Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 1
Dagskrá Keflavíkur- sjónvarpsins á bls. 5. Gleðisaga og lögreglusaga á bls. 6. Óábyrgt fjármálaástand Atvinnuvegirnir séu endurskipulagðir Endurbætt og breijtt skipn lag atvinnuveganna hlýtur að vera á næsta leiti. Þetla á við jafnt landbúnað, fisk- veiðar og iðnað, þótt land- búnaðúrinn geti áfram- haldancli byggt. á fornu skipulagi sínu með aukinni þróun yfir til nútímatækni og framþróunar þeirrar. sem orðið hefur og heldur áfram að þróast. íslendingum er öðrum þjóðum fremur í blóð bor- ið að vera þátttakendur í framleiðslunni sjálfri og framleiðslustörfum og hafa lcngi búið við það skipulag, að fullheimta ekki daglaun að kvöldi. Það skipulag hef ur gefizt vel og ekkert þvi til fyrirstöðu að lialda þvi áfram með breytingum þcim, sem tímarnir fram- kalla hverju sinni; en grund völlur ])essa skipulags er sá sannvirðisgrundvöllur, að allir fái sambærilegt verð í lokin. VANDA SIvAL VÖRUNA Bæði til sjávar og sveita eru það aðkallandi verkefni að endurbæta og byggja víðast Iivar að nýju frá grunni bæði fiskverkunar- stöðvarnar og\ sláturhúsin, koma þar á stórbættum hreinlætisaðgerðum og vanda vinnslu framleiðslu- varanna, jafnt sjávarafurða sem Iandbúnaðarafurða, frá ])ví sem nú gerist. Það á' að fækka fisk- vinnslustöðvunum, þannig, Framh. á bls. 4. Lokun kliibbanna og lögreglan Hvað er að gerast í hinu íslenzka þjóðfélagi? Þau tíðindi gerðust i skemmtanalífi Reykjavíkur- borgar fyrir skömrnu, að Ásaklúbbnum var lokað og' forstöðumaður hans settur í Síðumúla, eftir að lögreglan hafði beitt hann ofbeldi. — Hann hefur nú raunar verið látinn Iaus aftur. Reyndur lögfræðingur var staddur í húsakynnum klúbbsins við Nóatún, þcg- ar lögreglan réðist þangað inn og spurði hann yfirlög- regluþjóninn, sem lært hef- ur lögreglustörf vestan liafs (ekki i austantjaldslönd- um, það alhugist), hvort hann hefði nokkra lieimild. Lögreglumanninum varð ekki svara fátt. „Nei, við erum á fslandi, en ekki í Ameríku," svar aði hann. Nú hefur lögreglan lokað öllum næturklúbbunum Framhald á bls. 5. Ir«»r greinar n satna Stærsta og floknasta málaflækja, sem komið hefir fyrir rétt hérlendis Jörgensensmálin svököli- uðu, ásamt skattsvikamál- um í Vestmannaeyjum, er ein stærsla og flóknasta málaflækja, sem komið hef ur fyrir rétt á íslandi. En fæstir gera sér grein fyrir þvi, að svikamál þessi eru í rauninni eitt og sama málið eða tvær greinar á sama meiði. Þegar síðast urðu skatt- stjóraskipti i Vestmanna- eyjum, er Jón Eiríksson Húsakaup og pólitík Framkvæmd laga um embættismannabústaði í Vestmannaeyjum Alþingi setti á s.I. vetri lög um embættis- og starfsbú- staði og er þar ákveðið að leggja af þann sið, að ríkið leggi starfsliði sínu til bú- staði og ákveðið að selja nokkuð af núverandi bústöð- um opinberra starfsmanna. Mörgum finnst að embættis- mönnum sé ekki vandara um en öðru fólki að sjá sér fyrir þaki yfir höfuðið, enda hef- ur framkvæmd laganna um embættisbústaði borið svip af viðskiptaháttunum í landi kunningsskaparins eins og fleira. I sambandi við kosninga- skjálfta, sem þegar er far- inn að gcra vart við sig i Vestmannaeyjum, sérstak- lega innan Sjálfstæðisflokks- ins, hefur framkvæmd lag- Framh. á 4. síðu. liætti þar skattstjórastarfi og gerðist skattstjóri í Vest- urlandsumdæmi, þá losnaði skaltstjóraembættið i Vest- mannaeyjum. Bar að veita embættið samkvæmt liinum nýju skattalögum, ])ar sem krafist var ákveðinnar menntunar og liæfni til starfsins sem skilyrðum fyr ir veitingu starfsins, og hafði Vísir, blað þáverandi fjármálaráðherra, Gunnars Thoroddsen, lýst því yfir, að umrætt embætti yrði veitt lögum samkvæmt. RÉTTINDALAUS SKATTSTJ ÓRI Eftir að Jón Eiríksson lét af skattstjórastai'finu hafði maður, sem var barnakenn- ari að menntun, — en er þelta skeði bæjarritari hjá bæjarsljórn Guðlaugs Gisla sonar og Gísla Gislasonar, - haft skattstjórastarfið sern aukabita og verið settur um stundarsakir, en skortir öll skilyrði til að fá veitingu fyrir starfinu. Guðlaugur tneiði Gislason hafði áður i nokkra klukkulima verið setlur i skattstjórastarfíð, en setning hans afturkölluð af ráðherra. Þegar skattstjóraslarfið í Eyjum var svo auglýst laust lil umsóknar, þá uþpfyliti aðeins einn af umsækjend- Framh. á bls. 5. Fjárskortur varnarliðsins Sparnaðarfyrirætlanir Nixons Bandaríkjaforseta vegna hernaðarútgjalda eru nú farnar að segja til sín m. a. á Keflavíkurflug- velli. Þar telja kunnugir, að sé orðið knappt um peninga, þótt ekki muni það verða til þess að ís- lenzkum starfsmönnum varnarliðsins verði fækk- að. Á hinn bóginn er verið að fæk’ mjög hermönn- um og öðrum Bandaríkja- mönnum þar. Hafa þegar ýmsir verið sendir heim, sem reiknuðu með að vera mörgum mánuðum leng- ur á vellinum við Kefla- víkurkaupstað. Sem dæmi má nefna, að „The White Falcon“, viku- blað Bandaríkjamanna hér á landi, er hætt að koma út vegna f járskorts og rit- stjórinn mun vera farinn vestur um haf. Skyldi ekki hlakka í Rússanum við þessa frétt, að maður tali ekki um, ef takast mætti að útiloka sjónvarp varnarliðsins al- gerlega, jafnvel fyrir Suð- urnesjamönnum, fari svo að því verði lokað vegna fjárskorts. Lögregluþjóni misþyrmt hroialega Hinir seku ganga lausir Blaðið liefur fregnað, að mikill kurr sé í liði lögregl- unnar, vegna þess hve lög- gæzla er slæleg viða úti á landsbyggðinni. Hefur það ó sjaldan komið harkalega niður á lögregluþjónum Ii- víkurborgar, _sem fengnir hafa verið út á land til aö gæta laga og réttar. Sýslumenn víða um laud eru liarðlega gagnrýndir fyrir að taka ekki nærri nógu hart á afbrotum heima manna, og er þess jafnvel getið til að þeir, sem jafn- framt því að vera sýslu- menn eru alþingisinenn, lelji sig ekki mega við því að glata vinsældum og sleppi ])vi pörupiltum í sinu héraði með allt of milda refsingu. Fju'ir nær sex áí'uni skeði ])að úli á landsbyggðinni, að fimm ungir og frískir heiðursmenn réðust að lög- regluþjóni, sem var við gæzlustörf, króuðu hann af og misþyrmdu honum svo að hann er síðan nærri 100% öryi'ki. Beinbrutu þeir og limlestu manninn, svo að hann var umsvifa- laust sendur til Kaupmanna hafnar til lækninga og ])óiti undrum sæta að fimmenn- Framh. á 4. síðu.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.