Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 6
6 NV VIKTJTlÐINDI Kiiibburinn Tríó Magnúsar Péturssonar ásamt söngkonunni Mjöll Hólm Framvegis verða efri salir Klúbbsins einn- ig opnir mánudaga og þriðjudaga. KLtJBBURINN MÆLIR ME Ð SÉR SJÁLFUR Lækjarteig 2. simi 35 3 55. Röðul I Ðidda Sveins & Eyþórs Combo leika og syngja fyrir dansinum. Röðul I SlMI 15327 MERGJUÐ OG FJÖRLEGA SKRIFUÐ SAGA EFTIR MESTSELDA RITHÖF- UNDINN 1 DAG — CARTER BROWN ELSKENDURNIP OG LÍKIN „Ormurinn þinn!“ hreytti Wanda út úr sér með hækkandi rödd. „Mér býður við að þurfa að horfa á þig! Farðu burt frá augunum á mér!“ Greg leit á Don og mig; augun voru ráðaleysisleg bak við umgjarðalaus gleraugun. „Hún veit ekki hvað hún segir,“ sagði hann hóglátlega. „Afsakið mig.“ Hann steig eitt fet fram og sló Wöndu utan undir, svo fast að hún riðaði og féll á kné. „Stattu á fætur.“ Hún reis hægt á fætur; lófafar hans roðaði vanga hennar. Það var ósvikinn ótti í augum hennar, þegar hún leit á hann. Greg brosti til hennar. „Þetta er betra,“ sagði hann í sama blíða tóninum. ..Svona, stundum er þögnin guils ígiidi. Nú ættirðu að fara upp í herbergið þitt.“ Greg beið unz Wanda hafði gengið út úr stofunni þUngUm skrefum og lokað á eftir sér. Þá leit hann glaðlega til okkar og sagði: „Það hlýtur að vera kom- inn matartími. Ég veit ekki um ykkur, en ég er orð- inn svangur." Don leit á mig og yppti öxlum hjálparleysislega — og ég yppti mínum sem svari, og fann um leið hvern- ig kjólefnið þrýsti að. „Eg held að við ættum að fá okkur eitthvað í svang- inn,“ sagði Greg. „Mér skilst að Frome lögreglufull- trúi \úlji að við séiun hér öll klukkan hálf-níu. Við höfum þess vegna takmarkaðan tíma.“ Við sátum aðeins þrjú til borðs — aðrir komu ekki. Maturinn var vondur, ámóta og sá, sem ég mallaði einu sinni fyrir strák, sem mig langaði til að láta halda að ég væri myndarleg og heimakær kona. En það fór á aðra leið. Hann vildi heldur alls ekki að ég væri neitt húsmóðurleg. Það eina sem hann vildi var að elska mig. Eftir að við höfðum lokið við að borða, fórum við aftur inn í stofu, og þar beið Frome þegar eftir okk- ur. Paytonhjónin sátu þar einnig, og Fabian. Við sett- umst í sófá, og Don þrýsti sér huggulega upp að mér eins og kærleiksríkur eiginmaður. Cari kom rétt á eftir okkur og fleygði sér niður í hægindastól. Frome leit á okkur, hvert fyrir sig: „Allt í lagi,“ sagði hann hryssingsleva ,.I gærkvöld var kona myrt hér í húsinu, og ' T,er ykkar er morðinginn. Eg ætla að komast að raun um hver morðinginn er, og þið sitjið kyrr þangað til ég hef leyst þá gátu!“ Við svöruðum engu, svo að hann hélt áfram: „Það hefði enginn utanaðkomandi maður getað framið glæp- inn. Við teljum að hann hafi verið framinn um klukk- an hálf-þrjú í nótt. Nú skulum við reýna að sann- prófa hvar hver ykkar var á þeim tíma.“ Eg tók höndina á Don af lærinu á mér, af því ég sá að Fabian horftV á handbrögð hans og var farinn að glotta, og það fannst mér óþægilegt. „Eftir því sem mér skilst af framburði ykkar í nótt,“ sagði Frome allt i einu, „þá voru Payton-hjón- in sofandi í sínu herbergi. Þau höfðu ekki hugmynd um hvað um var að vera fyrr en lögreglan vakti þau og skipaði þeim að koma niður. Fabian Dark hefur sömu sögu að segja.“ Hann leit á Don og svo á Carl, sem hvorugur virt- ist hlusta á orð hans. „Hin þrjú virðast hafa verið miklu framkvæmdasamari,“ sagði Frome kaldhæðnis- lega. „Donald Ebhart kveðst hafa heyrt hávaða í kjallaranum, svo að hann hafi farið niður til þess að aðgæta hverskyns væri og að hann hafi fengið högg á höfuðið, þegar hann kom niður kjallarastigann." Hann þagnaði andartak og hélt svo áfram: „Carl heyrði einnig einhvern hávaða og fór fram til að at- huga hvað um væri að vera. Frú Mavis Ebhart vakn- aði líka við kynleg hljóð og sá að maðurinn hennar var horfinn. Þegar hún kom fram á ganginn mætti hún Carli, og þau fóru saman niður í kjallarann, fundu eiginmann Mavisar meðvitundarlausan þar — og loks fundu þau lík ráðskonunnar.“ Frome braut vandlega saman minnisblöð sín og stakk þeim í jakkavasann. „Vill einhver andmæla þessu?“ spurði hann. „Breyta framburði sínum á ein- hvern hátt?“ Líklega hefur enginn viljað gera það, því allir þögðu. „Allt í lagi,“ sagði Frome aftur, sem var bjánalega að orði komizt. „Við byrjum á sviðsetningunni í kjall- aranum — grímu-num á veggnum, hlekkjunum og log- andi kertunum. Hver vissi um hvemig umhorfs var þar niðri?“ Það var stutt þögn, imz Carl tók til máls. „Fabian Dark,“ sagði hann tilbreytingarlausri röddu. „Hann minnti Edwimná það um kvöldið eftir máltíðina. Don og Mavis voru þar — þau heyrðu hann segja það.“ ‘'‘'FrÖtoédéíf1 á-'bkkur, óg ég kinkaði kolli. Það umlaði sámþykkjandi í Don. Því næst leit Frome kuldalega á Fabian. „Auðvitað vis-si ég allt um kjallarann," sagði Fab- ian rólega. „Og það vissu hin líka — bæði Donald, Carl og Wanda. Randolph Ebhart hafði ákaflega und- arlegar aðferðir til þess að veita sér ánægjustundir — og þetta var ein þeirra.“ „Einhver hlaut að vita um kjallarann, sem hefur dröslað vesalings konunni þangað niður,“ sagði Frorne. Fabian skellti upp úr. „Nú held ég að lögreglufull- trúinn taki fullmikið upp í sig? Eg efast ekki um að Edwina hefur farið af fúsum vilja niður í kjallar- ann, svo ekki sé meira sagt. Hún var vön að vera mjög virkur þátttakandi i skemmtunum Randolphs, meðan hann var á lífi.“ Frome roðnaði. „Það kann s-att að- vera. Líklega get- ur allt gerzt í þessu húsi!“ „Eg efast ekki um,“ sagði Fabian, „að Wanda hafi skýrt manninum sínum frá því, og að Don hafi sagt sinni konu ávæning af því. Við höfum því áreiðanlega öll vitað um kjallarann." „Eftir vitnisburði ykkar í gærkvöldi að dæma,“ sagði Frome, „veit enginn ykkar um ástæðu fyrir morðinu á ráðskonunni. Vill nokkur taka aftur fram- burð sinn í þessum efnum?“ „Ebhart-fólkið er ákaflega undarleg fjölskylda,“ sagði Fabian. „Og hefur alltaf verið. ’ Sennilega þurfið þér að líta yfir venjulega rökvísi, ef þér ætlið að finna orsök og ástæðu fyrir morðinu, Frome.“ „Hvað eigið þér við?“ „Jú. litið þér á,“ sagði Frome hæglátlega. „Líkið finnst í kjallaranum; maður finnst rétt hjá því. En hann fær ekkert nema samúð, vegna þess að hann hef- ur áverka á höfðinu. Ef til vill hefur hann nýlega myrt Edwinu. þegar hann heyrir einhvem koma niður í kjallarann. Hann á sér engrar undankomu auðið. Vissu lega var eini hugsanlegi möguleikinn til að leiða af sér grun undir þessum kringumstæðum sá, að slá höfðinu á sér við vegginn, detta á gólfið og falla í öngvit.“ Frome leit á Don. „Hvað segið þér við þessu, Eb- hart?“ spurði hann.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.