Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 39

Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 39
tíðlega athöfn. Sem betur fer veitti höfðinginn þræltmum frelsi, þannig að við komumst heim aftur. Annar þáttur indjánaleikanna var heilmikill skógarbardagi þar sem hópnum var skipt í fjögur lið. Hvert lið fór síðan út í skóg og reisti virki í kringum sína tótemsúlu. Síðan hófst Qúkill bardagi þar sem reynt var að komast að óvininum án þess að missa höfuðleðrið (pappírsmiði saumaður á hakið). Að sjálfsögðu átti síðan að safna höfuðleðrum af óvininum, og helst að ná hinum tótemsúlunum, og verja um ieið sína eigin. Framhald skógarbar- hagans var almenn þrautakeppni þar sem keppt var í ýmsum greinum, svo sem axa- og hnífakasti, bogfimi, glímu og fleiru. Fulltrúi íslands á því sviði var glímukappinn Dagmar, sem gerði sér lítið fyrir og lagði rússneska kvenna- landsliðið. A mótinu kynntumst við Kondór, sveitinni sem við deildum svæði með, mjög vel. Undir það síðasta voru þau (með misjafnri enskukunnáttu) farin að spjalla heilmikið við okkur (og við svöruðum með enn takmarkaðri rúss- neskukunnáttu). Kondór, eins og flestar aðrar sveitir á mótinu, var með mjög skemmtilegt kerfi á handþvotti og upp- vaski. A sérstökum þvottastandi voru tvær fötur. Neðst á fötunum var gat og í gegnum það pinni. Með því að ýta pinnanum upp opnaðist gatið og vatnið flæddi yfir hendur, leirtau, eða annað sem fyrir varð. Þegar höndin var fjar- lægð féll pinninn aftur á sinn stað og stöðvaði streymið. Þetta kerfi vakti mikla undrun og aðdáun okkar Is- lendinganna og við fengum þess vegna hvert sína fötuna í skilnaðargjöf. Allt tekur enda um síðir, og eftir slitin var haldið til NN. Þaðan var nætur- lestin tekin til baka til Moskvu þar sem leiðsögumaður okkar, Andrej, tók á móti okkur og sá til þess að allir kæmust til síns heima. Ævintýrið var á enda, en það sem stendur upp úr er hvað fólkið var stórkostlegt, og allir vildu allt fyrir mann gera. Dagmar, Einar, Kristbjöm, Sara og Siggi Lækjar- botnaskálinn Í'sumar og sérstaklega sl. hanst hefur verið unnið að endurbótum á skálanum eins og undanfarin ár. Salurinn hefur verið klæddur að innan og allt rafmagn endur- nýjað. Rafinagn í foringjaherbergi og svefnsal hefur verið endurlagt og nú eru komnir tenglar mjög víða. Búið er að setja upp hitakút, þannig að mi rennur heitt vatn úr krönum stuttu eftir að komið er í skálann. Unnið hefur verið því að bæta öryggisþátt gesta okkar rneð því að fjölga slökkvitækjum og reykskynjurum samkvæmt áætlun frá Eldvarnareftirliti Reykjavíkur. Eins og flestir vita sem gist hafa skálann býður skálinn og umhverfi hans uppá mikla möguleika í skátun. Nú er svo komið að skálinn er verða eins eins og nýr bæði að innan og utan. Það er undir gestum okkar komið hvemig hann lítur út eftir fimm ár. Umgengni gesta okkar hefur að öllu jöfnu verið mjög góð. Skála- stjórn hefur nú ákveðið að veita þeim gestahóp okkar sem hæsta skorið hlýtur eftir úttekt á gistingu í skálanum vegleg verðlaun fyrir umgengni og fleira. I úttektinni verður skoðuð umgengni og frágangur hæði úti og irtni. Hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á innanstokksmunum og hvort hefur verið farið eftir gátlista þeim sem fylgir leigusamningi. Verðlatm verða veitt eftir áramótin fyrir tímabilið sept. til og með des. 1999, og fyrir tímabilið jan til og með apríl 2000 í kringum sumardaginn fyrsta. Þar sem rekstrarkostnaður skálans hefur hækkað verðum við því miður að tilkynna hækkun á gistigjaldi. Frá og með 1. okt. n.k. mun gistigjald hækka úr kr. 600 í kr. 700 pr/mann hver gistinótt. Lágmarksgjald hækkar úr kr. 10.000 í kr. 12.000. Allar upplýsingar og móttaka pantana er hjá skála- stjóra í símum 567-5442, 897-7202, 694-5442, tölvup.: yngvinn@islandia. is. Fararstjórar óskast á erlend skátamót Fararstjóra vantar í ferðir íslenskra skáta á eftirtalin skátamót: Blair Atholl, flokkamót í Skotlandi Ævintýraferð til Alberta í Kanada Skátamót í Ingelsrud í Noregi Washington Adventure í Bandaríkjunum Áhugasamir sem þurfa að vera 20 ára hafi samband við skrifstofu BÍS hið allra fyrsta og ekki síðar en 10. janúar nk. Minnt er á reglur um utanferðir skáta í reglugerð þar að lútandi. Bandalag íslenskra skáta skrifstofa Snorrabraut 60, sími 562 1390 tölvupóstur: bis@scout.is Skátablaðið — 39

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.