Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 4
NÝ VIKUTÍÐINDI —Forsetmn (Pramh. af bls 1) hún sé samin með það fyr- ir augfum, að aðskilið sé lög- gjafarvald og framkvæmda- vald, enda miklu eðlilegra fyrirkomulag en þingbundin ríkisstióm. Og það þarf ekki að fletta b1öðum stjómar- skrárinnar lengi til að fá staðfestingu, því í 15. grein kemur þetta: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættis- stöðu sinni sæti á Alþmgi, og eiga rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verðr þeir þingskapa. Atkvæðarétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingis- menn.“ Hér er beinlínis gert ráð fyrir því að ráðherrar séu yfirleitt ekki bmgmenn, en sú hefur raunin ekki orð’ð því það hefur hingað til þótt aðalatriðið, að ríkisstjómin sé mynduð af meirihluta- flokkum þingsins og af þing mönnunum sjálfum. ATKVÆÐAVEIÐAR Þess vegna er ástandið í stjórnmálunum svona erfitt í dag, að ráðherramir em jafnframt þingmenn, sem verða að hugsa um atkvæða veiðar samfara stjórnar- störfum; sinna hvers konar kvabbi og dægurþrasi og hlusta á næstum hvem sem er til þess að þingflokkurinn haldi fylgi sínu. Ráðherrarnir eiga aftur á móti að vera utanþings- menn, sem geta gefið þing- inu aðhald og gefið forseta ábendingar þar um, enda getur forseti lagt eitt og annað fyrir Alþing svo sem stjórnarskráin segir í 25. grein: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Al- þing framvörp til laga og annarra samþykkta." Hefur nokkur orðið var Orðsendmg frá S.f.B.S. Dregið hefur verið í merkjahappdrætti Berkla- vamardagsins og kom upp númer 15156. Vihn- ingurinn er bifreið að eigin vali að verðmæti 130 þúsund krónur. Eigandi vinningsnúmersins er beð inn að framvísa því í skrifstofu vorri að Bræðra- borgarstíg 9, Reykjavík. •• s. i. b. s. Stúlka óskast til snúninga, nótnaskrifta og innheimtu hálfan daginn. Upplýsingar á afgreiðslu Nýrra Vikutíð- inda, Laugavegi 27, sími 14856. M.s. Gullfoss Sú breyting verður á ferðaáætlun m.s. „GULL- FOSS“, að ferð skipsins frá Reykjavík 3. janúar 1964 flytzt fram til 26. desember 1963. Ferð skipsins er þannig áætluð eftir þessa breytingu: Frá Reykjavík 26. desember 1963. Frá Kaupmannahöfn 8. janúar 1964. Frá Leith 10. janúar 1964. Til Reykjavíkur 13. janúar 1964. H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS. við að forseti Islands not- aði sér þetta ákvæði? FORSETINN ER V ALD AMIKILL Það eru fjölmargar grein- ar stjómarskrárinnar, sem gefa forsetanum mikið vald. Þar eru engin ákvæði um að hann þurfi að láta forsætis- ráðherra tjá sér eitt eða neitt. Hann stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveð- ur hvenær því skuli slitið og kveður það til aukafunda þegar nauðsyn er til ((22. grein). Hann getur einnig rofið Alþing og skal þá stofna til nýrra kosninga (24. grein) Ef Alþingi hefur samþykkt iagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins tii staðfestingar (26. grein). Forseti getur synjað laga- framvarpi staðfestingar (26. grein). Einhver skemmtilegasta srrein stjómarskrárinnar er þó 38. greinin, en þar segir, „ ... að hvor þingdeild eða sameinað AlbinTÍ megi senda forseta lýðveldisins ávörp!“ VANTAR PÓLITlSKAN FORSETA Stjórnarskráin er greini- lega sniðin méð þáð fyrir augum, að forseti lýðyeldis- ins hafi forustu um stjórn landsmála og skipi ráðherra að eigin geðþótta. Það fyr- irkomulag er líka miklu auð veldara í allri framkvæmd. bar sem forsetinn getur val- ið sér ráðherra með mismun- andi skoðanir á stjómmálum og era ekki bundnir bing- setu, sem óhjákvæmilega torvelda störf slíkra manna. eins og áður er getið. Forsetinn verður þvi að vera harðsnúinn stjómmála- maður og leggja fyrir kjós- endur sína „prógram“, sem hann hugsar sér að fram- kvæma á kjörtímabilinu Fleiri en einn verða þá vænt anlega í framboði og fjör færist í leikinn. Þá vita kiós endur um hvað er verið að kjósa og eins gott fyrir bann forneta að standa við stóra orðin, annars á hann ekki upp á pallborðið við næstu kosningar. Og þegar menn hafa gert sér ljóst að stjórnarskráin býður upp á forseta með svo mikið vald, sem raun ber vitni, þá vaknar ósjálfrátt spumingin: Hver verður næsti forseti íslands? Um það skulum við ræða í næsta blaði. N o r ð r i. Ómakleg — (Framh. af bls. 1) Þetta er hættuleg blaða- mennska, sem hlýtur að stafa af misskilningi. Hvað er athugavert við það, að kunningjahópur ákveði að slá sér saman um að taka bíl á leigu og fara í 2—3 daga ferðalag inn í fagran fjalladal, þegar skemmti- stöðum er lokað í borgþnni? I skýrslunni segir orðrétt um betta: „Unglingahóp, sem öft kemur á Hressingarskálann en aðalforsprakki hans er unglingspiltur, 18 ára, kom saman um að fara austur í Þjórsárdal um hvitasunnu- helgina. Hafði pilturinn á- skriftarlista^ í vasanum og skráðu þátttakélndur sig‘ á ,þapn, en ekki...lá listinn frammi á Hressingarskálan- um. I þessum hópi eru ýms- ir, sem lögreglan kannast við úr kvöldlífi borgarinn- ar. Sú vitneskja virðist hafa breiðst ört út meðal unglinga, að mikið yrði um að vera í Þjórsárdal um hvítasunnuna, þangað færa margir. Af þessum ástæðum mun ungmennastraumurinn hafa beinst að þeim stað. Að öðra leyti virðist engin skipu lagning eða samtök um Þjórsárdalsferð hafa átt sér stað í stóram stíl, en auð- vitað hafa kunningjar í litl- um hópum slegið sér sam- an. Þessa litlu bóna, og mann söfnuðinn í heild skorti alla skipulagningu og ábyrga forastu." Einhvem veginn læðir höfundur skýrslunnar þeim gran inn í hugskot lesand- InoVel' SA^A „FLOOR SHOW" Willie Martin og „Saga“-baII- ettinn (Sex enskar dansmeyj- ar), ásamt hinum vel þekkta söngvara Dick Jordan. ans, að hér eigi í hlut var- hugavert fólk. Orðið „for- sprakki“ og athugasemdin að hér eigi í hlut ungmenni, „sem lögreglan kannast við úr kvöldlífi borgarinnar“ gera sitt til að setja blett á þennan pilt og félaga hans. Blaðasltrifin hafa líka valdið mikilli gremju meðal þessara unglinga. Þeim fannst nóg að þurfa að vera yfirheyrð eins og glæpa- menn af nefndinni, þótt ekki ætti að stimpla þá líka op- inberlega fyrir ferðalagið. Ekki kærðu þeir sig um alla ranuna á eftir sér. — Og það er mikið lagt á ungling- ana með svona yfirheyrzl- um. Pilturinn, átján ára gamli, sem gekkst í því fyrir kunn- ingja sína, að útvega bif- reið, skrá nöfnin og taka við fargjaldinu, hefur orð- ið svo fyrir barðinu á al- menningsálitinu og fellur þetta svo þunigt að hann er varla mönnum sinnandi. Við höfum jafnvel frétt að hann hafi lagzt í rúmið. Hér eiga áreiðanlega ekki hlut að máli neinir vand- ræðaunglingar, heldur lifs- glatt og félagslynt fólk, sem engin ástæða er til að stimpla á neinn hátt, hvorki af lögreglu, rannsóknar- nefnd né blöðum. Leynisamningar (Framh. af bls. 1) menn og konur muni fá tals verðar kauphækkanir, þrátt fyrir bannið. Það var vitað um leið og hugmyndin um bannið kom upp að ekki myndi unnt að koma í veg fyrir ýmsar yf- irborganir, sem einstaka að- ilar eða félög myndu krefj- ast með leynisamningum. Prentarar era eitt bezt skipu lagða launþegafélag lands- ins, og þykjast geta snið- gengið vilja ríkisstjómarinn ar og lagaboð, eftir þvi sem þeim þóknast. Þeir era þekktir að því að semja „undir borðið“ fá aukagreiðslur og fríðindi í einkasamningum sínum við vinnuveitendur. Enda þótt þetta þyki ekki góðir samn- ingshættir, hefur það verið látið viðgangast vegna þess að skortur er á prenturam og þeir halda félagi sínu, sama sem lokuðu. Þeir banna prentsmiðju að taKa. nema einn lærling á hverja tvo eða þrjá sveina í prentsmiðju og það jafngild ir því að félagið sé lokað, eða því sem næst. Þessi þvingunarpólitík þætti ekki siðleg ef um „auð valdið“ væri að ræða.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.