Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.01.1964, Qupperneq 2

Ný vikutíðindi - 17.01.1964, Qupperneq 2
2 N* VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍDINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Ritstjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson. Auglýsingasími: 17333. Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegi 27, sími 14856. Prentsmiðjan Ásrún h.f. Kjarkmikil ákvörðun Almennt hefur það vakið ánægju hérlendis, að Loftleiðir völdu þá leið að lækka fargjöldin enn yfir Atlantshafið, þegar IATA-félögin lækkuðu sín flug- fargjöld á þessari leið, beinlínis með það fyrir aug- um að hnekkja veldi Loftleiða. Þykir stjóm Loftleiða hafa tekið myndariega á málunum og sýnt áræði og festu. Þetta er góð og kjarkmikil ák\'örðun, sem ber vott um að eigendur Loftleiða trenysta á hæfni starfsfólks síns til að standast hinum eriendu risafélögmn snúning. Allt bendir nú til þess að félagið sé að afla sér nýrra og stærri flugvéla í stað hinna eldri og minni. Mun ætlunin að kaupa skrúfuþötur með Rólls-Roýce- hreyflum og 180 sætum, sem taldar eru ódýrari I rekstri en hinar svokölluðu sexur, sem þeir nota núna. Þjóðin óskar þess af alhug, að þetta vinsæla flug- félag okkar haldi velli í hinni gífurlegu samkeppni, sem nú er framundan um farþega yfir Atlantshaf- ið. Hressileg nýjung Ungur og hressilegur stórkaupmaður hefur nú brotið margra ára ís og farið að auglýsa vissa teg- und af tóbaki. Umboð á tóbaki hér á Iandi var lengi í höndum einkasöluforstjóranna sjálfra, sem að sjálf- sögðu töldu sig ekki þurfa að auglýsa vörurnar. Þetta var látið viðgangast óátalið, þótt óneitanlega hafi mörgum fundizt óeðlilegt að forstjóri ríkiseinka- sölu hefði mikil umboðslaun af einkasöluvörunum of- an á gífurieg laun hjá ríkissjóði. „There is something rotten in the State of Dan- mark,“ lét Shakespeare eina söguhetju segja. — Og kannske verður aldrei komið í veg fyrir að eitthvað rotið eigi sér stað í öllum þjóðfélögum heims. En til þess er hin frjálsa pressa, að benda á það sem miður fer, einkum ef það fær að þróast í skjóli pólitískra flokka, hvetja til nýrra átaka, skerpa rétt- lætisvitundina og stuðla að þvi sem betur má fara. Við erum ekki að áfellast núverandi forstjóra ÁT- VR né nokkum annan persónulega. Við viljum ein- ungis vekja athygli á ósið, sem hefði löngu átt að uppræta — einn af mörgum í þjóðfélagi okkar. BóksalafélagIslands 75 ára Hinn 12. þ. m. hélt Bók- Bóksalafélag íslands 75 ára ára afmæli. Gaf það í því til- efni út mjög vandað afmæl- isrit, sem Sveinn Sigurðsson fyrrv. ritstjóri tók saman, auk þess sem því fylgdi skýrsla um bókaútgáfu 1888 —1962, eftir Ólaf F. Hjart- ar. Stofnendur félagsins voru þeir Sigfús Eymimdsson, Björn Jónsson og Sigurður Kristjánsson. Voru á stofn- fundinum samþykktar reglur fyrir félagið og gerð skrá yfir 27 útsölumenn víðsveg- ar um land, sem félagið veitti sérstök forréttindi gegn tilgreindum skilyrðum. Áður en stofnárinu lauk voru þó útsölumennifnir orðnir 35 alls. Fyrstu 20 árin var Sigfús Eymundsson formaður fé- lagsins. Þegar farið er yfir nafna- skrá fyrstu útsölumannanna, rekur maður augun í nöfn Sjónva~pstœkin— (Framh. af bls. 1) alltaf takast sem skyldi, en lagfæringar fást seint eða aldrei. Fullyrt er einnig að kass- inn sé reiknaður á 5—8 þús. kr. í söluverði tækjanna en smíðin kosti varla mikið yf- ir 1000 krónur. Fróður maður um þessi mál hefur ennfremur tjáð blaðinu, að þegar Evrópu- tækin eru stillt inn á Amer- íkukerfið, séu yfirleitt ekki notuð til þess sérstök og nokkuð dýr mælitæki, eins og nauðsynlegt er ef vel á að fara, heldur sé notast við skrúfjárn. Sjónvarpstækið sé svo aldrei í fullkomnu lagi, en ef hringt er í seljenduma komi viðgerðarmaðurinn ekki, eða þá eftir dúk og disk, og þá með skrúfjárnið í hendinni. Sé þetta rétt veitir sann- arlega ekki af því að vekja athygli á slíkum vinnubrögð um, því hér er um dýr tæki að ræða, og menn eiga heimt ingu á því að þau og við- ekki mun ástæða til slíkra umkvartana nema á fáum sölustöðum siónvarpstækja. Skylt er að geta þess, að gerðarþjónustan sé fyrsta flokks. eins og Hallgrímur Jónsson í Guðrúnarkoti, Magnús Jóns son á Steinum undir Eyja- fjöllum, Ari Hálfdanarson á Fagurhólsmýri, Sigurður Ól- afsson á Kirkjubæ, Sigurður Erlendsson á Álftanesi, Jó- hann Gunnlaugsson, Ytra- Lóni, Hermann Jónasson á Hólum, Gísli Jónsson á Hjarðarholti og Jón Jóns- son á Sleðbrjót. Þetta er glöggt dæmi um hina breyttu tíma á ekki lengra tímabili. Fyrir 75 ár- um voru bóksalar í sveitum og kostað var kapps um að ná til bændanna. Nú eru bók salar hinsvegar flestallir í kaupstöðum og kauptúnum. Allt til 1952 höfðu mörk- in milli útgefenda og bók- sala verið óljós, en þá eru samþykkt ný lög, þar sem tekið er fram að í Bóksala- félagi íslands geti þeir ein- ir einstaklingar eða fyrir- tæki orðið, sem reka bóka- útgáfu að staðaldri og sem aðalstarf, enda séu þeir ekki innan félagasamtaka bók- sala. Þá hafði verið stofnað sérstakt félag íslenzkra bókaverzlana. Þannig stendur á því, að félag þetta, sem raunveru- lega ætti að heita Bókaút- gefendafélagið, nefnist Bók- salafélag Islands, sem hljóm ar dálítið ankannalega í eyr um ókunnugra og er raun- ar orðið rangnefni. Núverandi stjórn félagsins skipa þessir merm: Gunnar Einarsson, form.; Oliver Steinn, varaform.; Ambjöm Kristinsson, ritari; Steinar Þórðarson gjaldkeri; Valdi- mar Jóhannsson, meðstjóm- andi; Gísli Ólafsson, með- stjórnandi, og Gunnar Þor- leifsson, meðstjómandi. ■ Endurskoðendur em þeh* Ragnar Jónsson, hrl., °S Sveinn Sigurðsson. — 1 skila nefnd félagsins em þeir Guð mundur Jóhannsson, Guð- mmidur Jakobsson og Þor- kell Jóhannesson. 1 lok síðasta árs vom út- sölumenn Bóksalafélagsins um 90 á landinu, þar af 18 í Reykjavík. Félagar voru hinsvegar 64, þar af 50 i Reykjavík. Við óskum félaginu til hamingju með afmælið. öppsagnir — (Framh. af bls. 1) stenzt ekki í janúar. Svo losaralegt er allt opinbert fjármálakerfi hér á landi. Samt em þessar áætlanir drifnar í gegn, þótt þær séu fyrirsjáanlega út í bláinn. Er þetta ábyrg forusta, ef svona er á öllum sviðrnn hjá okkur? — Og ólíkt er að- hafzt hjá stórveldinu Banda- ríkjunum. Þar verða áætl- animar að standast, og þar em ekki teknar á sig afleið- ingar vinnulaunahækkana. VETRARFRÍ Munið hinar ódým vetrarferðir m.s. GULLFOSS sem þekktar era orðnar fyrir vinsældir. Enn fást miðar í næstu ferðir. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS \

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.