Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 6
-O1 NÝ VIEUTÍÐINDI £í<fil4at gleÍiAöqut RÉTTVÍSIM LOSAR BIMDIÐ FRÁ AUGUIU SÍMUM „Alexander Wopkalin, þér eruð kærður fyrir að hafa falizt í trjárunna, hinn 17. júni þetta ár, og legiö á gægjum meðan nokkrar ungar stúlkur voru að baða sig. — Játið þér sekt yðar?“ Wopkalin brosti lítið eitt, svo sag'ði hann andvarpandi og liorfði með sakleysisleg- um lireinskilnissvip á dóm- arann: „Ja, livað skal eigin lega segja við þessu?“ „Sannleikann,“ svaraði dómarinn og leit köldum á- sökunaraugum á ákærðan. „Ja, þá verð ég víst að játa mig sekan,.það er að segja, ég álít mig geta borið fram gildar afsakanir fyrir broti mínu“. „Jæja — einmitt það, já! Nú, en skýrið fyrst frá því, sem gerðist“. „Að morgni dags, seytj- ánda júní, fór ég að heiman og hafði. byssu, mina með- ferðis. Eftir að ég hafði geng ið í nokkrar klukkustundir i skóginum, kom ég að litlu fljóti. Ég' var þreyttur og lagði mig því útaf í for- sælu, tók upp nesti mitt og fór að borða. Þegar ég leit af tilviljun til liliðar, sá ég að þrjár stúlkur voru að vaða út í fljótið frá hinum bakkanum. Ég var þarna einn og leiður, svo að ég horfði á þær, eingöngu til þess að drepa tímann, með- an ég — ég vil vekja at- hygli dómarans á þvi — meðan ég var að horða brauðsneiðarnar mínar“. „Það sem þér berið fram, dregur á engan hátt úr sekt yðar, því jafnvel þótt þér liefðuð verið að borða liá- degisverðinn, þá skapar það á engan liátt afsakandi kring'umstæður. - Segið mér eitt — voru stúlkurnar í sundfötum?“ „Ein þeirra — ekki hinar tvær. — En ef ég á að segja afdráttarlaust sannleikann, þá sá ég einungis stúlkuna, sem var i sundbolnum. — Ef til vill gæti það dregið úr sekt minni? Yður að segja, lierra dómari, þá var hún svo töfrandi, að ég gat alls ekki haft augun af henni“. Alexander Wopk.alin vai’ð ákafur og lagði áherzlu á orð sín með útskýrandi handatilburðum. „Imyndið yður unga og ljóshærða stúlku, á að gizka 24 ára Eftir AWERSGHEIMKO gamla, alveg óvenju fagur- lega skapaða og seiðmagn- aða .... húðin alveg mjalla hvít... og svo var hún há og tágrönn, þótt hún hefði ekkert til að strengja sig með .... sundbolurinn svart ur, og einmitt þess vegna varð liörundið svo dásam- lega hvítt, það er að segja, hné hennar voru rauðbleik eins og róskrónuhlöð .... og svo hefði dómarinn átt að sjá dýrlegan vöxt liennar.. “ Dómarinn ræksti sig og sagði: „Allt þetta kemur málinu ekki vitund við“. „Jú, einmitt, herra dóm- ari. Þetta kemur málinu mikið við .... Það hlýtur að vera nokkur afsökun, þegar ég fullyrði, að það var bókstaflega ekki hægt að líta af henni. — Það eitt að sjá brjóst hennar _____ Að vísu geta þeir sérfræðingar verið til, sem finndust þau lítið eitt of þrýstin, en fyrir minn smekk vorn þau þaö ekki... Þau voru unaðsleg. —- Að sköpun líktust þau tveimur appelsínum eða öllu heldur tveim eplum“. Dómarinn, sem hafði hlustað á með liálfluktum augum, hrukkaði nú ennið: „En það voru þarna líka aðrar stúlkur — og sund- fatalausar?" „Tvær aðrar, ein lítil meö hrúnt hár og svo hin, mjög freistandi í útliti, herra dóm ari. Hún hefur í mesta lagi verið átján ára“. „Jæja,“ sagði dómariun valdsmannlega, „átján ára. Af hverju dragið þér þá á- lyktun?“ „Af vaxtarlagi hennar. Til dæmis voru brjóstin — já, jómfrúleg má nefna það, og svo mjaðmirnar, alls ekki þroskaðar, það get ég full- vissað yður um, svo ættuð þér að heyra hlátur hennar, sakleysislegan, hreinan og oli.... “ Frá áheyrendunum í rétt arsalnum lieyrðist hlátur- fliss. „Haldið þér yður saman, Wopkalin!" hrópaði dómai* inn höstuglega, „allt það, sem þér eruð að blaðra um, kemur alls ekki málinu við. Hins vegar mun ég, með tii- liti til hreinskilnislegrar játningar yðar, auk þess sem hrot yðar virðist ekki liafa verið framið að yfir- lögðu ráði, láta yður sleppa með áminningu.“ Wopkalin hneigði sig og gekk til dyra. „Bíðið andartak", kallaði dómarinn á eftir honum, um leið og liann skrifaði hjá sér eittlivað til minnis, „hvar er hinn umræddi stað ur?“ „Ég skal rejma að lýsa þvi nákvæmlega fyrir yður, hr. dómari“, sagði Wopkalin. „Ef þér gangið nokkra kíló metra vestur fyrir kauptún- ið Sulugin, komið þér að litlum skógi og í útjaðri hans er gata, sem liggur niður að fljótinu. Skammt þaðan niunuð þér finna fremur hávaxna og mjög hentuga runna“. „Hvað eigið þér við með þvi? Hentuga? Hvað mein- ið þér?“ spurði dómarinn vandræðalega. En Alexander Wopkiin' svaraði eklci. Hann leyfði^ sér að depla öðru auganu í laumi til dómarans, kvaddi óhóflega kurteislega og hraðaði sér út úr dyrun um. • íit amálum tcgteyluHHah Útrúlegir raunverulegir atburðir Frásaguír eftir SOXJI PEYDiiXG í skdldsögum lesa menn ótrúlegt um glæpi og ýmsa viðburði. En lwað er það hjá því, sem gerist iðulega í raunveruleikanum? Hér verður sagt frá nokkrum sönnum viðburðum, er sanna þetta greinilega. _ Þegar framið er morð, virðist ]>að oft augljóst mál i fyrstu, liver morðinginn muni vera og að rannsókn málsins sé harla einíalc formsatriði. En þótt sektai- likurnar gangi sönnunum næst, kemur samt fyrir að sakhorningurinn reyndist al saldaus, þegar málið er krufið til mergjar. Árið 1935 fannst banka- maður í Cliicago dauður í rúmi sínu. Hann hét Alíred Malmford. Við líkrannsókn kom í Ijós, að maðurinn hafði lát- ist af arsenikeitrun. Lögreglan átti tal við heimilislækni Malmfords og fékk þau svör, að bankamað urinn liefði notað arsenik vegna lieilsuhrests, sem læknirinn tiltók. Ivvaðst hann liafa ráðlagt tvær töflur á dag. Askjan með arseniktöflim um fannst ekki. En i matar leifum, er voru í eldhúsinu, fannst mikið af arseniki. Er farið var að athuga, hvaða persóna myndi hafa drýgt glæpinn, féll grunur- inn á ráðskonuna. Hún liafði i mörg ár verið í þjón ustu Malmfords. Hann var ógiftur, átti enga nákomna ættingja og liafði því arf- leitt ráðskonuna að öllum eignum sínum eftir sinn dag. Nú stóð svo á, að ráðskon an ætlaði að gifta sig innan skamms. Það var því álitiö, að liún girntist peninga hankamannsins, þar sem hún þyrfti á töluverðum pen ingum að halda í sambandi við brúðkaupið og stofnun heimilis. Rannsóknarlögreglan spurði ráðskonuna ýtarlega spjörunum úr og kom þá fleira upp úr kafinu. Heim- ilislæknirinn liafði t. d. vilj- að fá hjúkrunarkonu lianda bankamanninum, en ráðs- konan hafði talið það ó- þarft. Hafði hún talið veik- indi Malmfords ekki meiri en svo, að hún gæti stundað hann. Þá liafði hún einnig and- mælt þeirri uppástungu læknisins, að hún fengi hjálp við eldhúsverkin. — Ilún liafði á allan hátt koin- ið í veg fyrir að nokkur annar en liún annaðist heim ilið og sjúklinginn. Ráðskonan var handtekin samkvæmt þeim grun er á lienni hvíldi. Þegar lögreglumennirnir yfirgáfu liúsið, sáu þeir liund dána mannsins liggj- andi i húsagarðinum. Haun hét Hektor. Er þeir komu nær, sáu þeir að liann var dauður. Lögreglumennirnir rann- sökuðu svo garðinn. Fundu þeir þá öskjuna. sem töfl- urnar liöfðu verið í. En askjan var tóm og opin. Hafði hundurinn étið pili- urnar? Við rannsókn vitnaðist, að Hektor hafði einnig dá- ið af arsenikeitrun, og nú var lögreglan ekki lengur sannfærð um, að ráðskonan hefði myrt húsbónda sinn. Við nánari rannsókn og athugun komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hund- urinn liefði verið valdur að þessu. — Hann liafði fyrri hluta dagsins komið inn i herhergi húsbóndans, tekið öskjuna með töflunum, sem lá á lágu borði, farið meö þær í kjaftinum fram í eld- húsið og út um opinn glugg ann. I eldliúsinu liafði askj an opnast og sumar töflurn ar dottið ofan í súpu, sem húsbóndanum var síðar gef in. Ráðskonan var ekki í eld liúsinu, þegar hunduriun fór út. Að þetta væri rétt til get ið sannaðist, þegar lögregi- an fann arseniktöflur hing- að og þangað í garðinum, á þeirri leið, sem hundur- inn liafði íarið.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.