Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Blaðsíða 2
2
NÝ VIKUTÍÐINDI
NÝ VIKUTÍÐINDI
koma út á föstudögum
og kosta kr. 25.00
Útgeiandi og ritstjóri:
Geir Gunnarsson
Ritstjórn og auglýsingar
Skipholti 46 (vesturgafl)
Sími 26833.
Prentun: Prentsm. Þ.ióðvil,ians
Setning: Félagsprentsmiðjan
Svikin
brauftaldin
Ivrökkuni á skólabekkjum
er tjáð það i bókum að til
sé einhver suðrænn ávöxtur,
sem nefnist brauðaldin.
0« það fylgir sögunni, að
þarna syðra þurfi menn
ekkert að hafa fyrir lífinu
— liggja í sólinni og tína
þessi aldin ujip i sig, ef þeir
verða svangir.
Þetta myndi margur segja
að væri dágott líf.
Engar áliyggjur af skýrsl-
um eða skrám, hvað þá vixl-
um og öðru slíku.
Allt í lagi. Bara sól, og
teygja í sig sælgætið, ef mað
ur er soltinn.
Svo labba nýbakaðir ráð-
herrar (i nýburstuðum
skóm — aldrei þessu vant)
niður í ráðuneytin sin b.éi
á okkar kalda og fámenna
landi og lialda að þeir geti
gert gloríur án allra igga-
heimilda eða fjárframlaga.
Þeir eru að vísu launaðir
af almannafc, en ekki lil að
halda að hér þurfi bara að
rétta upp höndina eftir
brauðaldin eða pappírsseðl-
um, ef lífinu á að vera borg-
ið.
Enginn skyldi dæma
stjórnendur þá, sem þjóðin
befur kosið til forustu í
framkvæmd, á verri né betri
veg, fyrr en reynd er á kom-
in. Vonandi bregðast þeir
ekki því trausti, sem þeir
ættu að vera verðugir. Og
sá vonarneisti býr i margra
brjósti.
En hvað um viðbrögð er-
lendra þjóða vegna hinna
vinstri sinnuðu ráðlierra?
Þær virðast ekki ætla að
rækta brauðaldin í oklcar
görðum — sízt auslrænu
þjóðirnar... og allra sizt
handa okkur — eftir jiví að
dæma, sem utanríkisráð-
herra okkar hefur af opin-
berum fulltrúa þeirra að
segj a!
Vægast sagt var broddur
i garð Sovétrikjanna hjá Ein
ari Ágústssyni, þegar liann
sagði í sjónvarpsviðtali, að
hann hefði árangurslaust
reynt að liafa samband við
atkvæðabæran Rússa út af
landhelgismálinu.
Ef þetta eru þau brauð-
aldin, sem við eigum von á
frá vinum Þjóðviljans, þá
fylgir þeim ekki sól og suð-
ræna.
eillandi banabiti
TVÍH J ÓLAÐUR eineykis-
vagn ók greitt gegnum blaut
Parísarstrætin, þennan kalda
og dimma vetrardag. Farþeg-
inn, kona, með andlitið að baki
svartrar slæðu, gægðist út um
hliðargluggann og kallaði til
ökumannsins: „Hraðar! Hrað-
ar!“
„Oui, Mademoiselle.“
Hann danglaði með taumun-
um, og hestarnir tóku við sér.
Ökumaðurinn vissi ekki, að far-
þeginn hans í þetta sinn var
hin rómaða — eða illræmda —
dansmær, sem hafði tekið Par-
ís með áhlaupi: Lola Montez.
Inni í rambandi vagninum
hallaði Lola sér aftur á bak á
sessurnar og fitlaði óstyrkum
fingrum við bréf, sem hún hélt
í kjöltu sér. Aftur og aftur las
hún upphafið: „Kæra Lola mín.
Ég er að fara að heyja einvígi
með skammbyssum ...“
Á andliti hennar kom hörku-
svipur. Þetta var andlitið, sem
sérfræðingar lýstu sem „það
fallegasta allra tíma“. Þetta var
andlitið, sem hafði tekizt að
trufla tónskáldið fræga, Franz
Liszt, frá músíkinni. Eftir nokk
urra vikna ástríðuþrungið ásta-
samband við hana, hafði Liszt
lýst því opinberlega yfir, að
í samanburði við Lolu væru all-
ar konur kyndaufar. Þegar þau
loks skildu samvistum, samdi
Liszt eina af sínum fallegu són-
ötum, magnaða af svellandi
í :nningum um Lolu, enda til-
einkaði hann heririi tónverkið.
< i • ' ( ■ v v i-. I . ■ . .
EN LISZT hafði einungis ver
ið einn af mörgum elskhugum
Lolu. Almannarómurinn í Par-
ís taldi elskhuga hennar hafa
verið marga tugi, og að hún
vissi naumast sjálf, með hverj-
um hún hafði sængað og með
hverjum hún hafði ekki enn not
ið þeirrar ánægju. Á elskhuga-
lista hennar voru mörg fræg
nöfn, eins og Alexander Dum-
as, Théophile Gauntier, Honoré
de Balzac og Ferdinand Dela-
croix. Það hafði verið Dumas,
sem sagði við hanna: „Elskan
min, þú átt aldrei eftir að kynn-
ast hamingjunni. Það verður
banabiti hvers þess karlmanns,
sem dirfist að, elska þig.“
Sem hún sat þarna í vagnin-
um brá þessari spásögn í huga
hennar og olli henni sviða.
Hafði Dumas rétt fyrir sér?
spurði hún sjálfa sig. Var allt
vonlaust fyrir henni, líka nú,
þegar hún hafði kynnzt þeirri
ást, sem hún hafði alitaf leitað
svo ákaft eftir — nú, þegar
hún hafði loks íundið Alex-
andre Dujarier, manninn, sem
gat bæði fullnægt hennar and-
lega og kynferðislega hungri.
Átti hamingjan alltaf að verða
henni sem lokuð bók?
Dujarier var bókmenntagagn
rýnandi dagblaðsins „La Press“.
Hann hafði fyrst séð Lolu þar
sem hún lék listir sínar á leik-
sviðinu í Saint-Martin-leikhús-
inu. Eins og allir karlmenn með
al áhorfendanna þetta kvöld
hafði hann hrifizt svo af ótrú-
legum töfrum þessarar konu, að
hann tók ekki einu sinni eftir
því, að hún var ekki nema miðl-
ungs dansari og átti fullt í
fangi með að fylgja músíkinni.
Hápunkturinn hjá henni var
alltaf að láta annað sokkaband-
ið falla niður velformaðan fót-
inn og kasta því fram í áhorf-
endasalinn.
ÞETTA kvöld hafði Dujarier
verið svo heppinn að höndla
hnossið. En þetta kvöld hafði
hann líka verið svo óheppinn
svart hár og dökkleit húð sýndi,
að eitthvað af negrablóði var
í æðum hans. Þetta var Alex-
ander Dumas, þekktur rithöf-
undur; síðasta bók hans var
Kamillíufrúin. Hann vissi
hvaða kona þetta var, þrátt fyr-
ir bæjuna. Lola Montez var
einmitt þekkt um alla París fyr-
ir að bera svarta slæðu. Fólk
velti því fyrir sér, hvort hún
Sagan a£ Lolu Montez, sein
var viðhald Frakkakonungs,
Lizts, Dumasar og Balsacs,
en dó í fátækraliveríi
stórborgar
að verða alvarlega ástfanginn
af henni.
Nokkrum vikum siðar fékk
hann Claudin vin sinn til að
kynna þau hvort fyrir öðru,
þegar hún var á leiðinni heim
frá leikhúsinu. Þau komu bæði
við í „Café de Paris“, og þar
komst Lola þegar í stað í hóp
virðulegra rithöfunda. Dujarier
fann, að þessir menn tóku Lolu
sem jafningja sinn, þar sem
hún hafði góðar gáfur til að
bera.
Lolu leizt þegar í stað vel á
Dujarier. Hann var tuttugu og
níu ára gamall, brúnhærður,
með Sterklegt rómverskt nef og
djúpt pétursspor í hökunni.
Hún gat ekki staðizt að styðja
fingri á péturssporið. Augu
þeirra mættust.. .
Næsta árið þróaðist með
þeim kyrrlát ást. Dujarier var
hinn tryggasti og avaldi öllum
stundum hjá Ixilu, þegar hann
gat við því komið atvinnu sinn-
ar vegna. Fram til þessa hafði
Lola hafnað öllum hjónabands-
tilboðum og haft allt þess hátt-
ar að spotti, en nú svall hún
af hamingju, þegar Dujarier
bað hennar.
Hún var reiðubúin til að
leggja leiklistina á hilluna til
að taka að sér eiginkonuhlut-
verkið, og þau voru ásátt um,
að vígsluathöfnin skyldi fara
fram um vorið — eftir að samn
ingstímabili hennar við Saint-
Martin-leikhúsið rann út. Eftir
því sem þessi tími nálgaðist,
jókst Ijómi tilhlökkunarinnar í
augum hennar ...
— □ —
SKYNDILEGA nam vagn-
inn staðar, og Lola kastaðist
fram. Áður en ökumaðurinn
hafði stigið niður úr sæti sínu
til að opna fyrir farþeganum,
var konan með blæjuna fyrir
andlitinu stigin út á þrepið.
Hún rétti ökumanninum pen-
ing og gaf sér ekki tíma til að
fá til baka.
Hún lyfti upp pilsinu og
hljóp að tröppunum að litlu,
rauðu múrsteinshúsi. Hún tog-
aði nokkrum sinnum í bjöllu-
strenginn, og þar sem henni
var ekki svarað þegar í stað,
barði hún óþolinmæðislega á
hurðina.
Loks voru dyrnar opnaðar,
og í ljós kom dapureygður karl-
maður, risi að vexti; hrokkið
væri að þessu til að sveipa sig
dularljóma — eða var hún ef
til vill að syrgja glataðan elsk-
huga? Enginn nema Lola sjálf
vissi svarið.
Hinn dökku augu Dumasar
glenntust upp, og hann mælti
þaninni röddu: „Lola, hvað er
að? Er það í sambandi við Duj-
arier? Er hann kannske dáinn?“
Lola stirðnaði.
„Svo þú veizt þá um einvíg-
ið.“
Hann kinkaði kolli,
„Komdu inn.“
Hún sýndi engin merki þess,
að hún ætlaði inn í forstofuna,
Frásögn af mögnuðum ör-
lögum stórbrotinnar konu,
sem margir töldu „fegurstu
konu allra tíma“. Franz Liszt
helgaði henni eina af feg-
urstu sónötum sínum; og AI-
exander Dumas sagði við
hana: „Þú verður banabiti
hvers þess karlmanns, sem
dirfist að elska þig!“
en sagði: „Ég er einmitt að
koma heiman frá honum. Gabr
iel þjónninn hans, sagði mér,
að Alex væri nýfarinn á ein-
vígisstaðinn. Og hann sagði
mér, að Alex hefði farið til
þín í gær til að leita ráða...“
„Já, hann kom hingað,“ við-
urkenndi Dumas. „Alex sagð-
ist vilja losna við einvígið og
spurði mig, hvernig hann gæti
komið því við án þess að glata
sjálfsvirðingu sinni.“
„Og hverju svaraðir þú?“
spurði hún.
„Ég gat ekki annað en sagt
honum, að eina ráðið til að
bjarga virðingu í svona tilfell-
um væri að mæta andstæðingn-
um á einvígisvellinum. “
„Hvernig gaztu fengið af þér
að segja þetta við hann?“ hvísl
aði Lola rámri röddu. „Þú, sem
ert þekktur fyrir að vera trygg-
ur vinum þínum?“
Það kom hryggðarsvipur á
andlit Dumasar.
„Þetta er mín skoðun.“
Hún veifaði bréfinu reiðilega
framan í hann.
„Og veiztu, að skammbyssur
verða notaðar?"
„Ég reyndi að fá hann til að
velja sverð, þar sem þau eru
minnsta hættulega vopnið. Mér
... mér féll allur ketill í eld,
manna
þegar hann sagði mér, að hann
hefði aldrei snert á sverði, ekki
einu sinni stuttsverði. Við urð-
um ásáttir með, að möguleik-
arnir yrðu skárstir með skamm
byssu.“
„En það er naumast lakari
skotmaður í París en hann!“
kallaði Lola upp yfir sig.
„Ég veit,“ sagði Dumas und-
arlega mjórri röddu af jafn-
stæðilegum manni að vera. „I
gærkvöldi tók hann sig til og
fór að æfa sig í að skjóta. Þess
vegna heimsótti hann þig ekki
í leikhúsinu eins og venjulega.
Sonur minn fór með hann til
skotsalarins. Alex skaut á
gervimann, og af fjórtán skot-
um hitti hann aðeiris einu
sinni.“
Lola greip andann á lofti og
spurði: „Hver er mótstöðumað-
urinn?“
Jean de Beauvallon.“
„Guð varðveiti okkur! Þá er
Alex dauðadæmdur!11
de Beauvallon var ritstjóri
dagblaðsins „Le Globe“. í
meira en ár hafði hann haldið
uppi heiftarlegum árásum á Al-
ex og „La Presse“. de Beau-
vallon var einn af beztu skot-
mönnum Frakka, og nú hafði
hann stofnað til einvígis við
Alex — móðgað hann í margra
votta viðurvist í veitingahúsi. .
— □ —
DUMAS mælti: „Ástæðan til
þess, að Alex samþykkti loks
einvígið, var sú, að hann ótt-
áðist, að þú myndir kaliá' sig
bleyðu, ef hann drægi sig í
hlé.“
Lola rétti út höndina til að
grípa í arm Dumasar.
„Hvar er völlurinn? Klukkan
er næstum orðin tvö. Ég verð
að fara þangað . . .“
„Hvað gætir þú gert?“ spurði
hann þýðlega. „Þú getur ekki
stöðvað þá. Og ef ég þekki þig
rétt, Lola mín litla, þá gætirðu
átt það til að stökkva fram fyr-
ir Dujarier og taka á móti kúl-
unni, sem honum er ætluð. Eða
þú værir með byssu í veskinu
og notaðir hana til að skjóta á
de Beauvallon.“
„I guðanna bænum segið mér,
hvar Alex er staddur.“
Dumas hristi höfuðið.
„Ég veit það ekki.“
„Þú skrökvar því!“
„Ég get svarið það, Lola. í
nafni þeirrar ánægju, sem við
höfum notið saman, lýsi ég yfir,
að ég hef ekki hugmynd um
einvigisstaðinn. Og ég get ekki
bent þér á neinn, sem veit það.
Úr því sem komið er geturðu
ekkert annað en beðið .. .“
Lola losaði takið á handlegg
hans, rétti úr bakinu og svaraði
kuldalega: „Ef hann er dáinn,
þá skal ég umturna öllu og fá
ae Beauvallon refsað. Ef hann
er dáinn, skal ég aldrei fyrir-
gefa þér að hafa sent hann í
dauðann.“
Hún snerist hvatlega á hæli
og hljóp niður tröppurnar og
út á götuna. Hún gekk í meira
en klukkustund í köldum rign-
ingarúðanum. Hugsun hennar
var sem dofin, og hún gekk ó-
sjálfrátt til íbúðar Alex.
Gabriel, herbergisþjónninn,
svaraði.