Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 „Þetta er auðvitað lygi,“ sagði Don kuldalega. „Skáldskapur Fabians. Eins og hálfbróðir minn gat um, var það Fabian sem vakti máls á kjallaranum við Edwinu í gærkvöld. Samkvæmt því sem Fabian segir vissum við öll hin um leyndardóma kjallarans — að Edwina og faðir minn skemmtu sér saman þar niðri. Eg vissi ekki um það, og ég efast um að hin hafi heldur vitað til þess. Mér þætti líka gaman að vita, hvernig Fabian vissi þetta. Það væri fróðlegt að vita, hvort hann hefur tekið að sér hlutverk föður mins undanfarin fimm ár. Við höfum engin haft af- skipti af húsrekstrinum frá því pabbi dó. En Fabian hlýtur að hafa verið hér algengur gestur sem umboðs- og eftirlitsmaður með eigninni." „Þetta virðist mér skiljanlegt, Frome,“ sagði Car! mjúkmáll. „Þetta þarf ekki endilega að hafa verið áJsetningsmorð. Hver veit nema hún hafi verið drep- in af tilviij'Un, sem orsakast hefur af ástríðuhita. Spyrjið þér Gregory geðsjúkdómalækni um álit hans Hverju héldur hann að grímurnar og hlekkirnir geti valdið í þessu sambandi?" Frome leit á Greg. „Já, hvað er álit yðar?“ Greg brosti flóttalega. „Það er hugsanlegt — og elkki mjög óalgengt. Ýmiskonar kvalálosti getur leitt til slíkra slysa, fræðilega séð.“ „Ef þér eruð að leita að fólki, sem hefur gaman af að misþyrma hverju öðru, Frome,“ sagði Carl, „þá ættuð þér að vita hvemig Wanda og Gregory höguðu sér hérna rétt áðan. Það er ekki vist að þau hafi verið sofandi, þegar morðið var framið!" ,,Andstyggðarlygari! “ æpti Wanda. „Hvað varst þú annars að gera á rápi um húsið um miðja nótt! Ef til vill varst þú að koma upp úr kjallaranum, þegar þú hittir Mavis. Þú þóttist vera að koma úr herberg- inu þínu; en ekki var skapstillingu þinni fyrir að fara fyrir kvöldverðinn!" „Má ég fá að heyra hvað eiginlega g^rðigt hér áður en þið borðuðuð kvöldmat?" spurði Frome ljúfmæltur. Greg sagði honum hvað gerzt hafði, þegar. Wanda brant brúðukall Carls. „Eg efast ekki um að hann hefði komið fram með miklu meira ofbeldi." sagði Gregory alvarlega, ,,ef Don hefði ekki komið inn og afstýrt því. Ef til vill hefur Edwina látið einhver orð faila um Limbo í gærkvöld, sem vakið hefur ofboðs- lega reiði Carls. Og ef saga Fabians er sönn, hefði ekki verið erfitt fyrir Carl að fá Edwinu til að koma rnður í kjallara með sér. Þegar hann hefði á annað borð verið búinn að fá hana þangað, hefði verið barna- leikur fyrir hann að koma henni fyrir kattamef. Á eftir hefði verið auðvelt fyrir hann að setja hana í hlekkina og koma morðgmninum á. einhvern annan — til dæmis Fabian.“ TÍUNDI KAPÍTULL Eftir endalaust þref, skammir og yfirheyrslur kom- umst við loks upp í herbergið okkar. Frome hafði þá séð hatrið á milli systkinanna og heyrt um seinni erfðaskrá Ebharts. sem vakti athvgli hans á. að al)ív erfingjamir hefðu haft svipaða ástæðu til þess að myrða Edwinu. Eg settist i hægindastól, og Don blandaði drykk í glösin okkar. Mér datt í hug svipurinn á Frome, þeg- ar hann hætti að spyrja okkur um klukkan ellefu — það var engu líkara en að hann langaði mest til að skjóta sig. Mig furðaði ekki á því, vegna þess að eftir því sem ég kynntist Ebhart-fjölskyldunni betur, því meir langaði mig til hins sama — nema að því er Don snerti, auðvitað. Don rétti mér glasið og settist með sitt í hæginda- stól andspænis mér. „Hvílíkt kvöld!“ sagði hann og brosti gervibrosi til min. „Eg var farinn að vor- kenna Frome fyrir rest. Eins og málið horfir nú, hefur hann enga von um að finna morðingja Edwinu!“ „Hefur þú nokkra hugmynd um hver hann muni vera?“ spurði ég. „Auðvitað. Eg er hann,“ sagði hann. „Á eftir kýldi ég mig í hausinn, þegar ég heyrði ykkur Carl koma niður.“ / LÁRÉTT: 1. bruggunarefni, 5. sjóð- ir, 10. básinn, 12. herbergi, 14. mælir, 15. með viðkomu, 17. gæzla, 19. vökva, 20. slóðar, 23. dauði, 24. tón- verks, 26. tryllir, 28. ólogið, 29. útungunar, 30. flokkur, 31. hestur, 32. raddblæ, 34. bæta, 35. leikur, 36. spuna- efni, 38. fyrir stuttu, 40. hár, 42. matbýr, 44. staf- ur, 46. því næst, 48. úthaf, 49. rólegur, 51. blási, 52. auð, 53. strita, 55. steinteg- und, 56. starfssamur, 58. æða, 59. óhreinkist, 61. stúlkunafn, 63. litkað, 64. suða, 65. óþverri. LÖÐRÉTT: 1. spána, 2. fugl, 3. af- markað, 4. samtenÍTig, 5. vein, 6. skammst., 7. di umb- ur, 8. angan, 9. skríliinn, 10. bandi, 11. fánýtið, 13. ráf, 14. þýða, 15. kraumaði, 16. . . - ■■■-*»" *-• W&4 Tlytirmn, (friðilrr*^2. 27. fræg, krydds, 33. ambátt, 34. tín- ir, 37. stærsti. 39. ferðalag- ið, 41. drós, 43. kvæða, 44. glufa, 45. suða, 47. fæðast, 49. blífur, 50. frumefni, 53. stóðu við, 54. ágæta, 57. spil, 60. hreinn, 62. forsetn- ing, 63. sýsla. LAUSN á síðustu krossgátu 1. kross, 5. orsök, 10. þrífa, 12. óklók, 14. Orion. 15. krá, 17. innra, 19. ref, 20. alvaran, 23. gos, 24. tí- ur, 26. lagar, 27. hupp, 28. afset. 30. kar, 31. verpa, 32. kyrr, 34. vall. 35. (akast, 36 eirsól, 38. fund. 40 taka, 42 vætla 44. ota 46. rorra, 48. ærsl. 49. girða. 51. tvær, 52 ske, 53 orðlaus. 55. eta, 56 amar. 58. all, 59 elfur, 61 ódug«. 63 limur. 64. amast, 65. gónið. LÓÐRÉTT: l. hinfuskaftsenda, 2. Ríó, 3 ofna, 4. sa, 5. o, 6. ró, 7. skin, 8. öln, 9, kóngulóar- vefur, 10 hreif (i i), 11. kragar. 13 kropp, 14. ortar, 15. kvaki 16 árar. 18. asp- ar 21 II. 22 ar. 25. reyk- ul!. 27 heiskot. 29. trana. 31. varar, 33. rsd. 34. vit. 37. hvæsa, 39. stilla, 41. ferar. 43. ærkró, 44. orða, 45. aðall, 47. rætur. 49. gr., 50. au, 53. orga. 54. sein, 57. aum, 60. LMI, 62. ss. 63. ló. .cgjiJjU'áo,. ".n~s.oa run, f , .. & & íðJBðh OrYrf 8...Bl >va „I alvoru? Hann hristi höfuðið. „Þetta er allt svo fjarstæðu- kennt. Ef ástæða hefði verið til að myrða einhvern. ætti það að hafa verið þú.“ „Don,“ sagði ég fljótmælt. „Eg er ennþá lifandi — og láttu mig vera það áfram.“ „Sá eini, sem vissi um seinni arfleiðsluskrána, var auðvitað Fabian,“ sagði Don rólega. ,.En ég á bágt með að ímynda mér Fabian sem kaldrifjaðan morð- ingja.“ „Veiztu eitt?“ sagði ég alvörugefin. „Eg hef verið að hugsa málið.“ „Vertu nú hæg. Mavis,“ sagði hann áhyggjufullur. „Þú mátt gæta þess að hafa höfuðið í betra sam- bandi en Limbo, blessaður, hefur við sinn lemstraða skrokk þessa stundina.“ ,,Eg á ekkert skylt við þann bjána,“ sagði ég af- undin. „Ekki að minnsta kosti hvað kroppinn snerti,“ sagði hann hlæjandi. „En hvað ætlaðirðu að segja, elskan?“ „Eg held að það hafi verið Fabian, sem drap hana,“ sagði ég. „Af hverju?“ „Ja, það var hann, sem minnti Edwinu á kjallar- ann og allt það i fyrrakvöld.“ sagði ég. „Og svo finnst manni einhvern veginn maður vera óhreinn í návist hans,“ „Kvennalógík!“ sagði hann stórmennskulega. „Ef þú vilt ekki hlusta á mig,“ sagði ég yfirlætis- lega, „þá þú um það. Eg er viss um að Carl hefur meiri áhuga á því, sem ég hef að segja.“ „Carl!“ hnussaði í Don. „Vogaðii þér ekki að koma nálægt honum, þegar ég er ekki nærstaddur. Hvað ertu eiginlega að rausa um?“ „Gættu þín,“ sagði ég. „Ef þú ætlar að fara að tala við mig i sömu tóntegund og Johnny Rio, get ég alls ekki hugsað til þín rómantískt, hvað þá meir.“ „Fyrirgefðu, Mavis, ástin,“ sagði hann alúðlega. Hann kom og settist á stólarminn, og svo tók hann utan um axlir mér. Mér veittist þvi erfitt að einbeita mér að því, sem ég ætlaði að segja. (Framh. í næsta blaði)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.