Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Qupperneq 6

Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Qupperneq 6
6 NÝ VIKUTlÐINDI RÖflULL Hin vinsæla HLJÓMSVEIT MagnOsar Ingimarssonar leikur Söngkona ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR ☆ Sími 15327 Matur framreiddur frá Kl. 7 FJÖRIÐ ER í GLAIJIVIBÆ Borðapantanir i síma 11777 GLAUMBÆR Sími 11777 og 19330 £í(fil<tar yleiticyur: Grátur og hlátur Úr „Russkiia Zavetnyia Skazki". VIÐ árbakka í Úkraínu bjó einu sinni ferjumaður með konu sinni. Hann var sterkur sem uxi, og svona álíka gáfaður. Ilann réri ferðamönnum fram og aft- ur yfir ána, og hafði sómasamlega lífsafkomu af því. Að því er frúna snerti var kroppur hennar mjög' svo girnilegur og andlitið fagurt sem blóm. En oft mátti lesa þrá og hryggð i andliti hennar, þar sem maður- inn hennar forsmáði því miður erótíkina i hjóna- bandinu. Dag nokkurn kom sjómaður frá Volgu í Ijós á hinum hakka árinnar og kallaði í ferjumanninn. „Hefurðu peninga til að hox-ga fyrir þig?“ spurði ferjumaðurinn. „Annars get ég því miður ekki ferjað þig yfir ána.“ „Ég á ekki grænan túskilding,“ svaraði hinn. „En ef þú vilt lijálpa mér, skal ég fá þig til að lilæja og gráta í senn.“ Ferjumaðurinn liugsaði sig um stundarkorn. En cndirinn varð sá, að hann lét hjartagæzku sína ráða, enda þótt hann hefði enga trú á því, að ferðamaður- inn gæti uppfyllt loforð sitt. Eftir flulninginn sagði ókunni maðurinn: „Þakka þér fyrir, vinur. Nú drögum við hátinn þinn á land og hvolfum honum.“ Þeir gerðu svo. Að þvi loknu leysti maðurinn niður um sig buxurnar og sló getnaðarlimi sínum svo ofsalega fast á hotn hátsins að fjalirnar hrotnuðu. Ferjumaðurinn liló hjartanlega, þegar hann sá þetta. En tjónið, sem liann varð fyrir, olti því, að hann fekk hrátt tár í augu. „Jæja, kallinn ,hef ég ekki haldið loforð mitt?“ spurði ungi maðurinn hreyltinn. „Fjandinn hafi þig!“ æpti ferjumaðurinn. „Earðu strax í burtu frá augunum á mér!“ Ferjumaðurinn lahhaði heim til konu sinnar i djúpum þönkum vfir því, sem skeð hafði. Hann hafði ekki fyrr lokað dyrunum á hæla sér en hann hrast i óstjórnlegan lilátur. En svo kom honum hrátt í hug tjónið og' fyrirsjáanleg viðgerð á bátnum, og þá fyllt- ust augu hans tárum á ný. Konan hans var hrædd um að liann væri að bila á geðsmununum og hað hann um skýringu á háttalagi lians. Ferjumaðurinn sagði henni alla söguna. Frúin varð íhyglisleg á svip meðan hún lilustaði. Þegar maðurinn liennar hafði Iokið sögunni, hellti hún sér yfir hann. „Bölvaður hjáni ertu! Af liverju rakstu hann í burtu? Þetta var enginn sjómaður, heldur bróðir minn, en þú þekktir hann ekki! Pahhi og mamma hafa áreiðanlega sent hann í heimsókn til okkar. Taktu hestinn og ríddu á eftir honum, eins hratt og þú getur, því ég vil liitta hróður minn og heyra frétt- ir að lieiman.“ Þegar ferjumaðurinn náði ferðamanninum, sag'ði hann: „Heyrðu mig. Af hverju sagðirðu mér ekki að þú værir bróðir konunnar minnar? Nú verðurðu að koma með mér til hennar — hún heimtar það.“ Pilturinn var enginn asni og vissi strax livar hundurinn lá grafinn — þótt ferjumanninn grunaði ekkert. „Nú, en við höfum aldrei sézt fyrr,“ sagði liann, „og ég hélt kannski að mér skjátlaðisí.“ Þetta fannst ferjumanninum fullnægjandi skýr- ing. Konan kastaði sér um liáls unga mannsins, nálega áður en hann liafði stigið inn fyrir þröskuldinn hjá henni. „Elsku hróðir minn,“ sagði liún, „það er orðið alltof langt síðan ég lief séð þig! Hvernig líður heima?“ Hann svaraði henni í sömu mynt, og allt féll í ljúfa löð. Hin vanrækta ferjumannskona veitti „bróður“ sinum allt það hezta af mat og drykk, sem heimilið liafði að hjóða, og húshóndinn sjálfur var einnig liinn rausnarlegasti. Þau voru öll þrjú i hezta skapi og skemrntu sér vel. Þegar skyggja tók, sagði ástþyrsta konan við manninn sinn: „Ég og bróðir minn höfum um svo margt að tala, að ég ætla að sitja á rúmstokknum hjá honum svolitla stund, en ég ætlast ekki til þess að þú vakir eftir mér. Þér þvkir svo gott að sofa, eins og ég veit. Farðu inn í hjónaherbergið og leggðu þig. Ég ætla að búa um hann bróður minn hérna á bekknum frannni í stof- unni.“ Ferjumaðurinn kom ekki með neinar mótbárur, af því liann var lika orðinn þreyttur. Hann bauð kurt- eislega góða nótt og fór út úr stofunni. Það leið ekki á löngu þar til konan hans og sjó- maðurinn voru farin að njóta svo mikillar ánægju þarna á bekknum, að konan æpti ósjálfrátt af frygð. „Hvað er að?“ kallaði húsbóndinn úr innra her- herginu. „Bróðir minn var að segja mér, að faðir minn sé dáinn,“ svaraði hún. „Friður sé með sál lians,“ muldraði ferjumaður- inn og krossaði sig, áður en svefninn yfirhugaði liann. En hann vaknaði von bráðar við nýtt vein frá kon- unni, og liann spurði sömu spurningar. „Mamma er líka dáin,“ svaraði húsfreyjan. „Megi sál hennar njóta hvíldar í sölum drottins,** sagði ferjumaðurinn. Og þessu hélt svona fram alla nóttiua, þar til allir nánustu ættingjar húsmóðurinn- ar — burlséð frá gervihróður hennar — voru komnir undir græna torfu. Morguninn eftir taldi sjómaðurinn tima til kom- inn að halda af stað. Frúin gaf honum mat, drykk og marga kossa, og hað liann að koma sem fyrst aftur i heimsókn. Ferjumaðurinn lét i ljós sömu ósk. „Þú ert alltaf velkominn, kæri mágur.“ Hjónin fylgdu honum úr hlaði. Þegar liann æti- aði að halda áfram eftir mjóum stíg genum skóginn, hað konan ferjumanninn um að fara heim. „Það er ekki rétt að þú sért lengi í hurtu, því þú þarft að gera við bátinn. Og livenær sem er getur ein- hver þurftt að komast vfir ána ...“ Ferjumaðurinn sneri lieim á leið. En þegar hann hafði gengið 30 skref eða svo, stanzaði hann og leit við. Á meðan liafði sjómaðurinn — sem vildi gjarn- an gefa hinni ástheitu konu skilnaðargjöf — iregið kjólinn upp yfir höfuðið á henni og lagt hana á mjúk- an grassvörðinn. Hann hjóst liálft í hvoru við, að ‘erju- maðurinn myndi snúa sér við og veifa i kveðju- skyrii. Þess vegna bað hann vinkonuna um að hafa liægri fótinn á loft, og liann lét húfuna sina á tærnar Iiennar. Þetta hragð reyndist koma að góðum notum. Meðan á athöfninni stóð, fór fótur dömunnar að hreyfast, og ferjumaðurinn — sem einungis sá húfuna yfir runnanum — sagði ánægjulega við sjálf- an sig: „Alveg er þetta einstakur mágur! Ilann veif- ar og veifar i þakkarskvni fyrir móttökurnar.“ Hann tók sjálfur ofan og veifaði á móti. Þegar kona ferjumannsins kom heim ljómaði hún af hamingju og söng gamanvísu. „Þetta er í fvrsta skipti á tveimur áruni, sem ég heyri þig syngja,“ sagði ferjumaðurinn glaður. „Mér þótti svo ánægjulegt að sjá hróður minn, og vona að hann komi fljótt aftur,“ sagði hún. „Það vona ég líka,“ sag'ði ferjumaðurinn. „Þin vegna vona ég að liann komi reglulega oft!‘. Andarungar á vatninu Eftir ítalska rithöfundinn Giovanni da Prato. RANIERI Di San Casciano tortryggði alll kvenfólk og sór liátt og' i liljóði að ef hann einhvern tíma myndi giftast, yrði konan hans skilyrðislaust að vera jómfrú. Teresa, liin unga hefðardama, sem loks varð hrúður lians, var með algerlega flekklausa fonið —- en móðir liennar, Madonna Riciarda, sem liafði upp-

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.