Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDI 5 Verður Kanasjónvarpínu Sokað? Hætt að sýna ýmsa vinsæla þætti ^>að er nú að koma i ljós, að spádómar Nýrra vikutíðinda, Uni örlög Keflavíkursjón- 'arpsms eru óðum að rætast. Hinir fjölmörgu áhorfend- Ur sjónvarpsins hérlendis hafa veitt því athygli, að end artekið efni er nú mjög ríkj- andi í útsendingu sjónvarps- stöðvarinnar á flugvellinum. Nú er það hins vegar Iok,s Ijóst, að ein af stænstu .sjón- varpsstöðvum Bandarikjanna hefur lagt bann vlð sjón- varpssendingum á efni, sem þar er framleitt. Mun ástæð- an vera sú, að islenzk sjón- varpsyfirvöld hafa verið að leita hófanna um sjón- varpsefni víðsvegar um heim og virðist sem þessi eina stöð í Bandaríkjunum hafi fengið vitneskju um það, að efni, sem átti að sjónvarpa fyrir þrjú þúsund hsrmenn norður við heimskautsbaug, | hefur verið ein helzta dægra- dvöl heiilar „menningarþjóð- ar“ um tveggja ára skeið. SanhLeikurinn er sá, að eig endur flutningsréttar á sjón- varpsefni selja hernum þætti sína fyrir slikk, enda er ætl- ast til að aðeins takmarkað- ur hópur hermanna njóti slákra útsendinga. Nú er hins vegar löngu ijóst, að á íslandi eru að- eins u. þ. b. 5% sjónvarps- notenda amerískir hermenn, en hitt Islendingar. Eins og öllum er kunnugt, hafa menningarvitar íslenzku þjóðarinnar lagt sig mjög fram um það, að fá amer- íska sjónvarpið fjarlægt, en nú eru allar Mfcur á því að sláks gerist ekki þörf. Þegar eigendur flutnings- réttar á hinum ýmsu þáttum gera sér það ljóst, aö hér hefur verið gegndarlaust stolið af þeirra einkaeign svo árum skiptir, þá munu þeir af eigin hvötum taka fyr'r það, að Islendingum hiotnist sú gæfa að njóta ameriska sjónvarpsins gratís. Ekki er með öllu ljóst, hver verður gerður ábyrgur fyrir þeirra staðreynd, að hálf íslenzka þjóðin er búin að vera á bíó árum saman og befiur með gamalkunnu betliihugarfari etið stolna brauðmola með góðri lyst. Hitt er víst, að íslenzkir sjón varpsmenn sjá scr leik á borði og segja sjóavarpssöðv um einfaldlega frá svínaráinu, og munu þá væntanilega ekki eiga von á samkeppni, þegar hið glæsilega íslenzka sjón- varp hleypur af stokkunum. iga sjúkrafiugmeeiri að hœffa fifi sínu að þarflausu? heldur er rétt að I vilji firra sig ábyrgð með því Auknar flugsamgöngur ^afa .sannarlega -flutt ís- íenzku þjóðinni mikla bless- lUl- Tækifærin til að halda leiðiun milli landshorna „opn |Uu“, þótt náttúruöflin komi 1 veg fyrir samgöngur, bæði sjóleiðinna og landleiðina, eru ómetanleg fyrir þá, sem ^YSgja strjálbýlli hluta íands lns’ enda nota menn sér ó- spart af fluginu. Sjúkraflug er það nefnt, Þegar flugvélar eru kvaddar flugs til að koma hættu- lega veiku, eða silösuðu fólki ^ftúir læknishendur á spítala °g þá oftast hingað til ^eykjavíkur. Er ekki að efa, að með slíku sjúkraflugi hefur tekizt að bjarga mörgu mannslíf- Uiu Og firra menn ævarandi j erkumlum. Sjúkraflugið er því öðrum Þræði mannúðarstarf og æði °ft er farið af stað í tvísýnu, ,> Svo ekki sér meira sagt, enda kefur það komið fyrir oftar en einu sinni, að flugvélar í !• sjúkraflugi hafa farizt og !{ 'Þnð sáðast nú fyrir nokkru. •: Svo bar við, að fyrir rúm- j Urn naánuði barst tilkynning ;i uu1 það austan af landi, að> ;j niaður þar hefði fengið flís !• * auga og var óskað eftir að !j send yrði sjúkraflugvél til að < saskja þann slasaða. Veð.ur ;j Var najög tvísýnt og var því ;j fnáleitt að hætta lífi tveggja ;j n^anna, nema um bráða Mfs- !j Uauðsyn væri að ræða. !• Ekki skiptir það raunar •: Ueinu meginmáh, hvort mað- ;j Urinn með flísina var svo ættulega særður að ástæða V*ri til að leggja út i slíka tvisýnu, spyrja, hvort reynslulausir kandídatar úti á landi s;u ekki fullfljótir til að panta sjúkraftugvél í tvísýnu veðri, þótt eitthvað bjáti á hjá sjúklingi. Auðvitað er mönnum Ijóst, að öll skilyrði til læknishjálp ar eru með frumstæðasta móti á smástöðum dreifbýl- isins, en þó mun málum þannig háttað að víðiast hvar er hægt að ná t'l lækn- ismenntaðs manns. Oft eru héraðsilæknar ný- útskrifaðir og tiltöluleja reynslulitlir, og er þvi ekki við þá að sakast, þótt þeir að senda sjúklinga sína taf- arlaust til sérfræðinga. En í framtíðinni verður að gæta þess, að þegar veður er tví- sýnt sé ekki verið að hætta lífi flugmanna að nauðsynja- lausu. Blaðinu hefur verið tjáð, að á sínum tíma hafi Agnar Kofoed Hansen krafist þess að skrifstofa landlæknis bæði um flugvélar til sjúkra- flugs, þegar veður væri tví- sýnt — og er það sjálfsögð ráðstöfun. Það er ástæðulaust að hætta lífi flugmanna, nema jlíf liggi við. ''v' V N' ' með litprentuðu snlða-( örkliml og hárnákvæmo ‘ sniðmuim! — Utbreidd- asta tízkublað Evrópu! AUGLYSING um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. . Saimkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm- inu, sem enn skulda söluskatt IV. ársfjórðungs 1965, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert ful skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn- aði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera fiál skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar Amarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. febrúar 1966 Sigurjón Sigurðsson. Sjónvarp, (Framhald af bls. 1) hljóðs og ávairpaði íslenzku þjóðina í nafni sjónvarpsins og bað alla amatöra í kvik- myndagerð að setja sig þeg- ar í stellingar til að taka myndir fyrir sjónvarpið og lofaði þeim jafnvel nám- skeiði í kvikmyndaigerð — og er ekki að efa, að þar verður fagmennskan eins og efni standa til. Það er ef til vill ekki á- stæða til að amast við ís- j lenzka sjónvarpinu, en það er slæmur fyrirboði, að for- ráðamenn þessarar nýju stofnunar skuli vera rislágir sveitamenn, sem láta sér nægja það lélegasta, sem er á boðstólum, fyrir hið nýja Lslenzka sjónvarp. % | ! Y BÍLAKAUP Bílasala — Bílaskipt Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi- X | t Málreisn! I fréttaauka, sem Rikisút- varpið flutti hinn 2. febr. sl. frá þingi Norðurlandaráðs, sem þá var að ljúka í Kaup- mannahöfn, var viðtai frétta manns við' dr. Bjarna Bene- diktsson, forsœtisráðherra, og að segja má hæstráðanda til sjós og lands eins og haft er að orði um aðra tigna persónu. Kom að vonum margt merkilegt fram í frásögn dr. Bjarna, þar á meðal hve Dan ir væru góðir við Færeyinga og að þeir síðarnefndu fengju bókstaflega allt, sem þeir óskuðu og bæðu um. Og var sú frásögn hin merki legasta. En þó má telja að rismesti kaflj frásagnar ráðherrans hafi verið isá, er hann vék aði fyrirhugaðri flugvallargerð við Eyrarsund. Lýsti ráð- herrann því með fjálgleik, að nauðsyn bæri til að ,,reisa“ nýjan stóran flug- völl, en að ennþá væri ekki fullráðið um staðsetningu flugvallarins og hvar hann yrði reistur. Virðist þarna um stórmerkilega nýjung að ræða, ef tekið verður að reisa flugvelli, þá væntan- lega upp í loftið, í stað þess að byggja þá og leggja á jörðu niðri. Er vafalaust að slíkri reisn fylgi margskon- ar ný tækni. Minnir orðalag ráðherrans nokfcuð á bæjarstjórnarsam- þykkt flokksmanna ráðherr- ans úti á landi fyrir nokkr- um árum, þar sem samþykkt var að leggja veg fyrir hús og byggja fjós undir kýr. Væntanlega tekur útvarps þátturinn „Íslenzkt mál“ þessa nýju málreisn ráðherr ans til meðferðar og skýr- inga í einhverjum næstu þáttum sínum. Fram að þessu hefi” það verið' ein af merkingum orðsins að reisa, doðaveikar kýr á fætur og til slíkra hluta hef- ir í sveitum landsins verið til skamms tíma notuð frum stæð tækni. (Aðsent).

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.