Þannig hefur m.a. verið stungið upp á
því nýlega að sameina öll skátafélög í
fleykjavík vegna þess t.d. að ekki sé ást-
æða til þess að vera með gjaldkera í
hverju félagi. í því felst sannleikskom út
frá rekstrarsjónarmiði. Og allt eins og að
hafa slíka miðstýringu á fjármagni mætti
einnig segja að spjaldskrá gæti einvörð-
OJagu verið miðlæg fyrir landið allt,
skráning í félög átt sér stað á heimasíðu
BÍS og greiðslur um heimabanka hvar
sem fólk væri statt á landinu. Með
stómm skjá í hverju skátaheimili gætum
við látið okkur nægja einn varðelda-
stjóra, og stillt á þau lög sem við viljum
láta hann syngja með okkur. Það er
ástæðulaust að halda lengra, vís-
hendingin nægir.
Það sem hér var sagt var ekki gagnrýni
á tækifærin sem upplýsingatæknin
opnar. En það er eins með hana og hag-
kvæmnina að menn verða að halda
áttum í lífinu og gera sér ljósan grund-
völl þess sem þeir fást við. Miðstýring
eins og ég hef hér lýst og „hagkvæmni"
er gerleg. En hún stríðir gegn gmnd-
vallarviðmiðum skátastarfs sem em að
gefa einstaklingum tækifæri á að
þroskast af verkum og auka jafnt og þétt
hæfni sína til þess að takast á við við-
fangsefni einn og með öðmm. Það á ekki
aðeins við um unga skáta heldur fólk á
öllum aldri. Sú tíð er löngu liðin að
nokkur læri í eitt skipti fyrir öll. Einingar
skáta eru ekki rekstrareiningar sem
verða að ná ákveðnu lágmarki til þess að
skila arði. Arðurinn er af öðrum toga og
lýtur ekki lögmálum fjármagns þótt
skátastarf verði auðvitað ekki rekið án
þess.
Andstætt miðstýringartilhneigingu og
niðurskurði á störfum í skátafélögum
eða fólki í nefndum og ráðum skáta,
eigum við að fjölga fullorðnu fólki, eldri
skátum og foreldrum sem geta lagt lóð á
vogarskálar og tekið þátt í upp-
byggingu. Þeir eiga að vera sýnilegir og
þeir eiga að hafa að segja. Til þess að
byggja slíku upp þarf fólk að finna að
það skipti máli í stærra samhengi og
samband stjómar BÍS og starfsmanna
við félögin þarf að vera sterk. Við
megum ekki gleyma því að skáta-
hreyfingin er til fyrir skátastarfið og því
nær sem starfsmenn hreyfingarinnar em
eiginlegu starfi þeim mun gagnlegri er
sá stuðningur sem þeir veita og mark-
vissari.
Gilwellskátar og uppbygging
Síðustu orð fjölluðu beint um stefnu
og stefnumótun, afstöðu til þess hvað er
mikilvægt og hvers vegna. Að fram-
kvæmd geta margir komið og að mark-
vissri uppbyggingu eiga margir að
koma. Þar er verðugt hlutverk fyrir
Gilwellskáta sem heildarhóp og innan
hans marga smærri hópa. En skapa þarf
ramma um verkið. Máli skiptir að hætta
að binda alla umhugsun um Gilwell við
Úlfljótsvatn, þótt staðurinn sé okkur kær
og gegni miklu hlutverki. Gilwell hug-
myndin á ekki að vera staðbundin þótt
grunnnámskeið Gilwell eigi þar áfram
samastað. Það verður að vera til stöðug
löngun til að takast á við miklu fleira en
gerist þar á einnig viku og að vinna
saman miklu víðar en þar. Annars hefur
eitthvað mistekist í Gilwellþjálfuninni.
Það þurfa að vera til námskeið fyrir þá
sem hafa lokið Gilwellþjálfun. Ingólfur
Armannsson minnti á 40 ára afmæli Gi-
lwell á Vetrar-Gilwell sem fyrst var
haldið 1967 og byggði á þeim grunni
sem Gilwellskátar hafa. Ég get bætt við
hugmynd um Gilwell við strönd (sjávar-
líf, róður o.fl.). Einnig má hugsa sér Ör-
æfa-Gilwell í stíl við Vulkan og Strandir
sem Amlaugur Guðmrmdsson Ugla '64
stjómaði. Full þörf væri á Gilwell þar
sem skyggnst er mun dýpra en nú er
gert þar í eðli og tilgang skátastarfs og
líka má benda á að taka fyrir markvisst
og formlegt hlutverk skátahreyfingar-
innar í sýndarheimi upplýsingatækn-
innar. Þessi námskeið væm framhalds-
námskeið, möguleikar til símenntunar.
Gilwelleinkenni em ekki endapunktur
heldur aðeins staðfesting á því að menn
séu vanda vaxnir til frekari starfa og
þekki bæði ábyrgð sína og tækifæri.
Skátahreyfinguna vantar fólk eins og
ljóslega kemur fram í umræðum manna
og þeim tölulegu upplýsingum sem er
að fá. En það er samt til talsvert af áhuga-
sömu og kunnáttusömu fólki. Hins
vegar skortir alla umgjörð um markvisst
uppbyggingarstarf, undirbúningsvinna
er trúlega mjög vanmetin og menn ætla
iðulega að leysa flókin mál á allt of
skömmum tíma og án þess að lesa og
hugsa nægilega vel.
Gilwell skátar geta breytt miklu ef þeir
vilja vinna sem sameinað afl og taka
virkan þátt í að móta og byggja upp. Það
getur hins vegar aðeins gerst í góðu sam-
starfi við löglega kjöma forystu BIS á
hverjum tíma. Nokkurra áherslu-
breytinga er þörf hjá BIS en rökstuðning
fyrir uppbyggingu og fordæmi að slíku
verki er að finna hér á undan. Um
verðugt verk er að ræða og mikilvægt að
leggja í það bæði fé og fullan metnað.
Anna Kristjánsdóttir
prófessor við Kennaraháskóla íslands,
Diífa '59 og DCC
Skátablaðið — 31