Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Síða 3

Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Síða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 vil ekki láta úthella frönsku blóði mín vegna,“ sagði hann. Hún var ósamþykk, en brá ekki tryggð sinni, og á flóttanum yfir Frakkland, reyndi liún að hughreysta mann sinn. Seinna varð hún að þola beiskju útlegðarinnar með lionum, en reyndist jafn stað- föst til dauðadags. Frú Jefferson Davis, sem bréfið í upphafi þessarar greinar var skrifað til, fór á fund andstæðings manns síns. er liann var fangelsaður í Fort Monroe. Hún gekk hug- rökk fyrir Horace Greeley og sagði: „Herra Greeley, maðurinn minn hefur verið hér í marga, þungbæra mánuði. Hann er veikburða, gamall maður, og honum hrakar óð- uin. Hann deyr brátt, ef liann verður hér lengur... Ég spurði, livort ekki væri hægt að fá hann látinn lausan, og mér var sagt, að þess væri sá einn kostur, að þér undir- rituðuð þetta skjal.“ Greeley tók liönd frú Davis og sagði: „Frú, fyrir yður mun ég undirrita það.“ Kon- an hafði frelsað mann sinn og þau lifðu saman mörg far- sæl ár eftir það. Því lengur sém maður lif- ir, því Ijósara verður manni, að elztu stofnanir mannkyns- ins eru hezt fallnar til að varðveita siðmenninguna. Ef þær væru ekki ágætar, myndu þær ekki hafa haldizt svo lengi, né náð til alli’a þjóða. Hjónabandið er ein af þeim. Það varð til á þeim tíma, er daglegt hf var hörð barátta, og er því vel til þess fallið að mæta þrengingum. Stríðið, sem leiddi af sér meiri óhamingju í heiminum en nokkurt annað stríð, hef- ur sýnt, að hjónabandið stenzt mótlætið betur en nokkurt annað mannlegt band. Margir okkar, þar á meðal ég, gætum þá hafa rit- að bréf Jefferson Davis: „Elsku konan mín, þetta eru ekki þau örlög, sem ég bauð þér ... en ég veit, að þú mun- ir bera þau belur en ég sjálf- ÉiveM'Mtifj er yád t* ÍfJ í Mt /■ OII ít ? Hver einasta stúlka, sem vonast eftir hamingju i hjóna- bandi, ætti að glöggva sig á þessari stuttu grein eftir írska kennimanninn D. T. MILLER. Það er starf að vera góð eiginkona, og þær, sem tekn ið hafa þá stöðu að sér, ættu að búa sig undir hana með. því að rækta með sér þrjá athyglisverða eiginleika. Sá fyrsti er áhyrgðartil- finning, sérstök ábyrgðartil- finning gagnvart þeim manni, sem konan héfur bundizt ævilöngum félags- skap. Þessi ábvrgðartilfinn- ing tekur lil tvenns: í fyrsla lagi er það andleg velferð og eilíf hamingja eiginmaims- ins, og í öðru lagi hamingja hans og velferð hér á jörð- unni. Konan hefur hátíðlega og af frjálsum vilja lofað að nota öll þau tök, sem góð kona hefur ætíð á mannin- um, til að lijálpa honum að muna mikilvægasta hlutverk hans í lífinu og til að leysa það sem hezt af liendi. — • — Ábyrgðarlilfinning hennar nær og til að stuðla að tím- anlegum velfarnaði hans og hanhngju. Ung kona, sem er í þann veginn að giftast, ætli ekki að hugsa um að verða hamingjusöm sjálf, heldur um ]iað, að gera eiginmann sinn hamingjusaman. IJennar eigin hamingja kemur af sjálfu sér fyrir þá ákvörðun, og fæst ekki á nokkurn ann- an Iiátt. Ovinur þessarar áhyrgðar- tilfinningar er eigingirnin. Sá eigingjarni setur „sjálf- an“ sig alls staðar fyrstan. Eigingjörn kona verður eig- inkona lil að öðlast ýmsa liluti fyrir sjálfa sig: heim- ili, öryggi, ástúð, einhvern til að þjóna sér, bjóða sér út og ala önn fyrir sér. Góð eig- inkona gerir sér Ijóst, að þeg- ar lnin giftist, lofar hún að gleyma eiginhágsmunum og setja liamingju manhsins of- ar sinni eigin. Annar nauðsynlegur eigin - leiki góðrar eiginkonu er hollusta. Það er einkar mik- ilvægt að leggja mikla rækl við þennan eiginleika nú á dögum, þegar svo mikið er um ótrúar eiginkonur. Hollusta tekur til tvenns: 1. skilyrðislausa játning ]iess, að hjónabandið sé ævilangt, og 2. allar veirjur og öll breytni miðist vio þettá við- horf, hæði í stóru og smáu. I hugskoti góðrar konu er ekkert rúm fyrir útgöngudyr úr hjónabandinu; þar er eng- inn vottur þeirrar hugsunar, að ef maðurinn verði ekki eflir hennar höfði, gcti hún losað sig og ef til vill reynt aftur. Þessi hollusta lætur sífellt til sín taka. Hún gerist ekki völt og efagjörn með árun- um, þegar dofna fer yfir rómantískum tilfinningum. Hún hættir ekki á að leyfa hjartanu að taka hliðarspor í huganum, hnyndun eða látalátum. Þar á enginn að komast að annar en maður hennar. Sama hollusta er sýnd við Framh. á bls. 5. KOMPAN Vorið er komið. - Aukinn ferðamanna- straumur. - Sjálfsögð hressing. Búskmenn. - Sundlaug Vesturbæjar. Það má með sanni segja, að sumarið sé búið að heilsa landsmönnum, að minnsta kosti hér sunnan lands. f síðustu viku var glampandi sólskin dag eftir dag, að vísu nokkuð svalt fyrst á morgnana, en síðan hlýnandi með hækkandi sól. Eins og vænta má, tekur fólk tals- verðan kipp, þegar sumarið heilsar á svo ótvíræðan hátt. Menn fara að hugsa til ferðalaga út úr bænum, bílar eru þvegnir, rykið dustað af útilegutækj- um og, sem sagt, fólk hristir af sér vetrardrungann. Vonandi er, að þetta suniar eigi eftir að verða gjöfult og gott, — ekki mun af veita á þessurn síðustu og verstu tímum. Talið er víst, að ferðamannastraum- urinn stóraukist hingað til lands í sum- ar og veitir víst sannarlega ekki aí' þeirri búbót. Sannleikurinn er sá, að ráðamenn hafa ekki gert sér nærri nógu góða grein fyrir því, hvert búsílag tekjur af erlendum ferðamönnum er í þjóðarbú- ið. Og ekki hefur nándar nærri nóg verið gert af því að auglýsa landið fyr- ir erlenda ferðamenn, að ekki sé nú tal- að um, hve mikið vantar á, að hægt sé að taka á móti auknum ferðamanna- straumi á sómasamlegan hátt. er gangandi, í rútubíl eða jafnvel é hestbaki. Því ber sannarlega að fagna, ef lög- gjafarsamkundan hristir svolítið upp í þessum málum. því megnið af túristum nota áfengi ekki til þess að missa vit- glóruna, heldur til þess að fá sér nota- lega liressingu eftir erfiði dagsins. Það er víst sannarlega að bera í bakkafullan 1 ækinn að minnast á áfengan bjór, en sannleikurinn er sá, að þeir útlendingar, sem okkur sækja heim yfir sumartímann, verða jafnan höggdofa, þegar þeim er sagt, að hér sé hægt að kaupa sterkt vín, en áfengur bjór sé bannaður samkvæmt lögum. Að sjálfsögðu er vonlaust að skýra eðli málsins fyrir venjulegu, vitibornu fólki — slíka fásinnu. Venjulegt fólk hefur ekki heyrt slíkt, og eru svona smámunir öðru fremur til þess fallnir að styggja ferðafólk frá landinu. Auðvitað hafa útlendingar gaman af því að Iíta á Islendinga sem skrítinn þjóðflokk, svona eins og búskmenn eða eitthvað þvílíkt, og er áfengislöggjöfin sannarlega til þess fallin að sanna ferðamönnum, sem okkur sækja heim, að enn séum við á skrælingjastiginu. Fyrir Alþingi Iiggur nú frumvarp um aukið frjálsræði veitingastaða úti á landi til vínveitinga, og er það ný- mæli sannarlega aðkallandi. Sannleik- urinn er sá, að ferðafólk, eða túristar, sem hingað koma, amast ekki svo mjög við því, þótt ekki séu hér lúxushótel. Yfirleitt munu þeir harðánægðir með vistarverur þeirra skóla, sem Ferða- skrifstofa ríkisins hefur til umráða yfir sumartímann, og það mun harla fátítt, að erlendir ferðamenn kvarti yfir mat hér á hótelum. Hitt er svo annað mál, að ferðamönn- um þykir það hámark ósvífninnar — og raunar heimskulegt og óskiljanlegt — að ekki skuli með neinu móti vera hægt að fá sér „drink“ þeg'ar komið er úr erfiðu ferðalagi, hvort sem það nú Islendingar nota vorið og sólskinið óspart þessa dagana, og eru baðstaðir þéttskipaðir dag hvern. Sundlaug Vesturbæjar er einstaklega hentug fyrir litla krakka, en grunna laugin er bæði stór og svo grunn, að þriggja til fjögurra ára kríli geta sem hægast buslað þar, án þess að nokkur hætta sé á ferðum. Daglegur rekstur þessarar sundlaug- ar ber það með sér, að ágætur maður er þar við stjórn, en hins vegar er ekki sama að segja um allt starfsfólkið. Sannleikurinn er sá, að við laugina starfa ein eða tvær kerlingar, sem ekki eru starfi sínu vaxnar vegna skorts á venjulegri háttvísi og skapbresta, sem gjarnan einkenna kver.fólk á vissurn aldri. Kemur þetta oft illa niður á litl- um krökkum. Jafnvinsælir staðir og sundlaugar höfuðstaðarins eiga að hafa á að skipa lipru og kurteisu starfsfólki, en ekki skapvondum kerlingum, sem láðst hef- ur að kenna mannasiði í uppvextinum. BÖKKUK rwvvvvwTWW^w^vvvwvvVvVyvvvvwvvvvwvvwvwvvMW

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.