Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
7
Krossgátan
LÁRÉTT: 50. skemma 23. yfirforingja
1. svíni 52. stafurinn 29. sama og 30.
7. alfræði 53. snáðar lárétt
13. þreyttar 55. fóthvatur 30. stafirnir
14. voði 56. nag 31. slæmt
16. sífellt 57. grjótið 32. sama og 59.
17. gróður 59. vesöl lárétt
18. ógagnsæ 60. þjóta 33. egnt
19 trylltar 62. lit 34. ósoðin
21. upphrópun 63. hljóðfæri 37. nötrar
23. vatnafiskur 39. sænum
24. tveir óskildir LÓÐRÉTT: 42. minnkaðar
25. at 1. guðlegur 43. ölstofa
26. einkennis- 2. hvíldist 44. skemmd
stafir 3. kvikar 46. braka
27. söngva 4. þreytir 47. gangur
28. næði 5. bogi 48. nær miðbik-
30. ármynni 6. hljóðstafir bikinu
32. flýti . 7. á reikningum 49. meina
34. hvað 8. einkennis- 51. gróðursettar
35. rói stafir 54. gróf nál
36. lokaðar 9. angan 58. einkennis-
37. frumefni 10. mýrargras stafir
38. veiðitæki 11. húsdýra 59. sýl
40. sigraður 12. síðasta 60. þyngdar-
41. háspil 15. glenta eining
43. ílát 20. skemmdar- 61. danskt dag-
45. er blettur blað
47. herdeild 21. fótabúnað -
49. kaupstaður 22. ending
fóstrað dóttur sína í dyggð og sakleysi, var næstum
búin að eyðileggja hjónabandið — án þess að ætla
sér það.
„Þú verður að einbeita þér að því að þóknast
Ranieri,“ sagði hún við dótturina. „Eina takmark
þitt og hugsun a að vera að gera honum til hæfis
og láta hann elska þig.“
Þegar Ranieri var orðinn einn með brúður sinni
í hjónaherberginu, veitti hann því eftirtekt, að hún
hvorki roðnaði né hlédró sig frá honum. Þvert á móti
kastaði hún sér í faðm hans og svaraði kossum hans
af þeirri ástríðu er gerði hann forviða. Og þegar
hann fór í Venusarleikinn, kom hún óðara til móts
við hann feimnislaust, og meira að segja lagði hún
sig fram af slíkri áfergju og unaði að ánægja hans
brejdtist í súrasta gall, og ást hans í vonbrigði. Samt
gérði hann skvldu sína sem eiginmaður.
En um morguninn reis hann úr rekkju, leit Lrúna-
þungur á Teresu og sagði bjrrstur:
„Þú ert ekki eins og ég hélt þú værir, og þetta
er í siðasta skiptið, sem þú sængar með mér.“
Litlu seinna fór ungi brúðguminn með brúður
sína til móður hennar og skildi hana eftir hjá henni
með þeim ummælum að hann myndi vitja hennar
seinna.
Þegar hann kom ekki á umtöluðum tima, álykt-
aði móðirin að einhver tortryggni hefði gripið hann.
Hún gekk á dótturina, og stúlkan hafði svarið á reið-
um höndum.
„Hann elskar mig ekki lengur, mamma,“ kvein-
aði hún. „Hann heldur að ég hafi verið með öðrum
karlmönnum áður en ég giftist honum.“
„Hefurðu gert eins og ég sagði þér?“ spurði móð-
irin. „Hefurðu reynt að þóknast honum? Hefurðu
látið hann finna, að þér geðjist að atlotum hans?“
„Ég hef farið eftir ráðum þínum, alveg eins og
eg hef getað. En það er einmitt það, sem ég held að
hann setji fyrir sig. Ef til vill var það rangt af mér.“
„Maðurinn þinn er vafalaust erkifífl, en mér
skilst, að þú elskir hann og þess vegna skal ég kalla
hann hingað og tala yfir hausamótunum á honum.“
Ranieri kom — hikandi og rjóður í framan — og
Madonna Riccarda fór i göngutúr með honum í hall-
argarðinum, þar sem enginn truflaði þau.
„Svo virðist sem þú sért ekki ánægður með dótt-
ur mína,“ sagði hún. „Er hún ekki indæl og falleg
stúlka?“
„Hún er mjög falleg, Madonna.“
„Er hún ekki lika girnileg, eins og stúlkur eiga
að vera?“
„Hún er girnileg, Madonna.“
„Er hún ekki ástúðleg og hjartahlý?“
„Það er hún, Madonna. Hún er alltof ástúðleg og
hjartahlý. Og það skapar mér þá hugsun, að hún hafi
ekki verið jómfrú, þegar ég gekk að eiga hana.“
Madonna Riccarda leit undrandi á hann.
„Þú heldur þá að dóttir mín hafi haft kennara
i ástarlifinu, Raineri. En ef þú, ungur og friskur mað-
ur, nauzt ánægju í ástaratlotum hennar, hvernig get-
ur þér þá fundizt athugavert að hún, ung og frísk
kona, skyldi hafa yndi af atlotum þínum?“
Ranieri tuldraði eitthvað um of mikla áfergju,
og hin aðalborna dama þagði, því að hún ígrundaði
hvernig hún ætti að sannfæra liann um sakleysi dótt-
urinnar. f sama mund kom þjónustustúlka hlaupandi
með svuntuna fulla af gulum, nýútunguðum andar-
ungum.
„Sjáið þér hvað þeir eru litlir og saklausir, Mad-
onna!“ kallaði stúlkan.
Og nú hafði Madonna Ricciarda svarið á reið-
um höndum. Áður en stúlkan eða Ranieri grunaði
hvað hún hefði í hyggju, tók hún svuntuna með and-
arungunum af þernunni og henti þeim út í tjörn, sem
var við fætur þeirra.
„Ó, Þeir drukkna áreiðanlega,“ sagði stúlkan
hræðslulega, skelfd yfir grimmd húsmóður sinnar.
„Þeir voru rétt í þessu að koma i heiminn.“
„Lítið á þá,“ sagði frúin. „Þeir drukkna ekki.
Þeir synda eins vel og fullorðnar endur. Strax og
þeir voru i egginu hafa þeir haft bezta kennara sem
um getur verið að ræða, og þeir kunna sitt fag.“
„Beztu kennara?“ át Ranieri eftir henni. „Hvað
eigið þér við?“
„Eg á við, að kennari sá, sem hefur skólað ást
þessara andarunga á vatninu áður en þeir sáu dags-
ins ljós, hefur einnig skólað núttúrlega ást konu
þinnar til mannsins, sem hún hefur valið og gert hana
hæfa til að njóta þeirra atlota, sem þið eigið saman.“
„Segið ekki meira!“ sagði Ranieri. „Ég skal strax
sækja konuna mína og fara með hana heim.“
Þegar ungu hjónin riðu i burtu yfir blómstrandi
akrana, brosti Madonna Ricciarda með sjálfri sér og
sagði::
„Eins og andarungar á vatninu.“
Gítarkennsla
Kenni á gítar, mandólín, banjó, balalaika
og gítarbassa.
Gunnar H. Jónsson
Framnesvegi 54 — Sími 23822
LAUSN
á síðustu krossgátu
LÁRÉTT: farsótt, 5. rótföst,
10. ær, 11. sæ, 12. leistar, 14.
lafandi, 15. iðulega, 17. Kain,
20. knött, örnin, 27. trúa, 29.
ýfði, 30. riklingur, 32. gana,
33. snýr, 36. lausn, 38. odd,
40. dreif, 42. valt, 43. spara,
45. trygg, 46. runnann, 48.
lampana, 49. gnöldur, 50.
NN, 51. af, 52. tengdar, 53.
annarar.
LÓÐRÉTT: 1. falskur, 2.
reiðist, 3. óæti, 4. traðk, 6.
ósagt, 7. tæfa, 8. örnefni, 9.
teinana, 13. runa, 14. leti, 16.
löggildan, 18. af, 19. narrast,
21. arðrýrt, 22. L. I., 24. rú-
inn, 26. öfund, 28. aka, 29.
ýgs, 31. ylvolgt, 32. gullmen,
34. reyndur, 35. afgerir, 37.
aa, 38. opna, 39. draga, 41.
l. G., 43. sunna, 44. annan,
46. rand, 47. nöfn.
„Þolinmæðin þrautir vinnur
allar. Ekkert í heiminum er svo
erfitt, að það sé ekki frarrv
kvæmanlegt, ef vilji og þrauÞ
seigja eru fyrir hendi.
„Jæja, hefurðu nokkurntíma
reynt að troða tannkremi aftur
inn í kremtúbuna?“
Læknirinn: — Þér eruð alveg
heilbrigðar, frú mín. Þér þurf-
ið bara að hvíla yður.
Konan: — Læknir! Þér hafið
ekki einu sinni litið á tunguna
í mér. Sko.
Læknirinn: — Hm, já. Hún
þarf að hvíla sig líka.
☆
— Skrifstofustúlkan mín er
alltaf í bölvuðu rifrildi síðustu
dagana.
— Er það?
— Já, hún veit ekki af því
að kjóllinn hennar er rifinn að
aftan.
☆
Halli litli kom þjótandi inn
til pabba síns og sýndi honum
nýjan vasahníf, sem hann sagð-
ist hafa fundið úti á götu.
„Ertu nú viss um, að honum
hafi verið týnt?“ spurði faðir-
inn.
„Náttúrlega var hann týnd-
ur“ svaraði drengurinn. ,,Ég sá
mann vera að leita að honum."
Erfið kona
Óli gamli var spurður, hvað
það tæki hann langan tíma að
fá konuna sína á sama mál og
hann.
„Það verða fjörutíu og fimm
ár um næstu jól,“ svaraði Óli.
☆
Það var vissara
Siggi: „Hún er voða hrifin
af mér. Ætti ég að kynnast
henni nánar?“
Kiddi: „Nei, láttu hana held-
ur halda áfram að vera hrifna
af þér.“
*
Latir vinnumenn
Húsbóndinn: „Hvað varstu
að gera þarna útfrá?“
Gvendur: „Ekkert.“
Húsbóndinn: „En hvað varst
þú að gera?“
Jónsi: „Hjálpa honum.“