Ný vikutíðindi - 06.02.1970, Qupperneq 7

Ný vikutíðindi - 06.02.1970, Qupperneq 7
NÝ VIKUTlÐINDI 7 morSingjanum. Þvi, eins og Gugel lögregluforingi benti á: „Ef morðinginn var af- brýðisamur eiginmaður eða elskhugi stúl'kunnar, livers vegna skaut liann þá ekki manninn einnig? Hann gaf sér tíma til að skjóta fimm skotum á konuna. Hann hefði mjög auðveldlega get- að skotið fylgdarmann lienn ar líka“. Schlosser og Fredericks ræddu við veitingamanninn i kránni, sem fórnarlamhið og félagi hennar liöfðu kom- ið úr. „Ég hef aldrei fyrr séð þennan náunga“, sagði hann, „og það sama gildir um konuna. Þau komu hing- að klukkan hálf tvö, drukku nokkra bjóra og fóru síðan út. Ég heyrði skotin, en sá ekki neitt. Alls ekki nokk- urn skapaðan hlut“. Schlosser leit í kringum sig. Tveir eða þrír fylliraft- ar voru þar inni, annars var þar enginn. „Voru þessir náungar hérna allan tím- ann?“ spurði hann. Veitingamaðurinn kink- aði kolli. „Nokkrir aðrir?“ „Uhu nei, á þessum tíma sólarhrings er hér aldrei margt um manninn.“ Aðeins einn þjónninn hafði veitt manninum og konunni athj'gli og gat gefið nokkra lýsingu á náungan- um. Hann skýrði frá því, að hann, hipir þjónarnir og veitingamaðurinn liefðu al'l- ir verið innan dyra á meðan skothríðin stóð yfir, og að það hefði áreiðanlega liðið mínúta þangað til þeir þorðu að fara út til þess að f j=o DÆGRADVÖL REYNDU! Statlu með hakið fast upp að vegg, þannig að hælarnir snerti vegginn. Taktu pen- ing upp af gólfinu, án þess að láta hælana losna frá veggnum. Stattu með háðar tærnar jafn langt fram. Krjúptu á lcné og reistu þig upp aft- ur, án þess að neyta liand- leggjanna eða hreyfa þig úr sporum. Klappaðu þér á ennið með annari liendi og nuddaðu magann með hinni. Liggðu endilangur á hak- ið með handleggina með- fram hliðunum og láttu lóf- ana snúa að þér. Stattu svo upp, án þess að Iijálpa þér með höndunum. Fyrst er rétt að seljast upp og svo að standa upp ef það tekst. sjá, 'hvað við hefði borið. Lögregluþjónarnir liéldu til annarra veitingastofa í nágrenninu. Mulloy í Emer- ald Isle mundi cflir hrún- eygðu slúlkunni, sem kom þangað inn um álta-leylið á laugardagskvöldið, og einn- ig eflir manninum með glcr augun. „Ég þekkli þau alls ekki“, sagði Mulloj% „ekki frekar en þau þekktu hvort annað, þegar þau hittust liér“. Lögregl'umönnunum tókst með eftirgrennslan að kom- ast að því, hvar þau liöfðu dvalið frá klukkan álta til klukkan tólf á miðnætti, og svo eftir klukkan liálf tvö. „Hér er um hálfan ann- an tíma að ræða“, sagði Fredericks, „þau hafa á- reiðanlega ekki verið á göngu í þessu kalda og lirá- slagalega veðri svo lengi“. Þeim félögum datt í liug, að ef til vill liefðu þau skroppið til Covinglon í Indiana eða Cincinnati í Ohio, en stutt var lil hcggja þessara slaða, Ef til vill hefðu þau hitt einhverja þar, sem myndu eftir þcim eða hefðu þekkt þau. Þeir byrjuðu í Covington, og cft- ir nokkurn tima liöfðu þcir upp á veitingamanni, sem minntist þess að liafa séð þau. „Konan var sérstaklega á- litleg“, sagði hann, „það cru ekki margar hennar likar, sem koma hingað“. Ilann þekkti hana samt ekki, né heldur manninn, sem var með henni. Sclilosser hélt áfram að ræða málið við veitinga- manninn i þeirri von, að eitthvað af því, sem skotu- hjúin höfðu talað um myndi rifjast upp fyrir honum. Því var þó elcki til að dreifa. En allt i einu var eins og lifn- aði yfir veitingamanninum. „Biðið“ hrópaði liann. „Það var eittlivað við manninn, Liggðu flatur á hakið, með handleggina krosslagða á hrjóstinu. Rístu á fætur, án þess að losa handleggina eða nota olnhogana. Leggðu korklappa á gólf- ið, fimm fet frá þér. Farðu á fjórar fætur. Gríptu svo með annarri hendinni um mjöðm þér. Siðan áttu að heygja þig fram og taka tappann með tönnunum. Loks ristu upp aftur, án þess að nota nema aðra höndina þér til hjálpar. ÉG ELSKA ÞIG. Það er ekki gott að segja hverrar þjóðar, menn kunna að vera sem sýna stúlkunum ástarhót. Spreytið þið ykk- ur á því að segja til um, á livaða tungur selningin „ég elska þig4' eftir. er þýdd hér á 1. Ik Bemin You. 2. Te quiero. 3. Nui Konuou Aloha No Oe. 4. Sas Agops. 5. Ani Ohev Osoch. 6. La Vas Lioubliou. 7. Kocham Cie. 8. Je t’aime. 9. Ti amo. 10. I love you. HVE MARGAR DÖSIR? Ef þú ert með stóra dós með 5 litlum dósum innan í henni og 2 mjög litlar dós- ir innan í sérhverri litlu dós- anna, hvað ertu þá alls með margar dósir? (Svör annai-sstaðar í blað- inu.) sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Ilann á vin hérna í borginni, sem kem- ur Jiingað oft, Leo Wooden. Leo sagði jiessum náunga að nefna nafn sitt, ef hann kæmi liingað.“ Schlosser og Fredericks fundu heimilisfang Wood- ens í símaskránni og liéldu þegar þangað. Hár maður kom til djrra og var sýnilega undrandi, þegar liann kom auga á geslina. Hann hauð þeim inn. Dyrnar inn i svefnlierhergið voru opnar, og þar lá maður endilang- ur á rúminu, alklæddur. Það var eittlivað i sambandi við jakka lians, sem kom þeim kunnuglega fjrrir sjónir. Sclosser gekk heint til verks. „Ilvaða maður ligg- ur þarna inni? Er það vin- ur yðar, scm ekki á lieima hér í horginni?“ „Danni? Já, það er Danni, hvað í ósköpunum viljið þið honum?“ Lögreglumcnnirnir gengu þcgar að dyrunum, og áð- ur en manninum gafst timi lil ]>ess að lireyfa sig, var Schlosscr kominn að rúm- inu og skipaði Iionum að rísa upp. Augu Danna voru hlóð- hlaupin, og hendur hans skulfu. „Við erum frá lögregl- unni,“ sagði Fredericks, „viljið þér sjá skilriki okk- ar?“ Danni handaði þreylulega frá sér með hendinni. „Ég veit að þið eruð lögreglu- menn“, Ilann sló á enni sér með fl'ötum lófanum. „Ég cr meiri bölvaði bjáninn", hrópaði Iiann. „Ætlarðu að segja okkur alll um skotárásina?“ „Á ég nokkurs annars úr- kostar?“ „Nei“. „Ég skal tala, en það er ekki víst, að þið verðið á- nægðir með frásögn mína,“ hyrjaði hann. „Þið haldið að ég viti mikið, en það er mesti misskilningur.” „Segðu okkur fyrst það sem þú veizt, síðar munum við velta þvi fyrir okkur, sem þú veizt ckki“. Danni Shortl'idges gaf skýrslu sína. Hann vissi að- cins að konan hét Jerrý, hann hafði aldrei séð liana fyrr en í veitingakránni í Newport. „Jerrý hafði orð á því að liún vildi fara lieim.“ „Heim?“ skaut Fredericks inn í. „Ilvert var það?“ „Hún sagði það ekki. Jerrý lalaði ekki mikið um sjálfa sig. Ilún hað mig hara um að ná í bil, og svo ætlaði hún að segja hílstjóranum livert aka ælli. Þegar við komum út að bílnum, var eins og maður með skamm- hyssu sprytti upp úr jörð- inni. Hann skaut og Jerrý fél'l. Þið lialdið að ég liafi vilað að liún var liæfð, en ég vissi það ekki. 1 sann- leika sagt vissi ég ekki nema ég liefði verið skolinn sjálfur. Þið vilið hvernig þetta er. Sumir hætla að hugsa, og þannig var það með mig. Ég gleymdi Jerry. Ég gleymdi öllu, sem mér hefur verið kennt um konur og Iieiðursmenn. Ég liljóp, liljóp eins liratt og fjandinn sjálfur væri á hælunum á mér“. Lögreglumennirnir hlust- uðu á liann og hristu liöfuð ið. Danni horfði á þá með grunscmd. „Ætlið þið ekki að kalla mig lygara? Þið ætlið þó ckki að segja að þið trúið mér — af því að svo vill til að ég segi sannleik- ann“. Fredericks brosti. „Gugei lögregluforingi mun áreið- anlega óska eftir að lieyra sögu yðar, ef til vill oft. Hann er i Newport i Kent- ucky, en þetta er Coving- ton í Indiana. Viljið þér koma með okkur af frjáls- um vilja? Við getum ekki tekið yður með nema þér samþykkið það sjálfur". „O, ég kem með“, sagði hinn grunaði maður og stundi. „Frásögn j'ðar getur ver- ið sönn“, sagði Gugel hrein- skilnislega, ])egar hann hafði heyrt sögu Danna. „Hún getur lika verið ó- sönn; við munum kornast að þvi næstu dagana. Þér eruð grunaður um þátttöku í morði. Ef þér óskið eftir lögfræðingi þá getið þér fengið hann“. Danni Shortlidge afþakk- aði að sér yrði fenginn lög- fræðingur, og upplýsingarn ar, sem hann gaf, voru held- ur léttvægar. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um, hver árásarmaðurinn gat verið, og liann vissi ekkert um Jen*ý nema nafnið, og að liún var fráskilin. Newport var ekki stór bær, en samt var bersýni- legt að falleg kona gat horf ið þar sporlaust í eina eða tvær vikur án þess að nokk- ur saknaði hennar. Einkum þegar það var fráskilin kona, sem átti enga fjöl- skyldu. Mynd var tekin af líkinu og hún "*rð sem líkust þvi er kon, laut að hafa litið út. Þessi mynd var siðan sýnd öllum strætisvagnabíl- stjórum og leigubílstjórum. Enginn strætisvagnastjór- anna kannaðist við hana meðal farþega sinna, en cinn leigubílstjóri, Paul Terrence, skoðaði myndina nákvæmlega og sagði síðan mcð áliyggjusvip: „Ég hef séð hana einhvers staðar áð- ur. Ef til vill hef ég ekið henni i hílnum minum. Ivannske hef ég setið á hekknum á móti henni i al- mcnningsgarði. Ef til vill.“ Hann þagnaði skyndilega og glampa brá fyrir i aug- um lians. „Auðvitað, nú veit ég það, Paul gamli gleymir ekki andlitum, sem hann hefur séð. Þú vilt vita, hve oft ég hef séð hana? Fjórum sinn- um. Þú vilt fá að vita hve- nær? Á Iaugardagskvöldið“. Um klukkan sex á laugar- dagskvöld ók hann manni frá járnbrautarstöðinni að ákveðnu húsi við Þriðju götu. Þegar þeir komu þangað, hað farþeginn bíl- stjórann að hringja dyra- hjöllunni og spyrja um Jerrý. Ilann átti að segja lienni, að maðurinn úti í hílnum vildi tala við hana. Terrence gerði eins og fyr ir liann var lagt. Brúneygð slúlka í baðslopp kom til dyra og hlustaði á hann. Síðan kipraði hún saman varirnar og sneri inn í hús- ið án þess að segja orð. Fjór um sinnum þetta sama kvöld knúði Terrence dyra fyrir farþega sinn, og fjór- um sinnum neitaði konan að hitta hann. Síðasta heim sóknin var um klukkan Framh. á 4. síðu.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.