Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Qupperneq 6

Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Qupperneq 6
6 NY VIKUTIÐINDI ar. Hún skildi, að hún hafði ekki hagað sér rétt. Hundruð augna mændu á hana og biðu þess, hvað hún gerði næst. En Lola dó ekki ráðalaus, þótt í óþægilegri aðstöðu væri. Hún mælti lágri, en skýrri röddu: „Þið megið ekki taka þetta svo, að ég sé óánægð með móttökurnar.' En það er með mig eins og tómatinn: það er bezt að ég verði fyrir sem minnstu hnjaski. Viðskiptavin- irnir vilja ekki marða vöru.“ EKK hafði hún fyrr sleppt síðasta orðinu en dynjandi fagn aðarhlátur gall við. Þetta kunnu piltarnir að meta, og Lola var leidd sem hefðarmær að vagninum, sem beið hennar. Hull settist við hlið hennar í baksætið og mælti: „Þeim geðjast vel að þér. Ég sagði yð- ur að ekkert væri að óttast.“ „Þeir hafa ekki enn séð mig á leiksviðinu,“ svaraði Lola. Þegar hún kom fram á fyrstu sýningunni í San Francico, ætlaði allt um koll að keyra — ekki samt af fögnuði, heldur gremju, því að Lola var full- klædd og virtist ekki hafa öðru að flagga en virðuleikanum ein- um. Hún sinnti ekki óánægju- kliðnum, heldur tók til að dansa hinn fræga kóngulóar- dans. Að formi til var þetta einfalt atriði — átti að tákna unga stúlku, sem uppgötvaði sér til hrellingar, að kónguló hafði komizt inn á milli klæða hennar. Lola þaut um sviðið og hristi pilsin, en við það mátti sjá form fótleggja hennar og læra. Karl- mennirnir fóru að taka við sér og njóta þeirrar eggjunar, sem þessi dans hafði upþ á að bjóða. Lola vissi nú, a8 hún hafði sigrað þá, og eftir þetta var þetta atrið vinsælt. Morguninn eftir, þegar dag- biaðið kom út, kom í ljós að blaðamennirnir voru ekki ýkja hriínir af frammistöðu Lolu. Ritstjórinn stakk upp á því, að Lola „losaði sig við kóngulóna úr fataskápnum sínum, svo hún gæti byrjað að dansa. Lola var alltaf viðkvæm fyrir listamannsheiðri sínum. og nú útvegaði hún sér hundasvipu og rauk með hana út úr hótel- inu, vafða um handlegg sér. Ritstjóranum barst aðvörun um að hún væri á leiðinni til skrif- stofu hans, og í tæka tíð útveg- aði hann sér sams konar vopn. Lola stormaði inn á skrifstof- una og æpti að ritstjóranum, að hann væri ekki maður, held- ur óþverrahundur, sem verð- skuldaði að vera barinn — og hún ætlaði að taka það að sér. Ólin smaug loftið með snögg- um hvin og small á vanga hins ritglaða manns. Hann brást mið ur karumannlega við og endur- galt kvenmanninum í sama dúr. LOLA lét sér ekki bregða, þótt skerandi sársauki færi um öxl hennar. Þessi svipuslagur barst nú út á rykuga götuna. Og honum lauk ekki fyrr en Pat Hull var kominn á vettvang og hafði gengið á milli bols og höfuðs ritstjóranum með hnef- unum. Fólk, sem safnazt hafði um- hverfis, fagnaði ákaft þessum úrslitum og nú hafði Lola unn- ið hug og hjarta lýðsins, og orð- stír hennar barst um öll vestur- héruð Bandaríkjanna. Umboðsmaðurinn hennar, No el Follin, undirbjó nú að Lola færi í mikið leikferðalag um vesturhéruðin og hefði við- komu í öllum stærstu borgun- um. Var það framkvæmt, og var henni hvarvetna vel tekið. Hún tók miklu ástfóstri við Grass Valley (Grasdal), sem er vinaleg'ur smábær í skjóli Si- errasléttunnar, og hún keypti fornlegan skála, sem fór vel um í lundi stórra móberjatrjáa. Þegar hún bjó um sig í þess- um bústað, minntist hún á það við Follin, að hún væri orðin þreytt á leikhúslífinu; hugur hennar stæði til heimilislegri hluta eins og garðyrkju og handavinnu. Follin rak auðvitað upp stór augu. Henni gat ekki verið al- vara! En Lolu var alvara. Það, sem hún sagði Follin ekki, var að hún þráði að koma til móts við þá hamingju, sem Dujarier hefði getað veitt henni — leita hennar sem eiginkona Pat Hulls. Pat hafði beðið hennar áður en hún fór frá San Francico. og Lola hafði lofað að hafa svar ið tilbúið eftir að hún kæmi úr ferðalaginu. Hinn fyrsta júlí voru þau gef in saman í gömlu trúboðskirkj- unni. Lola var klædd einföld- um, gráum kjól og hatt í sama lit. Meðan á athöfninni stóð, heyrði Lola óma í huga sér hin ógnþrungnu aðvörunarorð Dum asar: .Elskan mín, þú átt aldrei eftir að kynnast hamingjunni ... þú verður banabiti hvers þess karlmanns, sem dirfist að elska þig.“ Þótt Lola hafi aldrei verið kirkjunnar barn, gat hún ekki annað en beðið til guðs þennan dag: „Góður guð, láttu mig verða hamingjusama. Taktu hann ekki líka frá mér.“ — □ — ÞETTA hjónaband var reist 'Jjörið et í (jlauihbœ BQRÐAPANTANIR í SÍMA 11777 GLAUMBÆR SÍMi 11777 OG 19303 á ótraustum grundvelli og komst aldrei í æskilegt jafn- vægi. Á brúðkaupsdaginn ávarpaði einn gestanna brúðgumann í gamni sem „Herra Montez". Pat fékk ekki skilið slíka gam- ansemi og lenti þegar í stað í slagsmálum við þennan orð- hvata gest. Ekki var Pat fremur en um- boðsmaður Lolu ánægður með þá ákvörðun hennar að segja skilið við leikhúsið. Hann hafði gifzt henni sem glæsilegri, gáf- aðri og þokkafullri leikkonu, en nú var hún allt í einu orðin að hversdagslegri húsmóður í hinum hversdagslegustu fötum og virtist ekki hafa áhuga á öðru fremur en að elda graut! Enda þótt hann hefði dregizt á að flytja með henni til bú- staðarins í Grasdal, þá ólgaði skap hans, þegar Lúðvík kóng- ur í Bavaria sendi brúðargjafir í formi húsbúnaðar í þennan auða skála. Pat kunni ekki vel við sig innan um allt þetta aðsenda skraut, handofnu gólfteppin, gyllt smáborð og stórt svana- laga hjónarúmið. Pat var of stoltur og hégómlegur til að láta sér þetta vel líka, og til að mýkja skap hans samþykkti Lola að hafna hinum árlega lífeyri, sem Lúðvík hafði ætlað henni. En Lúðvík hélt áfram að senda henni stórar sendingar af vönduðum munum, og gremja Pats jókst. Upp úr sauð, þegar Lola tók á móti útflúruð- um gullkambi, skreyttum rúb- ínsteinum. Pat, einna líkastur óþekkum krakka, reif þá kamb- inn úr hári hennar, fleygði hon- um í gólfið og tróð á honum með þungum stígvélunum. Lola var enginn eftirbátur rriánns síns í snöggum viðbrögð i um. Hún opnaði glugga og íleygði fötum Pats út í snjó- skafi fyrir utan. „Farðu úr mínum húsum!“ æpti hún. „ÞÍNUM húsum?“ „Það er keypt fyrir MÍNA peninga!" „Alveg rétt!“ æpti hann á móti. „Minntu mig á það, að ég geti ekki séð fyrir þér sem eiginmanni sæmir!“ „Maðurinn minn er dáinn!“ Reiðitár runnu niður vanga Lolu. „Þú er EKKI maðurinn, sem ég giftist.“ „Hver fjandinn er ég þá?!“ „Þú ert ekki Alex!“ Hún rauk að honum eins og tígrisdýr og barði bringu hans með hnefun- um. „Hvernig dirfist þú að blekkja mig!“ Pat vissi nú að hann hafði farið í flíkur dauðs manns — að hann varð í athöfnum sín- um og orðum að standast sam- anburð við þann mann, sem hann hafði aldrei séð og mundi aldrei gert sér vonir um að líkjast. Þau hjónin héldu áfram bú- skap sínum í þessum litla skála. En milli þeirra var köld þögn, þrungin fjandskap og hatri. Einu sinni enn tók Lola að klæðast svörtu og bera rauða gervirós í hárinu. — □ — Á HVERJUM morgni reis Lola mjög árla úr rekkju, sté á bak dökka fákinum sínum og þeysti upp í hálendið. Sú fegurð, sem blasti hvar vetna ,við í náttúrunnar ríki, orkaði græðandi á undir sálar hennar. Nú var sparifé hennar næst- um uppurið. Noel Follin var byrjaður að leitast við að fá hana til að takast ferð á hend- ur til Ástralíu. En henni hraus hugur við að yfirgefa dalinn sinn friðsæla og steypa sér enn einu sinni út í hina fölsku dýrð leiksviðsins. Hún var orðin dauðþreytt á þessu öllu .... Einn heitan sumardag varp- aði hún af sér klæðum og gekk til baðs í einum af svölu fjalla- lækjunum. Hugur hennar var bundinn George Heald — unga manninum, sem hafði drekkt sér hennar vegna. En hvað það var fallegur, skáldlegur dauð- dagi! Og þægilegur . . . eins og maður væri að hverfa aftur til móðurskautsins .. . Hugrenningar í þá átt að svipta sjálfa sig lifinu voru truflaðar af hófataki. Hún flýtti sér upp úr vatninu og bak við runna. Og það sem hún sá, þegar hún gægðist, sló hana flemtran: löðursveittan hest og á baki hans karlmaður með svarta grímu fyrir andlitinu! Skyldi þetta var hinn ill- ræmdi Svarti Bart, sem hafði verið skelfir alls héraðsins? Hún horði á manninn sveifla sér léttilega úr hnakknum og klæða sig úr rykugri svartri skyrtunni. Hann lét ekki þar við sitja heldur sparkaði einn- ig af sér skónum og smeygði sér úr brókunum. Lola stóð á öndinni. Nú var hann á Adamsklæðunum einu- um og svamlaði út í lækinn. Hann hafði einnig tekið af sér grímuna, og Lolu þótti hann hinn myndarlegasti. Og hinn vöðvamikli og íturvaxni líkami hans líktist engu fremur en grísku goði. Útlaginn, sem hafði ekki hug- mynd um 'augun, er virtu hann gaumgæfilega fyrir sér, baðaði sig rækilega upp úr læknum eins og enginn sæi til sín nema fuglar himinsins. Á leiðinni til fatanna aftur nam hann snögglega staðar, hann hafði heyrt skrjáfa í laufi í kyrrðinni. Hann vatt sér við >•••••••••••••••«•••••••• og leit í áttina að runnanum. Og nú sté Lola fram úr felu- stað sínum. Drykklanga stund góndu þau hvort á annað. Á slíkum augna- blikum geiga örvar Amors ekki. EFTIR þetta mættust þau á hverjum degi uppi við fjöllin. Fundir þeirra voru stuttir en ástheitir. Eftir að yfirvöldin höfðu loks haft hendur í hári útlagans og fengið hann hengdan, vissi Lola að hún yrði að kveðja Grasdal- inn. Nú var þessi staður ekki lengur nein friðarhöfn .fvrir hana. Hún varð að flýa döpru minningarnar, og því bað hún Noel Follin að fullgera undir- búning Ástralíufararinnar. Hún kærði sig ekki um að skýra Pat Hull frá þessu. Kvöld ið sem hún fór skrifaði hún stutta orðsendingu á miða og bólaði hann á eldhúshurðina: „Sé þig einhvern tíma seinna.“ Þetta ferðalag vai'ð ekki ár- angursríkt. Kóngulóardansinn hneykslaði íbúana í Melbourne og Sidney, og samkomuhúsin voru ekki setiri nema að einum þriðja. Lola lagði nú heldur ekki eins mikið í dansinn og áður. Þar sem hún varð að bera hallann af ferðalaginu sjálf, neyddist hún að selja mestan hluta skartgripanna, sem Lúð- vík konungur hafði gefið henni. I ferðinni aftur heim til Am- eríku kom fyrir atvik, sem braut niður það, sem eftir var af þreki hennar: Noel Follin á- taldi hana fyrir að líta suma af karlmönnunum meðal farþeg- ánna hýru auga. í fyrsfá sirin gerði hún sér grein fyrir, að Noel bar djúpa ást til hennar. En þegar hann gerði tilraun til að kyssa hana, sló hún til hans og kvartaði yfir því að hann aflagaði á henni hárið. Henni til skelfingar brást Noel þannig við, að hann hljóp að borð- stokknum — og henti sér út- byrðis. Lola gaf frá sér sársauka- &ri4$e ÞÁTTUR Suður gefur. — Norður og Suður eru á hættu. Norður: S: Á 3 2 H: 7 6 5 T: K D 2 L: K 9 8 6 Vestur: S: 6 5 H: 9 8 4 3 2 T: 10 8 7 L: D G 10 Austur: S: K 8 4 H: D G 10 T: Á G 4 3 L: 7 4 2 Suður tók heima, spilaði SD og svínaði henni, árangurslaust. Austur spilaði síðan út Hd, en það var of mikil bjartsýni, því með því móti fór vörnin út um þúfur. S tók slaginn, spilaði trompi, ás og gosa, síðan laufi til blinds. V lét tíuna, og blindur fékk á kónginn og spilaði L9, sem V tók. Hjarta kom út, sem S tók og spilaði tígli undir hjón blinds. Síðan komst Blindur inn á tíg- ul, fékk á L8 og þá gat S hent af sér tígli. Hann gaf því ekki nema einn slag í tígli, einn í trompi og einn í laufi. Suður: S: D G 10 9 7 H: Á K T: 9 6 5 L: Á 5 3 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 S P 2 L P 2 S P 3 S P 4 S P P P Spil þetta kom fyrir í keppni, og flestir spiluðu það á þessa leið: Vestur spilaði út LD, sem En Austur hefði mátt vita, að Suður átti ás og kóng í hjai'ta, því það voru einu há- spilin sem gátu gert honum kleift að segja 4 S. Austur var óraunsær, þegar hann lét út Hd, því félagi hans gat alls ekkki átt háspil í þeim lit. Hann gat á hinn bóginn átt T10, og A var í lófa lagið að spila á hana. Tigultía V hefði þvingað út Td blinds. V átti innkomu á Lg og gat þá spilað öðrum tígií, svo að A fékk þá annan tígui- slag, og þar með var sögn S töpuð.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.