Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 6
6 N-Ý VIKUTÍÐINDI * . * >f * * >f P A T T C) N HERSHÖFÐINGI FRASÖGN A F FURÐULEGASTA HERFDRINGJA SÍÐARI ALDA * * * * -X -K ÞAÐ má vel vera, að hann hafi verið vitlausasta hörkutól, sem nokkurn tímann hefur skrýðzt hershöfðingjastjörnum. En mikilmenni var hann engu að síður. Iðulega urðu almenningsradd irnar, sem kröfðust þess, að hann væri annaðhvort rekinn úr hernum, jafnað væri um hann, eða hann úrskurðaður geðveikur, óþægilega háværar, — og þó var George Smith Patt- on einhver færasti skriðdreka- herstjórnandi Bandamanna. Patton var vissulega vanda- mál. Jafnvel Eisenhower for- seti hefur viðurkennt, að hann hafi iðulega komizt í vandræði með Patton. Og svipaða sögu hafa flestir að segja, sem kom- ust í náin kynni við „Gamla Hörkutólið". Versti löstur Pattons var kæruleysi, varðandi hvað hann sagði og við hverja. Það eina, sem skipti hann raunverulega máli, var bardagi, — laun erf- iðisins. Viðurnefnið „Gamla hörkutól ið“, sem á amerískunni stendur talsvert nær blóði og sterkum taugum, ávann hann sér á her- æfingarstöðinni í eyðimörk einni í Suður-Kaliforníu, er hann ákvað að herða taugar ný- liðanna með hrollvekjandi lýs- ingu á hernaði, svohljóðandi: „Heyrið þið, þarna hunda- kroppar," grenjaði hann, „þeg- ar þið rekið höndina í blóðuga kjötkássu, þar sem andlit vinar ykkar var áður, þá megið þið vita, að þið eigið í styrjöld!" Fréttaritari nokkur heyrði ræðuna og notaði viðurnefnið, sem Patton sjálfur myndi líka helzt hafa kosið sér. Patton unni hernum öllu fremur. Hann þráði ekkert heit- ar en tækifæri til að sýna þá fræknustu dirfsku og ófyrir- leitnasta snarræði, sem vitað er um síðan á dögum sjóræningj- anna og víkinganna. — ★ — PATTON lauk prófi frá her- skólanum í West Point árið 1909. Af skiljanlegum ástæðum brokkaði hann beina leið í ridd- araliðið. Þar gengu foringjarnir í gljáandi stígvélum og báru korða sér við hlið. Það væri mesti misskilningur að ætla, að honum hefði verið mest í mun að snúa sér að her- mennskunni launanna vegna. Fyrstu árin gaf þessi „vand- ræðastrákur“ hermennskulaun sín til góðgerðarstofnana. Um þetta leyti voru öll út- gjöld til hernaðar mjög skorin við nögl, svo að Patton lagði iðulega sjálfur fram fé til hjálp- ar óbreyttum liðsmönnum í sveit hans úr kröggum og til út- búnaðarkaupa. Það lýsir honum öðru betur. Alltaf snerist hugsun hans um liðsmennina. Hann gerði miklar kröfur til þeirra — en ætíð var hann reiðubúinn og fús til að sýna þeim, að hann hlífði sér ekki fremur en þeim. „Vélaherdeildir, byssupúður, hreyfanleiki og hraði — þetta eru atriði, sem veita yfirburði í styrjöld,“ sagði hann ákveð- inn. — ★“ HANN gældi við þá hug- mynd, að ríða í fararbroddi sveitar brokkandi riddara. í kunningjahópi viðurkenndi hann, að yfir þessum dagdraum- um hans hvíldi mikill hetjubrag ur — þegar riddarar með brugðnum bröndum réðust gegn ofurefli óvina. „Og í þessum dagdraumum mínum unnum við alltaf sigur,“ sagði hann og glotti. „Ég vona sannarlega að svo verði líka, þegar til alvörunnar kemur . . .“ Á árunum 1916—17 gerði meríkanski bófaherforinginn Pancho Villa allmargar árásir innfyrir bandarísku landamær- in, og þar gafst Patton í fyrsta skipti tækifæri til þess að berj- ast. Hann var skipaður aðstoð- arforingi Pershing hershöfð- ingja, og var til þess ætlazt, að hann gegndi skýrslugerðum og slíku, en aðgerðarleysið var Patton sízt að skapi. Hvað eftir annað laumaðist hann brott af skrifstofunni. I fylgd nokkurra dáðfúsra ridd- ara hélt hann inn á landsvæði, sem bófarnir höfðu á valdi sínu. Lítt þjálfaðar sveitir Bandaríkj- anna höfðu naumast séð óvini, hvað þá getað barizt við þá, en Patton heppnaðist alltaf að hafa upp á einhverjum, fella þá eða taka höndum. — ★ — AFSKIPTI Bandaríkjanna af heimsstyrjöldinni fyrri stóðu fyrir dyrum. Patton drakk í sig hvert orð, sem hann gróf upp um gang styrjaldarinnar. Sér- stakan áhuga hafði hann á nýju uppfinningunni, skriðdrekan- um, sem Bretar voru teknir að beita á vesturvígstöðvunum. Hann eygði strax möguleik- ana, sem þessir vígvörðu vagn- ar gátu veitt. „Skriðdrekarnir hafa útrýmt riddaraliðinu að eilífu,“ sagði hann gömlum riddaraliðsfor- ingjum til ægilegustu skelfing- ar og hneykslunar. Og yngri mennirnir lögðu við eyrun. — ★ — ÞEGAR Bandaríkin sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, var Patton einn sá fyrsti, sem sigldi yfir hafið. Hann var líka fyrst- ur manna til að láta skrá sig í fyrstu skriðdrekasveit Banda- ríkjamanna. Patton ungi komst snemma á allra varir á vesturvígstöðvun- um. Hjá St. Mihiel leiddi hann skriðdrekasveit sína til orustu — klæddur rétt eins og við liðs- könnun í riddaraliðsskólanum. „Það gljáði á stígvélin hans, og við sitt hvora mjöðm héngu marghleypur, þar sem hann stóð í turni fremsta skriðdrek- ans,“ segja gamlir skotgrafaher- henn og hrista höfuðið. „Hann grenjaði hvatningarorð til sinna manna og svívirðingar yfir til Þýzkaranna. Hann var kolvit- laus .. .“ -★ - PATTON var ekki rótt eftir „Fáið mér bensín og skotfærí, og ég skal leggja skriðdrekunum mínum fyrir framan Kreml,“ sagði hann. „Patton er tvímælalaust mesti hershöfðingi Bandamanna,“ sagði Rommel. „Án hans hefðu Bandamenn aldrei sigrað okk- ur,“ sagði von Rundstedt. vopnahléð. Þegar hann kom til Bandaríkjanna aftur, sá hann að herinn var algerlega gleymd- ur. Allur herafli hafði verið skorinn svo niður, að naumast beinagrindin var eftir. Til kaupa á skriðdrekum var hvorki áhugi né peningar. Litla skriðdrekasveitin, sem gert var ráð fyrir að hafa áfram, var útbúin Renault-skriðdrek- um, sem voru úreltir þegar ár- ið 1918. Patton blátt áfram gekk af göflunum yfir þessu kæru- leysi. „Við verðum að berjast aft- ur!“ þrumaði hann. „Og við verðum sigraðir, ef við sjáum ekki að okkur í tíma.“ Þetta var hann fús til að segja hverjum sem var, yfir- mönnum sínum, blaðamönnum, þingmönnum. En enginn hafði áhuga. Nokkrir rólyndir friðar- sinnar létu í ljós harm sinn yfir því, sem þeir kölluðu „stríðs- þorsta" hershöfðingjans. — ★ — ÞAÐ hvarflaði að Patton að segja af sér og gerast einhvers staðar sjálfboðaliði, þar sem þörf væri fyrir krafta hans. En við það hætti hann, því að ástin til föðurlandsins var rík í brjósti hans. Hann var sann- færður um, að hann myndi geta komið landi sínu að góðu liði, ef styrjöld brytist út. Nánasti vinur Pattons var hershöfðinginn Adna Chaffee, sem kominn var til ára sinna, en hafði óbifandi trú á skrið- drekunum. Þessir tveir ræddu með sér, hvað koma skyldi. — ★ ÞÓTT Patton væri færður milli stöðva og úr einu verkefn- inu í annað, hélt hann alltaf tryggðinni við skriðdrekana sína. Hann skrifaði, talaði og sárbændi. Ákafi hans og þó sér- staklega hreinskilnislegar at- hugasemdir hans gerðu öðrum yfirmönnum heitt í hamsi. Mappan hans hjá herforingja- ráðinu tútnaði út af áminning- um og tilkynningum um að stilla orðum sínum betur í hóf. Hann var aðeins majór að tign, en hann hikaði ekki við að segja sér æðri foringjum áli-t sitt. „Guð minn góður! Þér eruð kolvitlaus, sir, ef ég mætti kom- ast svo að orði, með yðar leyfi,“ sagði hann eitt sinn við herráðs- foringja. „Þér hafið sannað, að það séu fleiri hestrassar en hestar í hem um,“ sagði hann við einn for- ingja sinn. Þannig var hann. Fyndist hon um eitthvað gert á hluta ein- hvers manna sinna, barðist hann upp allan metorðastigann til þess að ná rétti hans. — ★ — OFFURSTI nokkur hugðist einu sinni draga undirforingja úr sveit Pattons fyrir herrétt og ákæra hann fyrir drykkju- skap og ósæmilega hegðun. Patton hélt til skrifstofu hans og tók upp vörn fyrir sinn mann. „Hann er góður hermaður, — fullur sem ófullur,“ sagði hann. „Hann drakk heila viskí- flösku, meðan hann átti að gegna skyldustörfum,“ svaraði offurstinn. „Sir,“ sagði Patton. „Ég skal, fjandinn hafi það, bjóða yður upp á nokkuð. Ég skal ná í und- irforingjann, við drekkum sína viskíflöskuna hvor, og ef við getum, að því loknu, ekki fram- kvæmt hvaða skipun, sem yður dettur í hug að gefa okkur, þá skal ég sjálfur draga manninn *■ fyrir herrétt og að því búnu segja af mér.“ Offurstinn gafst upp. tfhdíf-' foringinn varð síðar stórskota- liðsforingi í Þriðja hernum imd- ir stjórn Pattons í Evrópu. — ★ — í JÚLÍMÁNUÐI árið 1940 var loksins stofnuð skriðdreka- deild hersins, og aðalmenn þeirr ar deildar voru þeir Patton og Chaffee. Deildin var frá byrjun allfjölmenn og þegar send til æfingastöðva í Kaliforníu. Herforingjarnir tveir stungu saman nefjum og ákváðu, að skriðdrekahermenn skyldu klæðast sérstökum einkennis- búningum. Og það var nú meiri búningurinn sóttur beina leið til teiknimyndahetju. Enda gerðu blöðin grín að. Patton brá sér beina leið til Palm Springs, og, að því er eigendur einnar krá- arinnar þar vilja leggja eið út á, hvolfdi í sig tveim flöskum af koníaki. Síðan þrammaði hann út, stífur eins og síma- staur, — og fór aldrei eftir það í einkennisbúninginn. Skilningur manna almennt á þessum styrjaldartækjum jókst hröðum skrefum. Og Patton hélt þrumandi ræður yfir mönn um sínum. Og þessum hörku- tóls-ræðum gazt blaðamönnum ekkert að. „Foringjar eins og Patton eru að gera skepnur úr drengjunum okkar!“ veinuðu siðapostularn- ir. „Þeir eru að þroska dráps- fýsn þeirra!“ „Hvern fjandann álíta menn hermenn eiginlega vera? Blóma rósir?“ þrumaði Patton.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.