Ný vikutíðindi - 19.09.1969, Blaðsíða 8
8
NY VIKUTIÐINDI
Dýrðardagar hjá KASK
fnntlui'ttiuí)iiM' tí ttðttlfuntli Sttntvinnu-
Érytftfintftt t HtÞrnttfirði srtjir frtt
Það eru tiltölulega fá fyr-
irtæki á Islandi, sem gera
opinber reikningsskil frá
ári til árs með þeim hætti
að birta endarskoðaða reikn
inga, sem útbýtt er prentuð-
um meðal félagsmanna og
annarra þeirra, er rekstur
viðkomandi fyrirtækja varð
ar. Er illa farið að það skuli
ekki vera nánast almenn
regla að minnsta kosti varð-
andi þát aðila og fyrirtæki,
sem þjóðfélagslega þýðingu
hafa.
Meðal þeirra fyrirtækja,
sem opinberlega birtir reikn
inga sína, er stærsta trygg-
ingafélag landsins, Sam-
vinnutryggingar, og liefur
svo verið gert frá því við-
komandi tryggingafélag lióf
rekstur sinn.
Áður liefur að vísu verið
skýrt frá síðasta aðalfundi
Samvinnutrygginga fyrir ár
ið 19(58, sem haldin var í lok
maímánaðar, — skýrt ftá
góðri afkomu fyrirtækisins,
traustum fjárhag og þess gel
ið, að fundurinn var liald-
inn i Hornafirði. Þær upp-
lýsingar, sem að framan
greinir, eru g'óðar svo langt
sem þær ná, en þó lítið eiít
sagt af því, sem verulegu
máli skiptir til viðhalds
traustum og góðum fjárhag
og hversu að þvi er farið
að lialda trausti og' samliug
viðskiptamannanna, sem
við er skipt og fyrir er unn-
ið.
MERKILEG NÝBREYTNI.
Það er merkileg nýbreytni
sem Samvinnutryggingar
hafa tekið upp með því að
liafa um langt árabil haldið
aðalfundi sína á breytileg-
um stöðum úti um lands-
byggðina, og sú nýbreytni
sem eklci liefur verið nægi-
legur gaumur gefinn. Þann-
ig er verið að veit fólkinu
úti á landsbyggðinni eðli-
lega stjórnarþátttöku í fyr-
irtækjunmn sínum og endur
afhenda því vald, sein á und
anförnum árum og áratug-
um hefur meir og meir ver-
ið dregið úr höndum þess og
flutt til Reykjavíkur.
Það má segja að funda-
liald almenningsfélaga utan
Reykjavíkur hafi nokkurn
aukinn kostnað i för með
sér, og þó er það nokkurt
álitamál.
Það er orðin föst, góð og
viðtekin venja, að í sam-
bandi við aðalfundaliöld
hinna stærri fyrirtækja ei
efnt til nokkurs mannafagn-
aðar að fundi loknum. Það,
sem hel'ur aukinn kostnað
i för með sér i sambandi
við fundahöld utan Reykja
víkur, er ferðakostnaður
framkvæmdastjórnar frá R-
vík til hinna breytileg'i
staða, en þar á móti kem-
ur sparnaður í ferðakostn-
aði manna úti á landsbyggð
inni og meiri þáttlaka í við-
komandi héraði, þar sem
fundirnir eru haldnir liverju
sinni, svo það jafnast nokk
uð upp, en félagstengsiii
aukast og' styrkjast, og það
er ef til vill og vafalaust
kjarni málsins.
MANNFA GNAÐ UR.
Fundarmenn þeir, sem
sóttu aðalfund Samvinnu-
trygginga til Hornafjarðar,
komu þangað með strand-
ferðaskipinu Esju degi fyrr
en fundurinn var haldinn.
Ferðuðust þeir í boði Aust-
ur-Skaftfellinga um félags-
svæði kaupfélagsins, daginn
fyrir fundardaginn og fyrri
hluta fundardagsins. Fóru
þeir fyrri dag'inn alla leið
vestur að Skaftafelli, en síð-
ari daginn nokkru skennnra
austur á bóginn um Al-
mannaskarð og nutu þar
hins mikla víðsýnis.
Ásgrímur Halldórsson,
kaupfélagsstjóri, var farar-
stjóri í ferðinni og lýsti þvi,
sem fyrir augu bar og flétt-
aði frásagnir sínar með frá-
sögnum, jöfnum höndum,
fornum og nýjum. Má með
góðum rökum segja, að þar
liafi landið, þjóðin og sag-
an talað í hinum skilgóðu
og fjölfræðilegu frásögnum
Ásgríms.
Að loknum aðalfundinum
hófst svo góður mannfagn-
aður i boði Samvinnutrygg-
inga á hinu glæsilega lió-
teli í Hornafirði, þar sem
auk fulltrúa og gesta þeirra,
er fundinn sátu, var boðið
margmenni úr liéraðinu.
Var það mannvænlegt lið
saman komið, aldnir og ung
ir, með bjartan glampa i
augum og höfðu margra og
fjölbreytilegra sigra og af-
reka að minnast, bæði i
einkastörfum og félagsleg-
um átökum sínum, ásamt
góðum árangri félagshyggju
og hálfrar aldar samstarfs í
kaupfélaginu.
Formaður félagsstjórnar
Samvinnutrygginga, Erlend
ur Einarsson, forstjóri Sani-
bands íslenzkra samvinnufé
laga, slýrði mannfagnaðin-
um. Hélt hann aðalræðuna
í hófinu og' var óspart hyllt
ur, sem sýnir glöggt hversu
góðs og almenns trausts
hann nýtur. Sama máli
gegndi um framkvæmdastj.
Samvinnutrygginga, Ásgeir
Magnússon.
BJARGVÆTTUR
HÉRAÐSINS.
En sá maðurinn, sem al-
mennasta og mesta athygli
vakti í mannfagnaði þessum
og almenntast var hylltur,
var Jón Ivarsson, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri og
kona hans, en Jón ívarsson
var einn af fundarfulltrú-
um. Hann var á sínum tíma
kaupfélagsstjóri á Horna-
firði um nokkurra áratuga
skeið, og þingmaður liéraðs-
ins og stóð í fararbroddi fé-
1 agsm á 1 ab ar á t tunnar á
Hornafirði, þegar' erfiðast
var, vann þar mikið, óeigiu-
gjarnt og farsælt brautryðj-
endastarf og reyndist sann-
ur héraðs-bjargvættur.
Framh. í næsta í blaði.
giasbotnmum
PÖLITÍK
Þegar sonur þekkts
Alþýðuflokksmanns barn-
aði dóttur alkunns Sjálf-
stæðismanns, varð Sjáli'-
stæðishetjunni að orði:
„Alls staðar troða þessir
kratar sér inn!“
RANNSÓIvN
/ sakadómi Vestmanna-
eyja fer nú fram rannsókn
að kröfu Sambands veit-
inga- oq gistihúsaeigenda
vegna brota á hótellöggjöf
inni.
1 Vestmannaeyjum hefur
um átrabil verið rekin á
vegum fiskvinnslufyrir~
lækja og annarra aðila nán
ast alliliða hótelstarfsemi,
án leyfa, og þessi rekstur
hefur fram að þessu slopp-
ið við greiðslu á söluskatti
og opinberum gjöldum,
meðal annars með þeim
hætti að viðkomandi fyrir-
tæki hafa haldið þessari
starfsemi utan hins eigin-
lega bókhalds síns, en að-
eins tekið inn i bókhaldið
niðurstöðutölur reksturs-
ins sem héfiir sýnt tap.
ERFIÐ LEIÐ
Við rákumst á þennan
brandara í nýútkomnum
„Vikingi“ og leyfum okkur
að birta liann orðx-étt:
Á hei-námsárunum í Nor
egi lögðu nokkrir „græn-
klæddir" leið sína upp í al-
skekkt fjallahérað í
þrændalögum. Þeir komu
þar að bæ einum, sem hús-
móðirin, eldi-i kona, var
ein heima. Þeir fram-
lcvæmdu ítarlega leit i
liúsakynnunum. Einn
þeirra skreið undir rúm og
dró fram hálffullt nátt-
gagn.
„Að hvei-ju leitið þér,
drengir góðir?“ spurði kon
an ófeimin.
„Að senditæki,“ svaraöi
maðurinn.
„Þú hefur nú fundið
móttakarann,“ svai-aði sú
gamla, — „en það verður
erfitt fyrir þig að finna
senditækið.“
TÁNINGALJÓÐ
/ táningablaðinu „Jón-
ína”, sem dags er. 6. þ. m.,
eru Ijóð eftir Björgvin
Halldórsson. Ætlum við að
leyfa okkur að birta viðlag
annars þeirra, sem nefnist
„Þó líði áir og öld“, svona
til þess að kynna lesendum
„hrynjanda íslenzkrar
tungu“ í Ijóði nú á dögum:
Þó líði ár og öld
er ástin ætíð ætluð þér
þó gleymir þú í lieimsins
glaum - öllu um mig
ég elska þig.
í svefni sem vöku
sé ég þig
brosandi augu þín
yfirgefa ei mig.
Svo flykkjast árin að
og allt er breytt
í minningunni brenna þó
augu þín heit.
>f
BRÁÐÞROSKA
UNGLINGUR
Bráðþroska táningur
kom dag nokkurn seint
heim úr skólanum og hann
játaði fyrir móður sinni að
hann hefði haft samfai'ír
með skólasystur sinni i
heyhlöðu.
„Voðalega er ég hneyksl
uð á þér,“ sagði móðirin,
„en þú sagðir sannleikann
og þess vegna skaltu fá ís-
krem.“
Daginn eftir kom strák-
ur aftur seint heinx, og
hann viðurkenndi nú, að
liann hefði verið í rúminu
hjá einni af ungu frúnum í
íiágrenninu.
„Ja, þú ert þó að
minnsta kosli hreinskil-
inn,“ sagði móðirin og gaf
honum aftur ís að laununx.
Þiáðja daginn konx þessi
efnilegi drengur hreykinn
lieim xir skólanunx og
skýrði foreldrum sinuui
frá þvi, að nú hefði hann
oi’ðið að sitja eftir í skól-
anum til þess að láta vel
að kennslukonunni. Þegar
móðirin ætlaði að fara að
lialda yfir honuixi siðar-
predikun greip faðirinn
steikarapönnuna.
„Ekki að berja hann,“
sagði móðirin bænarrómi.
„Hann segir þó að minnsta
kosti sannleikann!“
„Slá hann? Ertu vit-
laus?“ sagði faðirinn. „Ég
lief hugsað mér að steikja
buff handa stráknum.
Hvað heldurðu að liann
endist lengi með þessu
nxóti, ef hann á bara að
lifa á ískremi?“
>f
EFNLEGUR
RITHÖFUNDUR
S jónvarpsþátturinn
„Réttur er _settur“, sem
fluttur var nýlega af laga-
nemum, var að okkar á-
liti mjög góður og furðu
vel leikinn.
Höfundur hans , .mun
hafa verið Hákon Guð-
mundsson, yfirborgardóm-
ari og tókst honum svo vel
upp að ætla mætti að hann
væri tilvalinn til að semja
sjónvarpsþætti með Perry
Mason í aðalhlntverkinu -
sem er víst ólíkt betur borg
að en liin virðulega staða,
sem hann skipar. ,.,.
Sumum fannst þátturinn
of langur, en hann varð ao
þjóna tilgangi sínum og
ullt þurfti að kofná' fram,
sem máli skipti, enda var
talsverð spetina í honum,
sem jókst er á leið eins og
vera bar.
>f
OG SVO ER ÞAÐ ÞESSI
Maður nokkur, sexxi
liafði fengið nýtt lijarta,
fékk nákvæmar lífsreglur,
sem liann átti að fara eft-
ii\ þegar hann kvaddi
sjúkrahúslækninn.
„Þér verðið að fara injög
vel mcð yðui', þér megið
ekki drekka og ekki
reykja, og' þér þurfið að
sofa átta tíma á hverri
nóttu,“ sagði læknirinn.
„En hvernig er það nieö
kynlífið, Iæknir?“ spurði
sjúklingurinn. „Má ég hafa
samfarir?“
„Já, en aðeins við konu
yðai’,“ svaraði læknirinn.
„Þér megið aldrei komast i
geðsliræringu!“
SPLRLLL
SPVRILS
Eru fjölskyldur Iiluthafa á
launaskrá ýmissa hlutafé-
laga?