Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Page 3

Ný vikutíðindi - 25.02.1966, Page 3
Ní VIKUTlÐINDl 3 AUGLYSING «m úthlutun lóða imdir íbúðahús í Reykjavík. 25. febrúar n. k. rennur út frestur til að sækja um byggingarlóðir, svo sem hér segir: 1. Einbýlishúsalóðir: fyrir 80 hús S Fossvogi. fyrir 96 hús í Breiðholti. fyrir 16 hús í Eikjuvogi. Áætlað gatnagerðargjald, sem lóðarhafar þurfa að greiða við úthlutim er miðað við 700 rúmm. hús í Fossvogi eða kr. 161.000,00 og við 549 rúmm. hús í Breiðholti og Eikjuvogi eða kr. 75.800,00, bílskúr þar með talinn. 2. Raðhúsalóðir: fyrir 247 íbúðir á Fossvogi. fyrir 73 íbúðir í Breiðholti. fyrir 8 íbúðir í Eikjuvogi. Áætlað gatnagerðargjald, sem lóðarhafar þurfa að greiða við úthlutun er miðað við 500 rúmm. eða kr. 43.000,00. 3. Fjölbýlishúsalóðir: fyrir 366—432 íbúðir í Fossvogi og um 812 íbúðir í Breiðholti. Húsin eru 3 hæðir án kjallara með 6 íbúðir í hverju stigahúsi, þar af tvær minni íbúðir á fyrstu hæð. Hverju fjölbýlishúsi verður aðeins úthlutað einum aðila eða fleiri aðilrnn, er sækja um sameiginlega. Úthlutun hefst í marzmánuði. — Uppdrættir af svæð- unum eru til sýnis í Skúlatúni 2, IH. hæð, alla virka daga frá 10—12 og 13—15 nema laugardaga frá kl. 10—12. Umsóknareyðublöð eru í Skúlatúni 2. Borgarstjórinn í Reykjavík. * ¥ ¥ ¥ t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ AUGLÝSING um úthlutun lóða undir verzlunarhús í Reykjavík. 25. febrúar n.k. rennur út frestur til að sækja tun lóðir undir verzlunarhús. Úthlutað verður tveim lóðum í Breiðholti og tveim lóðum í Fossvogi. Uppdrættir eru til sýnis í Skúlatúni 2, III. hæð alla virka daga frá kl. 10—12 og 13—15 nema laugar- daga frá kl. 10—12. Borgarstjórinn í Reykjavík. Í’^>«-)«-)«-)«-X-)«-)«-)«-)«'»»«-)«-)«-)«-)«.»3«.3«-»)«.»)«-)«.>)«.)*.»«-)*-)*.)*.»»»)*.»5# X i Bflaþjónustan Verkstæði til afnota. — Bón, þvottur, logsuða, ryksuga og fleira. BÍLAÞJÓNUSTAN Höfðatúni 4. — Sími 21525. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ,-X'X-)«-)«.)«-)«-)«-»)«-)«-)«-)*-»»»«.)*-)«-»»>»»»«.»»)«.»»)«-)«-»» I ' KOMPAN Fiskleysið enn - Vísitölufals - Orþrifaráðstaf- anir - Oætur saltfiskur - Oviðeigandi áskrift- arsöfnun - Huggun harmi gegn - Viðeyjar- stofa UM ifátt hefur verið meira rætt að und- anfömu en ifiskleysið í Reykjavík og orsakir þess. Em menn aknennt sam- mála um, að fyrst og fremst sé um að kenna fáránlegri löggjöf um fiskverð, en eins og kunnugt er mega fisksalar ekki leggja nema mjög takmarkað á fiskinn og er þá sama hvaða tilkostnað þeir hafa Iagt í að afla hans. Þarf ekld að fara í neinar grafgötur með það, að ríkisstjómin leyfir ekld verðhæklum á fiski vegna þess, að þá myndi hin margfalsaða vísitala hækka að mun, en þegar hún er reiknuð út, er gert ráð fyrir því að landsmenn nærist að verulegu leyti á fiski. *________ NÚ er málum hinsvegar svo komið hér í bænum, að ekki hefur verið hægt vikum eða mánuðum saman að fá ugga í soðið og nærist því vísitöluf jölskyld- an nær eingöngu á landbúnaðarafurð- um, en þær em sem kunnugt er ekki gefnar. Annars hafa fisksalar séð sér leik á borði og er nú vonlítið að fá bolfisk, heldur er allur fiskur flakaður, til þess að hægt sé að leggja á hann skaplegt verð. • _______ RÉTT er að geta þess í þessu sam- bandi, að það er góðra gjalda vert, að togarinn Jón Þorláksson hefur nú haf- ið veiðar fyrir Reykvíkinga — og verð- ur að geta þeirrar lofsamlegu viðleitni borgarstjómarinnar, þótt ekki sé viðlit að kippa þessum máliun í viðhlýtandi lag með slikum örþrifaráðstöfunum. • ____ ÞAÐ mun undarlegt teljast í landi, þar sem vera mun ein mesta fiskiþjóð ver- aldar, skuli ekki vera úrval af ætum fiski allan ársins hring. En svo fráleitt er ástandið í þessum málum hérlendis, að árum eða jafnvel áratugum saman hefur ekki verið hægt að fá hér ætan saltfisk — og er málið svo alvarlegt, að menn, sem hafa dáiæti á þessari fæðu- tegund, láta það verða sitt fyrsta verk, þegar þeir koma til Danmerkur, að panta sér góða saltfiskmáltíð. Það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum. # ______ UM þessar mundir ganga innheimtu- menn Gjaldheimtunar í hús og tilkynna bæjarbúum, að bráðlega verði eigur þerra gerðar upptækar og seldar hæst- bjóðenda fyrir skattaskuldum. Ekki er ástæða til að efast um það, að borgurunum beri að gjalda keisaran- um það sem keisarans er ,en hitt finnst mönnum undarlegt, að sxunir inn- heimtumannanna nota tækifærið til að safna áskriftum á móti því, að her- mannasjónvarpið verði lagt niður á Is- landi. Hvort sem hermannasjónvarpið á rétt á sér eður ei, þá er þessi áskriftar- söfnun ekki í verkahring Gjaldheimt- unnar. • ______ MENNTAskólanemendur hafa í vetur efnt tíl flutnings á ísfenzkum verkum, sem fallin voru í gleymsku, gert sér mat úr þjóðlegu efni og haldið uppi margþættri kynningu á íslenzkri list og jafnvel gefið út ljóðabók. Er talið ,að ekki hafi verið fleiri skáld í Menntaskólanum áður, jafnvel ekki í tíð Tómasar Guðmundssonar og Sigurðar Grímssonar. Þetta er sannar- lega huggun þeim, sem hryggjast ó- sköpin öll yfir niðurlægingu íslénzku þjóðarinnar í dag. #______ ER ekki niðurlæging Viðeyjarstofu orð- in til nægrar skammar fyrir Reykvík- inga og raunar alla landsmenn? Vitað er að þessi sögustaður grotnar niður og það fyrir augunum á drjúg- um hluta landsmanna — og virðist sem forráðamenn láti sér fátt um finnast. Viðey er í einkaeign, en eigandinn er Stefán í Verðanda og mun hann hafa boðið eyjuna til kaups fyrir 15 millj- ónir króna. Hvað sem segia má um verðgildi þessa forna sögustaðar, er eitt víst: Það er ekki lengur hægt að horfa upp á niðumíðsluna á þessum stað. Börkur. li

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.