Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 2
2 Nf vikijtEðindi 1 —'■■■■' " —' ] | NÝ VIKIITIÐ IN DI koma ut á föstudögum og kosta 5 kr. Ritstjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson. í Auglýsingasími: 17333. j Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegi 27, sími 14856. Prentsmiðjan Ásrún h.f. Vetkfallavofan 1 I Ennþá einu sinni læðist verkfallsvofan eins og ís- ] köld loppa yfir þjóðlíf okkar. Ef einhver hrópar: „Eg vil fá kauphækkun!" keppast stéttarbræður hans við að taka undir við j hann, og svo bergmálar hrópið í öðrum stéttum. Mennimir, sem vilja vera valdamenn í sté'ttasam- j tökunum, láta ekki á sér standa að segja: „Kröfur j| vorar um kauphækkun em réttmætar. Ef fólkið fær j ekki hærra kaup geram við verk,fall!“ Og svo skella verkföllin á og allt fellur í dróma um lengri eða skemmri tíma. Loks, þegar algjört öng- þveiti blasir við og jafnvel er hótað að stöðva vélar frystihúsanna svo að all&r fisk- og kjötbirgðir þjóð- arinnar eyðileggist, er samið um hærra kaup. Oftast er þó þetta hærra kaup einungis falið í krónum en öðm ekki. Verðmæti peninganna rýmar venjulega að sama skapi. Mjólkin cg kjötið hækkar, húsaleigan fer upp úr öllu valdi, tóbakið og vínið stígur enn í verði, símaþjónustan verður vitfirrings- lega dýr, strætisvagnagjöld, sem voru nokkrir aur- ar í fyrstu eru komin upp í 3 krónur og svo fram- vegis. Svo fellur gengi krónunnar og þá hækka allar vömr erlendis frá. Það liggur við að maður brosi að öllu þessu fá- bjánalega brölti. En samt er átakanlegt að vita þroskaleysi þessarar fámennu þjóðar — grunnhyggn- islegan bægslagangi við að keppa að fleiri og verð- minni krónum en fyrr. Og hin fjölmenna stjóm þess'a litla fyrirtækis, sem kallast Island, stendur uppi eins og þvara og getur ekkert aðhafst vegna frekiu og yfirgangs verkafólksins. Þetta þætti ekki gott af stjómendum Fordverksmiðjanna eða annarra stórfvrirtækja, sem hafa miklu fleira fólk í þjónustu sinni en ríkisstjóm fslands ræður yfir. Hver veit samt nema hún búi yfir einhverju Ieyni- vopni gegn verkfallsvofunni vondo. Við s’mhim 'ona það í lengstu lög. Merkur maður fallinn í valinn Einhver gagnmerkasti embættismaður sem ísland hefur alið, dr. Bjöm Þórðarson, er nýlega látinn í hárri elli. Hann var lengi lögmaður í Reykjavíli, en svo hét embætti það fyrir nokkmm árum, sem borg- ardómari og borgarfógeti gegna nú. f því starfi sem öðmm var hann samvizkusamur og traustur svo að af bar. Hann var einnig forsætisráðherra um tveggja ára bil, þegar utanþingsstjóm fór með vökl, einmitt Jæg- ar lýðveldið var stofnað. Sýnir það bezt hvílíkt traust var til hans borið, enda var hann þess maklegur að allra dómi. Við minnumst hans sem einhvers bezta borgara þessa lands og væri æskilegt að við ættum sem flesta hans líka. Þýzk ofskipulagnmg TJARNARBÆR sýnir nú þýzka mynd með gamanleik- aranum Heinz Riimann í að- alhlutverkinu. Hún er aug- lýst sem fyndin og bráð- skemmtileg mynd, en ekki stökk mér bros á vör alla sýninguna — og ekki varð ég heldur var við hlátm í kringum roig. Samt leynir myndin á sér. Þótt hún sé ekki „bráð- skemmtileg“, er hún miklu mannlegri og sannari en flestar amerískar kvikmynd ir, sem sýndar eru hér og ýmist eru of ýktar eða væ?*nar fyrir okkar sm<»kk, nema hvorutveggja sé. Aðalvandamálið, sem glímt er við í myndinni, er það, að í Þýzkalandi getur maður, sem ekki hefur vinnu, fengið vegabréf •— og vegabréfslaus maður getur ekki heldur fengið vinnu. Þetta veldur að sjálfsögðu feikna flækjum. En höfuðeinkenni mynd- arinnar er þó það, hvað gert er mikið gys að einkennis- búningadekri, titlatogi og of skipulagningu Þjóðverja Þetta skilja að sjálfsögðu Þjóðverjar sjátfir bezt, en aðrar þjóðir geta einjnig<hleg ið að því. Og Heinz Rúmann leikur aðalhlutverkið af svo frá- bærri list að hann verður áreiðanlega öllum minnis- stæðm’, sem myndina sjá. ☆ ZSA ZSA GABOR sézt ekki oft í kvikmyndum, en er samt mjög umtöluð í heims- pressunni, enda Iætur hún mikið á sér bera. Þótt hún sé farin að reskjast tals- vert, er hún sama heimsdaman og fyrr, óhrædd við að segja meíningu sína, gáfuð og orðheppin. Hún kann vel að klæða sig og koma fram, enda er hún talin með glæsilegustu konum heimsins. \

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.