Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 það sem sjálfsagðan hlut, að við teldum skyldu okkar að sjá lienni stöðugt fyrir ung- um mönnum. Meðaumkvun vina hennar snerist upp í andúð í hennar garð vegna þessarar sjálfselsku hennar. Áður en varði stóð hún ein uppi nálega vinalaus, þar til hún tók í sig kjark og fór að hjarga sér sjálf á nýjan lcik. VERIÐ DÁLÍTIÐ VAR- FÆRNAR Verið ekki um of lirein skilin. Mjög lífsreynd kona sagði mér þá skoðun sína, nokkru áður en ég gifti mig, að meira að segja á milli eiginmanns og eiginkonu geti aldrei verið um algert, gagn- kvæmt traust að ræða. Lcssi kenning á þó enn betur við í sambandi við venjulega vin- áttu en um hjónabandið. I fyrstu geta vinir yðar verið fullir samúðar og hlut- tekningar. En cf þér takið u|)p á því að segja ævisögu yðar hverjum og einum, sem vill hlusta á yður, þá skulið þér vera viðbúnar því, að sá tími komi, er enginn vill hlusta á yður. TEMJIÐ YÐUR AÐ SKILJA OG VIRÐA AÐRA Ef til vill látið þér það yð- ur engu varða, þótt frænka frú Potts bafi útskrifazt frá menntaskólanum með fyrstu ágætiseinkunn, eða þá að litli drengurinn hennar Susie hafi orðið að berjast áfram hjálparlaus í átta mánuði. En ef þér farið að hugleiða mál eins og þessi, komizt þér að raun um, að þau hreyfa strengi í brjósti yðar. Yður getur fundizt þetta hálfgerð hræsni fyrst í stað, en ef þér gerið yður að skyldu að vera ekki steinrunnar gagnvart öðrum, munið þér fljótlega komast að raun um, að á bak við þetla er djúpur hljóm- grunnur í eðli yðar og að hluttekning yðar í tilfinn- ingalífi annarra gerir yður sjálfa hamingjusamari. Ég þekkti eitt sinn unga konu, urigfrú X skulum við kalla hana. Hún varð vinsæl- asla unga stúlkan, sem ég hef kynnzt, einmitt af því að hún eignaðist þann eigin- leika í ríkum mæli að geta sett sig í spor annarra. Eyrst þegar ég hafði spurn- Jólaferð Gullfoss Feröizt í jólaleyfinu. - Njófiö hátjðarinnar og áramótanna uni borö í Gullfossi. - Áramófadansleikur um borö í skipinu á siglingu í Kielarskuröi. - Skoöunar- og skcmmtiícröir í hverri viökomuhöín. 16 DAGA FERÐ - FARGJALD FRÁ KR.13.008,oo TIL KR. 21.393,00 Söluskattur.fæöi og þjónustugjald innifaliö. FERÐAÁÆTLUN: FRA reykjavík 23. des. 1969 í AMSTERDAM 27. og 28. des. í HAMBORG 29., 30. og 31. des. IKAUPMANNAHÖFN 1., 2. og 3. jan. 1970 TIL REYKJAVÍKUR 7. jan. 1970 Njótið þess að ferðast Feröizt ódýrt - Ferðizt með GuIIfossi ALLAR NÁNARI UPPLY'SINGAR VEITIR: FERÐASKRIFSTOFA EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS KOMPAN Til fyrirmyndar. - Laumukommi? - Reykjavíkurbókin. - Fordhúsið. - Hreindýraveiðar. Kominn er tími til að Islendingar fari að taka Færeyinga sér til fyrir- rnyndar hvað útgerð snertir. Á tiltölu- lega stuttum tíma hafa Færeyingar keypt þrjá stóra verksmiðjutogara, og eiga raunar von á þeim fjórða. Þriðji togarinn var afhentur í ágúst- mánuði, er 203 fet á lengd og hefur frystilest fyrir ca. 700 tonn. Aðalvél skipsins er 2,200 hestafla M.W.M., en auk þess hjálparvél 450 hestöfl. Skipið, sem hlotið hefur nafnið „Stella Karína“ hefur 48 manna áhöfn og er ráðgert, að það verði bæði með flot- vörpu og botnvörpu. Það er ótrúlegt en satt, að Færeying- ar skuli telja fleiri togara en íslending- ar, svo maður tali nú ekki um hvað færeysku skipin eru betur búin í hví- vetna. Ætli það sé ekki korninn tími til að hætta að brosa að frændum vor- um Færeyingum? myndirnar eru 96 og mikið af litmynd- um. Þá er vert að geta þess, að bókin er prentuð í einni virtustu prentsmiðju í Evrópu, Joh. Enschedé en Zone í Holl- andi. Jónas Haralz er sem kunnugt er einn af höfuðspámönnum ríkisstjómarinnar um efnahagsmál og er áreiðanlega bæði góður og gáfaður maður. Jónas var á sínurn yngri árum eld- heitur kommi, eins og svo algengt er, þegar góðir og gáfaðir menn eiga í hlut og var honurn jafnan teflt fram á urn- ræðufundum og mannamótum, þegar rnikið þótti við liggja að vel væri hald- ið á málstað róttækra. En sem aldurinn færðist yfir Jónas, þá fór hann að komast á þá skoðun, að Lenin og Karl Marx væru ekki alvitrir og gekk sem sagt af trúnni — og þó. — Gárungarnir í Reykjavík halda því fram, að Jónas sé Maóisti á Iaun og sé í rólegheitunum að sanna það í verki, að kapítalisminn sé úrelt fyrirkomulag. Mikill urgur er í mönnum út af vænt- anlegum kaupum ríkisins á Fordhús- inu við Suðurlandsbraut. Hús þetta hefur staðið óhreyft og hálfbyggt síðan 1967, en nú hefur Gylfi Þ. Gíslason lýst áhuga sínum á því að stofnsetja þar einhvers konar skóla og heimavist. Þá hefur komið til tals að ríkið hæfi þarna einhvers konar hóteirekstur, og eru hótelmenn í bænurn talsvert óhressir út af þeirri hugmynd. Sumir halda því jafnvel fram, að þarna eigi ríkissjóður að hlaupa undir bagga með einkaíTamtakinu, þegar allt er komið í strand. Húsbákn þetta, sem eins og áður segir er hálfkarað, er í eigu dánarbús Kristjáns Kristjánssonar frá Akureyri, en nú, þegar húsið verður selt, hafa ýmsir aðilar verið nefndir sem kaupendur. Ber Silla og Valda oft á górna í því sambandi. Hvað sem öðru líður er vonandi, að ríkissjóður geti bjargað dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar frá því að fara alveg yfirum. Reykjavíkurbókin er aðstandendum til hins rnesta sóma, fallega gerð og vönduð. Þessi bók er að mestum hluta myndabók, en þó er jafnframt í henni sögulegt yfirlit um þróun höfuðborgar- innar og lýsing á henni eins og hún er nú. Höfundar bókaiinnar eru þeir Björn Th. Björnsson, listfræðingur, Leifur Þorsteinsson, ljósmyndari og Gísli B. Björnsson, teiknari. Heimskringla gefur bókina út, en hún er 136 síður í stóru broti. Bókin er gefin út á fjórum tungumálum, ís- Ienzku, dönsku, ensku og þýzku, en Ástæða er til að spyrja, hvort nægi- legt eftirlit sé haft með hreindýraveið- urn. Lögum samkvæmt rná fella 600 dýr árlega á tímabilinu 7. ágúst til 20. sept- ember. Bændur í Múlasýslu eiga að hafa eftirlit nieð veiðunum, en grunur leik- ur á, að mikið vanti á, að þar sé nægi- lega vel að verið. Hafa veiðinienn kom- ið að særðum hreindýrum, sem skotin hafa verið með alltof litlum skoturn og er það að sögn oft æði óhugnanleg að- korna. Ef bændur eystra verða uppvísir að jafn ógeðfelldu framferði og bví, að skjóta hreindýr og særa þau án þess að ná þeim, er full ástæða til að skipa nýja eftirlitsmenn með veiðunum, því það er ómannúðlegra en tali taki að vesalings skepnurnar dragist um hrein- dýraslóðir hálendisins helsárar eftir einhverja fávita, sem varla kunna að fara með skotvopn. BÖKKUR •vrtrfVtf^rt^A^w^wvrtrtrtrfw.wu^wwwwuwwwwivwwww^ww^^^wwwwwywvwwvi

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.