Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Blaðsíða 2
2 ^ V VIKUT i D I vvvvv ný vikutíðindi| Lélegt útvarpsefni og sjónvarpsmenning ? T T L Koma út á föstudögum og kosta kr. 10.00 ! ? % ! i ? ? I Aðsent bréf. Laxness víttur - Móðursjúkir stúdentar Vlgefandi og ritsljóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn: Gretlisgölu 64 Auglýsingar og afgre'ösla Laugavegi 27 (3. hæö), símar 14856 og 17333. Prentsmiðjan Ásrún. V i 4 ? ? i T : Mörg mannslíf í hættu I Sjómannablaðinu Víking, eem nýlega er komið út, er bentá þá sorglegu staðreynd, að 1/3 þess sjómannafjölda, sem ferst árlega, týni lífi í höfnunum. Jafnframt er bent á hina hættulega stiga, sem tíðkast til landgöngu úr fiskiskipun- um. Er sagt að reynt hafi verið að ráða bót á þessu, en allir ábyrgir aðilar vísi frá sér, þar með Slysavarna félagið, hafnaryfirvöldin og Öryggismálastjóri. Telji þess ir aðilar að skipaeigendum beri að sjá um þessa hluti. Við viljum taka undir þá kröfu við greinarhöfundinn að nauðsyn sé á lagaboðum um þetta, sem ákveðnum að- ila er falið' að framkvæma og forða þannig mannslífum frá glötun. Fáránlegt uppátæki Mótmælaundirskrift Háskóla manna gegn sjónvarp nu hljóta að vera runnar undan rifjum yfirmanna skólans, sem hefur mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við rekst ur Hásikólabíós. Önnur sikýr- Lng er varla til fyrir þessu fáráhlega uppátæki. Ef háskólann vantar fé, þrátt fyrir happdrætti sitt, á hann að fá meiri opinbera styrki. Það er tilgangslaust að ætla að spyrna fótum gegn frjálsri notkun sjón- varps, aðeins vegna þess að rekstur bíóa stafar hætita af því. Slíkt er hættulegur barnaskapur. Eðlileg þróun verðiur ekki stöðvuð í lýðræí Lsríki. Gætum við hugsað okkur að fólk hér á landi færi að stelast til að horfa á erlend- ar sjónvarpssendingar frá gerf ihnöttum ? Það er svona álíka og þegar undirokaðar þjóðir voru að laumast til að hlusta á erlendar útvarps stöðvar á valdatímum naz- ísta. I merkasta vikublaði lands ins las ég fyrir stuttu við- bjóðslega lofgerðarrollu um Halldór Laxness, þar sem hann er talinn einn vinsæl- asti útvarpsmaður hérlendis og talað um firábærann flutn ing hans á verkum sínum. Síðan segir orðrétt: ,,Sagt er að ekki sé á ann- að meira hlustað í Ríkisút- varpinu en Halldór, en nú cr svo komið, að fjölmörg ís- lenzk heimili skrúfa ekki frá íslenzka útvarpinu, heldur er setið og horft á kanasjón- varpið öllium stiuindium.“ Þessi furðufrétt stóð í blaðinu og satt að segja varo ég hissa, er ég las hana í iþesS'U blaði, því mér er kunn - ugt að ritstjóri viðkomandi biaðs er vel gáfaður maður og laus við allt kommúnista- dekur og furðaði ég mig því á að sjá þessi ummæli í blað- inu. Mér er nær að hailda að meiri hluti útvarpshlustenda fagni því, að Halldór Lax- ness hefur lokið lestri þessa lélegasta þvættings, sem hann hefur látið frá sér fara, þó margar bækur hans séu ekki allt í sómanum. Ekki er ólíklegt að hlust- endur langi þvi að heyra nú lesna sögu eftir hinn ágæta norska höfund, Johan Boj- er. Sögur hans hafa margir lesið sér til ánægju og upp- byggingar, en a. m. k. hafa mór fundist sögur Laxness leiðinlegar og gildislausar, til þess eins skrifaðar að stimpla þá þjóð, sem er svo lánlaus að þurfa að telja hann meðal sona sinna, sem samsafn af fávitum og hys.t- eriskum vandræðamönnum. Þó er hiitt furðulegra að Í3- lenzk stjómarvöld skuii vera svo karakterlaus að sæma hann heiðurslaunum. 1 umræddri klausu e.r sagt, að' mörg heimili opni efeki fyrir Ríkisútvarpið, en horfi í þess stað á hermannasjón- varp frá Keflavík. Þar mun koma til, að Rík- isútvarpið mun þykja flytja lélegt efni, sem hlustendurn þyki engin dægrastytting í að .hliusta á og því ekki nema von að þeir taki Keflavikur- sjónvarpið fram yfir; þeir sem sjónvarpstæki hafa. Eg hef alloft horft á Keflavíkur- sjónvarpið og aldrei séð eða heyrt neitt í því, sem gæti verið spillandi fyrir is.le.nzkt þjóðerni eða siðspillandi. Eftir því sem blöð og út- varp hafa skýrt frá, hafa nokkur hundruð háskólastú- dentar orðið gripnir þessu sjónvarpshysterii, sem nú þykir sennilega fínt. Er sagt að þessi menntamannaskari hafi farið þess á leit við Al- þingi að Keflavíkursjónvarp- ið verði takmarkað við Kefla vífeurvöllinn einan, a. m. k. þegar íslenzka sjónvarpið tekur til starfa. En hvernig ætla þessir sjálfskipuðu þjóðernisverðir að fara að, ef, sem vel má búast við, að innan ekki langs tíma verði komið á loft sjónvarpshnöttum, sem náð gieta til alls heimsins? Ekki er að lasta það, þó stúdentarnir beri umhyggju fyrir sínu þjóðerni og velferð þjóðar sinnar. En er það ekki að skjóta framhjá markinu að hefja herferð gegn menn- ingarstofnun, þó hún sé rek- in af annanri. þjóð? Þama virðist mér koma fram ólæknandi minnimátt- arkennd hjá þeim ungu menntamönnum, sem að á- skoruninni standa og jafn- framt vantraust á íslenzkri þjóð, að hún sé svo mik'.ll skríll að hún þoli ekki sam- búð við menningarþjó5ir; ég hefði getað haldið að ratú- dentarnir hefðu verið í læ:ú hjá Eysteini Jónssyni en efeki í Háskóla íslands. Væri nú ekki þessum ungu menntamönnum nær, ef þeim er annt um þjóðemið og sóma þjóðarinnar, að beita sínum áhrifum til þess að koma í veg fyrir að ungar íslenzkar stúlkur leggi lag sitt við litaðan skríl af ýmsu ógöfugu þjóðemi? Geri þeir það, er ekki örvænt um að þeir verði þjóð sinni að liði. Eg tel sjálfsagt að Kefla- víkursjónvarpið fái óhindrað að starfa þrátt fyrir það, þo komið verði upp íslenzku sjónvarpi. Ef íslenzkt sjón- varp getur ekki staðist sam- keppnina, virðist það munu hafa lítinn tilverurétt. Talið um að takmarka Keflavíkurstöðina eftir að ís- lenzkt sjónvarp hefur tekið til starfa, ber vott um einok- unarhneigð af versta tagi og minnir óneitanlega á komm- úniskt stjórnarfar. Pa- Aukin sfarfsemi Flugfélags íslands Fluttí yfir 130 þús. farþega í áætlunarflugi árið 1965 Flugrekstur Flugfélags Is lands gekk mjög vel árið 1965 og fluttu flugvélar flug ifélagsins fleiri farþega en nokkru sinni fyrr á einu ári. Veruleg aukning var einnig á vöruflutningum og póst- flutningum. Allmörg leigu- fiug voru farin á árinu. Félagið annaðist allt flug á árinu með eigin flugvélum, en að undanförnu hafa verið leigðar flugvélar erlendis frá yfir mesta annatímann. Frá mánaðarmótum maí-júní var hin nýja Friendship skrúfu- þota félagsins að fullu í á- ætlunarflugi innanlands. Milfilandaflug. Farþegar félagsins í áætl- unarflugi milli landa voru ár ið 1965 42.986, en voru 36. 952 árið áður. Aukning er 16,3%. Vöruflutningar milh landa jukust einnig. Fluttar voru 437 lestir af vörum á móti 412 árið áður og er aukning 6%. Póstflutningar millil landa námu 137 lestum á móti 115 lestum árið áður. Aukning miUi landa námu 137 lestum á móti 115 lestmn árið áður. Aukning 19%. Innanlandsf lug: I áætlunarflugi innanlands fluttu flugvélar félagsins 88.064 farþega á móti 69.834 árið áður. Aukning er 26%. Vöruflutningar innanlands námu 1288 lestum á móti 1049 lestum árið áður, aukn- ing 22,7%. Póstflutningar innanlands jukust einnig verulega. Flutt ar voru 177 lestir, en 128 lestir árið á undan. Aukning 38,2%. Flugið í heild. Samanlagður fjöldi far- þega Flugfélags Islands á á- ætlunarflugleiðum innan- lands og milli landa ár:o 1965 var því 131.050, en voru 106.786. Aukning far- þega 1 áætlunarflugi er 22,%. Allmargar leiguflugferðir voru farnar á árinu, og voru í þeim ferðum fluttir 5743 farþegar. Samanlögð tala far þega fluttra í áætlunarflugi og leiguflugi s.l. ár er ÞV1 136.793. Sem fyrr segir gekk starf- semi félagsins vel á árinu. Flugvélar þess voru á loft1 samtals 10.796 klst. og flugu á fjórðn m'lljón kílómetra. Í * * * * ★ * * í * * * * ■k k * * * i i * I í * *■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i *-*-**-** jt-**-*-*-*-*-)*-: Dansað öll kvöld (nema á miðvikudögum). Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR SlMI 11777 og 19330 Kaupsýslutíðindi Sími 17338. í * ★ * * ★ * * * *»-)*-X-****

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.