Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Page 2

Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Page 2
z NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 6 kr. Ritetjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson. Auglýsingasími: 17333. Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegi 27, sími 14856 og 17333 Prentsmiðjan Ásrún h.f. Flugvallahjal Getur það verið, að forráðamenn flugmála hér á landi hugsi til þess í alvöru að byggja flugvöll á Álftanesi? Hugsanlegt er að það sé heppilegt flug- vallarstæði, hvað staðsetningu frá Reykjavík snertir, en hinsvegar er óhugsandi að við höfum f járhagslegt bolmagn til að byggja hann, einkum þegar það hefur komið í ljós, að mjög djúpt er þar víða niður á fast- an jarðveg. Reýkjavíkurflugvöllur leggst væntanlega niður áð- ur en langt um líður — þótt það kunni að dragast meira en okkur grunar nú. En þá eigum við Kefla- víkurflugvöll upp á að hlaupa, sem ekki er í meiri f jarlægð en svo, að við erum 40—50 mínútur að aka þangað frá höfuðborginni, sem er skemmra en víðast hvar annars staðar frá flugvöllum höfuðborga ann- arra landa. Og meðan svo lítið er hægt að veita af fé til flug- mála landsins á fjárlögunum, að flestir flugvellir úti á landi eru ófullgerðir — jafnvel hættulegir flug- vélum — þá er alveg út í bláihn að vera að tala um Álftanesflugvöll, sem er að okkar viti óþarfur — og fjárhagslega ofviða. Skólamál Löngum hafa uppi verið háværar raddir um það, hin síðari ár, að breyta þyrfti skólakerfinu í skyn- samlegra horf. Nú hefur fulltrúaþing Sambands ísl. bamakennara, sem nýlega var háð í Rvík, kveðið upp úr um það, að endurskoða þurfi og skipuleggja skólakerfið í heild. I samþykktum þingsins kemnr einnig fram sá vilji kennara, „að leggja beri meiri áherzlu á uppeldis- lega hlið skólakerfisins en gert hefur verið. Stefna heri markvisst að því að glæða persónulegan þroska einstaklingsins, laða böm og unglinga til sjálfstæðra starfa í námi“ o. s. frv. Þetta e!ra orð í tíma töluð. Vitanlega ætti að hvetja skólafólk til sjálfstæðs náms meira en gert er, t. d. með því að leiðbeina þeim um notkun bóka og bókasafna, sjálfstæðra rann sókna utan skóla og víkka sjóndeildarhring þeirra á margvíslegan hátt út fyrir námsbækumar. En það er ekki nóg að gera samþvkktir um þetta og breytt skólakerfi. Það þarf að fylgja því eftir í framkvæmd. Þetta má ekki vera meira í orði en á borði. Traust félag Það er vissulega ástæða til að áma Loftleiðum til hamingju með hina nýju 160 farþega flugvél sína „Leif Ei'ríksson“, sem nú hefur verið tekin í notkun og útlit er fyrir að færri komist með yfir Átlants- ála í sumar en vilja. Við getum verið stoltir af flugvélinni, og við meg- um vera stoltir af flugfélaginu og forystumönnum þess, — hinu farsæla félagi, sem er mjög þekkt aust- an hafs og vestan og allir bera traust til. Lárus Jóh. - (Framh. af bls. 8) um að orðin ,, ... hina sér- stæðu notkun ... ríkisbank- anum“ verði ómerkt og að- alstefndur dæmdur í refs- ingu fyrir þau eftir 236., en til vara 234. eða 235. gr. alm. hgl. FRJÁLS ÞJÓÐ, 46. tbl. 12. ÁRGANGS, 6. DESEMBER 1963. „VlXILMÁLIN EG ÁTTI ÓNOTAÐAN KVÓTA“. Eg hef rakið það, sem ég tel ámælisvert í þessari grein svo nákvæmlega í stefnunni, að ég sé ekki á- stæðu til þess að endurtaka það hér. Eg skal aðeins bæta því hér við, að ég bauð saka dómaranum að leggja með skjölum málsins frumritið af kvittun Ágústs Sigurðs- sonar, en hann kaus frekar að Ijósmynd af henni fylgdi málsskjölunum. Eg endurtek þær kröfur, sem gerðar eru í stefnu um ómerkingu innskotsgrein- anna og refsingu á hendur aðalstefndum- fyrir þær sam- kv. 236., en til vara 234. eða 235. gr. alm. hgl. Aftur á móti þykir mér rétt að fara nánar út í þann hluta grein- arinnar, sem ritstjórinn skrif ar og nefnir: „STUTT AT- HUGASEMD". Þau ummæli, sem ég átel sérstaklega eru: í. „Þáö vekur athygli, aS dómarinn spyr þetta vitni ekki neinnar spurningar. Dómarinn lætur ekki þetta vitni efia Hilm ar staSfesta framburZ sinn meS eiSi, og hlýtur þvi samkvæmi því að líta d þá sem grunaóa efia seka i málinu eftir þaS, sem áóur var fram komiS." Hvílík reginfirra, heimska og vanþekking á lögum. Eg er um skyldu fram að bera vitni 1 máli gegn syni mín- um og kom því eiðfesting ekki til greina. Eg er það vanur lögfræðingur og gam- all rannsóknardómari, að ég vissi hvaða atriði þyrfti að upplýsa í málinu og gerði það. Frekari spumingar frá dómaranum voru því óþarf- ar. Ber því hin tilvitnaða setning ekki vott um annað en illgirni og vanþekkingu. 2. „/ þeirri jdtningu, sem Lárus Jóhannesson leggur fram fyrir réttinum kemur fram svo margt álvarlegt, aS þaS hlaut afi krefjast margvís- legra spurninga og yfirheyrslna yfir ráSamönnum og starfs- mönnum bankans, sem um þessi viöskipti vissu. Ekkeri af þessu er þó gert, hvort sem skrifa á þaö á reikn- ing Sakadómarans eöa Saksókn ara ríkisins". (Undirstrikanir mínar, L. Jóh.) Þessum setningum er svar að með athugasemdum. mín- um um 1. lið hér að framan. (Já, þeir eru orðnir nokk- uð stórir reikningar Saka- dómara og Saksóknara rík- isins í bókhaldi Frjálsrar Þjóðar. Þó hygg ég, að þeim muni reynast auðveldara að greiða þá, en Frjálsri þjóð að greiða mér skuld sína við mig og að þeir þurfi tæp- lega áð leita þjóðarsamskota í þeim tilgangi. L. Jóh.) „Sú sérstaka aöstaöa, sem Lár us fær i Búnaöarbankanum um- fram þaö, sem venjulegt er i bankaviöskiptum, og sú notk- un á þessari sérstööu, sem þeg- ar er fram komin, upplýsir að nokkru hvers konar misnotkun i auögunarskyni á fé bankans og þagnarskyldu gagnvart viö- skipamönnum. hér . varö viö komiö" Mikil böm em þessir rit- höfundar Frjálsrar Þjóðar. Halda þeir yfirleitt að nokk- ur fésýslumaður taki banka- lán í öðm skyni en auðgun- arskyni. Heildsalinn, sem „diskonterar" viðskiptavíxla síná gerir það til að auka veltufé sitt og fómar til þess nokkurn hluta af heildsölu- álagningu sinni í von um meiri hagnað af aukinni veltu. Bóndinn fær lán til bæta aðbúð sína og auka framleiðslu sína í von um hærra verð og betri komu. Vízlasalinn selur víxla eða verðbréf oft í sambandi við húsasölu til að fá þóknun fyrir lánútvegunina eða söl- una. Námsmaðurinn til þess að auka þekkingu sína til ÞeS® að skapa sér aðstöðu til hærra kaups og betri lífsaf- komu. Svona mætti telja upp 1 það óendanlega. Það er ekkert saknæmt við það að vilja auðgast- 99.9% normal manna erU haldnir þeirri tilfinningu. Framh. 6 næstu si^u- JOSEPHINE STAHL syngur. Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu leika fyrir dansi. GLAUMBÆR SlMI 11777 STÚRA TIL NVRRA VIKUTlÐINDA, Laugavegi 27, Reykjavik. Undirritaður óskar að fá heimsent burðargjalds- frítt, eitt eintak af Stóru draumaráðningabókinni fyrir 100 krónur, sem fylgja þessari pöntun. Nafn Heimili

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.