Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Vinnuvikan Nú er svo komið í okkar harðbýla landi, að heims- fréttastofurnar telja það i frásögur færandi, að hér sé styltri vinnuvika en þekkist annars staðar — og er þá gleymt að telja alla þá mörgu frídaga hér á landi, sem ekki tiðkast víðast livar i öðrum löndum. Það sér ekki að við búum á takmörkum bins byggilega heims, eins og Huxley sagði i viðtali við enskt blað, eftir að hafa verið hér i heimsókn fyrir nokkrurn árum. Nei, í fjörutiu stundir á viku skal vinna fyrir kaupi sinu; það verður að vera svo hátt að hægt sé að eiga bíl og ibúð og láta sig ekkert skorta af heimilistækjum og öðrum lífsþægindum. — Við förum heim klukk- an þrjú á föstudögum (prent arar) og mætum um hádegi á mánudögurn (bóksalar). Laugardaga vinnum við ekki. Svona skal það vera! Hvað verður næst? Hrollvekja Loks fór það svo, þegar verkfall undirmanna á lcaup skipum hafði staðið í 40 daga og 40 nætur og samn- inganefndir höfðu lcomist að samkomulagi, en þá felldu 96 atkvæði á 130 manna fundi Sjómannafélagsins samningana! Á kjörskrá munu vera yf- ir eitt þúsund manns. Grunnkaupshækkunin, sem farmenn gerðu sig ekki ánægða með, var samt hvorki meira né minna en 37-45%! Nú er enginn að telja það eftir, þótt sjómenn, sem löngum eru fjarvistum frá fjölskyldu og heimilisarni, fái gott kaup. Á hinn bóg- inn má taka tillit til þess, að jafn gííurlegar kauphækk- anir og hér er um að ræða — og sjómenn telja ekki nægilegar — leiða til hærri farmgjalda og þá jafnframt til hærra vöruverðs og auk- innar verðbólgu. Svo kann að vera, að bú- ið sé að semja, eða setja bráðabirgðalög, vegna vinnu deilu þessarar, þegar þetta er lesið (það er skrifað á þriðjudegi), en það er auka- atriði. Mergurinn málsins er sá, hversu skaðleg áhrif verkfallið hefur á fisksölu SMÁSAGÆ eftir snilliiiginii Guj de Maupas§aní Lerebour-hjónin voru jafn- aldra. Hann leit samt út fyrir að vera yngri, þótt hann væri í rauninni slitnari. Þau bjuggu í grennd við Mantes, á snotru sveitasetri, sem þau höfðu keypt sér fyrir ágóða sinn af sölu bómullarefna. Húsið var umkringt stórum garði, þar sem voru hænsnahús og litlir laufskálar með kín- versku sniði; í fjarsta enda garðsins stóð gróðurhús. Lerebour var ímynd kaup- sýslumanns, ísmeygilegur, feit- laginn, lífsglaður og elskulegur. Þótt kona hans væri ákaflega ráðrík og sínöldrandi, hafði henni ekki tekizt að bæla skap- gæzku eiginmannsins. Hún lit- aði á sér hárið og las við og við skáldsögur, sem vöktu drauma hennar, þótt hún léti svo sem hún hataði þess háttar skrif. Hún var sögð skapmikil, enda þótt hún hefði aldrei gert neitt það, sem styrkt gæti það álit manna. En maðurinn hennar sagði stundum: — Konan mín, ja, hún er nú .. . ! með þessum sérstaka svip, sem menn nota til þess að gefa ýrfiislegt'í skýn. Á SEINNI árum hafði hún verið manni sínum jafnvel enn ónotalegri en fyrr; hún talaði alltaf með hvössum gremjutóni, rétt eins og einhver dulin gremja, sem hún gæti ekki sætt ; sig við_ nagaði hana. Af þessu jhlauzt ekkert nema gagnkvæm 'andúð. Það gat naumast heitið, að þau ræddu saman, og frúin isem hét Palmyre, jós þá án !. I ___________________________________________ ! ’okkar í Bandaríkjunum. Hér er um beina skemmdarstarf- semi að ræða, sem getur orð- ið þjóðinni dýrkeypt efna- hagslega, jafnt farmönnum sem öðrum. Og þótt verkfall undix1- mannanna verði brátt til lyktar leitt, þá er það spá okkar að ekki liði á löngu, þar til yfirmenn þeirra geri álílca kauphækkunarkröfur, svo að sennilega yrði hér að- eins stutt vopnahlé; þvi þá má búast við öðru verkfalli, með sömu afleiðingum. Það er haft eftir Ragnari í Smára, að hin tíðu verk- föll prentara væru tilræði við menninguna. Á sama liátt mætti segja að verkföll þeirra, sem flytja eiga fisk- flök á dýrmætan markað, séu tilræði við þjóðarfjár- haginn. Það er ekki ofsögum sagt af þeiri’i hrollvekju, sem í verkföllum og óðaverðbólgu felst, beint og óbeint. nol ’currar sýnilegrar ástæðu, skömmum, niðrunaryrðum, særandi hnútum og beizkum á- sökunum yfir Gustave, mann- inn sinn. Hann sætti sig við þetta með þolinmæði; honum gramdist að vísu, en hann lét það ekki raska hugarró sinni; hann var gædd- ur slíkum ógrynnum af ánægju af tilverunni, að hann var fljót- ur að jafna sig eftir svona smá heimiliserjur. Engu að síður spurði hann sjálfan sig oft að því, hver gæti verið sú leynda ástæða til þess, að lífsförunaut- ur hans gerðist æ herskárri; því að hann var þess vel meðvit- andi, að geðvonzkuduttlungar hennar byggðust á einhverri leyndri ástæðu; en hún var svo torskilin, að heilabrot hans komu aldrei að neinu gagni. HANN spurði hana oft: — Heyrðu nú, góða mín, segðu mér hvað það er, sem þú hefur á móti mér! Og hún svaraði: — Það er alls ekkert að, alls ekki nokkur skapaður hlutur. Auk þess væri það þitt að kom- ast að því, hvað það væri, ef ég væri óánægð með eitthvað. Ég get alls ekki þolað karl- menn, sem ekkert skilja og eru svo sljóir og duglausir, að það verður að koma þeim í skilning um minnsta smáræði. Og þá muldraði hann í barm sinn: — Já, það leynir sér ekki, að þú vilt ekkert segja. Og hann yfirgaf hana þungt hugsandi um, hvað hún gæti átt við. Sérstaklega voru næturnar honum þungbærar; því að þau sváfu í sama rúmi eins og venja og siður er í öllurn góðum og sæmilegum hjónböndum. Það var ekker það til, sem hún gat ekki fært sér í nyt til að erta hann. Hún valdi einmitt andar- takið, þegar hann lagðist mak- indalega við hliðina á henni, til þess að ausa svívirðilegustu háðsyrðum yfir hann. Sérstaka unun hafði hún af að ásaka hann fyrir fituna. — Þessi fitukeppur, sem þú ert orðinn, þú tekur bara allt rúmið. Og hvað þú getur svitn- að; mér finnst engu líkara en ég liggi við hliðina á bráðinni feiti. Ef þú heldur, að þetta sé þægilegt... Undir smávægilegasta yfir- skini rak hún hann á fætur; annað hvort varð hann að fara niðpr og sækja dagblaðið, sem hún hafði gleymt, eða sækja flöskuna með appelsínudrykkn- um, sem hann gat ekki fundið, af því að hún hafði falið hana. Og svo hrópaði hún reiðilegri undrunarröddu: — Þú ættir þó að vita, hvar hún stendur, ratinn þinn. Þegar hann hafði svo ráfað í heila klukkustund um sofandi húsið, og sneri loks tómhentur aftur, biðu þakkarorðin á vör- um hennar: — Nú, reyndu að koma þér upp í rúmið aftur. Þú hafðir gott af að fá þér þessa göngu; máske hefurðu lagt eitthvað af. Þú ert blátt áfram farinn að tútna út eins og svampur. SVO var hún sífellt að vekja hann til þess að koma honum í skilning um, að hún hefði þá hræðilegustu verki í maganum; og hún krafðist þess, að hann nuddaði á henni magann með ullarhnoðra, vættum í Kölnar- vatni. Hann var hreint óhugg- andi yfir að sjá vanlíðan henn- ar og gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að lina þjáningarnar. Hann stakk upp á því að kalla á vinnustúlkuna, Céleste. En þá reiddist hún fyrst að marki og hrópaði: —Þú hlýtur að vera full- kominn fábjáni, asninn þinn! Jæja, þetta er liðið hjá, mig verkjar ekki lengur, sofðu bara áfram, múldýrið þitt. Hann spurði: — Er það alveg víst, að þér sé alveg batnað? Hún svaraði hranalega: — Já, haltu þér saman og lofðu mér að sofna. Og vertu ekki að ergja mig meira, heyr- irðu það! Þú ert einskis nýtur aumingi, getur ekki einu sinni nuddað konuna þína. Hann fylltist örvæntingu. — En . . . elsku hjartans ,. . Hún sleppti sér gjörsamlega: — Ekkert en ... Nú er nóg komið, ekki satt? ... Nú fæ ég kannski að hvíla mig án þess að verða fyrir ónæði... Og hún snéri sér upp í horn. EINA nóttina hnippti hún svo harkalega í hann, að hann hrökk upp dauðskelfdur og rauk upp, sem hann var ekki vanur að gera. Hann stamaði: — Hvað? .... Hver? ... Hvað er að? ... Hún hélt utan um handlegg hans og kleip hann, svo að hon- um lá við að æpa upp yfir sig af sársauka. Hún hvíslaði í eyr- að á honum: — Ég heyrði hávaða í húsinu. Hann var farinn að venjast ástæðulausum ótta konu sinnar, svo að hann spurði aðeins: —Hvers konar hávaða, elsk- an mín? Hún skalf af hræðslu, þegar hún svaraði: — Hávaða ... reglulegan há- vaða... það var alveg eins og einhver gengi... Hann var staðráðinn í að láta ekki af vantrú sinni. — Alveg eins og einhver gengi? Heldurðu það? Hvaða vitleysa; þér hefur bara mis- heyrzt. Auk þess, hver gæti það eiginlega verið? Hún stamaði skjálfandi: — Hver gæti það verið? — Þjófar, auðvitað! heimskinginn þinn! Hann hallaði sér reiðilega aftur á eyrað og dró sængina upp yfir höfuð: — Ónei, alls ekki, góða mín! Það er yfirleitt alls enginn; það er bara eitthvað, sem þig hefur dreymt. En hún kastaði sænginni ofan af sér og steig fram úr rúminu. — Það er þá ekki nóg með að þú sért duglaus með öllu, heldur ertu líka bleyða. En hvað sem því líður, þá ætla ég ekki að láta brytja mig í stykki vegna hugleysis þíns. Hún greip eldskörunginn út úr arninum, hljóp til dyra, sló slagbrandinum fyrir og stóð vígreif innan við þær. Hrærður til dáða við þetta fordæmi hugrekkisins, máske örlítið skömmustulegur líka, fór hann sömuleiðis á fætur, vopn- aðist kolaskóflunni og tók sér stöðu við hlið síns betri helm- ings, án þess að taka. af..sér. nátthúfuna. í dýpstu þögn biðú þau í tíu —-tuttugu mínútur. Ekkert minnsta hljóð raskaði rónni, sem hvíldi yfir húsinu. Þá hélt frúin bálvond aftur til rúmsins með þessum orðum: — Ég er nú sannfærð um það samt, að það var einhver á gangi. TIL ÞESS að stofna ekki til ófriðar, lét hann ekkert orð falla um skelfingar næturinnar daginn eftir. En næstu nótt vakti frú Lere- bour mann sinn af enn meiri ákafa en áður og stundi, más- andi af skelfingu: — Gustave, Gustave, það var einhver að ganga um dyrnar út í garðinn. Hann var steinhissa á þessari þrákelkni, og hallaðist helzt að þeirri tilgátu, að kona hans hlyti að vera tekin upp á því að ganga í svefni. Hann var rétt í þann veginn að fara' að skurka henni úr þessu hættu- lega ástandi, þegar hann sjálfur þóttist heyra óljósan skarkala utan úr garðinum, rétt við hús* vegginn. Hann hentist á fætur, hljóp út að glugganum, og hann sá, já, hann sá hvíta veru hraða sér niður eftir einum skógar- stígnum. Skelfingu lostinn muldraði hann: —■ Nú, svo að þetta var þá einhver eftir allt saman. En hann var fljótur að átta sig. Að nokkur skyldi voga sér inn á löglegt eignarsvæði hans! Tilhugsunin um skertan eignar- rétt hans gerði hann öskuvond- an, og hann hrópaði upp yfir sig: — Já, bíddu bara, bíddu bara,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.