Ný vikutíðindi - 13.03.1970, Síða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
7
Kvöldið var kæfandi heitt,
og til þess að anda að mér
fersku lofti, gekk ég út á
Besik-Tasbrúnna. Það var
miðnætti og ég sá Achmed
Bey standa einan við hrúar-
sporðinn. Ég hafði hití
hann einu sinni áður í opin-
berum erindum, svo að ég
gaf mig á tal við liann.
Allt i einu komu tíu uxa-
kerrur að brúarsporðinum.
Þær voru hlaðnar þungum
leðursekkjum, og Achmed
Bey lét þá sökkva i sjóinn
hvern af öðrum, og ég taldi
þá — þeir voru yfir hundr-
að. Þetta var góð dagsupp-
skera.
Ég spurði Achrned Bey
hvað væri í sekkjunum, og
hann svaraði með djöful-
legu glotti: „Menn og konur,
sem var ofaukið. En ég segi
yður þetta einum, sendi-
herra. Hefði einhver annar
hvítur maður spurt, hefði ég
sagt það vera brotajárn!”
Þannig var lífið í Tyrk-
landi Abduls Hamids í byrj-
un þessarar aldar. Það var
því ekki að undra þótt stoð-
ir þessarar stjórnar tækju
að ramba með komu hinnar
nýju aldar. Óánægjuradd-
irnar urðu smátt og smáll
að örvæntingarfullu hrópi.
Fjandskapur í garð Abdul
Hamids og hinnar rotnu
ógnarstjórnar tók á sig fast-
ara form. Hinir ýmsu flokk-
air, sem áttu allir eitt sam-
eiginlegt, hatrið gegn
soldáninum, urðu gróðrar-
stía ungtyrkj ahreyfingarinn-
ar.
Það voru einkum ungir
menn, liugsjónamenn með
vestrænar skoðanir, en þeir
kunnu einnig að notfæra
sér baráttuaðferðir austur-
landabúa, þegar þeirra tími
kom. Hin frægu „augu og
eyru soldánsins” urðu að
litlu liði, því ungtyrkirnir
njósnuðu um njósnarana,
og afgreiddu þá f skyndi út
úr veröldinni.
Abdul Hamid gerðist nú
gamall, aldurinn og ólifnað-
urinn svipti hann andlegu
og líkamlegu þreki. Kóngu-
lóarvefurinn grotnaði í
sundur.
Þessi fundur i sjónum
hjá Gullna Horninu í nóv-
ember 1939 segir sina sögu.
Hann segir frá sautján ung-
um stúlkum, sem saumaðar
voru inn í leðursekki og var
drekkt, þrjátiu árum áður.
—★—
Síðasta óskin
Fanginn fékk aðeins eina ósk
áður en hann var hengdur.
Hann kaus sér nýja vatns-
melónu og aftökunni varð að
fresta um 6 mánuði.
Vísindi
— Geturðu sagt mér hvers
vegna jörðin er hnöttótt?
— Af því þú hefur sagt mér
það.
— Nú, það er einhver sem
hefur sagt mér það.
☆ DÆGRADVÖL ☆
BRIDGEÞRAUT:
Hér er skemmtilegt og
frægt spil, sem spilað var
fyrir meira en einni öld.
Spiluð voru trompvist, því
þá var bridge ekki til, og
lauf er tromp. Hertoginn af
York spilaði Vestur og veðj
aði mikilli fjárhæð um að
hann myndi vinna. Spilin
voru sem hér segir;
E R R R K A I 0 T
U R N I U
N A K 0 D
F I I s N
F G N L M
D Ð A R U
REIKNISGÁTA
Ég á tvo bræður; annar
þeirra er hálfu yngri en ég,
en aldur hins er þriðjung-
ur af aldri minum. Til sam-
ans vantar þá 20 ár upp á að
vera jafngamlir systur
minni, sem hafði lifað þriðj
unð núverandi aldurs sins,
þegar ég fæddist. Hve göm-
ul er ég?
GÁTUVÍSA
Býr mér innan rifja ró,
reiði, hryggð og kæti.
Kurteisin og kári þó
koma mér úr sæti.
S: A K D
H: Á K D G
T: Á K
L: K G 9 7
S
H
T
L
10 98765432
Á D 10 8
S: G 10 9 8 7 6
H: 10 9 8 7 6
T: D G
L: —
S: 5 4 3 2
H: 5 4 3 2
T: —
L: 6 5 4 32
Vestur þ. e. hertoginn,
spilaði út lauf sjö. — Svo
er að vita, hvað Suður og
Norður fengu marga slagi.
SKÁK
Svart: kóngur á c5, hisk-
up á b6, peð á a5, c3 og d6.
Hvítt: Kóngur f8, drottn-
ing e3, riddarar á d2 og d4
og biskup á f2.
Hvítur mátar í öðrum
leik.
STAFAGREIÐA
Notaðu bókstafina í stafa-
greiðunni hérna til þess að
mynda sex karlmannsnöfn,
eitt í bakkanum (9 stafa) og
síðan eitt í hverjum tindi
með upphafsstafinn í hakk-
anum.
SPURNIR
1. Hvernig er fyrsta línan i
passíusálmunum ?
2. Hver er útkoman, ef þú
margfaldar 12 sinnum 13?
3. Segirðu mér hlakkar til,
eða mig hlakkar til?
4. Hver fann upp talsim-
ann?
5. Iivað heitir höfuðborg
Hollands ?
(Svör annars staðar í bl.)
*
“'Ur licim§priks§n iini
LAUSALEIKSBÖRN
Nú er j>að ekki lengur aðeins íslenzk
tízka að eignast bani utan hjónabands,
heldur færist sá siður óðum í vöxt með-
al kvikmyndastjarna.
Ungverska stjarnan Eva Bartok eign-
aðist nýlega barn og neitaði að nafn-
greina föðurinn. En hún hafði verið
mikið með enskum lávarði, náfrænda
Elizabeth drottningar, svo að blaða-
menn lögðu saman tvo og tvo, einkum
þar sem hann var einn af þeim fyrstu
til þess að heimsækja hana eftir að
barnið fæddist. — Þeir spurðu hana,
hvei’s vegna hún hefði viljað eignast
barn í lausaleik.
„Ég Iiefði getað afstýrt því,“ svaraði
Eva hreinskilnislega. „Læknamir ráð-
lögðu mér fóstureyðingu, af því barns-
fæðing yrði lífshættuleg fyrir mig. Og
vinir mínir sögðu, að framtíð mín sem
kvikmyndaleikkona yrði að engu, ef ég
eignaðist barn utan lijónabands.“
En Eva Bartok tefldi á þessar tvær
hættur og eignaðist fallega dóttur, án
þess að það hefði slæm áhrif á vinsæld-
ir hennar sem leikkonu.
Enska filmstjarnan Vanessa Red-
grave eignaðist fyrir nokkm barn með
ítalska leikaranum Francisco Nero, en
vildi ekki giftast honum.
Hún hefur kannske verið undir áhrif-
um frá ballettdansmærinni Isadora
Duncan, en hún lék hana í ágætri kvik-
mynd fyrir nokkru. Isadora var mikil
listakona og bóhem, sem einnig eignað-
ist lausaleiksbarn.
— ★ —
Það nýjasta í þessum siðferðismálum
er, gð Mia Farrow, sem áður var gift
Frank Sinatra, á von á barni með hin-
um fertuga kompónista og stjórnanda
Londonar-sinfóníunnar, André Previn,
sem er kvæntiu’, en býr ekki með konu
sinni — og hefur ekki i hyggju að
kvongast Miu.
Móðir hennar, kvikmyndaleikkonan
Maureen O’Sullivan, tekur þessu með
ró. „Ég veit, að Mia og André munu
annast bamið af ást og umhyggju,“
sagði hún, þegar blaðamenn vildu heyra
álit hennar á þessari „spillingu“.
-★-
HNlFSSTUNGA
James Roosevelt, elzti sonur Roose-
vélts, Bandaríkjaforseta, 61 árs gamall
bankaforstjóri, búsettur í Sviss, hefur
nú skilið við eiginkonu sína og kvænst
32 ára gamalli enskri kennslukonu.
Hann hafði góða og gilda skilnaðar-
ástæðu, þar sem fyrrverandi eiginkona
hans rak hníf í bakið á honum í af-
brýðisemiskasti. Sjálfsagt hefur hún
haft ástæðu til að vera afbrýðisöm, eftir
því að dæma hvað hann var fljótur að
gifta sig að skilnaðinum loknum.
TIL MINNIS
úv
dámóöunna
Þegar efni hefur verið
hreinsað með benzíni þarf
að gæta þess, að það sé veí
þurrt áður en það er press-
að. Annars getur svo farið
að kvikni í því.
Festið spegli á vegginn
gegnt glugganum svo að út-
sýnið endurspeglist í hon-
um. Óinnrammaðir vegg-
speglar fegra og stækka
herbergi og gera það bjart-
ara.
Við nefkvefi er gott að
hella sítrónusafa í lófa sér
og sjúga hann upp í gegn-
um nefið. Endurtakið það
þrisvar, fjórum sinnum.
Hengið upp nokkrar
myndir á vegginn meðfram
stiganum i stað þess að hafa
vegginn beran. Það er
smekklegast að hafa þær all
ar eins innrammaðar.
Ef stórar myndir og smá-
ar hanga á sama vegg eiga
stærri myndirnar ekki að
lianga neðar en smærri
heldur eiga neðri brúnir
þeirra að standast á.
—•—
Ef þú hefur ramma utan
um spegilinn yfir snyrti-
borðinu skaltu ekki hafa
hann einfaldan og kuldaleg-
an heldur skrautlegan,
breiðan og iburðarmikinn.
—•—
Ef bæta þarf vatni i pott-
inn eða á pönnuna, meðan
verið er að matreiða kjötið,
skal það alltaf gert með
heitu vatni eða sjóðandi,
en aldrei með köldu.
Þegar þú viðrar sængur
og svæfla skaltu varast að
láta þau vera lengi i heitri
sól. Hitinn þurrkar eðlilega
fitu úr fiðrinu svo að það
verður ekki eins endingar-
gott.
Ef þú átt erfitt með að
þræða nál, skaltu nudda
bandendanum með þurri
sápu.
Láttu ullarföt vera ofan
í vatninu á meðan þú þværð
þau. Þau þæfast á þvi að
lyfta þeim oft úr vatninu.